Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR 14. JÚNl 1986. 13 Skuggi fimmtugur Tíminn líður. Nú er Skuggi orð- inn fimmtugur. Við þekkjum kappann Skugga úr Vikunni þar sem hann hefur drýgt dáðir áratug- um saman - og er ekki enn að sjá að aldurinn hái honum. Fimmtugur karlinn lítur ekki út fyrir að vera eldri en 35 eða 40 ára. Hesturinn hans, Hetja, eldist heldur ekki né hundurinn sem heitir því kröftuga nafni Djöfull. En þótt Skuggi eldist ekki og berjist heilshugar og nautsterkur við hvers konar þrjóta þá hefur hann breyst í tímans rás. Nú er hann orðinn tveggja barna faðir, giftur sinni Díönu sem vinnur úti (hefur þýðingarmikið starf hjá Sameinuðu þjóðunum) og tekur jafnan alvarlega afstöðu þegar heimsmálin eru annars vegar. Skuggi, eða The Phantom á ensku, kom fyrst fram í dagsljósið í Bandaríkjunum vorið 1936. Þegar hann stökk fullskapaður fram á síður dagblaða og tímarita var hann um tvítugt. Hann er því í rauninni sjötugur en ekki fímm- tugur. En aldurinn skiptir hann svo litlu. Hann sinnir sínu, rétt eins og faðir hans á undan honum, afi hans, langafi, langalangafi og langalangalangafi o.s.frv. Það er engri uppreisn gegn ættarhlut- verkinu fyrir að fara í hans klára skalla. Skuggi er sérlega hjartagóður maður. Af og til hverfur hann heim til fjölskyldunnar sem hefst við í miklum helli djúpt inni í frumskógi Bengali. Þar eru tvíburarnir núna, en þeir fæddust árið 1979. Og þar er bamfóstran. Og þar er fjársjóður ættarinnar. I kringum 1978 snerist sagan af Skugga mikið um fjölskyldulífið og ástina. Reyndar er Skuggi sérlega órómantískur maður, en um þetta leyti var Díana áhrifarík. Þau höfðu vissulega verið trúlofuð frá því árið 1942 - en 1978 létu þau verða af því að gifta sig. Og það stóð ekki á árangrinum: tvíburarn- ir fæddust ári síðar. Tært loft og mjólk Æskuna varðveitir Skuggi auð- vitað í krafti hinnar skapandi og skemmtilegu vinnu sem ættarfylgj- an hefur lagt á hans breiðu herðar. Og svo vegna hins heilbrigða lí- femis. Hann hreyfir sig mikið, ríður út, andar að sér tæru lofti og drekkur mikið af mjólk. Það síðast- nefnda hlýtur að koma til álita þegar bændasamtök um heim allan hefja nýja auglýsingaherferð fyrir mjólkurdrykkju. Skuggi er framkvæmdamaður. Hann þarf sjaldan að hugsa lengi eða velta fyrir sér hinum stóru spurningum. Hann svarar heldur engum spurningum - það er hann sem spyr. Eitt orðtaka hans, upp- runnið úr frumskóginum á Bengali, hljóðar: „Þegar Skuggi spyr þá svarar maður!“ I frumskóginum segja menn líka að Skuggi hafi „þúsund eyru og þúsund augu“ og að hann sé „sterkur eins og tíu ti- grar“ og „þegar rödd hans hljómar frýs í æðum blóð“. Díana og Mr. Walker Borgaralegt nafn Skugga er Mr. Kit Walker. Díana heitir fullu nafni frú Díana Palmer. í upphafi var hún duglegur landkönnuður. Hún þekkti þá ekki til Skugga, en hann bjargaði henni þegar hún hvarf í flugferð yfir regnskóga Mið-Ameríku. Þegar sá atburður varð var Skuggi kallaður til. Hann fann vandræðalaust flugvélina í trjátoppi og af fádæma innsæi sínu gat hann getið sér til um hvar Díana væri. Hún var vel haldin en hafði lent í klóm illvirkja sem hugðu á valdarán í ríkinu. En sök- um réttlætiskenndar Skugga og styrkleika kollvörpuðust áætlanir illvirkjanna og Díana og Skuggi gátu tekið sér far með skemmti- ferðaskipi heim til móður Díönu. Díana varð vissulega að beita öllum sínum persónutöfrum til að fá Skugga með sér í siglinguna heim því að hann taldi sig tæpast hafa tíma til að liggja í leti um borð í skipi. Þar að auki var hann ekki sérlega hrifinn af tengdamóð- ur sinni sem hann sagði seinna að hefði „tungu, hvassa sem kreppuna miklu“. Ýmislegt hefur gengið á í hinni löngu trúlofun Díönu og Skugga. Af og til hefur hann orðið að bjarga Díönu úr klóm glæpamanna og eitt sinn kom hann á síðustu stundu til að ná henni - þá ætlaði hún að fara að giftast einhverjum öðrum. Þá mælti Skuggi rólegur að vanda: „Viðurkenndu nú, Díana, að þér þykir vænt um að ég skuli hafa komið til brúðkaups þíns.