Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1986, Page 26
26 DV. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1986. Andlát Smári Ferdinandsson flugstjóri lést af slysförum 5. apríl sl. Hann var fæddur 28. júní 1951, sonur hjónanna Ernu Matthíasdóttur og Ferdinands Söbecks Guðmundssonar. Smári lærði flug og starfaði síðustu árin hjá Flugfélaginu Erni á ísafirði. Eft- irlifandi. unnusta hans er Gríma Huld Blængsdóttir. Útför Smára verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 13.30. Gróa Pálsdóttir, Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund, andaðist í Landa- kotsspítla 13. apríl. Ingibjörg M. Snorradóttir lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þann 13. apríl. Utförin verður gerð frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði fimmtudag- inn 17. apríl kl. 15. Margrét Árnádóttir, Skeggjagötu 21, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 16. apríl kl. 15. Sigrún Rögnvaldsdóttir, Hagamel 20. lést miðvikudaginn 2. apríl. Jarðar- förin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hallbjörn Jónsson pípulagninga- meistari, Barónsstíg 25, lést þann 11. - apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Jón H. Árnason frá Steinnýjarstöð- um er látinn. Ólafía Sigríður Þorsteinsdóttir, Hringbraut 111, Reykjavík, sem lést 5. apríl, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík miðvikudag- inn 16. apríl kl. 15. Sigríður Ólafsdóttir, Narfakoti, Njarðvík, verður jarðsungin frá Inn- ri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 19. apríl kl. 13.30. Útför Jóns Þorsteinssonar, Norður- braut 33, Hafnarfirði, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 16. apríl kl. 15. Dr.med. Sigurður Sigurðsson, fyrr- verandi landlæknir, sem lést þann 5. apríl sl., verður jarðsunginn frá ' Dómkirkjunni í Reykjavík í dag þriðjudag 15. apríl kl. 13.30. Áslaug Árnardóttir, Álfheimum 13, Reykjavík, sem lést 7. apríl, verður jarðsungin frá Áskirkju í dag, þriðju- dag, kl. 15. Útför Magnúsar Sigurjónssonar úr- smiðs fer fram frá Neskirkju mið- vikudaginn 16. apríl kl. 13.30. Tónlist Háskólatónleikar Áttundu of? síðustu háskólatónleik- arnir á vormisseri 1986 verða haldnir í Norræna húsinu miðvikudaginn 16. apríl. Carmel Russill sellóleikari og ^ Stephen J. Yates píanóleikari flytja sónötu ópus 102 nr. 1 í C-dúr eftir Beethoven og þrjú lög fyrir selló og píanó eftir Stephen Yates. Tónleik- arnir heíjast kl. 12.30 og standa í um hálftíma. Tónleikar í apríl 1986 Miðvikud. 16. apríl, Norræna húsið kl. 12.30: Háskólatónleikar, Carmel Russill, selló, Stephen Yates, píanó. Fimmtud. 17. apríl, Háskólabíó kl. 20.30: Sinfóníuhljómsveit íslands, stj. Páll P. Pálsson, einsöngv. Ellen Lang, - sópran. Verk eftir Pál P. Pálsson og Sibelius. Laugard. 19. apríl, Austurbæjarbíó kl. 14.30: Tónlistarfélagið, Ellen Lang, sópran, William Huckaby, píanó. Norræna húsið kl. 16.00: Schubert-tónleikar, Anna Málfríður Sigurðardóttir og Martin Berkofsky, fiórhent pianó.. Afmæli 60 ára afmæli á í dag, þriðjudaginn 15. apríl, Einar Jóhannesson bryti, Nýbýlavegi 76 í Kópavogi. Hann hefur starfað á sjónum um langt ára- bil. Hann er staddur erlendis. Fundir Foreldra- og vinafélag Kópa- vogshælis Aðalfundur verður haldinn í matsal Kópavogshælis í dag, þriðjudag 15. apríl, kl. 20.30. Stofnfundur félags áhuga- manna um