Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1986. 9 Nú eru átta ár frá því þau keyptu þetta hús með ferðamannagistingu í huga. Orugg gisting í heimsboiginni Undanfama tvo laugardaga hefur verið §allað nokkuð um heimsborgina New York á ferðasíðunni. Við ætlum að halda áfram umlíöllun um New York. í dag segjuni við frá íslenskum hjónum sem reka gistiheimili í New York og gott er að koma til. Gífurlegt öryggi Þau heita Gerður Thorberg og Óli Jóns og reka saman gestaheimilið Systol sem er í um það bil 15-20 mín. akstur frá Kennedyflugvelli. Gistingu má panta í gegnum Flugleiðir enda koma nær allir ferðalangar frá íslandi með Flugleiðum. Systa og Óli sjá um að sækja farþega út á flugvöll og aka þeim þangað aft- ur. Langsamlega flestir gestir þeirra hafa aðeins stutta viðdvöl á leið sinni á aðra áfangastaði innan Bandaríkj- anna. Það er ekki lítið öryggi fyrir þá sem ókunnugir eru að eiga von á að verða sóttir af íslensku fólki, sem er öllum hnútum kunnugt og geta notið aðstoð- ar þess í hvívetna. Boðið er upp á mjög þægilega gist- ingu í rúmgóðum og skemmtilegum herbergjum. Gisting, akstur til og frá flugvelli og staðgóður morgunmatur kostar 75$ fyrir tvo og 60$ fyrir einn. Sysla og Óli eru samhent um að sinna gestum sinum vel. Til samanburðar má geta þess að gisting á Viscount hótelinu úti á Kennedyflugvelli kostar 80$ fyrir einn og 99$ fyrir tvo. Hægt er að fá ódýr- ari gistingu inni á Manhattan en þá er eftir að gera ráð fyrir ferðakostnaði inn í borgina sem er talsverður. Systa og Óli eru tilbúin að leiðbeina fólki ef það vill skreppa í borgina og skoða sig um og eru ólöt við að skjóta fólki á neðanjarðarstöðina sem er skammt frá þeim. Með henni er hægt að komast hvert sem er innan borgar- innar ef vitað er hvert ferðinni er heitið. Farið kostar 1$ með neðanjarð- arlestinni og er sama hve langt er farið og þótt skipt sé um lest. Þróaðist fyrir tilviljun „Það var eiginlega fyrir hálfgerða tilviljun sem ég fór út í þetta," sagði Systa í spjalli við blm. DV sem þama var á ferð nýlega. „Ég vann í bókhaldinu hjá Flugleið- um og var orðin leið á því að fara langar leiðir til vinnu á hverjum degi og langaði til að breyta til. Það var mikið um að fólk sem átti leið um fengi að gista. Svo var það einhver sem sagði við mig af hveiju ég færi hreinlega ekki út í að leigja út herbergi fyrir ferðafólk og.þannig byijaði ég á því. Það eru einmitt átta ár núna frá því keyptum þetta hús með ferðamanna- gistingu í huga,“ sagði Systa. Húsið þeirra Systu og Öla er í mjög grónu og fögru hverfi er nefnist Hollis- wood og er, eins og áður segir, í um 15-20 mín. fjarlægð frá Kennedyflug- velli.Síminn er (718)468-6220. -A.Bj. Ferðamál í heimsborg- inní í fjórtán ár „Það er staðreynd að Bandaríkja- menn fara minna til Evrópu í sumar en áður. Fyrst var það vegna hryðju- verkanna en svo gerði kjamorkuslysið í Chemobyl útslagið og enn fleiri hættu við. Nú fara Bandaríkjamenn aðallega til Kanada, Alaska og Hawaii sem er mjög vinsæll ferðamannastaður í ár,“ sagði Þómnn Matthías í sam- tali við blm. DV. Þómnn