Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Blaðsíða 26
26 DV. LAUGARDAGUR 14. JÚNl 1986. •» Alþjóðlega skákmótáð i Helsinki var haldið í tilefhi af hundrað ára afinæli „Helsingin Shakkiklubi" sem er elsta starfandi skákfélag í Finnlandi. Á mótinu tefldu sex stórmeistarar, fimm alþjóðlegir meistarar og einn óbreytt- ur og keppendur komu fiá nágranna- löndum Finna: Frá Norðurlöndunum í vestri og grannanum stóra í austri - Sovétríkjunum. Fulltrúi Noregs, Jon- athan Tisdall, sem Islendingum er að góðu kunnur fiá taflmennsku hér á landi, setti svo enn alþjóðlegri svip á mótið en ella. Hann á írskan föður, japanska móður, fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum, bjó í ár í Lundúnum og hefur nú fundið sér konuefni í Noregi. Og alltaf teflir hann eins og hann eigi allan heiminn! Þekktustu nöfnin á mótinu voru sovésku stórmeistaramir Dorfinan og Timoshenko sem voru helstu hjálpar- kokkar Kasparovs heimsmeistara í einvígjunum gegn Karpov og munu einnig aðstoða hann í einvíginu sem hefst í London 28. júlí. Þetta eru sterk- ir skákmenn en þeir voru stirðir: Dorfman hafði ekki tekið þátt í skák- móti utan heimalands síns í þrjú ár og Timoshenko hefúr einnig lítið sinnt taflmennsku í eiginhagsmunaskyni, utan hann skrapp á mót í Baden- Baden í fyrra. Aðstoðarmannsstarfið tekur allan þeirra tíma og orku og þeirra biðu erfið verkefhi að loknu mótinu í Helsinki. Áttu að vera mætt- ir til Bakú, heimaborgar heimsmeist- arans, innan tveggja daga og þar skyldi legið yfir skákborðinu - allt upp i tíu stundir á dag, að sögn Dorfmans. Þeir voru því í harla erfiðri aðstöðu, kunnu allan fjandann en gátu varla ljóstrað upp um leyndarmálin svona rétt fyrir heimsmeistaraeinvígið. Dorf- man nevddist stundum til þess að leika þriðia besta leikinn en Timoshenko lét sig hafa það og kastaði nokkrum perl- um sem bersýnilega voru ætlaðar Karpov. Árangur þeirra varð eftir því. Timoshenko tefldi eins og vel smurð vél, hratt, örugglega og „teknískt" en Dorfman var brokkgengari þótt hann byggi yfir ríkari sköpunargáfu en landi hans. Máltækið góða, „fall er fararheill" sannaðist á frammistöðu undirritaðs á þessu móti. í fyrstu umferð tapaði ég fyrir Tisdall eftir misheppnaða til- raunastarfsemi í byijuninni sem kostaði peð. Annars má hæglega skrifa tapið á reikning þeirrar röskunar sem verður á dægursveiflu líkamans þegar flogið er yfir tímabelti. Sveiflan var enn ekki komin í samt lag er ég tefldi við Yrjöla í annarri umferð en eftir það fór allt að ganga í haginn. Ég vann sex í röð! Skákin við Finnann Binham var þeirra erfiðust. Við tefldum í sjöttu Skák Jón L. Arnason umferð og hann hafði fram ti! þessa tapað öllum skákum sínum en ég unn- ið þrjár í röð. Hann tefldi vitanlega eins og herforingi og saumaði að mér. Er skákin fór í bið gat ég ekki annað en beðið átekta en hann átti hins veg- ar ýmsar leiðir til þess að halda taflinu gangandi. Er biðskákin var tefld áfram kom hann mér hvað eftir armað á óvart og er skákin fór aftur í bið var staða hans vonlaus... Ég þurfti „aðeins" þrjú jafhtefli úr þrem síðustu skákunum til þess að ná stórmeistaraáfanga og þess mátti sjá glögg merki á taflmennskunni. Ég lék af mér gegn Lars Karlsson í þriðju síðustu umferð en hann svaraði í sömu mynt og ég stóð betur er hann bauð jafhtefli. Eg hefði teflt áfram ef ég hefði