Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Blaðsíða 10
10 DV. LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1986. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og Ó'SKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLT111 Prentun:ÁRVAKUR HF.-Askriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Afturhaldið allsráðandi Tilraunir Landssambands sauðfj árbænda til að breyta hefðbundnum viðhorfum ráðamanna bænda báru engan árangur á aðalfundi Stéttarsambands bænda í þessari viku. Tillagan um að lækka verð á kindakjöti til að auka söluna náði ekki fram að ganga. Allra stærst af fjölmörgum vandamálum hins hefð- bundna landbúnaðar er framleiðsla á kindakjöti fyrir neytendur, er kaupa minna magn með hverju árinu, sem líður. I fyrra voru framleidd 12.215 tonn, en aðeins 9.405 tonn seld. Óseldar birgðir námu 6.820 tonnum 1. apríl. Fráfarandi formaður Stéttarsambandsins viður- kenndi í setningarræðu sinni, að seljendur kjötsins kvörtuðu yfir, að það væri of dýrt í samanburði við annan mat og sömuleiðis of feitt. Hvort tveggja er síð- búin hugljómun, en samt sem áður þakkar verð. Stjórnendum landbúnaðarins fínnst fráleitt að leysa vandann með því að lækka verðið, nema þá að ríkið taki að sér að reyna að auka söluna með því að hækka niðurgreiðslurnar, sem bændastjórarnir segja raunar sífellt, að séu ekki fyrir bændur, heldur neytendur. í hvert sinn, sem frá landbúnaðinum heyrist imprað á hugmyndum um að leysa vandamál í greininni með auknum eða nýjum niðurgreiðslum, er rétt fyrir neyt- endur að rifja upp, að niðurgreiðslur búvöru eru framkvæmdar í meinta þágu bænda en ekki neytenda. Þegar ríkissjóður rambar á barmi greiðsluþrots eins og um þessar mundir og getur ekki orðið við kröfum um niðurgreiðslur, hafa bændastjórar séð aðra leið í málinu. Hún er falin í auglýsingaherferð, þar sem neyt- endur eru hvattir til að kaupa dýrt og feitt kjötið. Neytendur, sem kaupa dilkakjötið dýrum dómi og skera utan af því þykka fitukeppi, geta reynt að telja sér. trú um, að lömb séu fjalladýr, en ekki feitir fóður- kálsþegar. Samt er hætt við, að þeir hlaupi ekki upp til handa og fóta vegna auglýsinga einna saman. Sumir hefðu talið skynsamlegra að leysa fyrst vanda- mál verðs og fitu og fara svo í auglýsingaherferð. En gallinn er, að enn er grunnt á hinu gamla sjónarmiði í landbúnaði, að neytendur eigi að gera svo vel að haga sér eftir óskum framleiðenda, en alls ekki öfugt. Landssamband sauðfjárbænda vildi koma á samstarfi bænda og milliliða um að lækka verð á kjötinu til að það seldist betur og að síður yrði þörf á framleiðslu- skerðingunni, sem nú er yfirvofandi. Það kom auðvitað í ljós, að milliliðunum líkaði þetta stórilla. Fráfarandi formaður Stéttarsambandsins hræddi að- alfundarmenn með þeim tíðindum, að tillaga sauðfjár- bænda hefði skotið milliliðunum slíkan skelk í bringu, að búvörudeild Sambands íslenzkra samvinnufélaga hefði hreinlega stöðvað alla kjötsölu sína. Fundarmenn spurðu ekki, hvort í þessu fælist óviður- kvæmileg hótun af hálfu búvörudeildarinnar, heldur slátruðu þeir tillögunni um lækkun kjötverðs. Þess vegna verður nú tekin upp jafngrimmileg ofstjórn á framleiðslu dilkakjöts og komin er í mjólkinni. Bændur munu eins og neytendur finna fyrir, að of- stjórnin eykur vandann, en leysir ekki. Enda má af samanburði sjá, að óseljanlegar birgðir hlaðast ekki varanlega upp í búgreinum, sem ekki er stjórnað að ofan, - í framleiðslu eggja, nauta-, fugla- og svínakjöts. Á aðalfundi Stéttarsambands bænda vann aftur- haldið fullan sigur. Bændastjórarnir hafa í raun ekkert lært og ætla áfram að vera höfuðbyrði þjóðfélagsins. Jónas Kristiánsson Innan sjóndeildar- hringsins I vetur hafa staðið yfir réttarhöld í máli ríkissaksóknara gegn Þor- geiri Þorgeirssyni rithöfundi. Ákæra saksóknara á hendur Þor- geiri kom í kjölfar svonefnds Skaftamáls sem átti upptök í fata- geymslu Þjóðleikhúskjallarans í Reykjavík sem frægt varð á sínum tíma. Við rannsókn þess máls og síðan dómsúrskurð þótti bert að Iögreglumenn hefðu beitt almenn- an borgara óverjandi harðræði og misþyrmingum. Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur tengdist því máli gegnum greina- skrif um framferði lögreglunnar í starfi. Þorgeir tók nokkrum sinn- um þannig til orða, að Lögreglufé- laginu fannst ástæða til að kæra hann fyrir meiðandi ummæli - og að lokinni rannsókn á kæruatrið- um stefndi ríkissaksóknari rit- höfundinum. Á mánudaginn kemur klukkan 10 árdegis verður kveðinn upp dómur í máli lögreglunnar á hend- ur Þorgeiri. Hér er eina ferðina enn á ferðinni mál sem byggir á meintum brotum á íslenskri meiðyrðalöggjöf. Það er löggjöf sem hlýtur að snerta alla skrifandi menn, en einkum þó rit- höfunda og blaðamenn. En þann tíma, sem málaþras þetta gegn Þor- geiri hefur staðið, hefur varla nokkur sála sýnt þessu máli áhuga eða talið það einhvers virði fyrir þá sem hafa atvinnu af að skrifa í fjölmiðla að fylgjast með. Eigi að síður er hér á ferðinni ákaflega þýðingarmikið tilfelli sem væntan- lega mun geta sett mark sitt á frelsi manna til að tjá sig opinberlega hér á landi í framtíðinni. Rætur málsins Þorgeiri var stefnt fyrir að tala um „fómardýr löggæslunnar í næt- urlífi Reykjavíkur" og „...hvar- vetna hitti ég fólk sem kunni sögur af mönnum sem lent höfðu jafn illa eða ver í þessum einkennisbúnu óargadýram. Sumir höfðu jafnvel verið sendir afturá vitsmunastig bemsku sinnar með kyrkingatök- um sem lögreglumenn og útkastar- ar kunna en fara ekki með af skynsamlegu viti heldur fautaskap og hugsunarleysi. Sögur þessar eru I talfæri Gunnar Gunnarsson svo gjörsamlega samhljóða og margar að það verður æ örðugra að vísa þeim frá sér eins og hverjum öðrum uppspuna“. Saksóknari tilgreindi fleiri um- mæli Þorgeirs af sama tagi og stefndi vegna þeirra. Hugsanlegur dómur vegna þessa mun vera þriggja ára fangelsi. Það mun mála sannast að sögur af vinnubrögðum lögreglu kann fólk margar. Þær eru reyndar sum- ar með því móti að birtist þær á prenti hlýtur passasamur saksókn- ari að eiga léttan leik og getur eflaust stefnt og fengið dæmdan hvern þann sem lætur sig hafa það að lýsa venjulegu haustaki og þeim kverkaskít sem því fylgir. En ef málið snerist um það eitt að hreinsa æra lögreglunnar þá væri það varla þess virði að fjalla um það. En rætur málsins teygja sig dýpra en svo. Hvað má segja á prenti? Ef lögreglulið eins bæjarfélags þykir ganga hrottalega fram og jafnvel misþyrma borgurunum, því fólki sem löggan á í raun að vernda og leiðbeina, er það í raun aðeins framkvæmdaatriði að kenna lög- gæslumönnum skynsamlegri vinnubrögð, efla víðsýni þeirra og draga úr fordómum. En vandinn sem við blasir vegna þessarar máls- höfðunar á hendur Þorgeiri Þorgeirssyni er margfaldur á við þetta. Það er augljóst að þurfi að betrambæta vinnurútínu lögregl- unnar þá þarf ekki síður að senda saksóknaraembættið í endurhæf- ingu - og róta þaðan út hofmóði og mannfyrirlitningu, sveifla því niður úr þessum fílabeinsturni sem hlaðinn er úr frímúreríi íslenskrar samtryggingar. Glámskyggni yfir- valda í öllu því þrasi sem fylgdi í kjölfar Skaftamálsins og nú sak- sóknaramáls gegn Þorgeiri er með þeim endemum að góðir mehh verða nú að hlaupa til og hjálpa vesalings yfirvöldunum. Harðorð ummæli um handhafa ríkis- og lögregluvalds kvikna sjaldnast af engu. Þorgeir Þor- geirsson er ekki valdur að neinum vanda í þessu þjóðfélagi. Ef ein- hvers staðar þarf illt út að reka þá er það í húsakynnum dóms-, ákæru- og lögregluvalds. Tilgangur sak- sóknara með málshöfðun á hendur rithöfundinum er augljós: hann vill berja niður með tiltækum ráðum umræðu um hvaðeina það sem mið- ur kann að fara í starfsháttum löggæslunnar. Það apparat þolir nefnilega ekki nema takmarkaðan skammt af dagsbirtu. Það er bann- að að styggja lögregluna, hún vill fá að fara sínu fram í friði. Kannski má með góðum vilja skilja það að lögreglumenn þoli ekki harkaleg ummæli Þorgeirs - eins og þau standa á prenti. En viðbrögð þeirra og saksóknara við skrifunum eru viti bornu fólki óskiljanleg. Auðvitað á að rann- saka þær ástæður sem liggja að baki ummælunum. Sérstaklega vegna þess að nýverið er búið að fellá lögregluna fyrir hrottalega framgöngu gegn Skafta Jónssyni. En það er víst eftir öðra hjá þessum mönnum að í stað þess að endur- skoða sína starfshætti og skreppa í stutta sjálfsskoðun, þá taka þeir sig saman um að fara að atast í rithöfundi sem blöskrar framferði þeirra. Og Blaðamannafélagið og Rit- höfundasambandið láta sem málið sé ekki til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.