Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Blaðsíða 27
DV. LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1986. 27 ásamt Rd4 og f4 með mun betri stöðu á hvítt. 20. - Rexg4!? Annar möguleiki var 20. - g5 21. Rh5!? sem heíði leitt til óljósrar stöðu. 21. hxg4 e5 22. g5 Re8 Ef 22. - Rd7 þá er 23. Rh5! sterkt. 23. Rxg6! fxg6 24. Be3 Bh8 25. Hcl Rg7?! Hér hefði 25. - b4! gert hvítum erfið- ara fyrir. Nú nær hann undirtökunum. 26. c4 bxc4 27. Hxc4 Dd8 28. Dg4 Rf5 29. Hecl Hf7 30. Hc6 Bg7 31. Be4? Á leikjunum áður gat svartur ekki leyft sér 31. - Rxe3 32. fxe3 því að hótunin 33. Hc8+ var of sterk. En nú var rétti tíminn til að hörfa með 31. Bd2! og biskupaparið og peðameiri- hlutinn á drottningarvæng auk yfir- ráðanna yfir c-línunni tryggja hvítum varanlega stöðuyfirburði. 31. - Rxe3! 32. £xe3 Bf8 33. Hlc2 Hb4 34. Hf'2 Hxf2 35. Kxf2 Kg7 36. Ke2 Hb7 37. Hc8 Dd7 38. De6 Df7 39. Hcl! De7 40. Hfl Hc7 Ekki 40. - Dxg5? 41. Hxf8! Kxf8 42. Dc8+ og hrókurinn fellur. Nú var tímamörkunum náð en skákin var tefld áfram án þess að vera sett í bið. 41. HfB a5! Slæmt er 41. - Dxe6? 42. dxe6 Hc7 43. Bd5 með vinningsstöðu á hvít því að svartur nær aldrei að losa um sig. Svartur býr nú við þrengsli en hvítur á erfitt með að bæta stöðuna. 42. Kd2 Dd7 43. Hf2 Dd8 44. Hf6 Dd7 45. Kdl De7 46. Ke2 Dd7 47. Kf2 De7 48. Kg2 Hc3?? Hann skynjar ekki hættuna. Ef hann bíður átekta gat hvítur reynt að leika kóngnum til g4 og hreyfa svo peðin drottningarmegin en jafhtefli eru lík- leg úrslit. 49. Hxg6 + ! hxg6 50. Dxg6+ Kh8 51. Bf5! Og svartur gafst upp, því að hann er vamarlaus gagnvart hótuninni 52. Dh5 + Kg8 53. Be6 + Kg7 54. Dh6 mát. Að lokum er hér stutt skák og snagg- araleg sem lýkur með kunnuglegu stefi. Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Yrjö Rantanen Spænskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Bc5 4. c3 f5 5. d4 fxe4 6. Bxc6 dxc6 7. Rxe5 Dd5 Oftast er leikið 7. - Bd6 en Rantanen mun hafa teflt svona áður með góðum árangri. 8. Bf4 Bd6 9. c4 De6 10. Dh5+! g6 11. De2 c512. Rc3! cxd413. Rxe4 Re7 Ekki 13. - Bxe5? 14. Bxe5 Dxe5 vegna 15. Rf6+ og vinnur drottninguna. 14. Rd3 0-0 15. Bh6 Hf7 16. c5 Rf5 17. cxd6 Rxh6 18. dxc7 b6 19. 0-0 Bb7 20. Hacl Hc8 21. Hfel Hfxc7 22. Hxc7 Hxc7 23. Dd2 Bxe4? Nauðsynlegt var 23. -Rf5 en hvítur stendur betur vegna veikrar kóngs- stöðu svarts. 24. Dxh6 Df5 Aðrir leikir breyta engu, t.d. 24. - Dd5 25. f3! og máthótun í borðinu vof- ir yfir. 25. Dh4! Og svartur gaf því að hann getur ekki bjargað biskupnum og hindrað 26. Dd8 + í leiðinni sem vinnur hrók- inn. Ef 25. - Hc2, þá 26. Dxe4 (26. Hxe4 vinnur einnig) Dxe4 27. Hxe4 Hd2 (með hugmyndinni 28. Rel Hdl 29. Kfl d3 með jafntefli) 28. Kfl! Hxd3 29. Ke2 og hrókurinn er fangaður. Sí- gilt dæmi um tvöfalt uppnám. -JLÁ. B) Júlíus Snorras.-Sig. Sigurjónss. 203 Anton Haraldss.-Ulfar Kristinss. 188 Karen Vilhjálmsd.-Þorv. Óskarss. 183 Magn. Ólafss.-Páll Bergss. 181 Guðjón Jónss.-Friðr. Jónss. 174 C) Lárus Hermss.-Gunnar Þorkelss. 213 Ragnar Ragnarss.-Stefán Oddss. 206 Sveinn Sigurgss.-Sveinn Þorvss. 187 Gunnar Þórðars.-Sigf. Þórðars. 169 Jacqui McGreal-Björn Theodórss. 167 Efstu spilarar í þriðjudagskeppn- inni eru: Anton Haraldsson og Ulfar Kristinsson með 60 stig. Lárus Her- mannsson er með 53 stig., Guðmund- ur Aronsson 51 stig og Sigfús Þórðarson og Gunnar Þórðarson með 43 stig og Jóhann Jóelsson 42 stig. Á fimmtudag mættu svo 58 pör til leiks þannig að parafjöldinn þessa vikuna náði 100 para markinu (stöð- ugt vaxandi þátttaka). Spilað var í 4 riðlum og urðu úr- slit þessi (efstu pör): A) Stig Murat Serd.