Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Qupperneq 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1986. Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. rtjórnarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON F imkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ri.-jtiórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKUR H F. - Askriftan/erð á mánuði 450 kr. Verð I lausasöiu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Eins dauði erannars brauð Vestmannaeyingar hafa verið manna fljótastir að til- einka sér sölu á ferskum fiski í gámum. Um leið hafa þeir verið einna fyrstir að reka sig á skuggahliðar þessa gróðavegar, að fiskvinnsla og fiskvinnslufólk tapa á meðan sjómenn og útgerð hagnast. í þessari viku hyggst bæjarstjórn Vestmannaeyja halda fund með hagsmunaaðilum til að ræða þennan vanda. Slík umræða getur auðveldað fólki að átta sig á eðli málsins. Hins vegar er ólíklegt, að fáist niður- staða, sem allir geti sætt sig við. Hætt er við, að skuggahliðar gámaútflutningsins leiði til vanhugsaðra gagnaðgerða. Sem dæmi um það má nefna, að sjávarútvegsráðherra sagði í umræðu um málið á Alþingi, að til greina kæmi að leita umsagna sveitarstjórna um leyfi til útflutnings á gámafiski. Þetta mundi í raun leiða til, að hvatvísar sveitar- stjórnir höfnuðu gámafiski til að vernda fiskvinnslu og atvinnu heima fyrir. Þær mundu á þann hátt hrekja útgerð í grænni haga og flýta fyrir röskuninni, sem virð- ist ætla að sigla í kjölfar útflutnings á gámafiski. Ástandið í Vestmannaeyjum boðar mikla röskun í sjávarplássum landsins. Þar hafa að undanförnu fjórir fimmtu hlutar aflans farið í gáma. Nær allur afli troll- báta fer í gáma og vaxandi hluti netafiskjar. Vinnslan fær í sinn hlut einkum togarafiskinn, en þó ekki allan. Þetta hefur valdið því, að tæpast er unnt að halda uppi fullri dagvinnu í stóru frystihúsunum fjórum. Vinnslumagn fyrstu mánaða þessa árs hæfir aðeins þremur húsum og verður hugsanlega hæfilegt fyrir að- eins tvö hús síðar á þessu ári, ef svo heldur fram. Við stöndum þannig andspænis sögulegri þróun, sem er í þann mund að greiða frystiiðnaðinum alvarlegt högg, svo og fólkinu, sem þar starfar. Vinnan í frystihús- unum hefur að vísu verið illa borguð, en þó stuðlað að tiltölulega góðum heimilistekjum í plássunum. Víða kemur þetta fram í, að eiginmaðurinn fær stór- auknar tekjur á sjónum, meðan eiginkonan missir vinnuna í landi. Þessi tilfærsla losar um búsetu, því að skip geta landað hvar sem er, en frystihúsin eru stað- bundin fjárfesting. Þetta mun færa til byggð í landinu. Röskun þessi verður óþægileg eins og öll röskun, en getur þó leitt til góðs, eins og fyrri straumar fólks í landinu, það sem af er öldinni. Láglaunastörfum í frysti- húsum fækkar og arðbærari störf taka við, annaðhvort heima fyrir eða í framsæknari sveitarfélögum. Lítið gagn verður í ráðagerðum um stöðvun þessarar röskunar. Úflutningur á ferskum fiski, einkum í gámum, hefur ekki aðeins bjargað útgerðinni í landinu. Hún hefur sparað þjóðfélaginu gengislækkanir og hartnær stöðvað verðbólguna. Gámafiskurinn mun blífa. Fiskveiðarnar eru skyndilega aftur orðnar að horn- steini