Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1986, Síða 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1986.
3
Stjórnmál
Stjórnmál
Stjórnmál
Stjórnmál
Skoðanakönnun DV
slóðst best
Skoðanakönnun DV stóðst best allra
skoðanakannana um úrslit borgar-
stjómarkosninganna, betur en skoð-
anakannanir Félagsvísindastoíhunar
Háskólans, Hagvangs og Helgarpósts-
ins.
Vissulega verða einhverjar breyt-
ingar á fylgi síðustu daga fyrir kosn-
ingar. En gildi ákveðinna skoðana-
kannana má mæla með því að sjá
hversu miklu munar á niðurstöðum
þeirra og niðurstöðum kosninga sem
á eftir fara. George Gallup, sá frægi
frumkvöðull skoðanakannana, hefur
sagt að kannanir séu góðar, ef munur
á þeim og kosningum sé aðeins 2-3
prósentustig að jafnaði. Lítum nú á
hver em frávikin milli hinna einstöku
skoðanakannana og úrslitanna í borg-
arstjómarkosningunum.
Úrslitin urðu þau að Alþýðuflokkur-
inn fékk 10 prósent atkvæða, Fram-
sóknarflokkurinn 7 prósent, Sjálf-
stæðisflokkurinn 52,7 prósent,
Alþýðubandalagið 20,3 prósent,
Flokkur mannsins 2 prósent og
Kvennalistinn 8,1 prósent.
Skoðanakönnun DV viku fyrir
kosningar gaf eftirfarandi niðurstöðu
um stöðu mála þá: Alþýðuflokkur 9,2
prósent, Framsóknarflokkur 5 pró-
sent, Sjálfstæðisflokkur 58,2 prósent,
Alþýðubandalag 17,8 prósent, Flokkur
mannsins 1 prósent og Kvennalistinn
8,8 prósent. Meðaltalsmunur er 2,08
prósent á lista, sem er harla gott.
Næst í röðinni kom Félagsvísinda-
stofnun. Niðurstöður skoðanakönn-
unar hennar vom þessar: Alþýðu-
flokkur 12 prósent, Framsóknarflokk-
ur 6,5 prósent, Sjáífetæðisflokkur 57,6
prósent, Alþýðubandalag 18,2 prósent,
Flokkur mannsins 0,4 prósent og
Kvennalistinn 5,3 prósent. Meðaltals-
frávik frá kosnngaúrslitunum em 2,32
prósentstig í þessari könnun stofnun-
arinnar.
Niðurstöður könnunar Helgarpósts-
ins um Reykjavík urðu þessar:
Alþýðuflokkur 11,4 prósent, Fram-
sóknarflokkur 5,1 prósent, Sjálfetæðis-
flokkur 57,9 prósent, Alþýðubandalag
15,8 prósent, Flokkur mannsins 1,2
prósent, Kvennalistinn 8,7 prósent.
Frávikin em að meðaltali 2,4 prósent
í þessari könnun.
Niðurstöður Hagvangs urðu þessar:
Alþýðuflokkur 9,5 prósent, Framsókn-
arflokkur 3,5 prósént, Sjálfctæðis-
flokkur 60,8 prósent, Alþýðubandalag
15,5 prósent, Flokkur mannsins 1 pró-
sent og Kvennalistinn 9,7 prósent.
Meðaltalsmunurinn á þessu og kosn-
ingaúrslitunum er 3,25 prósent hjá
Hagvangi. -HH.
Þreifingar
á Dalvík
- D og G í eina sæng?
Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni
DV á Akureyri:
Engar formlegar viðræður em hafn-
ar um myndun meirihluta í bæjar-
stjórn á Dalvík eftir að Framsóknar-
flokkurinn missti meirihlutann í
kosningunum. Sjálfetæðisflokkur og
Alþýðubandalag em sigurvegarar og
Trausti Þorsteinsson, efsti maður á
lista sjálfetæðismanna, telur eðlilegt
að fúlltrúar þessara flokka ræðist við.
