Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Qupperneq 23
DV. LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1986. 23 Okkar maður í Kínaveldi. stórvirkar vinnuvélar og menn að bera grjót í röð einn af öðrum. Náðu kannski 10-15 vörubílahlöss- um á dag með miklum djöflagangi." Silki, bjór og gleði Á ferð um þessar borgir var hópn- um meðal annars boðið að skoða silkiverksmiðju og komast að raun um að þær voru ekki í Arizona. Verksmiðjan sem þeir heimsóttu var tölvuvædd upp á gamla móð- inn, þ.e. með gataspjöldum. Annars var þetta mjög svipað á öllum stöð- unum, veisla, tónleikahúsið skoðað og hljóðprufa framkvæmd, tónleik- ar, tekið saman og önnur veisla. Næsti viðkomustaður, takk. I Tianjin elti Kínverji Júlla um allt með tvo bjóra í hendinni og bauð honum stöðugt að drekka. Um leið og bjórflaskan varð hálf náði hann í aðra. „Ókei, þetta er orðið gott. Ekki meiri bjór.“ ???????? „Ékkl MEIRI BJÓR.“ ???????? „Gleymdu því.“ ???????? Annars var mikil gleði og glaum- ur á öllum þessum stöðum og Kínverjarnir mjög hjálplegir við allt, raunar stundum alltof hjálp- legir eins og þegar pakka átti saman hljóðfærunum í lok tónleik- anna. Þá vildu þeir oft taka of mikið i sundur, eins og strengina af gíturunum og jafnvel gítarháls- ana en þetta bjargaðist. I húsi Sjang Kai Sjek Lokaáfangi ferðalagsins um Kína var Peking þar sem Stuðmenn héldu tvenna tónleika. I Peking var hópnum boðið að dvelja í síðasta dvalarstað Sjang Kai Sjek, lítilli húsaþyrpingu í miðborg Peking. Á öðrum tónleikunum situr Júlli út í sal að vanda við hljóðblöndunina og kveikir sér í sígarettu. „Það er bannað að reykja hérna," er sagt fyrir aftan hann. Júlli snýr sér við og sér ekkert nema kínversk andlit. Lítur undir mixer-borðið til að athuga hvort einhver leynist þar og sé að stríða honum. Svo er ekki. Hann ypptir öxlum og heldur áfram störfum. „Ég sagði að það væri bannað að reykja hérna." „Hvur djöfullinn...“ Júlli snýr sér snöggt við. Horfir framan í bros- andi Kínverja. „Sagðir þú þetta?“ „Já, já.“ „Þú kannt þá íslensku.“ „Já, ég var í Menntaskólanum við Hamrahlíð." „Jæja, merkilegt." „Já, ég fór oft út á Umferðarmið- stöð og fékk mér pulsu.“ „Þú segir ekki.“ Því meir sem Júlli pælir í þessu samtali því magnaðra verður það. Af hverju var hann að nefna Um- ferðarmiðstöðina? Skrýtinn heim- ur. Sheraton og fyrsta steikin Eftir að Stuðmenn höfðu spókað sig á helstu stöðunum í Peking og grenndinni, eins og Kínamúrnum og Torgi hins himneska friðar, var stefnan sett á Sheraton hótelið í fyrsta vestræna matinn siðan í Hong Kong, steik og rauðvín með og Irish coffee í ábæti... „Alveg dásamlegt eftir tólf rétta máltíðim- ar sem fóru alveg með magann í okkur.“ Annað „skylduverk" var að heimsækja Peking Duck House þar sem menn fá öndina þannig að byrjað er á sundfitunum í súpu og endað á goggnum... „Ég get svarið það. Við hliðina á mér sat maður og bruddi gogg. Ég lét mér tunguna nægja." Hong Kong og Volvo-klúbb- urinn Frá Peking var flogið aftur til Hong Kong til fimm daga dvalar og tveggja tónleika í Volvo-klúbb- num, sællar minningar. „Næturlífið í Hong Kong er flestu fjörugra. Við fórum þarna á nokkur diskótek og á einu þeirra var gest- um boðið að koma upp á svið og taka lagið en þar var maður með orgel og nótnahefti sem gesturinn valdi lög úr. Bæði Egill og Valgeir skelltu sér á sviðið og tókst vel til. Við Egill hittum svo einn daginn forríkan Indverja sem bauð okkur í heimsókn í villuna síná. Þessi náungi var með armbandsúr þar sem umgjörðin var úr demanti og annað eftir því. Ætli hann hafi ekki verið með hálfa milljón doll- ara bara utan á sér.“ Skýrasta minningin frá Hong Kong í huga Júlla er lokakvöldið er þeir Egill komu af einu nætur- röltinu og fóru út á Stanley Beach, syðsta hluta Hong Kong. Þar skelltu þeir sér naktir til sunds út í Kyrrahafið. Nokkuð frá landi öskrar annar til hins: „Góður túr.“ „Já, helvíti góður túr.“ Friðrik Indriðason Ásgeir athugar aðstæöur i lestinni milli Hong Kong og Kanton. Kínversk fjölskylda á einum tón- leikum Stuðmanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.