þjóðfélagsins, hinn mikli gróðavegur, sem allt annað í þjóðfélaginu styðst við. Þeir hagsmunir eru svo yfirþyrmandi, að aðrir hagsmunir munu verða að víkja, þegar skerst í odda, í Eyjum eða annars staðar. Þjóðin er að hagnast á fundi stórra og stækkandi markaða, þar sem ferskur fiskur er dýrari en frystur. Hún er að hagnast á bættri samgöngutækni, sem skilar ferska fiskinum í verðmætu ástandi til neytenda. Við munum ekki neita okkur um að fullnýta þetta happ. En dæmið frá Vestmannaeyjum sýnir, að skynsam- legt er að fara strax að gera sér grein fyrir skuggahliðum hinnar nýju velgengni og horfast í augu við þær. Jónas Kristjánsson Ruglið í Júlíusi Hafstein Sjálfstæðisflokkurinn á bágt þegar hann þarf að verja og útskýra fyrir kjósendum sínum að á vegum Reykjavíkurborgar sé haldið uppi borgarrekinni æskulýðsstarfsemi sem mun kosta skattgreiðendur um 80 milljónir kr. á þessu ári. Þetta gerist á sama tíma og frjálsum fé- lagasamtökum eins og íþróttahreyf- ingunni og skátahreyfingunni og fleiri aðilum er haldið í alvarlegu fjársvelti af hálfu Reykjavíkurborg- ar. Stefnumunur Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks Þessu bruðli á almarmafé hefur undirritaður mótmælt frá fyrstu tíð og talið að þessum fjármunum væri betur varið til frjálsra félagasamtaka sem nýttu þá með skynsamlegri hætti. I þessu felst ágreiningur og stefriu- munur milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. M.ö.o. Sjálfstæð- KjaHarinn ALFREÐ ÞORSTEINSSON, FORMAÐUR FRAMSÓKNARFÉLAGS REYKJAVÍKUR OG 2. MAÐUR Á BORGARSTJÓRNARLISTA FRAMSÓKNARFLOKKSINS Þeirra eigin orð Á sama tíma og Morgunblaðið hefur það eftir Júlíusi Hafstein, sem jafnframt er formaður ÍBR, að Reykjavíkurborg standi myndarlega að fjárveitingum að íþróttamálum var haldinn fundur á vegum ÍBR þar sem mættir voru allir helstu forystu- menn íþróttamála í Reykjavík. Um hvað skyldi hafa verið talað á fund- inum? Kannski um það hvað Reykjavíkurborg væri rausnarleg í fjárveitingum til íþróttamála? Nei, þvert á móti lýstu fundarmenn yfir áhyggjum sínum af fjársvelti sem leiddi til margvíslegra örðugleika í starfi íþróttafélaganna í Reykjavík. Birt var tafla sem sýndi svart á hvítu hvemig fjárframlög Reykjavíkur- borgar til Æskulýðsráð hafa alltaf verið því í hag gagnvart ÍBR og fer það bil stækkandi samkvæmt fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar í ár. Þannig em beinir rekstrarstyrkir til ÍBR 21,5 milljónir kr. á sama tíma og Æskulýðsráði em skenktar tæpar 60 milljónir kr. Það vom ekki andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins sem drógu þessa mynd upp heldur nokkrir valin- kunnir sjálfstæðismenn, þ.ám. Júlíus Hafstein sjálfur. Áhyggjuefni Á þessum sama fundi, sem var mjög fjölsóttur, hvatti einn af for- ystumönnum íþróttafélaganna í Reykjavík menn til að kynna sér fjárframlög Reykjavíkurborgai' til ýmissa málaflokka og gera saman- burð á þeim og framlögum til íþróttamála. I því kæmi fram hvem hug borgaryfirvöld bæm til íþrótta- hreyfingarinnar. Þessi aðili verður ekki sakaður um að vera neinn andstæðingur Sjálf- stæðisflokksins, nema siður sé. Má því segja að bragð sé að þá bamið finnur. Það er vissulega áhyggjuefni