bókmenntir verður nk. föstudag, 18. apríl. Félag- inu er ætlað að standa fyrir regluleg- um bókmenntafyrirlestrum hér á landi og fá til þess innlenda sem er- lenda fyrirlesara. Er von þeirra sem að fundinum standa að félagið geti eflt bókmenntaumræðu á landinu með því að kynna það sem best og nýjast er að gerast á vettvangi bók- mennta og bókmenntafræði utan lands sem innan. Stofnfundurinn verður haldinn í Árnagarði, hugvís- indahúsi Háskóla íslands, stofu 308, og hefst kl. 17. Utvarp_____________Sjónvarp Adotf Erlingsson nemi Niðurgreidd vandamál Ég byrjaði gærkvöldið á því að sleppa því að horfa á barnatímann, en sérfræðingur heimilisins i þeim dagskrárlið tjáði mér að hann hefði verið með betra móti. Ekkert endur- sýnt, sagði hún. Fréttum missti ég hins vegar ekki af frekar en venju- lega, Páll og Edda taka sig sérlega vel út á skerminum um leið og þau dæla hasarfréttum i mannskapinn, virðast heldur betur ætla að fylgja eftir fréttastefnu Ingva Hrafns. Heldur var nú samt gengið langt í fréttinni af utanlandsferð yfirokrar- ans, fremur vafasöm fréttamennska það. Eftir hressilega kynnt poppkom, þar sem meistara Dylan og Stones brá íyrir, var komið að hápunkti kvöldsins, íþróttum. Að vísu eru mánudagsþættimir svo stuttir að þeir mættu lieita sýnishorn af íþróttum. Að jafnaði er þetta eitt- hvert besta efnið í sjónvarpinu. Bjami Fel. stendur sig virkilega vel, klikkar ekki á því að reyna að ná í stórviðburði til að sýna. Bandaríski tívolídjassinn var virkilega skemmtilegur, létt og góð sveifla sem féll í kramið hjá undir- rituðum. Leikritið fær hins vegar ekki sömu einkunn. Við höfum nóg af eigin vandamálum hér á landi og þurfum ekki að flytja þau inn í nafni norrænnar samvinnu, alveg merki- legt hvað Svíar em ákafir í að flytja út sín vandamál til okkar. Skyldu framleiðendumir fá útflutnings- bætur? Hið íslenska sjóréttarfélag Fræðslufundur í hinu íslenska sjó- réttarfélagi verður haldinn miðviku- daginn 16. apríl 1986 kl. 17 í stofu 203 (2. hæð) í Lögbergi, húsi laga- deildar Háskólans. Fundarefni: Landhelgisgæsla á íslandi. hlutverk hennar og réttarstefna. Frummæl- andi: Jón Magnússon, löfífræðinpur LandhelRÍspfæslunnar. Að loknu framsöguerindi verða almennar um- ræður. Félagsmenn or aðrir áhuga- menn um málefni Landhelgisgæsl- unnar eru hvattir til að fjölmenría. Aðalfundur Útivistar verður haldinn að Hótel Esju, 2. hæð, fimmtudaginn 17 apríl kl. 20. Venjuleg aðalfundar- störf. Aðeins skuldlausir félagar fá aðgang. Árgjald 1985 má greiða við inngang. Reikningar liggja frammi á skrifst. Lækjarg. 6a., sími/símsvari: 14606. Sjáumst. Tilkynningar Fyrirtestur um námshópa fyrir aldraða Frú Ulla Brita Gregersen iðjuþjálfí, frá Vjborg á Jótlandi, heldur fyrir- lestur um námshópa fyrir aldraða í boði Félagseldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Iðjuþjálfarafélags ís- lands og Öldrunarfræðifélags íslands í Norræna húsinu í dag, þriðjudag- inn 15. apríl, kl. 17. Frú Gregersen hefur undanfarin 10 ár haft umsjón með námshópum fyrir aldraða í Dan- mörku og hefur nú viðdvöl í Reykja- vík eftir fyrirlestrarferð í Bandaríkj- unum. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku en Ingibjörg S. Ásgeirsdótt- ir. iðjuþjálfi á Borgarspítalanum, verður kynnir og stýrir umræðum á eftir. Breiðfirðingafélagið Vorfagnaður verður haldinn laugar- daginn 19. apríl í Domus Medica og hefst hann kl. 21. Samtök kvenna á vinnumark- aðinum fagna frumkvæði Bolvíkinga í ný- gerðum kjarasamningum. Isinn hefur verið brotinn í Bolungarvík. Nú er lag fyrir verkalýðshreyfinguna að fylgja fast á eftir og knýja fram lífvænleg laun. Háskólafyrirlestur John V. Hagopian, prófessor í ensk- um og almennum bókmenntum við New York State University í Bingh- hampton í Bandaríkjunum, flytur opinberan fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla íslands mið- vikudaginn 16. apríl 1986 kl. 20.30 í stofu 101 í Odda, hinu nýja hugvís- indahúsi háskólans. Fyrirlesturinn nefnist: The love Ethic of William Faulkner og verður íluttur á ensku. Prófessor Hagopian ér þekktur fræðimaður á sínu sviði og hefur gefið út þrjár bækur, Inside i og Inside II, sem fjalla um amerískar bókmenntir og nútímabókmenntir í Bretlandi og bók um ameríska rit- höfundinn J.F. Powers. Auk þess hefur birst eftir hann fjöldi greina í bókmenntatímaritum. Fyrirlestur- inn er öllum opinn. Saga mannkyns Ritröð AB, 7. bindi Bókakúbbur Almenna bókafélagsins hefur nú sent frá sér 7. bindið í 15 binda verkinu Sögu mannkyns. Þetta bindi er eftir Niels Steens- gaard, prófessor við Kaupmanna- hafnarháskóla, og fjallar um tímabilið 1350 1500. Þýðandinn er Lýður Björnsson sagnfræðingur. Þetta bindi ber undirtitilinn Hin víða veröld. P»etta bindi tekur yfir sama tímabil og 6. bindið eða því sem næst. í 6. bindinu var aðaláherslan lögð á Ev- rópu en þetta bindi fjallar nær eingöngu um aðrar heimsálfur, menningarsvæði Asíu, svo sem Kína, Japan, Miðausturlönd og Indland, um Afríku og um Aztekaríkið og Inkaríkið í Ameríku fyrir landafund- ina. Um þessi efni hefur hingað til verið mjög lítið ritað á íslensku og er því efni þessa bindis mikil nýjung fyrir okkur og raunar Norður- landaþjóðirnar allar. Einnig tekur þetta bindi fyrir sam- eiginleg vandamál alls heimsins á þessum tíma og þær lausnir sem mótuðu mannlífið aldirnar fyrir landafundina, þegar Evrópa var frá sjónarmiði menningar engu framar öðrum menningarsvæðum heimsins nema síður væri, en réð þó yfir betri skipakosti og meiri siglinga- tækni en aðrir hlutar heimsins. Myndir eru með sama sniði og í fyrri bindum gífurlegur fjársjóður vandaðra sögulegra mynda frá öllum heimshornum. Bókin er 272 bls. að stærð. Hún er sett og filmutekin í Prentsmiðjunni Odda en prentuð í Belgíu. Fyrirlestur um Bjornsterne Bjornson og Jón Sig- urðsson í Norræna húsinu. Miðvikudaginn 16. april kl. 20.30held- ur dr.phil. Per Amdam fyrirlestur í Norræna húsinu þar sem hann tekur fyrir áhugavert efni, samband Bjornsterne Bjornsons og Jóns Sig- urðssonar forseta. Fyrirlésturinn nefnir hann „Islandsk politikk norsk poesi“ og kemur þar inn á efni sem ekki hefur verið fjallað um áð- ur, þ.e. kynni Jóns Sigurðssonar og Bjornsterne Bjornsons sem hófust um 1870 og urðu þeir vinir og sam- herjar um skeið. Þau kynni höfðu verulega þýðingu fyrir afstöðu Bjornsons til samnorrænna mála. Per Amdam hefur haldið marga fyr- irlestra um Bjornson og þykir flytja mál sitt á lifandi og skemmtilegan máta. Sunnudaginn 20. apríl kl. 16.00 verður dagskrá í Norræna húsinu sem nefnist „Bjornson í ljóðum, lit- um og tónum“. Per Amdam talar um ljóðmæli Bjornsons og sýnir lit- skyggnur frá heimabyggð skáldsins, Raumsdal. Sigríður Ella Magnúsdóttir óperu- söngkona syngur lög