ekki séð áfangann í hillingum. Næsti andstæðingur var Timoshenko og ég hafði svart. Við tefldum einnig saman í næstsíðustu umferð á skák- móti í Slupsk í Póllandi 1979 og þá var hann í sömu aðstöðu og ég nú. Þá gerðum við stutt jafhtefli en hann var ekki á því að launa mér greiðann. Það kom mér ekki á óvart, enda hafði hann hálfum vinningi minna en ég og þurfti að vinna. Hann fór í smiðju til heimsmeistarans, náði fljótlega betri stöðu og tefldi óaðfinnanlega. í síðustu umferð átti ég svo í höggi við danska stórmeistarann Curt Han- sen og nú var að duga eða drepast. Curt og Timoshenko voru efstir með 7 1/2 v. en ég og Tisdall höfðum 7 v. og þurftum báðir að vinna til þess að ná stórmeistaraáfanga. Svo fór að Tis- dall tapaði fyrir Wiedenkeller og Timoshenko og Rantanen gerðu jafh- tefli. Við Curt Hansen vorum einir eftir uppi á sviði er öðrum skákum var lokið og spennan var mikil. Taflið virt- ist í jámum er Daninn lék ógætilegum hróksleik og skyndilega var öllu lokið. Æsispennandi skák þótt taugaspenn- an setti vissulega mark sitt á tafl- mennskuna. Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Curt Hansen Sikileyjarvöm. 1. e4 c5 2. R£3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 Drekaafbrigðið sem iðulega leiðir til mikilla sviptinga. Curt varð að halda í vinningsvonina þvi að annars átti hann ú hættu að Timoshenko stæli af honum efsta sætinu. 6. g3 Hógvært afbrigði en langt frá því að vera bitlaust. 6. - Rc6 7. Rde2 Bg4 8. Bg2 Dd7 9. h3 Be6 10. Rd5 Bg7 11. Ref4! Hins vegar ekki 11. 0-0? Bxh3 12. Bxh3 Dxh3 13. Rc7+ KÍ8 14. Rf4 Dc8 15. Rxa8 Rxe4! og svartur stendur vel. 11. - Bxd5 12. exd5 Re5 13. 0-0 0-0 14. Be3 b5 Svartur reynir að skapa sér gagn- færi en leikurinn veikir stöðu hans jafhframt (c6-reitinn). 15. Bd4 Hab8 16. Hel Dc7 17. b3 Rfd7? 18. Re2 Rfi6 Eftir 18. - Rb6 19. f4 Red7 20. Bxg7 Kxg7 21. Rd4 ásamt Rc6 lendir svartur í úlfakreppu. Sautjándi leikur hans var greinilega misráðinn og nú hefði verið einfaldast fyrir hvítan að leika 19. Bb2! og síðan Rd4 f4 og Rc6 með yfirburða- ef ekki vinningsstöðu. 19. g4?! e6 20. Rf4?! Aftur var 20. dxe6 fee6 21. Bb2! rétt Rantanen frá Finnlandi (tv.) teflir við Timoshenko frá Sovétríkjunum. Sovéski stórmeistarinn varð að láta sér nægja jafntefii við Finnann í síðustu umferðinni. Timoshenko deildi efsta sætinu á mótinu með höfundi skákpistl- anna í helgarblaði DV. Sumarbridge í Drangey Sumarbridge deildarinnar var fram haldið þriðjudaginn 3. júní og var spil- að í tveim riðlum. Úrslit: A riðíll: 1-2. Bemh. Guðmundsson Tryggvi Gíslas. 187 1-2. Hulda Hjálmarsd.-Þórarinn Andrewss. 187 3. Magnús Torfason-Sigtryggur Sigurðss. 175 4. Sigmar Jónsson-Sveinn Sveinsson 171 B riðill 1. Erla Erlendsdóttir-Kristin Jónsdóttir 203 2. Guðm. Kr. Sigurðss.-Erlendur Björgvinss. 202 3. Heiðar Albertsson-Reynir Pálsson 187 4. Arnar Ingólfsson-Magnús Eymundsson 186 Þess má geta að Heiðar Albertsson og Reynir Pálsson eru félagar í Bridge- félagi A-Skagfirðinga, Fljótum. Efstir að stigum eftir §ögur kvöld eru: Armann Lárusson 5 stig Helgi Nýborg 5 stig Sigmar Jónsson 5 stig Sigtryggur Sigurðsson 5 stig Hulda Hjálmarsd. 4,5 stig 9- Þórarinn Andrewss. 