-Þorb. Ólafss. 248 Véný Viðarsd.-Dúa ólafsd. 240 Eyjólf. Magnúss.-Steingr. Þóriss. 233 Guðm.Sigurðss.-Steingr. Steingrss. 230 Magnús Halldss-Sveinn Þorvaldss. 228 Hans Niels-Stígur Herlufs. 228 B) Þórður Sigurðss.-Valt. Pálss. 198 Ásth. Sigurgíslad.-Lárus Arnórss. 170 Gunnar Þórðars.-Sigf. Þórðars. 166 Eyþór Péturss.-Lúðvík Wladiek 165 Hulda Hjálmar.-Þórarinn Andr. 164 C) Bernódus Kristss.-Þórður Björnss. 208 Jacqui McGreal-Þorl. Jónss. 192 Esth. Jakobsd.-Valg. Kristjónsd. 183 Anton Gunnarss.-Ari Konráöss. 177 Rósa Þorsteinsd.-Ragnar Þorstss. 177 D) Ríkh. Steinbss.-Steinb. Rikharðss. 194 Herm. Láruss.-Páll Valdimarss. 188 Bergur Ingimss.-Axel Láruss. 181 Bjöm Jónss.-Þórður Jónss. 166 Magnús Aspel.-Steingr. Jónass. 163 Efstu spilarar í fimmtudagskeppn- inni eru: Ásthildur Sigurgísladóttir og Lárus Amórsson, 77 stig, Murat Serdar og Þorbergur Ólafsson, 59 stig, Magnús Aspelund og Stein- grímur Jónasson, 44 stig, Anton R. Gunnarsson, 43 stig, og Guðmundur Kr. Sigurðsson, 42 stig. Að sjálfsögðu verður ekki spilað næsta þriðjudag, sem er 17. júní, en Sumarbridge heldur áfram af fullum krafti næsta fimmtudag. Búast má við miklum fjölda para þann dag (metþátttöku) þannig að vissara er fyrir spilara að mæta tímanlega til skráningar. Um leið og hver riðill fyllist hefst spilamennska í viðkom- andi riðli. Húsið verður opnað fyrir kl. 18 (sex) en takmarkað rými í hús- inu getur því miður leitt til þess að vísa þurfi keppendum frá, þeim er síðast mæta að sjálfsögðu. Sumarbridge er öllu spilaáhuga- fólki opinn. Spilað er að Borgartúni 18, húsi sparisjóðsins (niðri). Umsjón annast Ólafur og Hermann Láruss. Góð þátttaka í Sumarbridsi Þátttaka í sumarbrids deildarinnar er með miklum ágætum, t.d. var spil- að í tveimur riðlum, 16 og 14 para, þriðjudaginn 10. júní. Úrslit: A - riðill stig 1. Dúa Ólafsd. - Véný Viðarsd. 187 2. Svava Ásgeirsd. - Þorv. Matthíass. 176 Guðm. Samúelss. - Sam. Samúclss. 171 4. Erla Erlendsd. - Kristín Jónsdóttir 170 B riðill stig 1. Hulda Hjálmarsd. - Þórarinn Anrewsson 255 2. Högni Torfason - Simar Jónsson 251 3. Guðmundur Kr. Sigurðss. - Erlendur Björgvinss. 237 4. Steingrímur Jónass. - Þorfinnur Karlss. 234 Efst eftir 5 kvöld eru: Hulda Hjálmarsdóttir 7.5 Þórarinn Anrewsson 7.5 Sigmar Jónsson 7 Ármann Lárusson 5 Helgi Nýborg 5 Ekki verður spilað 17. júní og verð- ur því keppninni fram haldið þriðju- daginn 24. júní. Spilað er í Drangey. Er knattspyrna virðulegri en fótbolti? Vímuefni og annað gott í dag er ætlunin að fjalla um vímu- efni af ýmsu tæi. Dagurinn er enda ágætur til þess því búast má við að drjúgur hluti þjóðarinnar njóti ein- hverra slíkra efha í dag og kvöld. Og gjaldi kannski fyrir á morgun. Eða eins og segir í gömlu kvæði: Dag skal að kveldi lofa en mey að morgni Því miður get ég ekki gefið lesend- um annað en orðskýringar en glaður gæfi ég smakkprufur ef ég gæti. Um daginn gerðist það að illindi brutust út i íbúð nokkurri í Reykja- vík og endaði með ósköpum eins og oft vill verða. Vímuefhi ku hafa ver- ið höfð um hönd. Frá þessu var sagt í útvarpi á nokkuð sérkennilegan hátt. Nefhilega að fólk hefði sitið að drykkju fram á nótt, síðan hafi brot- ist út ólæti