við ljóð Bjorn- sons og Jónas Ingimundarson leikur undir. Tónleikar í Garðabæ Þriðjudaginn 15. apríl halda Blás- arakvintett Reykjavíkur ásamt Gísla Magnússyni píanóleikara tónleika í Kirkjuhvoli í Garðabæ. Á efnisskrá eru: Sex bagatellur eftir György Li- geti, Kvintett í Es-dúr fyrir blásara og píanó KV. 452 eftir Mozart og Blásarakvintett eftir Jean Francaix. Blásarakvintett Reykjavíkur skipa: Bernharður Wilkinson, flauta; Daði Kolbeinsson, óbó; Einar Jó- hannesson, klarinett; Joseph Ogni- bene, horn, og Hafsteinn Guðmundsson, fagott. Kvintettinn hefur skipað sér fastan sess í tónlistarlífinu síðan hann var stofnaður 1981. Meðlimir hans leika allir með Sinfóníuhljómsveit íslands og íjórir þeirra eru kennarar við Tónlistarskóla Garðabæjar. Þeir hafa haldið íjölda tónleika bæði á íslandi og í Evrópu við góðan orðs- tír. Efnisskrá þeirra er mjög fjöl- breytt, allt frá klassískum verkum til nútíma verka, sem sum hver hafa verið samin sérstaklega fyrir þá. Gísli Magnússon píanóleikari hef- ur haldið íjölda einleikstónleika og verið einleikari með Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Hann hefur verið kennari við Tónlistarskóla Garða- bæjar frá 1970 og er nú skólastjóri skólans. Tónleikarnir eru á vegum Tónlist- arskóla Garðabæjar og rennur allur ágóði af þeim í Listasjóð tónlistar- skólans. Tónleikarnir á þriðjudag hefjast kl. 20.30. Prentarinn Samtök bókagerðarmanna hafa um langan tíma gefið út blaðið Prentar- ann en það hóf göngu sína árið 1910. Árið 1980 var útliti blaðsins breytt enda tók Félag bókagerðarmanna þá við útgáfu þess úr höndum Hins ís- lenzka prentarafélags, sem var lagt niður við stofnun FBM ásamt Gra- fiska sveinafélaginu og Bókhindara- félagi íslands. Nú er 1. tölublað Prentarans árið 1986 komið út og meðal efnis í blað- inu eru greinar um útlit bóka og bókaútgáfu, þá er þar fjallað um iðn- fræðslumál bókagerðarmanna. Grein er um „flexó“prentun sem er prent- aðferð í örum vexti. Stefán Ög- mundsson skrifar um launamál. I leiðara fjallar ritstjórinn, Magnús Einar Sigurðsson, um nýgerða kjara- samninga. Prentarinn kemur út að meðaltali sex sinnum á ári og er honum dreift til félagsmanna og seldur þeim sem áhuga hafa á. Hjá Sagnfræðistofnun Háskóla Is- lands er komið út 15. hindi í Ritsafni stofnunarinnar. Það er liókin Islensk sagnfræði frá miðri 19. öld til miðrar 20. aldar eftir dr. Inga Sigurðsson lektor. Þetta er fyrsta yfirlitsritið sem kemur út um sagnlræðiiðkun söguþjóðarinnar og er jöfnum hönd- um ætlað til háskólakennslu og fróðleiks handa almenningi. í bók- inni er stutt yfirlit yfir sagnaritun Islendinga fyrir miðja 19. öld. Síðan eru færð rök að því að viðfangsefni bókarinnar megi skipta niður á þrjú skeið, 1850 90, 1890 1920 og 1920 50, og eru megineinkenni hvers skeiðs fyrir sig rakin. Þá er fjallað sérstak- lega um félagslegt baksvið söguiðk- unar, alþýðlega sagnaritun og heimildaútgáfu. Einnig er rætt um söguspeki í ritum Islendinga og helstu hugmyndastefnur sem þar birtast, rómantík, þjóðernishyggju, frjálslyndisstefnu, sögulega efnis- hyggju og fleiri. Loks er kafii um sögukennslu. Islensk sagnfræði er 130 bls. bók með mörgum myndum, prentuð í ísa- foldarprentsmiðju. Sögufélag hefur söluumboð fyrir Ritsafn Sagnfræði- stofnunar og má enn fá þar fiest bindi safnsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.