Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1986, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986. Rokkspildan Rokkspildan Rokkspildan Rokkspildan Of seinn. Þcn Sæmund eins og hann þolir eftir Hafnarfjarðarveg- inum. Klukkan að verða níu. Löggubíll framundan með radar. Engin æfing hjá lögreglukórnum í kvöld? í nýja Garðabæjarskólanum er Bubbi á fullum dampi. Lög og regla, Rómeó og Júlía, paranoian og nýtt efni í bland. Á eftir er hann önnum kafinn baksviðs við að gefa eiginhandaráritanir, teiknar meira að segja myndir. Heilsumst þegar allt er um garð gengið. Ég vil ræða um framtið hans sem tónlistar- manns. Bubbi tekur því vel. Án frekari málalenginga förum við inn í eðlisfræðistofuna. Hér á ég heima - Þú sagðir við Megas i sjónvarp- inu að þú hefðir gert samning i Svíþjóð? „Já, þetta erfimm ára samningur sem gildir til 1. maí 1990.“ - Er þctta eingöngu plötusamn- ingur? „Nci, þessu fyigja kvaðir um tónleika og hvaðeina. Ég fer um Evrópu hátt og lágt.“ - Hvaða útgáfufyrijrtæki er þetta? „Það heitir Mislur. Þetta er stærsta indepentent útgáfufyrir- tækið i Skandínaviu. Það hefur meðal annars sænsku hljómsveit- ina Imperiet á sínum snærum." - Fimm ára samningur, þýðir það fimm ára útivera? „Nei. ísland er undanskilið í þess- um samningi. Ég verð búsettur á íslandi áfram. Hér get ég eftir sem áður farið mina kassagitartúra um landið. ísland er uppspretta mín sem tónlistarmanns. Hér liggja ræturmínar.“ Greenpeace, tölvur, trommu- heilar - Fyrsta platan samkvæmt samn- ingnum er væntanleg, er það ekki? Þú fórst utan í haust og tókst upp efni? „Jú, ég fór út í átta vikur. En ég kem liklega ekki til með að nota nema fímm lög af þeim upptökum. Ég fer út aftur 12. apríl og tek þá, að öllu forfallalausu, upp fjögur lög. Þessi níu lög verða á plötunni." - Imperiet aðstoðuðu þig við upptökurnar í haust? „Já, og Cristian, bassaleikari hljómsveitarinnar, pródúserar plötuna með mér. Imperiet eru núna á hljómleikaferðalagi um Bandarikin en ég geri ráð fyrir að þeir verði með í upptökunum í vor.“ - Svipar þessu efni til þess sem þú varst að gera á Konuplötunni? „Ónei. Þetta er ólíkt því sem ég hef áður gert. Þessi plata verður pólitískari en fyrri plötur mínar. Textarnir fjalla um Greenpeace- samtökin, kjarnorkukapphlaupið og atburðinn á Hayscl-leikvangin- um í Brussel, svo ég nefni dæmi. En slíkir textar eru í sjálfu sér ekkert nýmæli frá minni hendi. Það er fyrst og fremst tónlistin sem hefur breyst. Ég nota tölvur, trommuheila og jafnvcl trompet. Það verður fátt á þessari plötu sem svipar til tónlistarinnar á Konu.“ Byrja ekki á núllpunkti - Hvenær kemur platan svo út? „Ef mér tekst að ljúka upptökun- um i maí þá ætti platan að koma út seinni part sumars. Þetta er hins vegar háð ákvörðunum þeirra hjá Mislur. En hvernig sem það verður þá kemur platan út hér heima um svipað leyti og úti. Grammið mun sjá um útgáfu hér og sú útgáfa verður með íslenskum téxtum.“ - Þessi samningur við Mislur kemur á góðum tíma fyrir þig? „Mér hefur staðið þessi samning- ur til boða í þrjú ár. Ég hef bara ekki verið tilbúinn fyrr en nú.“ - En þú ert að byrja upp á nýtt í tvennum skilningi. Byrjaður nýtt líf og ert að hefja nýjan tónlistarfer- il á erlendri grund? „Já, ég er að byrja upp á nýtt. Ég er þó i mjög sterkri aðstöðu þarna úti hvað tónlistina varðar. Ég geng beint inn í samning hjá fyrirtæki sem neitar tugum artista i hverri viku. Það sýnir að maður er einhvers metinn. Ég bý líka að ómetanlegri reynslu héðan að Bubbi brosir breitt. Samningsbundinn í Svíþjóð til 1. maí 1990. Texti: Þorsteinn J. Vilhjálms- son Mynd: pán Kjartans- son heiman þannig að ég byija ekki alveg í núllpunkti.“ Vinna og bjartsýni „Auðvitað verður þetta þrotlaus vinna. Það tekur allavega þijú til fjögur ár að vinna sér nafn þarna úti.“ - Þú veist þá að hveiju þú gengur? „Já, svo sannarlega. Ég meina, það tók mig þijú ár að vinna mig upp í að fá fullt hús á tónleikum hérheima. Utangarðsmenn spiluðu á sínum tíma í ellefu mánuði fyrir tómu húsi. Þetta er og verður enda- laus vinna. Og ef maður vinnur þetta samviskusamlega þá skilar það sér. Það er ég viss um.“ -Þú ertbjartsýnn? „Það hef ég alltaf verið. Bjartsýni er undirstaða þess að þrífast i nú- tímaþjóðfélagi." Engar endurtekningar - Nýr ferill með nýju efni, eða ætlarðu til dæmis að syngja um strákana á Borginni á ensku eða sænsku? „Efnið verður nýtt. Ég ætla ekki að fara að endurt.aka sjálfan mig. Þessi samningur minn hljóðar upp á þijár plötur. Það þýðir að ég hef sautján mánuði til að vinna hverja plötu, auk þess sem ég hef ótakmarkaðan tíma í stúdiói. Ég hef því góðan tíma til að vinna nýtt efni.“ Á að tapa viljandi? - Þú ert á útleið. Hvað sérðu núna þegar þú lítur á íslenska popptón- list? „Ég er svekktur yfir að ckki skuli koma meira frá yngri kynslóðinni. Plötuútgefendur gefa einungis út það sem selst. Við „gömlu kallarn- ir“ dóminerum algerlega á mark- aðnum þrátt fyrir að til séu ungar og efnilegar hljómsveitir. Ég nefni sem dæmi Voice, Tic Tac og Dúkkulisurnar." - En eiga útgefendur að tapa vilj- andi með þvi að gefa út efni sem ekki selst? „Auðvitað ekki. En ef útgefendur myndu leggja sig eftir að hlusta á efnilega tónlistarmenn væri hægt að prómótera þá þannig að plötur þeirra scldust. Mín skoðun cr sú að útgefendur ættu að kynna eitt til tvö ný bönd á hveiju ári. Ungir tónlistarmenn verða að fá tæki- færi.“ Samningsbundin framtíð Húsvörðurinn stingur höfðinu í gættina. „Við erum að fara,“ kallar Bubbi. Ég jánka því. Bubbi hefir í nógu að snúast. Að baki liggur stormasöm fortíð og framundan er samningsbundin framtíð. Framtíð- ina höfum við talað um. Það er hún sem skiptir máli. Ekki satt?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.