Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Blaðsíða 22
22
DV. LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1986.
Okkar maður
í Kínaveldi
-ferðasaga eins úr Stuðmannahópnum
„Hvar er jakkinn minn? HVar er
helvítis jakkinn minn? Guð, vega-
bréfið og allt heila klabbið er í
honum.“ Þessari hugsun skaut nið-
ur í búlduleitan kollinn á Júlíusi
Agnarssyni, eins þeirra Stuð-
manna, miðja vegu milli flugvallar-
ins í Hong Kong og YMCA-hótels-
ins þar í borg, fyrsta áningarstaðar
Stuðmannahópsins í frækilegri för
þeirra til Kínaveldis. Þessi grein
er ferðasaga Júlíusar, eða Júlla
eins og hann verður kallaður hér
eftir, byggð á samtölum við hann
skömmu eftir heimkomuna til Is-
lands.
„Snúið bílnum við. Djöfulsins
hiti er hérna. SNÚIÐ BÍLNUM
VIÐ, ÉG GLEYMDIJAKKANUM
Á FLUGVELLINUM.“ Bílnum er
snúið við upp á flugvöllinn aftur.
Þar bíður brosandi lögregluþjónn
eftir Júlla með jakkann og allt
heila klabbið ósnert í honum.
YMCA-hótelsins er ekki minnst
af neinni hlýju af nokkrum í hópn-
um... „Þetta var frekar lásí hótel,
svona svefnpokafílingur 'sem gerði
mann hálfsmeykan um að í Kína
yrðum við höfð í tjöldum eða ein-
hverju þaðan af verra,“ rifjar Júlli
upp.
Eftir að hótelið var komið á
hreint fór Júlli með David Hung,
allsherjarreddara Stuðmanna í för-
inni, í flutningafyrirtæki það, sem
tekið hafði að sér að flytja hljóð-
færin til Kanton í Kína, að ganga
frá málum þar og síðan var haldið
á matsölustað í grenndinni kl. 3
um nóttina.
Síðasta steikin og Volvo-
klúbburinn
Á matsölustaðnum var ætlunin
að innbyrða síðustu vestrænu
steikina áður en hrísgrjónin tækju
við daginn eftir fyrir næstu tvær
vikurnar. Á boðstólnum var New
Sealand steik, skolað niður með
rauðvíni og Irish coffee í ábæti.
Síðan var tekið til við að ræða
hugsanlega tónleika Stuðmanna í
Hong Kong eftir Kínaförina en
þarna sátu, auk Júlla, David Hung,
kona hans og Freddi ljósamaður. I
framhaldi af steikinni og umræð-
unum ákvað Hung að fara með þau
í Volvo-klúbbinn. Júlli minnist
Volvo-klúbbsins með greinilegum
söknuði.
„Þama renndu bleik-klæddar
stúlkur sér eftir teppinu á móti
okkur í anddyrinu og byrjuðu að
strjúka svitann úr andlitum okkar.
Hung var greinilega velþekktur í
þessum klúbb. Maður átti alveg
eins von á að næst rifu þessar
bleik-klæddu mann úr buxunum en
áður en til þess kom var eigandi
staðarins, sköllóttur lítill karl,
kominn til okkar og bauð okkur í
VlP-herbergið á staðnum. Svona
herbergi með öllu. ÖLLU. Þar sett-
um við myndband með laginu
„Segðu mér satt“ í græjumar, sá
sköllótti horfði á það og réð okkur
í tvö kvöld í klúbbnum. Hann átti
líka hótel og bauð okkur að dvelja
á því í fimm daga án endurgjalds."
Lesttil Kanton
Fyrsti áfangastaður í Kína var
borgin Kanton, þriggja tíma lestar-
ferð frá Hong Kong, en ferðin
þangað var notuð til upptöku á
Egill slappar aí eftir erfiðan dag.
hluta myndarinnar sem gerð var
um ferðalag Stuðmanna. Vistar-
verurnar í Kanton vom nokkuð
langt frá því að vera tjaldbúðir,
2000 herbergja hótel með ýmsum
munaði.
„Maður gat legið í rúminu og
stjórnað öllu í herberginu frá því
með fjarstýringu. Alveg geggjað að
búa á svona stað í þessu landi.“
Eftir að hópurinn hafði skroppið
í bað buðu kínavinirnir honum til
veislu sem varð forsmekkurinn að
því sem koma skyldi á hverjum
degi ferðalagsins.