hvemig staða margra íþróttafélaga og deilda þeirra er. Og alveg sérstakt áhyggjuefhi er hvemig staða íþróttamála er í stærstu hverfúm borgarinnar, Breiðholtshverfum. Þar starfa tvö íþróttafélög, ÍR og Leiknir, og má segja að bæði séu með starfsemi sína á götunni. Þetta er áhyggjuefni vegna þess að hvergi em fleiri böm og unglingar en í þess- Valhopp Framsoknar- flokksins í íþróttamálum annast þessa þætti." Og síðar í ræðu sinni sagði Alfreð: „Til að mynda held ég að mjög æskilegt væri, ef hægt væri að koma málum þannig fyrir. að fjölskyldu- meðlimir, böm og foreldrar, ættu kost á sameiginlegu tómstunda- starfi. En til þœs að svo geti orðið þá þarf að styrkja einstök félög, sem boðið geta upp á slíkt starf. Ég skal viðurkenna það, að ég hef ekki verið fylgjandi því, að íþróttaráð og æskulýðsráð yröu sameinuð. En eftir því sem ég hef hugleitt þetta mál betur - hef ég sann- færst betur um réttmæti þess. Þvi aö hér er um eitt og sama máliö eða málaflokk aö ræða. Og þaö er beinlínis hættulegt að skipta þessum málaflokk of mik- ið niður. Þessi stjóm þarf að vera á einni hendi í undimefnd hjá borg- arstjóm. Og ég vil minna á það, að ef málum yrði þannig fyrir komið, að þá myndi stjómunarkostnaður allur minnka, ef hægt væri að sam- eina þetta undir einum hatti. Nú, ég er ennfremur þeirrar skoðunar, að með þessum hætti ætti að vera auð- veldara að hafa heildarsvn yfir þessi mál og gæta þess jafnvægis, sem nauðsynlegt er.“ lögu og raiðu Alfreðs Þorsteinssonar og stefnuskrá Framsóknarflokksins frá síðustu kosningum, og grein Al- freðs Þorsteinssonar í DV 1. apríl sl. er ótrúlegt að um sé að ræða tals- mann sama stjómmálaflokksins og að sami maður hafi flutt ræðuna á borgarstjómarfundinum 1977 og skrifi nú kjallaragrein í DV. Því að athuguðu máli kemur í ljós að Al- JULIUS HAFSTEIN FORMAÐUR ÍÞRÓTTARÁÐS REYKJAVÍKUR OG 8. MADUR Á BORGARSTJORNARUSTA SJÁLFST ÆÐtSFLOKKSINS Vantraust á iþróttahreyfing- una? Fullyrðingar Alfreðs Þorsteins- sonar um að í forsvari fyrir nýju íþrótta- og tómstundaráði verði aðil- ar úr „æskulýðsgeiranum“ þannig, að áhrif íþróttahreyfingarinnar verði enn minni cn verið hefur og að sjálfstæði íþróttahreyfingarinnar sé stefrit í hættu vegna samstarfs iþróttamanna og launaðra „æsku- lýðspostula", er vísað á bug, enda marklaus fúllyrðing. Hvemig ætlar Alfreð Þorsteinsson að leiða rök að því að eftir kosningar muni stjóm- málaflokkamir skipa aðila úr „æskulýðsgeiranum" í forystu nýja ráðsins? Um það hvað aðrir en fram- sóknarmenn ætla'að gera að kosn- ingum loknum veit Alfrcð Þorstcins- son ekkert. Ummæli Alfreðs um að áhrif íþróttahreyfingarinnar muni minnka og að sjálfstæði hennar sé stefht í hættu er eins og annað í grein Alfreðs, órökstutt og hrein markleysa. Það cr aftur á móti umhugsunarefni fyrir íþróttafóik i Reykjavik og forystumenn iþróttafélaganna í Reykjavík að hugleiða hve mikið vantraust á íþróttahreyftnguna felst í um- mælum Alfreðs Þorsteinssonar. „Oddviti Sjálfstæðisflokksins í íþróttamálum, Júlíus Hafstein, reynir í kjallaragrein s.l. föstudag, að fá blessun Framsóknarflokksins yfir eyðslu- og óráðsiustefnu Sjálfstæðisflokksins í þessum málaflokki með þvi að vitna í ræðu undirritaðs í borgarstjórn fyrir nokkrum a „Júlíus Hafstein er því miður ekki sá ^ bógur að hann muni ráða einhverju í glímunni við æskulýðsbáknið eftir kosning- ar. Hann verður peð í því tafli.