Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1986, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1986, Síða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1986. 5 Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Sveitarstjómarkosningamar: Nýju óháðu framboðin víða sigursæl Ný utanflokkaframboð settu víða svip á nýafetaðnar sveitarstjómar- kosningar. Á Eskifirði, Borgamesi, Neskaupstað, Húsavík, Borgamesi, Höfii í Homafirði, Bessastaðahreppi og Hafharfirði komu fram ný „óháð“ framboð og settu strik í reikninginn. Stórsigur óháðra á Höfn Óháðir kjósendur buðu fram í fyrsta skipti á Höíh í Homafirði og unnu stórsigur. Þeir fengu 3 fulltrúa af 7 í hreppsnefnd og 35,8% atkvæða. Ann- að nýtt utanflokkaframboð, Fjórða framboðið, kom fram á Höfn og fékk nær 9% atkvæða en engan mann kjör- inn. „Ég held að það séu býsna margir sem vilja hafa áhrif á nánasta umhverfi sitt án þess að vilja ganga í stjóm- málaflokka," segir Stefán Ólafsson, efsti maður Óháðra kjósenda á Höfn. „f okkar röðum er fólk úr öllum átt- um, margir sem ekki hafa verið í pólitík. Við erum hvorki í tengslum við Alþýðuflokk né Alþýðubandalag en því er ekki að neita að það er dálít- ill krati í okkur.“ Hrafnkell vinsæll Hrafhkell A. Jónsson á Eskifirði fór nú fyrir framboði utanflokka og vann stórsigur, fékk 27,8% greiddra at- kvæða. Hrafnkell er flokkaflakkari sem kallað er, var síðast í framboði fyrir Sjálfstæðisflokk og þar áður fyrir Alþýðubandalag. Frammistaða Hrafnkels á Eskifirði er dæmigerð fyrir hversu miklu máli persónufylgi skiptir í kosningum á landsbyggðinni. „Alþýðubandalagið stórjók fylgi sitt og sjálfstæðismenn unnu mann þegar Hrafnkell fór fram fyrir þessa flokka," segir Emil Thorar- ensen, fréttaritari DV á Eskifirði. „Hann skildi þessa flokka svo eftir í sárum og fer nú fyrir stærsta listanum sjálfur. Hann hefur gríðarmikið per- sónufylgi.“ Ópólitískir á móti meirihlutan- urp í. Neskaupstað hlaut nýtt framboð óháðra 13,5% atkvæða, fékk einn mann kjörinn, og sótti fast að 40 ára gömlum meirihluta Alþýðubandalags sem tapaði 7,7% atkvaeða. „Við vildum fyrst og fremst koma ungu fólki að. Við erum ópólitískt fólk sem bárum fram þennan lista og finnst flokkamir vera alltof sterkir, “segir Brynja Garðarsdóttir, bæjarfulltrúi óháðra. Ég held að fólk sé almennt að þreytast á flokkapólitíkinni, það sýnir sá byr sem við fengum. Hér hafa hlutfollin í bæjarstjóm verið þau sömu í marga áratugi og okkur fannst tími til kominn að hressa þetta við. Draum- ur okkar var að fella meirihlutann. Það er alltaf hætta á að menn mis- noti valdið þegar þeir sitja svo lengi að völdum." Nýja óháða framboðið í Borgamesi fékk skínandi kosningu, rúm 17% at- kvæða og einn mann kjörinn. fþróttaáhugamennimir í Víkverja náðu manni inn á Húsavík og 12,8% atkvæða. Hagsmunasamtökin stærst í Bessastaðahreppi var sjálfkjörið 1982 en nú fór Sjálfetæðisflokkur fram með lista og listar Framfarasinna Og Hagsmunasamtaka Bessastaðahrepps. Síðastnefndi listinn vann athyglis- verðan stórsigur, fékk nærri 35% atkvæða og skaut stærsta flokki landsins aftur fyrir sig í hreppnum hvað fylgi varðar. Afhroð óháðra í Firðinum Eitt rótgrónasta „óháða" framboð í íslenskum stjómmálum, Félag óháðra í Hafharfirði, beið á hinn bóginn herfi- legan ósigur. Óháðir töpuðu nærri þúsund atkvæðum frá 1982 og báðum bæjarfulltrúum sínum. Einar Mat- hiesen klauf sig út úr Sjálfetæðis- flokknum í Firðinum og komst inn í bæjarstjóm á óháðum lista sem fékk 7,1%. I mörgum kauptúnum úti á landi bjóða hinir hefðbundnu fjórflokkar ekki fram heldur ýmis félagasamtök sem oft em þó í tengslum við stjóm- málaflokkana. Þannig leiddu saman hesta sína í Hvolshreppi Áhugamenn um málefni Hvolshrepps og Listi sjálf- stæðismanna og annarra frjálslyndra. Á Þorlákshöfn vom Framfarasinnar og Óháðir borgarar og vinstri menn á ferðinni, Listi almennra hreppsbúa á Hellissandi og á ýmsum stöðum vom framboð kennd við félagshyggju á ferðinni. Það vom því fleiri litir í lit- rófi sveitarstjómarmálanna en gengur og gerist í landsmálapólitíkinni. Þvi má svo ekki gleyma að sums staóar vom óhlutbundnar kosningar, allir í framboði. Sums staðar em listamir myndaðir utan um sterka einstaklinga og ekki er óþekkt að ættir stand) að listaframtoði. ás „Holumar ekkl flokkspólitískar" - segir Hrafnkell A. Jónsson „Það er ekki mitt að meta hvort persónulegar vinsældir hafi ráðið sigr- inum,“ sagði Hrafiikell A. Jónsson í samtali við DV. Hrafnkell bauð fram lista utanflokka í bæjarstjómarkosn- ingunum á Eskifirði og hlaut hann 27,8% atkvæða. Hrafnkell bauð sig fram fyrir Alþýðubandalagið 1978 og Sjálfetæðisflokkinn 1982. Þessir flokk- ar töldust hvor um sig sigurvegarar kosninganna þegar Hrafhkell var í þeirra hópi. „Ég hef reynt að vera tengiliður al- mennings við bæjarstjóm. Það má kannski þakka sigurinn því að fólk er farið að gera sér grein fyrir því að holumar í götunum em ekki flokkspó- litískar. Það skipti líka máli að allir flokkam- ir völdu frambjóðendur án þess að viðhafa prófkjör. Ég held að sigur okkar sé því að þakka að gott fólk valdist á listann og gekk að þessum kosningum eins og hverju öðm verki og vann vel. Ég gæti trúað því að Framsóknar- flokkurinn reyni að fá Alþýðuflokk og Alþýðubandalag í meirihluta með sér enn á ný. Ef ekki þá reyna þeir við Sjálfetæðisflokk. Það verður eflaust reynt að einangra okkur í minnihlutanum," sagði Hrafnkell A. Jónsson, sigurvegari kosninganna á Eskifirði. ás Sorg og gleði leikast á í kosningum. Hér gleðjast nokkrir stuðningsmenn Alþýðubandalags- ins í Reykjavík eftir að tölur tóku að berast á kosninganótt. Nýkomið gott úrval af odýrum vestur-þýskum leðursófasettum. NYTT STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR BUSTOFN Smiðjuvegi 6, Kópavogi símar 45670 — 44544. // / VONDUÐ VARA // VIÐ VÆGU VERÐI Leðursófasett, verð frá 82.875 stgr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.