Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Blaðsíða 18
18 DV. LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1986. Rokkspildan Rokkspildan Rokkspildan Rokkspildan „Anægjan númer eitt“ - stórsveit PK stofnuð Pétur Kristjánsson - upptekinn við upptökur á nýrri plötu. „Það má segja að hugmyndin að þessu hafi kviknað í vetur þegar við Bjartmar fórum að syngja saman. Fólk fór að koma til mín og kvarta undan þvi að það vantaði gott rokk- band í þennan bransa. Ég er sammála því. Það er ástæðan fyrir því að þessi sveit er stofnuð.“ Eftir sautján ára starf í sveitum á borð við Pops, Svanfríði, Pelican, Paradís, Póker og Start sagði Pétur Kristjánsson skilið við poppbrans- ann. Nú er týndi sonurinn snúinn aftur heim. Pétur byrjaði í vetur að syngja með Bjartmar Guðlaugssyni. Nú hyggjast þeir tveir ásamt fleiri góðum mönnum stofna rokkband sem fer um landið seinni part sum- ars! Forsmekkurinn af því sem koma skal verður hljómplata sem unnið er að þessa dagana. „Þetta er fjögurra laga hljómplata sem við erum að taka upp í Hljóð- rita,“ segir Pétur. „Rokkið er eins og rauður þráður í gegnum plötuna en með ýmsum undantekningum þó. Við tökum upp ýmsar tónlitarstefn- ur. Ætli orðið fjölbreytt lýsi þessu ekki best.“ Lola langlíf Liðsskipan þessarar nýju nafn- lausu sveitar er ekki af lakara taginu. Söngvaranna Péturs og Bjartmars hefur þegar verið getið. Þriðji söngvari sveitarinnar verður Eiríkur Hauksson sem einmitt starf- aði með Pétri í Start. Trommur og bassa slá ekki ófrægari menn en Gunnlaugur Briem og Jóhann Ás- mundsson og Kristján Edelstein, sem var í Chaplin og Start, leikur á gít- ar. Þriðji Mezzoforte-liðsmaðurinn, Eyþór Gunnarsson, hefur jafnframt aðstoðað við upptökurnar að undan- förnu. „Við ætlum að leggja upp seinni part sumars og vera á ferðinni fram á haust,“ heldur Pétur áfram. „Plat- an sjálf kemur líklega út um miðjan júlí þannig að hún undirbýr jarðveg- inn.“ - Hvemig viðtökur gerið þið ykkur vonir um að fá? Er fólk ennþá reiðu- búið að fara á rokkdansleiki? „Já, það er ég viss um. Við fundum það vel þegar Start var starfandi og ég tel að í raun hafi smekkur fólks lítið breyst frá þeim tíma. Þegar fólk fer á ball þá vill það heyra tónlist sem það þekkir. Það kom fyrir að eftir böll hjá Start var fólk kannski ennþá að biðja okkur um að taka Lolu, tveimur tímum eftir að dans- leiknum lauk og við á leið út úr plássinu.“ Aftur að ári? Rokkið er sem sagt það sem blívur í þessu bandi. Þessir reyndu leik- rnenn eru ekki í minnsta vafa um hlutverk sitt. „Ánægjan verður númer eitt. Við ætlum okkur að skemmta fólki og við erum bjartsýnir á að það takist. Ef vel gengur í sumar gæti alveg eins verið að við færum aftur á stað að ári. Eitt er allavega víst. Við erum staðráðnir í að skemmta okkur.“ -ÞJV Ljóstrað upp leyndarmálum Það er kannski að bera í bakka- fullan lækinn að minnast á popp- tónleikana í höllinni á mánudag- inn og þriðjudaginn. Og þó. Sjaldan er góð vísa of oft kveðin, að minnsta kosti þegar margir snjallir tónlistarmenn úr röðum landans eiga hlut að máli. A þjóðhátíðardaginn ber líklega frægasta að telja Rikshaw sem hef- ur æft af miklum krafti að undan- förnu. Heyrst hefur að von sé á nýju efni úr þeirri átt á plasti og forsmekk þess koma menn líklega til með að heyra í höllinni. Sigurvegarar Músíktilrauna, Greifamir, eru einnig í plötuhug- leiðingum. Þeir eiga inni sigurlaun sín í stúdíóMjötog hyggjastnot- færa sér þá tíma á næstunni. Tónlist Greifanna hefur heyrst bæði í útvarpi og sjónvarpi og ættu því hallargestir að kannast við mörg laganna. Ég efa allavega ekki að lög eins og Ég vil fá hana strax og Sólskinssöngurinn eigi eftir að hita menn vel upp fyrir mannætu- og Madness-söngva. Grafík yljar Ballið byrjar reyndar daginn fyr- ir þjóðhátíð. Grafik kémur þá saman eftir vetrarfrí. Efnisskrá þeirra byggist líklega upp á lögum af plötum sveitarinnar enda af nógu að taka. Það verður örugg- lega mikið dansað og öskrað undir þeirri spilamennsku. Og Grafík kemur meira við sögu áður en LLoyd Cole og Simply Red taka við. Fyrir stuttu var kynntur hér á Rokkspildunni Bjarni nokkur Tryggvason. Grafík, að Helga Bjömss. undanskildum, mun leika undir hjá Bjama. Þetta eru stærstu tónleikar pilts til þessa. Það verður spennandi að sjá hvernig til tekst. Eins og málin standa í dag er Bjami best geymda leyndarmálið í íslensku tónlistarlífi. Væntanleg plata hans og tónleikamir eiga eft- ir að ljóstra því upp. Sjáiði bara til. -ÞJV Bjarni Tryggvason. - Uppl|ostrun a næsta leiti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.