4,5 stig Spilað er öll þriðjudagskvöld í Dran- gey, Síðumúla 35. Bikarkeppni Bridgesam- bands íslands Eftirtöldum leikjum í 1. umferð bikarkeppni Bridgesambandsins er lokið. Sveit Aðalsteins Jónssonar, Eskifirði, sigraði sveit Ragnars Jóns- sonar, Kópavogi. Þeir austanmenn brugðu sér svo vestur til Grundar- fjarðar, til keppni við sveit Ragnars Haraldssonar í 2. umferð, og sigruðu einnig, þannig að Alli og co. eru fyrsta sveitin til að tryggja sér rétt í 16 liða úrslitin. Svona eiga sýslu- menn að vera (raunar er einn í sveitinni hjá Alla.. .). Sveit Ólafs Valgeirssonar, Hafnar- firði, sigraði sveit Jónasar Jónssonar frá Reyðarfirði í jöfnum leik þar sem spaðadrottning ku hafa leikið aðal- hlutverkið (þar sem hún lá undir borði í síðustu lotunni hjá Jónasar- mönnum). Sveit Jóns Haukssonar frá Vest- mannaeyjum (með heimaleiki í Reykjavík, vegna skipanar sveitar- innar, en í henni er ekki ófrægari kappi en Jói nokkur Sigló) lagði sveit Jörundar Þórðarsonar, Reykjavík, að velli. Sveit Sigfúsar Amar Ámasonar, Reykjavík, sigraði sveit Valdimars Grímssonar nokkuð örugglega. Þeir Sigfús og Ólafur Valgeirsson mætast í 2. umferð. Sveit Guðjóns Einarssonar, Sel- fossi, fór illa með þá Trésíldarmenn frá Reyðarfirði og spilar því við sveit Kristjáns Guðjónssonar frá Akureyri í 2. umferð. Sveit Sigmundar Stefánssonar, Reykjavík, fór einnig illa með sveit Valtýs Pálssonar frá Selfossi og mætir því DELTA-mönnum í 2. um- ferð. Sveit Bernódusar Kristinssonar frá Reykjavík sigraði sveit Erlu Sigur- jónsdóttur frá Hafnariirði og mætir sveit Gríms Thorarensen frá Kópa- vogi sem vann sveit Halldórs Tryggvasonar frá Sauðárkróki ör- ugglega í 2. umferð. Sveit Pólaris frá Reykjavík sigraði sveit Jóns Aðals frá Borgarfirði eystri með allmiklum mun, eftir jafna byrjun. Sveit Ásgríms Sigurbjömssonar frá Siglufirði sigraði sveit Þórðar Sig- fússonar frá Reykjavík í jöfnum leik. Og loks sigraði Hörður bakara- meistari Pálsson frá Akranesi sveit Ferðaskrifstofu Akureyrar eftir miklar sviptingar í lokin. Með Herði em gamlar kempur ofan af Skaga, eins og Oliver Kristófersson, Þráinn Sigurðsson o.fl. 16 leikjum er þá ólokið í 1. umferð (einhverjir verða spilaðir um þessa helgi) þegar þetta er skrifað. Áður hefur verið sagt frá því að sveitir DELTA og Ásgeir P. Ásbjömssonar unnu sína leiki í 1. umferð. Fyrirliðar eru vinsamlegast minnt- ir á að greiða keppnisgjaldið, sem er kr. 4.000 á sveit, hið fyrsta til Bridge- sambandsins og einnig að hafa samband eftir hvern leik og tilkynna úrslit, svo og nöfn þeirra sem spiluðu hverju sinni. Minnt er á að leikjum í 2. umferð skal vera lokið fyrir 16. júlí nk en þá verður dregið í 3. um- ferð bikarkeppni Bridgesambands- ins. Glæný meistarastig sjá dagsins Ijós í vikunni lauk meistarastigaskrán- ingu hjá Bridgesambandi Islands á stigum, áunnum fram til 15. maí 1986. A skrá em hátt í 3.000 spilarar í 47 félögum innan vébanda BSÍ. Bridge Stefán Guðjohnsen Skiptingin er þannig: 17 hafa hlotið stórmeistaranafnbót (500 stig eða meira). 56 hafa hlotið spaðanafnbót (150-499 stig). 125 hafa hlotið hjarta- nafnbót (50-149 stig). 284 hafa hlotið tígulnafnbót (15-49 stig). 