“ isflokkurinn treystir ekki félaga- samtökum í borginni til að standa undir öflugu æskulýðsstarfi en það gerir Framsóknarflokkurinn aftur á móti. Ruglið í Júlíusi Hafstein Oddviti Sjálfstæðisflokksins í íþróttamálum, Júlíus Hafstein, reyn- ir í kjallaragrein sl. fóstudag að fá blessun Framsóknarflokksins yfir eyðslu- og óráðsíustefhu Sjálfetæðis- flokksins í þessum málaflokki með því að vitna í ræðu undirritaðs í borgarstjóm fyrir nokkrum árum. Samkvæmt venju ruglar þessi odd- viti sjálfstæðismanna ólíkum hlutum saman. Hann áttar sig ekki á því að' þegar framsóknarmenn tala um samvinnu íþróttaráðs og annarra aðila, sem vinna að æskulýðsmálum, þá er fyrst og fremst verið að tala um samvinnu milli frjálsra fé- lagasamtaka en ekki samvinnu íþróttaráðs og borgarrekins æsku- lýðsráðs sem starfar eingöngu með launuðu starfefólki. Framsóknarflokkurinn í Reykja- vík vill samstarf milli iþróttahreyf- ingarinnar og annarrar frjálsrar félagastarfsemi, hvort sem það yrði undir einum hatti eða fleiri, en hann vill ekki það samkrull sem Sjálfetæð- isflokkurinn er að koma á þar sem íþróttahreyfingin er sett á bás með borgarreknu Æskulýðsráði. Á þessu tvennu er grundvallarmunur, enda skýrt tekið fram af talsmönnum Framsóknarflokksins í þeim umræð- um, sem fram hafa farið, að þeir vilji efla félögin í borginni og veita þeim aðgang að nefhdum og ráðum borg- arinnar sem fjalla um íþrótta- og æskulýðsmál. Vil ég í þessu sam- bandi minna Júlíus Hafstein á að ÍBR hefur áheymarfulltrúa í íþrótt- aráði að tillögu framsóknarmanna. Peð í taflinu Það þarf ekki mjög glöggskyggna menn til að. átta sig á því hvert stefrúr um yfirstjóm á hinu nýja íþrótta- og tómstundaráði Reykja- víkurborgar. Það bendir allt til þess að íþróttimar verði undir. Það sést m.a. á því að á sameiginlegri skrif- stofu íþrótta- og tómstundaráðs starfa þrír aðilar, þ.á m. fram- kvæmdastjóri ráðsins, sem allir tengjast Æskulýðsráði, meðan að- eins einn aðili starfar beint að íþróttamálum. Júlíus Hafstein er því miður ekki sá bógur að hann muni ráða ein- hverju í glímunni við æskulýðs- báknið eftir kosningar. Hann verður peð í því tafli. um hverfum. Þessu þarf að breyta með sérstöku átaki af hálfu Reykja- víkurborgar. Hvað vill Framsóknarflokkurinn gera? Það er alveg Ijóst að stefna Sjáff- stæðisflokksins í íþrótta- og æsku- lýðsmálum er kolröng. Davíð Oddsson borgarstjóri myndi fljótt komast að raun um það ef hann spyrði einhverja aðra forystumenn úr íþróttahreyfingunni en Júlíus Hafstein. Stefha Framsóknarflokksins er al- veg skýr í þessum málum. Hann vill flytja sem mest af því fjármagni, sem nú er varið í borgarrekna æskulýðs- starfeemi, samtals um 80 milljónir kr., til frjálsrar félagastarfsemi og nýta það í starfi þúsunda sjálfboða- liða í íþróttahreyfingunni og annars staðar. Að þessu leyti fer stefna Framsóknarflokksins saman við slagorð ungra sjálfstæðismanna: BURT MEÐ BÁKNIÐ. Alfreð Þorsteinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.