Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Síða 13
nv. ÞRTÐ.TIJT)AOTIR 15. APRÍI, 1986. 13 Lýðræðisást SJálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákaf- ast íslenskra stjórnmálaflokka státað sig af lýðræðisást. Ferill þess flokks við stjóm Reykjavíkur síð- ustu 4 ár gerir lýðræðisslagorð íhaldsins að afkáralegu öfugmæli. Höfuðandstæður lýðræðisins blasa hvarvetna við: flokksveldi, einræði og valdahroki. Spillingin þrífst, legið er á upplýsingum, fagleg sjónarmið hundsuð. Athugasemdir borgarbúa og kjörinna fulltrúa minnihlutans léttvægar fundnar. Borgarfulltrúar skornir Atlögurnar gegn lýðræðinu byrj- uðu strax við upphaf kjörtímabilsins. Gegn atkvæðum minnihlutans ák- vað Sjálfstæðisflokkurinn að borg- arfulltrúar verði 15 eftir næstu kosningar. 6 skomir burt. Á bak við þessa 6 fulltrúa em 25 þúsund borg- arbúar. Endalaust má deila um hver sé rétta fulltrúatalan. En einhverjar viðmiðanir er rétt að hafa. Árið 1908 bjuggu í Reykjavík u.þ.b. 9 þúsund manns. Bæjarfulltrúar vom þá 15. Á sumri komanda hafa Reykvíkingar, tæplega 90 þúsund að tölu, sama ijölda fulltrúa. Ef ætlast er til yfir- sýnar borgaríúlltrúanna og þess að þeir geti uppfyllt kröfur kjósenda er fráleitt að fækka þeim í öfugu hlut- falli við mannfjölda og umfang verkefnanna. Sé litið til annarra sveitarfélaga fæst enginn rökstuðningur fyrir fækkun borgarfulltrúanna. Ná- grannabæimir, Kópavogur og Hafnarfjörður, em með 11 fulltrúa. Innan við 15 þúsund manns búa á hvorum stað. Það er því ekkert sem getur skýrt þessa ákvörðun Sjálfstæðisflokksins annað en fjandskapur við lýðræðið. í fullvissu þess að flokkurinn muni áfram ríkja voldugur og stór skal veikja raddir andstæðinganna svo sem kostur er. Þá er enn minni hætta á aðhaldi - færri til að uplýsa borg- arbúa um verkin sem unnin em í myrkviðum flokksveldisins. Mið- stýringin nálgast austantjaldspla- nið. Pottþétt embættismannakerfi En fækkunin bitnar líka á Sjálf- stæðisflokknum kann einhver að andmæla. Já, væntanlega verða borgarfúlltrúar íhaldsins færri en 12 næsta kjörtímabil en það skiptir ekki öllu máli fyrir flokkinn. Fækk- un kjörinna fúlltrúa mun sjálfsagt leiða til enn beinni stjómunar gegn- um embættismenn. Og embættis- mannakerfi Reykjavíkur er Sjálfstæðisflokknum þóknanlegt, enda skilgetið afkvæmi flokksins eft- ir stjómun borgarinnar í rúma hálfa öld, að einu kjörtímabili undan- skildu. 'l’ilhneiging borgarstjóra að stjóma beint, eða gegnum embættis- menn, hefur verið augljós þetta kjörtímabil. Kjömir fulltrúar hafa frétt af mikilvægum ákvörðunum eftir á. Þannig heyrðu borgarfulitrú- ar minnihlutans á ráðstefnu úti í bæ að farið væri að greiða fjárhagsað- stoð félagsmálastofnunar með skömmtunarseðlum þar sem ekki væm til peningar í kassanum. Ég leyfi mér að fullyrða að það stríðir gegn siðgæðisvitund meirihluta borgarbúa að senda fólk með stimpl- aða bónbjargarmiða út í búð til matarkaupa. Borgarfulltrúar lásu í blöðunum að embættismenn borgarinnar hefðu hækkað húsaleigu öryrkja um 67% á sama tíma og örorkubætur hækk- uðu um 5%. Ekki var hirt um að fjalla um málið í viðkomandi nefnd fyrr en eftir á og þá að kröfu kjör- inna fulltrúa. Keisaraduldin En Davíð Oddssyni hefur ekki nægt að vera hluti af flokksveldi sjálfstæðismanna. Hvort sem ástæð- an er yfirgengileg hégómagimd eða valdanautn hefur framkoma og stjórnarhættir borgarstjórans leitt til þess að flokkssystkinin í meiri- hlutanum verða að láta sér lynda hlutskipti huldufólksins. „Árið 1908 bjuggu í Reykjavík u.þ.b. 9 þúsund manns. Bæjar- fulltrúar voru þá 15. Á sumri komanda hafa Reykvikingar, tæplega 90 þúsund að tölu, sama fjölda fulltrúa.