Veislan var haldin í stórum sal á
hótelinu og var hópnum skipt niður
á þrjú borð í salnum þannig að
ávallt sat einn Kínverji á milli allra
við borðið. Síðan var einn túlkur
við hvert borð til að halda samræð-
unum gangandi. Þetta varð svolítið
flókið eftir því sem leið á kvöldið
og staupunum fjölgaði því túlkur-
inn tók við spumingum á ensku,
þýddi yfir á kínversku, tók kin-
versku svörin og þýddi yfir á ensku
o.s.frv. Júlli sat við hliðina á fram-
kvæmdastjóra hússins sem þau
áttu að leika í daginn eftir. Sá
reyndist mikill drykkjubolti, allltaf
skálandi, en Júlla fór að gmna
ýmislegt eftir um 20 staup.
„Ertu með vatn í glasinu?"
???????
„Ertu með vatn í glasinu?"
???????
„Túlkur, túlkur, er hægt að fá
samband við túlkinn héma?“
Vonlaust.
„Það var svona sirka í 12. réttin-
um sem hlutirnir fóru að verða
verulega skrýtnir og ég taldi mig
hafa skálað einum of oft. Þá var
borinn inn grís með tvær vasaljósa-
perur í augunum og eina níu vatta
rafhlöðu í kjaftinum. Er ég sá hvað
þetta var sprakk ég úr hlátri en
hann bragðaðist ágætlega."
Eftir fjögurra tíma veislu fór hóp-
urinn í ballsal hótelsins þar sem
kínverska útgáfan af Elvis Presley
hamaðist á sviðinu með villtum til-
þrifum í snjóhvítum
glimmer-galla.Þaðan var farið í
rúmið um tvö-leytið um nóttina.
8 réttir í morgunverð
Enn ein óvænt uppákoma beið
Stuðmanna er þeir mættu til morg-
unverðar morguninn eftir á hótel-
inu. Hann var átta rétta.
„Við viljum ekki kolkrabba og
andahausa í morgunmat."
????????
„Beikon og egg væru alveg
ágæt.“
????????
„Svona morgunverður er ekki
okkar stíll.“
????????
Eftir því sem leið á ferðina kom-
ust Kínverjamir að því að viða-
miklir morgunverðir voru ekki í
uppáhaldi hjá hljómsveitinni og
því breyttust þeir fljótt í, ja beikon
og egg.
Húsið sem Stuðmenn áttu að
leika í var heimsótt eftir morgun-
verðinn og þar reyndust aðstæður
eins og best verður á kosið. Ein-
hverjir höfðu búist við að vesen
yrði með að fá nóg rafmagn, en svo
var ekki.
Kónguló á hvolfi
Aðeins eitt var að í undirbún-
ingnum undir þessa tónleika og
það var líkan af Heklu sem Stuð-
menn ætluðu að blása upp á
tónleikunum. Saumakonan sem
gerði það í Englandi hefur víst eitt-
hvað misskilið fyrirmælin sem hún
fékk og kom það í ljós á æfmgunni.
„Hvur djöfullinn, þetta lítur út
eins og kónguló á hvolfi.“
„Já, hún hefur sett ísdrönglana,
sem áttu að liggja niður með hlíð-
unum, upp í loft.“
“Hvað eigum við að gera?“
„Blása í þetta helíum og senda
það á loft yfir borginni."
Tónleikarnir tókust mjög vel til
eins og raunar allir aðrir tónleikar
í ferðinni. Þarna mættu allt frá
börnum og upp í gamalmenni. Júlli
minnist eins atriðis af tónleikun-
um.
„Þama fyrir framan mig úti í
salnum sátu nokkrar konur á
fimmtugs- eða sextugsaldri. Þegar
Stuðmenn tóku lagið „Kínamúr-
inn“ klöppuðu þær með í þungum
takti og lifðu sig inn í tónlistina.
Svona ætti þetta að vera heima.
Svona ætti þetta að vera í Arat-
ungu í stað dauðadrukkins pakks.
Á stað eins og þessum er maður
ekki í neinni lífshættu fyrir fljúg-
andi flöskum og glösum."
Eftir tónleikana var kveðjuveisla
í Kanton sem lauk með því að hóp-
urinn fór aftur að horfa á vin sinni
glimmerkónginn.
Flogið til Shanghai
Daginn eftir flugu Stuðmenn til
Shanghai í flugvél með dekkin á
síðasta snúning og orrustuflug-
menn í flugmannssætunum.
