Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Page 16
16 Það er ótalmargt sem betur mætti fara í umhverfismálum í hjá okkur íslendingum enda hafa umhverfis- mál í gegnum tíðina ekki verið neinn forgangsmálaflokkur. Það á sér sjálfsagt margar skýringar. Umhverfismál eru dýr málaflokkur og peningar alltaf af skornum skammti, og eins hafa menn kannski ekki gert sér grein fyrir mikilvægi umhverfisverndar. Þetta er hins vegar að breytast og hefur umræða um umhverfismál og nátt- úruvernd farið vaxandi síðustu ár. Landvernd, sem ýmis áhugafélög um umhverfismál, skógræktin og fleiri aðilar eiga aðild að, hafa ákveðið að næsta vika skuli vera sérstaklega helguð umhverfis- vernd. í tilefni af því fengum við Álf- heiði Ingadóttur, sem átt hefur sæti í umhverfismálaráði Reykja- víkurborgar undanfarin átta ár, til þess að rúnta með okkur um Reykjavík og spjalla við okkur um umhverfisvernd. Ekki var ætlunin að gera hér neina tæmandi úttekt á umhverfis- málum höfuðborgarinnar heldur DV. LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1986. Þessi lundur er dæmi um hvernig standa á að gróðursetningu í þéttbýli, segir Álfheiður Ingadóttir. DV-myndir PK og GVA ismála en það síðan verið skorið niður síðar. Umhverfisverndar- menn verða að sameinast og þrýsta á borgaryfirvöld til þess að fylgja þessu eftir.“ Tjarnarbakkarnir að hrynja Tjömin hefur lengi verið stolt Reykvíkinga enda ekki margar borgirnar sem geta státað af slíkri gersemi. Álfheiður er hins vegar ekki alveg sátt við ástand mála við tjömina. „Fyrir það fyrsta þá eru tjarnar- bakkarnir að hrynja og sumstaðar eru þeir beinlínis hættulegir. Frí- kirkjubakkinn til dæmis er ónýtur, það vita allir. Og það er í raun enginn ágreiningur um að það þurfi að endurbyggja bakkana. Menn em hins vegar ekki alveg sammála um hvernig það skuli gert og hafa meðal annars komið fram hugmyndir um að Fríkirkjuvegur- inn verði breikkaður fyrst farið verður að eiga við bakkana á ann- að borð. Það myndi óhjákvæmlega leiða til meiri hraðaksturs á þessu svæði. Það myndi gera það erfiðara Gróðurvernd og græn svæði Umhverfismálin í brennidepli aðeins stiklað á stóm. Við litum á nokkur dæmi úr umhverfi borgar- innar sem ekki em í lagi og eins önnur þar sem vel er að málum staðið. „Reykjavík er hvorki betri né verri en önnur sveitarfélög hvað umhverfismál snertir," sagði Álf- heiður. Heilsuspillandi og illa lykt- andi Fyrsti áfangastaðurinn var íjaran við Ægisíðuna. „Hér þarf svo sannarlega að gera eitthvað,“ sagði Álfheiður. „Fjaran er svo skemmtilegt svæði. Ástandið er hins vegar þannig héma við Ægi- síðuna, og reyndar flestar fjörur í Reykjavík, að heilbrigðiseftirlitið hefur séð ástæðu til þess að vara fólk við að vera mikið að rótast í fjörunum. Það er ekki talið heilsu- samlegt vegna þess hve mengunin er orðin mikil þar. Skólpið úr hverfunum hér í kring er tekið hér út og þar sem útrásirn- ar em svo stuttar þá safnast skólpið bara fyrir í fjömnum. Þær em því vægast sagt sóðalegar og morandi í bakteríum og alls kyns óþverra, að ekki sé talað um lykt- ina. Það hefur lengi staðið til að sam- eina útrásimar í eina stóra safiirás sem yrði síðan leidd út fyrir stór- straumsfjöm. Það er hins vegar mjög dýr framkvæmd og hefur staðið í borgaryfirvöldum að hrinda henni í framkvæmd. En fyr- ir liggur samþykkt um að þetta verði gert innan sjö ára. Og vegna þess að sú samþykkt liggur fyrir þá finnst mönnum ekki taka því að lengja þessar útrásir og á meðan er ástandið svona. Það er nú líka staðreynd að það hefur oft verið samþykkt á fjár- hagsáætlun að veita fé til umhverf- fyrir böm úr hverfunum hér fyrir ofan að komast niður að tjöminni. Ég hef allt aðrar hugmyndir um framtíð tjarnarinnar. Ég vil að fólki verði gert kleift að komast niður að vatninu víðar heldur en er í dag. Það em vinsælustu stað- imir þar sem það er hægt. Gerðir verði göngustígar undir bakkana og bryggjur út í vatnið og skjól- gróður fyrir ofan bakkana. Eina skjólið sem er að finna við tjörnina Elliðaárdalurinn er stórkostlegt útivistarsvæði. Starfsmenn Rafveitu Reykjavfkur og skógræktarinnar hafa haft allan veg og vanda af dalnum og unnið þar mjög gott starf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.