870 hafa hlotið laufnafnbót (2-14 stig) og 1341 er án nafnbótar (undir 2 stigum). Flestir em á skrá hjá B. Akur- eyrar, 162. Hjá B. Reykjavíkur eru 140 á skrá. Hjá Breiðfirðingum í Reykjavík em 113 á skrá, hjá B. Suðumesja em 106, hjá B. Kópavogs er 101, hjá B. Breiðholts em 98 á skrá, hjá B. Skagfirðinga, Reykjavík, em 96 á skrá, hjá B. Akraness eru 92 ú skrá og loks em 90 á skrá hjá Sauðkrækingum. Efstu spilarar samtals yfir landið em: 1. Þórarinn Sigþórss., Reykjav., 1009 2. Jón Baldursson, Reykjav., 929 3. Sigurður Sverrisson, Reykjav., 857 4. Ásmundur Pálsson, Reykajv., 819 5. Guðlaugur R. Jóhannss., Rvk, 818 6. Örn Arnþórsson, Reykjav., 812 7. Valur Sigurðss., Reykjav., 785 8. Símon Simonars., Reykajv., 725 9. Jón Ásbjörnss., Reykjav., 675 10. Guðm. Páll Arnars., Reykjav., 622 11. Karl Sigurhjartars., Reykjav., 617 12. Hörður Arnþórss., Reykjav., 592 13. Guðm. S. Hermannss., Rvk, 589 14. Guðm. Péturss., Reykjav., 543 15. Stefán Guðjohnsen, Rvk, 514 16. Sævar Þorbjörnss., Danmörku, 511 17. Hjalti Elíasson, Rvk, 507 18. Aðalsteinn Jörgensen, Hafnf., 434 19. Björn Eysteinss., Hafnf., 421 20. Óli Már Guðmundss., Rvk, 392 21. Jón Hjaltason, Rvk, 387 22. Þorgeir P. Eyjólfss., Rvk, 387 23. Þorlákur Jónss., Rvk, 385 24. Sigtryggur Sigurðss., Rvk, 380 25. Ólafur Lárusson, Rvk, 345 26. Hermann Lárusson, Rvk, 343 27. Þórir Sigurðss., Rvk, 328 28. Hörður Blöndal, Akureyri, 313 29. Sigfús Þórðarson, Selfossi, 288 _ 30. Gestur Jónsson, Rvk, 280 31. Hrólfur Hjaltason, Rvk, 266 32. Sverrir Ármannss., Kópavogi, 256 33. Vilhjálmur Þ. Pálss., Selfossi, 247 34. Sævin Bjarnason, Kópav., 239 35. Armann J. Láruss., Kópav., 238 36. Jón Páli Siguijónss., Rvk, 235 37. Skúli Einarss., Dalasýslu 226 38. Ragnar Björnss., Kópav., 224 39. Jakob R. Möller, Rvk, 223 40. EgiU Guðjohnsen, Rvk, 218 41. Sigfús örn Árnason, Rvk, 213 42. PáU Valdimarss., Rvk, 207 43. Vilhjálmur Sigurðss., Kópav., 204 44. Guðbrandur Sigurbergss., Rvk, 203 Fleiri hafa ekki hlotið yfir 200 stig. Athyglisvert er að Bridgefélag Reykjavíkur ú 50 af 100 efstu spil- urum landsins. Hæstu spilakonur landsins em: Esther Jakobsdóttir, Reykjavík, með 170, Kristjana Stein- grímsdóttir, Reykjavík, með 119 stig, Halla Bergþórsdóttir, Reykjavík, með 114 stig og Erla Siguijónsdóttir, Hafnarfirði, með 104 stig. Þær eru allar í hópi 100 efstu spilara landsins. Nýju meistarastigin voru send í pósti til allra félaga innan Bridge- sambandsins í vikunni. Spilarar geta haft samband við formann sinn til nánari upplýsinga um eigin stig. Óski einhvérjir eftir leiðréttingum á skránni em þeir beðnir um að hafa samband við skrifstofu BSÍ. Vakin er athygli á því að allnokkur félög innan Bridgesambandsins hafa ekki enn skilað inn stigum fyrir síð- asta starfsár. Er það afar leitt fyrir spilara í viðkomandi félagi en við engan að sakast nema eigin félaga. Það ætti ekki að þurfa að brýna það fyrir forráðamönnum að skráning stiga er ein af frumskyldum þeirra sem taka að sér rekstur bridgefélaga, svo og að koma þeim af sér til skrán- ingar hjá Bridgesambandinu. Ný meistarastigaskrá mun sjá dagsins ljós í janúar 1987. Skilafrest- ur félaganna fyrir þann tíma verður auglýstur nánar síðar. Stöðugt eykst þátttakan í Sumar- bridge 1986 að Borgartúni 18 (húsi sparisjóðsins). Sl. þriðjudag mættu 42 pör til leiks sem er mesta þútttaka ú þriðjudegi frá upphafi. Spilað var í þremur 14 para riðlum og urðu úr- slit þessi (efstu pör); A) j Stig Eyjólfur Magnúss.-Steingr. Þóriss. 210 Arnór Ragnarss.-Baldur ffiartmss. 191 Murat Serdar-Þorbergur Olafss. 181 Guðm. Aronss.-Sigurð. Ámundas. 176 Ingólf. Lillie.-Jón Björnss. 171

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.