Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1986. 15 Tvíhöfða barn Sá ótrúlegi atburður áttf sér stað á Thailandi í september í fyrra að þar fæddist tvíhöfða bam. Þetta var drengur (drengir) og var hann tekinn með keisaraskurði þann ell- efta september síðastliðinn á Chulalongkom spítalanum í Bang- kok. Drengurinn var rétt tæp fimm kíló við fæðingu. Hann er núna níu mánaða gam- all og heilsast ágætlega. „Þegar hann (þeir) fæddist bjuggust allir við að hann myndi deyja fljót- lega,“ sagði dr. Saree Chitinand, yfirlæknir fæðingardeildar spítal- ans. „En hann er óvenjulega hraustur og er við góða heilsu." Einn líkami - tvö höfuð Þessi ótrúlega mannvera hefur einn líkama, tvö höfuð, tvo húlsa og þrjúr hendur. Þriðja höndin, sem er með sex fingur, vex út úr bakinu, á milli hálsanna. Barnið (börnin) hefur tvö hjörtu, tvær lifrar, tvær mænur og tvö sett af rifbeinum. Lungun eru tvö, nýr- un sömuleiðis og tvennar gamir, en aðeins einn þarmur og ein þvag- blaðra. Drengurinn hefur tvö eistu en hins vegar ekkert tippi. Höfuðin rekast saman Hjúkrunarkonurnar gefa bam- inu pela um báða munnana. Hjörtun starfa hvort fyrir sig sjálf- stætt og báðir heilamir starfa eðlilega og stjóma hvor um sig sín- um helmingi líkamans, segir dr.Chitinand. Að sumu leyti er því eðlilegra að tala um þessa litlu manneskju sem tvo einstaklinga. „Stundum sefur annað höfuðið værum svefni á meðan hitt grætur sáran,“ sagði læknirinn. „Og vegna þess að hann (þeir) er ekki farinn að halda „höfðum“ kemur fyrir að höfuðin rekast saman og þá gráta báðir ákaflega. Hefnd örlaganna Þegar móðurinni, hinni þrítugu Wanpen Arreeaj, var sagt frá þessu brast hún í óstöðvandi grát. Hún hefur algjörlega þvertekið fyrir að líta á son (syni) sinn, þessa hörmu- legu vansköpun, eins og hún segir. Hún og faðirinn, sem ekki vill láta nafiis síns getið, segja að þetta sé hefnd örlaganna vegna þess að þau giftust án samþykkis foreldra sinna. Læknar þora ekkert að segja um hversu lengi litli drengurinn (dren- girnir) muni geta lifað. En hann (þeir) er ekki öfundsverður af hlut- skipti sínu. Enginn kærir sig um hann og hefur honum ekki ennþá verið gefið nafn. Þriðja höndin vex út úr bak- inu, milli hálsanna. Ef vel er gáð sést í hana undir hægri hendi hjúkrunarkonunnar. \ Hann (þeir) var tekinn með keisara- skurði fyrir níu mánuðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.