Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1986.
21
Fótsporin af-
hjúpuðu falsarann
Snjall listaverkafalsari í Stokk-
hólmi hefur haft þekkta listfræðinga
að spotti um mörg undanfarin ár.
Falsarinn, sem er 49 ára gamall, hef-
ur falsað mörg verk eftir Miró og
Tapies og selt. Samtals munu þetta
vera 40 verk. Sum Míró-málverk-
anna eftir hann voru seld hjá því
þekkta uppboðsfyrirtæki Christies í
New York. En þar kom að lögreglan
hafði hendur í hári hans - því eins
og flestir aðrir skúrkar gerði hann
alvarleg mistök sem urðu honum að
falli.
Falsarinn hefur fengist við list-
fölsun síðan 1978. Hann býr í
blokkaríbúð í gömlu hverfí í Stokk-
hólmi og málaði þar svo nákvæmar
eftirlíkingar af verkum Mírós og
Tapies að sérfræðingar, menn sem
oft eru kallaðir til ráðuneytis heims-
horna á milli, sáu ekki við honum.
Fjögur gallerí og einn virtur lista-
verkasali í Stokkhólmi hafa keypt
verk af falsaranum og selt aftur með
dágóðum hagnaði.
Einn listfræðinganna hefur meira
að segja gefið út sérstakt vottorð um
að verk hans séu ekta og upprunaleg.
Falsarinn náði hátindi ferils síns í
fyrrahaust þegar Christies seldi
„Míró-málverk“ fyrir 12 000 dollara.
í kjölfar þeirrar sölu seldi sama upp-
boðsfyrirtæki fleiri af fölsunum
Svíans.
Erfitt að sanna
Málið kom til kasta lögreglunnar
í Svíþjóð haustið 1983. Þá keypti
gallerí eitt í Stokkhólmi „Míró-
málverk" fyrir 60 000 krónur (ísl).
En sérfræðingur, sem síðan rannsak-
aði myndina, fylltist grunsemdum og
hélt því fram að Tiún væri fölsuð.
Galleríið afhenti lögreglunni mynd-
ina og gaf upp nafn seljandans.
- Ég keypti þessa mynd af góðum
vini listamannsins sjálfs á Spáni,
sagði falsarinn þegar lögreglan tók
hann í yfirheyrslu.
Það er erfitt að færa sönnur á að
listaverk sé falsað. Og lögreglan
komst ekki lengra í málinu.
Falsarinn hélt iðju sinni áfram. í
apríl í ár auglýsti hann Míró-verk
til sölu fyrir 50 000 kr og átti vottorð
um að verkið væri ekta að fylgja.
Vottorðið var útgefið af þeim sama
listfræðiprófessor sem áður hafði tal-
ið annað verk falsað. Lögreglan lagði
nú einnig hald á þetta verk. Og eftir
að hafa sótt ráð til prófessors við
Konsthögskolan í Stokkhólmi þótt-
ust menn vissir um að sami maður
hefði málað allar myndimar sem lög-
reglan hafði lagthald á- og sá maður
hét ekki Míró.
Til öryggis sendu menn síðustu
myndina frá falsaranum til Míró-
safnsins í Barcelona og þar voru
menn fljótir að komast að því að
myndin væri fölsuð.
Pappírar fundust
Nú fór lögreglan og handtók fals-
arann. í íbúð hans fannst sams konar
pappír og var í málverkunum föls-
uðu. Þar fann lögreglan einnig
málningu og pensla og annað sem
þarf til að hræra saman litum og
mála.
Lögreglunni tókst að ná til sín úr
galleríum og frá einkaaðilum einum
18 verkum eftir falsarann. Þau verk
voru ýmist merkt Míró eða Tapies.
En þótt flest benti til að maðurinn
væri falsari skorti lögregluna enn
fullnaðarsönnun þess að sá hand-
tekni hefði i raun málað hin fölsuðu
verk. Og þar kom að lögreglan hnaut
um hin alvarlegu mistök.
Spænski málarinn Antonio Tapies
merkir margar mynda sinna með
handa- eða fótaförum sínum. Það
hafði listfalsarinn einnig gert.
Játning
- Þar með var falsarinn íjötraður
á höndum og fótum við glæpinn,
sagði lögregluforinginn sem hefur
haft með málið að gera. - Við fórum
létt með að komast að því að fótspor-
in og fingraförin á verkunum voru
hans eigin. Ég held að það sé ekki
betra sönnunargagn til.
Maðurinn hefur nú viðurkennt að
hafa málað 40 til 50 verk á árunum
frá 1978 til þess að lögreglan handtók
hann 1984.
- Hann lagði stund á listnám, fals-
arinn, sagði lögregluforinginn, - og
mun hafa staðið sig vel í náminu
enda flinkur málari og duglegur. En
lögreglan i Svíþjóð hefur ekki fundið
nema 18 falsana hans. Hin verkin eru
einhvers staðar á sveimi á alþjóðlega
listmarkaðinum - eða hangandi
heima á veggjum safnaranna. Lög-
reglan í Svíþjóð vill því endilega
hafa samband við þá sem keypt hafa
verk eftir Míró eða Tapies á síðustu
árum. Þau verk eru nefnilega hugs-
anlega fölsk.
Lögreglan telur að falsarinn hafi
haft um 60 milljónir króna uppúr
krafsinu.
-GG
Listaverkafalsarinn gerði slæm mistök - hann merkti falsanirnar eigin fóta- og handaförum. Betri sönnun fæst
trauðla, sagði lögreglan.
LEPHONE
OGEUROCARD
AÐSTOÐAR
MEMDf ÞKS ÓHAPP ERUNDtS
l/ið starfræhjum neyðarsíma hér heima, einhum fyrir þá sem tala
ehhert erlent tungumál. Meginmálið er þó að wið höfum tryggt
Eurocard Horthöfum þjónustu hins alþjóðlega aðstoðarfyrirtæhis
(ÖE5A, hendi þá alwarlegt óhapp á ferð erlendis. Allir horthafar fá
sérstaht spjald með neyðarnúmerum sem gilda hwarwetna í
heiminum.
Með einu símtali geta þeir beðið um:
tlauðsynlegar upplýslngar um vlðbrögð við óvæntum vanda, t.d. tapi ferðaskilríkja.
© Ókeypis flutning slasaðs korthafa á sjúkrahús.
Fjárhagsaðstoð, t.d. vegna óvæntrar sjúkrahúslegu.
Lögfræðlaðstoð, verðl skyndllega þörf á henni.
Ókeypis farseðla heim, í stað seðla sem ógildast, t.d. vegna slyss.
©Ókeypis heimsókn að helman, sé korthafl óvænt lagður Inn á spítala erlendls
í 10 daga eða lengur.
Auh þessa geta Eurocard horthafar notið 5lysaábyrgðar ferða-
langa. Bætur geta numið allt að U5D 100.000, samhwæmt
shilmálum þar um.
Aðgangur að allri þessari þjónustu er ókeypis, sértu Eurocard
korthafi. Þú getur fræðst nánar um hana af upplýsinga-
bæklingnum: „Hendi þig slys erlendis". Hann fæst hjá okkur, í
Útwegsbankanum, Verzlunarbankanum og Sparisjóði wélstjóra.
Kreditkort hf. Ármúla 28