“ Það vom ekki bara fulltrúar minnihlutans sem ráku upp stór augu þegar ljóst varð að Reykjavík átti að gerast hluthafi í fjölmiðla- risanum ísfilm. Borgarstjórinn lagði samning, sem undirrita skyldi tveim- ur dögum síðar, fram í borgarráði sem trúnaðarmál. Sjálfur hafði hann staðið í viðræðum í langan tíma við skoðanabræður í útgáfufélögum KRISTÍN Á. ÓLAFSDÓTTIR VARAFORMAÐUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS a „Það er því ekkert sem getur skýrt ^ þessa ákvörðun Sjálfstæðisflokksins annað en fjandskapur við lýðræðið. I full- vissu þess að flokkurinn muni áfram ríkja voldugur og stór skal veikja raddir andstæð- inganna svo sem kostur er.“ Morgunblaðsins og DV um milljóna- framlag borgarsjóðs til þessa fyrir- tækis. Borgarfulltrúar sjálfstæðis- marrna komu af sömu fjöllum og minnihlutamenn. Vinnubrögðin kringum samein- ingu Bæjarútgerðar Reykjavíkur og ísbjamarins voru með eindæmum. Ekki var nóg með að minnihluta- fólkið væri haldið utan við viðræður um svokallaða endurskipulagningu útgerðar í Reykjavík. Formaður við- ræðunefndarinnar, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, fékk ekki að sjá bréf sem tengdist málinu fyrr en það var orðið að blaðamat mörgum mán- uðum eftir að það var sent borgar- stjóraembættinu. íbúarnir hundsaðir Borgarfulltrúar minnihlutans eru ekki einir um að hafa kynnst virð- ingarleysi Sjálfstæðisflokksins gagnvart lýðræðinu. Fyrir gerð fjár- hagsáætlunar 1984 auglýsti borgar- stjóri eftir óskum og ábendingum íbúa um framkvæmdir. Svörin létu ekki á sér standa - yfir 60 erindi bárust frá foreldra- og kennarafélög- um og íbúasamtökum. En ekkert var gert með þessar óskir í fjár- hagsáætluninni og tillaga Alþýðu- bandalagsins þar um auðvitað kolfelld. Áður en gengið var frá skipulagi Skuggahverfisins var auglýst eftir athugasemdum eins og lög gera ráð fyrir. 38 ábendingar bárust frá sam- tökum og einstaklingum. Þær voru allar hundsaðar. Meira að segja mönnum úr æðstu stöðum íþróttaheimsins, sem ekki eru þekktastir fyrir óvild í garð Sjálf- stæðisflokksins, hefur ofboðið háttalag stjómendanna. „Við mót- mælum ódrengilegri framkomu meirihluta borgarstjómar við af- mælisbamið" stendur í bréfi sem forseti íþróttasambands Islands skrifar borgarráði ásamt forystu- mönnum skíðaíþróttarinnar. Af- mælisbamið var Skíðafélag Reykjavíkur og tilefnið ákvörðun um sölu skíðaskálans og skíðah'ftu i Hveradölum. Skirrst hafi verið við að leita umsagnar réttra aðila. fsTri mótmælum var ekkert sinnt og frest- unartillaga felld. Vinnubrögðin vom slík að bréfritarar mótmæla ..sví- virðilegri málsmeðferð“. Hér hafa örfá dæmi um stjómar- hætti sjálfstæðismanna verið rakin. Af miklu meiru er að taka. Áður en kemur að kosningum hlýtur fólkið í Reykjavík að gera það upp við sig hvort svoddan stjómarfar samrýmist hugmmdum um opið. lýðræðislegt samfélag. Kristín Ólafsdóttir. Flughöfn á Egilsstöðum Hugmyndir um endurbyggingu Egilsstaðaflugvallar hafa af ög til á undanförnum fimmtán árum ver- ið til umfjöllunar. Á sínum tíma snerust þær um byggingu vallar á Snjóholti um 10 km norðar. Sá skyldi verða alþjóðlegur varavöll- ur fyrir millilandaflug jafnframt því að gegna áfram hlutverki aðal- flughafnar á Austurlandi. Þessar hugmyndir rykféllu í skúffu flug- málayfirvalda. Nýlegri eru hugmyndir um til- færslu vallarins vestar á núverandi svæði og snúning þannig að hann horfi betur við aðflugi og rikjandi vindáttum. Fyrirliggjandi er áætl- un um byggingu á þessum stað. Flugöryggissjónarmið hafa ráðið miklu um alla tilhögun en þörfin á tilfærslu byggist einnig að nokkru á takmarkaðri burðargetu núver- andi brautar, en árlega hefur þurft að loka fyrir allt flug um völlinn svo dögum skiptir