og grunur léki á að vímuefni hefðu verið með í spilinu. Nú hef ég alltaf haft það fyrir satt að áfengi væri vímuefni, fíkniefni og jafíivel eiturlyf ef út í það er far- ið. Allavega fiæ ég vímu yfir höfuðið þegar ég fæ mér í glas. Að ekki sé talað um fái ég mörg glös. Lfkt trúi ég að gildi um annað fólk. Þess vegna skil ég ekki nauðsyn þess að gera á þessu tvennu greinar- mun þótt annar efnaflokkurinn sé leyfður en hinn bannaður sam- kvæmt lögum. Þetta er bæði hættulegur og út- breiddur misskilningur. Annars er orðið áfengi myndað af sögninni að fá og forsetningunni á, þ.e. að fá á einhvem, hafa áhrif á. Og svo sannarlega fær áfengi á menn og jafnvel þá sem ekki drekka. í norskri mállýsku er til at faa aa sem merkir að verka á. Áfengi verk- ar á þann sem drekkur og það er trúa mín að i þeirri staðreynd liggi vinsældir þess. Orðið víma er skylt orðinu svimi, sbr. norska orðið vima (= svimi). Þetta er allt saman eðlilegt og sjálf- Islensk tunga Eiríkur Brynjólfsson sagt enda getur svimi verið samfara vímu. Nú dettur mér í hug latneska spak- mælið in vino veritas, in aqua sanitas. Það útleggst á íslensku: í víni er sannleikur, í vatni heil- brigði. Þetta vona ég að lesendur hafi hugfast i kvöld og blandi vín sitt vatni því best er þegar saman fer sannleikur og heilbrigði. Heimsmeistarakeppni Þessa dagana stendur yfir heims- meistarakeppni í knattspymu í Mexíkó. Þar er auðvitað mikið sparkað eins og vera ber í þessari íþrótt Þessi íþrótt er ýmist kölluð knatt- spyma eða fótbolti. Þegar tvö orð em til um sama fyrirbærið hafa þau gjaman blæbrigðamun á merkingu. Svo er um þessi. Mér finnst eins og knattspyma sé formlegra mál heldur en fótbolti. Þegar ég var strákur fór ég oft í fótbolta en aldrei í knatt- spymu svo dæmi sé tekið. Framburður orðsins verður oft fó- bolti, þ.e. téið fellur burt. Þetta verður oft þegar tvö lokhljóð koma saman. Lokhljóðin em þau hljóð sem táknuð em með bókstöfúnum b, d, g, p, t og k. Annar leikur nýtur talsverðra vinsælda Þar er um að ræða bridds. Orðið er tökuorð úr ensku, bridge. í þessum leik spila fjórir, tveir og tveir saman, og vitaskuld má ekki svindla frekar en á almennum mark- aði. Þeirri spumingu var beint til mín á dögunum hvaða orð megi nota yfir þá sem spila saman. Sá sem spurði vildi forðast orðið makker. Onnur orð sem til greina koma em mótspilari (því þeir sem spila saman sitja á móti hvor öðrum) og félagi. Orðið makker ku vera notað af briddsspilurum svo ég sé enga ástæðu til að agnúast út í það og sjálfsagt yrði það til lítils svo fast sem það er í málinu. Orðið er töku- orð úr dönsku. Það er skylt nafnorð- inu makk, sögninni að makka og nafhorðinu maki. Og makar makka ýmislegt, makalausir standa í makki og því mega menn þá ekki vera makkerar í spilum? Ég fæ ekkert séð sem mæli á móti því. Eins og oft er um tökuorð þá er stafsetning orðsins bridds á reiki. I dagblöðum getur ýmist að sjá bridds eða bridge. Ég mæli eindregið með fyrri kostinum og finnst yfirleitt að tökuorð eigi að aðlaga íslenskri staf- setningu þegar þau á annað borð hafa öðlast þegnrétt í málinu. Sama gildir þannig um oiðið djass. Ég kýs þá stafsetningu frekar en jass. Þá má nefiia ítalskan smárétt sem Is- lendingar éta í tíma og ótíma, pitsa. Algeng stafeetning þess er pizza sem mér finnst út í hött. Og þá var það ekki meira í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.