er íslensk kona sem vinnur á ferðaskrifstofu í New York. Hún er vel kunnug ferða- málum þar ytra því hún hefur dvalið i Bandaríkjunum í fjórtán ár og unnið allan tímann að ferðamálum. „En auðvitað fara Bandaríkjamenn til Evrópu þótt í minna mæli sé. Við auglýstum t.d. Evrópuferð í marsmán- uði sem seldist upp á tíu dögum. Við höfum aðeins fengið eina afþöntun í þá ferð,“ sagði Þómnn. Við spurðum hana hvemig ferða- maður, sem væri á algjörri hraðferð, ætti að skoða New York borg. „Best er að fara í skoðunarferð með ferðaskrifstofu, t.d. er skemmtilegt að sigla með Circle Line í kringum Man- hattan. Gaman er að fara í South Street Seaport þar sem alltaf er eitt- hvað um að vera, fá sér hestakerruferð í gegnum Central Park,“ sagði Þór- unn. Circle Line siglingin er sérlega skemmtileg - þar sem farþegamir geta notið útivistar um leið og þeir hlýða á skemmtilegan leiðsögumann. Ferðin tekur um tvær og hálfa klst. og kostar 12 dollara fyrir manninn. 20 mínútna hestakerruferð í gegnum Central Park kostar 17 dollara. Ef landar eru á ferð í New York og vant- ar upplýsingar er tilvalið að hringja á ferðaskrifstofuna þar sem Þómnn vinnur, Travel Desk of New York, inc. Hún er til húsa á 331 Madison Avenue og síminn er (212)661-6610. -A.BJ. Þórunn Matthías. SVEITARSTJÓRI Staða sveitarstjóra í Ölfushreppi, Þorlákshöfn, er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. júní. Nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 99-3800 og oddviti í síma 99-3644. LOTTO skór fyrir börn og fullorðna H-búðin Miðbæ Garðabæjar sími 651550. Opið laugardag. Til sölu þessi stórglæsilegi Buick Regal 1978, nýlega innfluttur. Bíllinn er hvítur með rauðu plussi að inn- an. Sjón er sögu ríkari. Bíllinn er á staðnum. Bílasalan Hlíð, Borgartúni 25, fyrir neðan CASA, sími 12900-17770. ÚRVALS NOTAÐIR Arg. Km Kr. Opel Ascona GL 1985 6.000 450.000,- Isuzu Trooper bensin 1982 67.000 520.000,- Oldsm. Cutl. Brough. D. 1982 107.000 700.000,- Buick Century 1982 63.000 575.000,- Honda Quinted sjálfsk. 1982 36.000 295.000,- isuzu Trooperdisil 1982 57.000 600.000,- Opel Kadett luxus 1981 75.000 210.000,- Isuzu pickup spacecab 1986 6 000 620.000,- Isuzu Trooper bensín 1983 49.000 590.000,- Mazda 323 st. 1982 27.000 240.000,- Mazda 6261600 1979 86.000 160.000,- Opel Ascona 5 d. 1984 14.000 390.000,- Opel Ascona GLS fastback 1985 5.000 480.000,- Toyota F 8 manna d. 1984 136.000 590.000,- Honda Civic sjálfsk. 1981 87.000 190.000,- Ch. pickup yfirb. 1979 600.000,- Opel Corsa luxus 1984 16.000 265.000,- Ch. Citation m/vökvast. 1980 60.000 240.000,- Ch. Chevette 1979 33.000m 135.000,- Isuzu Trooper turb., disil 1984 74.000 690.000,- Volvo 244 DL 1978 110.000 190.000,- Opel Ascona, 4. d. 1977 99.000 130.000,- Mazda 323 1981 55.000 175.000,- Dodge Omni, sjálfsk. 1980 70.000 230.000,- isuzu Trooper LS, bensín 1984 23.000 795.000,- Fiat Ritmo 65 1981 64.000 150.000,- Vantar allar gerðir nýlegra bíla á söluskrá. Opið laugardaga kl. 13-17. Sími 39810 (bein lína). BÍLVANGUR sf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.