vegna aurbleytu. Miðstöð samgangna á Aust- fjörðum Umferð um völlinn hefur verið mjög mikil og farið sívaxandi. Hann hefur jafnan verið sá fjórði fjölfarnasti á eftir Reykjavík, Keflavík og Akureyri. Völlurinn hefur í gegnum árin gegnt sífellt mikilvægara hlutverki sem flug- höfn Austurlands. Hann hefur verið miðstöð samgangna til og frá fjórðungnum. Hann er eini flugvöllurinn utan Keflavíkur þaðan sem reglubundið áætlunarflug er stundað til annars lands, þ.e. Færeyja. Þannig mun nálægð Austurlands við Evrópu einnig hafa vaxandi þýðingu í framtíðinni. Komið hefúr verið á reglubundnum samgöngum á sjó sem hafa treyst afkomu atvinnu- sem hafa mestan áhuga á að fara um hálendi landsins. Egilsstaðir og Keflavík geta þannig orðið endastöðvar viðdvalar þeirra hér- lendis. Hringvegurinn er líka alveg jafnlangur hvort heldur hann bvrj- ar á Egilsstöðum eða í Reykjavík og spurning hvort Reykjavíkurlífið höfði nokkuð sérstaklega til út- lendinga sem sækjast mest eftir friði og óspilltri náttúru. a „Uppbygging hans, með þeim mögu- ^ leikum sem það opnar, hefur margfalt meira þjóðhagslegt gildi en margt sem fengist er við í dag eða hugmyndir eru uppi um í landinu.“ Kjallarinn SVEINN JÓNSSON VARAÞINGMAÐUR ALÞYÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI lífsins á Austurlandi og skotið nýjum stoðum undir afkomu fólks. Sömuleiðis eiga Austfirðingar að horfa til þess að nýta sér þessa nálægð með flugsamgöngum. Flug- tími til Egilsstaða frá Evrópu er væntanlega um hálfri stundu skemmri en til Keflavíkur með þot- um og munar væntanlega um minna. Þannig munu skapast möguleikar til áætlunarflugs og leiguflugs með erlenda ferðamenn Möguleikarnir til viðskipta opn- ast einnig með nýjum velli. útflutn- ingur á ferskum fiski og vörum heim. I dag eru þess dæmi að fersk- ur fiskur er fluttur á bílum frá Húsavík og Suðurfjörðum til Revkjavíkur til útflutnings. Þessu öfugstreymi má snúa við. Áformaðar eru framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju við Revðar- fjörð. Einn af kostum þess staðar- vals er nálægðin við Evrópu. Flugleiðin fyrir þá erlendu aðila. sem þarna eiga hlut að máli, þarf ekki að liggja um Keflavík og völl- urinn þarf að vera til staðar þegar af verður. Varaflugvöllur fyrir milli- landaflug Stór, vel búinn flugvöllur á Egils- stöðum getur einnig vel gegnt hlutverki varavallar fyrir milli- landaflug. Veðurfarsskilyrði eru sjaldnast eins á Héraði og Suður- nesjum. Umferð um völlinn er minnst fjórum sinnum meiri en um völlinn við Sauðárkrók. Hann þjónar margföldu hlutverki sem flughöfn heils landshluta. Upp- bvgging hans. með þeim möguleik- um sem það opnar. hefur margfalt meira þjóðhagslegt gildi en margt það sem fengist er við í dag eða hugmvndir eru uppi um í landinu. Kostnaðurinn. 150-180 millj.. er ekki stórkostlegur í þessu ljósi. Matthías Bjarnason. núverandi samgönguráðherra. viðhafði þau ummæli snemma á sínum stjórnar- ferli að uppbygging vallarins væri næsta stórverkefnið í uppbvggingu flugvalla landsins og starfað hefur nefnd sem hafði það markmið að vinna að áætlun um uppbyggingu flug\ralla í landinu. Helgi Seljan hefur á Alþingi spurt samgönguráðherra hvað líði störfum þessarar nefndar og hvað ráðuneytið hyggist gera til þess að sinna því forgangsverki sem nefnd- in fékk í erindisbréfi sínu og varðar uppbyggingu Egilsstaðaflug\’allar. Sveitarstjórnarmenn og aðrir hagsmunaaðilar á Austurlandi þurfa í dag viðspyrnu til að knýja á um framkvæmd þessa baráttu- máls fvrir fjórðunginn. Þessi grein er skrifuð í þeim tilgangi að vekja upp umræðu um málið og reyna að varpa á það nýju ljósi. Sveinn Jónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.