„Allir flugmenn í Kína eru orr-
ustuflugmenn. Við vorum ekki fyrr
komin í vélina en allt var sett á
fullt, beygt inn á brautina á tveim-
ur hjólum og vélin síðan tekin
öskrandi á loft. Það munaði engu
að matseðill kveðjuveislunnar frá
kvöldinu áður kæmi eins og hann
lagði sig á sætisbökin. Það voru
allir stjarfir í sætunum og ekki tók
betra við í lendingu í Shanghai,
þegar þeir steyptu vélinni niður á
flugvöllinn eins og þeir ætluðu sér
að sprengja hann í loft upp.“
Á flugvellinum var tekið á móti
Stuðmönnum af Kínavinafélaginu
og keyrt með þá á hótelið. Þar var
byrjað á annarri veislu svipaðri
þeirri í Kanton. Kínverjamir
kynntu sig fyrir Stuðmönnum og
Jakob kynnti Stuðmenn á móti.
Allir skælbrosandi og glaðir, mikið
notað af handapati í samræðum og
þótt merking þeirra færi meira og
minna fyrir ofan garð og neðan
skipti það engu máli.
„Kínverjar eru kurteisasta þjóð
í heimi. Þeir gefa þér alltaf á disk-
inn sjálfir og vilja að þú hreyfir þig
sem minnst í borðhaldinu. Þessar
veislur voru ágætar að öðru leyti
en því að maður vissi aldrei hvað
maður var að éta. En það bragðað-
ist ágætlega."
Bestu tónleikarnir
Bestu tónleikar Stuðmanna í
ferðinni voru haldnir í Shanghai
enda er borgin „hipp“ staður eins
og Júlli orðar það, byggingar með
allt öðru móti en í öðrum borgum
Kína enda staðurinn útvörður
vestrænnar menningar á nýlendu-
tímanum.
„Þama er fullt af íburðarmiklum
byggingum sem hafa hver sinn stíl
eftir því hvort um er að ræða enska
hverfið, franska hverfið eða önnur
sambærileg. Við lékum í húsi því
sem sinfóníuhljómsveit borgarinn-
ar hefur til umráða og vorum
beðnir um aðra tónleika þar morg-
uninn eftir, móttökumar vom svo
magnaðar."
I Shanghai fór Júlli ásamt David
Hung í leiðangur til að reyna að
koma telex-skeyti til Englands.
Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig
því alls staðar voru miklar biðraðir
við pósthúsin og þá var reynt að
fara á ýmsar skrifstofur en án ár-
angurs.
Að lokum komu þeir inn á íburð-
armikið, eldgamalt hótel og hið
fyrsta sem blasti við þeim vom
tvær feitar bandarískar kerlingar
að spá í silkikaup í búð í anddyrinu.
„Ég get svo svarið það Emma,
þetta silki er alveg eins og heima
í Arizona," segir önnur.
„Rétt, sennilega kaupa þeir það
þaðan, flytja það inn og selja okkur
svo aftur á uppsprengdu verði,“
svarar hin.
„Ég get svo svarið það.“
Siglt um ána
I Shanghai var Stuðmönnum
boðið í siglingu á ánni, sem borgin
stendur við, og þar voru tekin at-
riði í myndina sem gerð var um
ferðalagið. Skipaumferðin á þess-
um slóðum var eins og bílaum-
ferðin á Laugarvegi í lok níu-sýn-
ingar í kvikmyndahúsunum og
allir skipstjóramir flautandi hver
á annan.
„Kínverjar pæla mikið í flautum.
Allir sem eru keyrandi liggja stöð-
ugt á flautunni og þarna sá maður
sérstakar flautubúðir sem auglýstu
vöru sína eftir hljóðstyrk."
Þegar hér var komið sögu fóru
tvær veislur að taka sinn toll af
mannskapnum og staðirnir sem
hópurinn heimsótti famir að renna
saman í einn í huga Júlla, nöfn á
borð við Nanjing, Hangzhou, Jin-
an, Tianjin.
„Eitt sem kom mér á óvart var
að við sáum ekki mikið af þessum
dæmigerðu kínversku húsum en
nú til dags eru þau flest notuð
undir söfn og musteri. Annað, sem
gaman var að, var að fylgjast með
mannlífinu út um lestargluggann.
Þar sá maður kannski hlið við hlið