Trausti segir það styrkja þá skoðun
að svo til enginn málefriaágreiningur
hafi verið milli þessara flokka í kosn-
ingabaráttunni. Líklega skýrist í dag
hvemig viðræðum flokka á Dalvík
verður hagað.
HERB
Hreinn tneirihluti Alþýðuflokks í Keflavík:
„Ætlum að knýja
fram meiri kvóta“
XR3i
Alþýðuflokkurinn í Keflavík fékk
hreinan meirihluta í kosningunum
þar. Næstu fjögur ár mun því flokkur-
inn sitja einn við stjómvölinn. Fylgi
flokksins jókst um rúmlega 17 prósent
frá síðustu kosningum. Þá fékk hann
2 kjöma fulltrúa en er með 5 eftir
þessar kosningar.
„Það em ýmsir samverkandi þættir
sem valda þessum sigri okkar. Við
erum til dæmis með mjög góðan lista
sem var valinn í opnu prófkjöri. I því
var metþátttaka. Þá hefúr einnig verið
unnið mikið starf í kosningabarát-
tunni. Við gáfum meðal annars út
fimm blöð sem fengu góðar undirtekt-
ir,“ sagði Guðfinnur Sigurvinnsson,
efsti maður á listanum, við DV í gær
þegar sigurvíman var mnnin af hon-
um. Sjálfetæðisflokkur og Framsókn-
arflokkur vom áður í meirihluta, en
Framsókn hélt sínum tveimur ftilltrú-
um.
Sjálfstæðisflokkur beið afhroð og
tapaði tveimur af fjórum fulltrúum.
„Við höfúm einnig haft forystu um að
efla sjávarútveginn héma. Eins og
allir vita hefur hann átt í miklum er-
fiðleikum. Aðalmeinið er að skipin fá
ekki að afla fyrir rekstrarkostnaði.
Við viljum fá meiri kvóta og ætlum
að reyna að knýja fram meiri kvóta
með öllum ráðum,“ sagði Guðfinnur.
Alþýðuflokkurinn ætlar einnig að
beita sér fyrir því að sett verði á stofii
tollfrjálst iðnaðarsvæði. Einnig er fyr-
irhugað að gera ýmsar breytingar á
stjómun bæjarmálanna.
„Bæjarbúar munu fljótlega verða
varir við að nýir menn hafa tekið við
stóm bæjarins."
Á næstu dögum verður tekin á-
„Bæjarbúar verða fljótlega varir við að nýir menn stjóma," segir Guðfinnur
Sigurvinnsson.
kvörðun um ráðingu bæjarstjóra.
Guðfinnur hyggst ekki taka það starf
að sér en ákveðið er að bæjarstjórinn
verður úr hópi Alþýðuflokksfulltrú-
anna. -APH
Húsavík:
Alþýðubandalagið
leiðir viðræður
Frá Jóni G. Hauksssyni, blaðamanni
DV á Húsavík:
Líklegt er að Alþýðubandalagið á
Húsavík leiði viðræður um meirihluta
i bæjarstjóm. Það vann tvö sæti, hefúr
nú þrjú og er stærsti flokkurinn í
bænum. Kristján Ásgeirsson, oddviti
Alþýðubandalagsins, nefnir þrjá
möguleika helsta á samstarfi flokka.
Hann telur samstarf Alþýðubanda-
lags, Framsóknarflokks og Alþýðu-
flokks koma til álita. Einnig samstarf
Alþýðubandalagsins við annan hvom
þessara flokka. Hvor um sig hefúr tvo
fulltrúa sem nægir til þess að mynda
fimm manna meirihluta með Alþýðu-
bandalaginu.
Það er engin lognmolla í kringum Escort XR 3i. Hröðun 0-100
km/klst. 9,9 sek. Hámarkshraði 185 km á klst. Aksturseiginleikar
í sérflokki. Komdu og skoðaðu þennan frábæra spörtbíl. Þú
verður ekki fyrir vonbrigðum.
Verðkr598.600,-
Sveinn Egi/sson hf.
SKEIFUNNI 17 SÍMI 685100
HERB