“ oc opPTeftooc *o»i om utooenn HOPC lNMenAU.lt OJfJMHNTSe t wfluer p<5e cnMTBeogs- MRSknwee. i-HNT seocsMnsnMce vso PST NO «NN »C- T\rt>R. Alvarlegri með árunum Nú eru viðsjárverðir tímar. Skuggi er orðinn alvarlegri en hann áður var. Það er lítið um glens og gaman í lífi hans. Hann horfir á heiminn samanbitnum vör- um. Fúllyndir skúrkar eru ill- skeyttari en nokkru sinni fyrr. Kannski er Skuggi svona alvarleg- ur núna vegna þess að hann er fjölskyldumaður og verður að hugsa um fleira en eigið skinn. Það er líka timanna tákn þegar bömin fæðast. Það merkir að kynslóða- skipti verða á þessari jörð - kannski eiga börn hans eftir að koma til bjargar í framtíðinni á meðan Skuggi staulast um elli- hrumur í helli sínum. En vitanlega er langt þangað til. Mr. Kit Walker er ekki nema sjötugur enn. Skuggi og Díana kynntust 1942 - en brúðkaupið varð ekki fyrr en árið 1978. Ári seinna eignuðust þau tvíbura, dótturina Heloise og son- inn Kit. I dulargervi í Chile Miguel Littín, kvikmyndagerðar- maður frá Chile, hraktist í útlegð úr heimalandi sínu árið 1973. Hann var þá þekktur leikstjóri - og hefur síðan unnið að kvikmyndagerð víða, eink- um í Evrópu, en Littín á nú heima í Madrid. Pinochet-stjórnin í Chile hafði áhyggjur af Littín - og eins þótt hann væri fjarri heimahögum sínum - og setti nafn hans á lista yfir 5000 Chilebúa í útlegð sem aldrei skyldi framar leyft að fara til föðurlands síns. Littín tók það óstinnt upp að fá slíka tilskipun frá fasistastjórninni. Og hann brá sér í dulargervi og fór til Chile. Þar tókst honum á laun að gera heimildarkvikmynd um daglegt líf í landinu undir ógnarstjóm fasista - og skrifa persónulega bók um þá reynslu að felast á sínum heimaslóð- um. Bókina skrifaði hann reyndar ekki sjálfur. Hann las athuganir sín- ar og athugasemdir inn á segulband og fékk síðan Garcia Marquez, nób- elsverðlaunahafann góðkunna frá Kólumbíu, til að skrifa textann. Að skipta um persónuleika Þegar Littín var að filma í Chile kom hann fram sem miðaldra blaða- fulltrúi, grannvaxinn, þunnhærður, skegglaus og af urugaysku þjóðerni. „Ég eyddi mörgum vikum í að breyta talsmáta mínum og framburði, hlæja, ganga og banda frá mér,“ sagði leik- stjórinn í viðtali eftir ævintýrið. „Og svo þurfti ég líka að eyða nokkrum vikum í að verða ég sjálfur aftur.“ Littín er dökkur á húð og hár, skeggjaður og þybbinn. Honum tókst að breyta sjálfum sér þannig að móð- ir hans, sem býr í afskekktu þorpi í Chile, þekkti hann ekki þegar hann laumaðist til að heimsækja hana. Meðan á Chile-dvölinni stóð og Littín filmaði var hann stöðugt með segulbandið innan handar. Og sam- tals þurfti Marquez að hlusta á 18 klukkutíma af segulbandinu. Þegar Marquez hafði svo hlustað á allt saman heimsótti hann Littín í Madrid, yfirheyrði hann nákvæm- lega um hvaðeina sem í hugann kom, spurði um klæðaburð, um lykt sem hann fann, um fólk á götunum, um göngulag manna eða hvaða bolero þeir hefðu verið að spila í útvarpið. „Svo spurði hann hvaða lestir ég hefði tekið, hve lengi ég hefði þurft að bíða o.s.frv.“ Marquez býr í Mexíkóborg. Og þar skrifaði hann segulbandsfrásögn Littíns - mjög með hans eigin orðum, en lyfti öllu saman í bókmenntalegar hæðir. Bókin kom svo út nýlega í Bogotá í Kólumbíu, en Bogotá er fæðingarborg rithöfundarins. Bók og mynd tvennt ólíkt . Bókin og myndin eru tvennt ólíkt. Myndin er nákvæm og sannferðug lýsing á lífi alþýðumanna undir fas- isma Pinochets. Bókin fjallar um persónulega upplifun leikstjórans. í bókinni er lýst því losti sem Littín varð fyrir þegar útgöngubann var sett á í borginni og þögnin grúfði sig yfir alla byggð. Og sagt er frá því þegar Littín gekk beint í flasið á Augusto Pinochet þegar hann var að filma utan við forsetahöllina, Moneda Palace. Littín hefur tvívegis verið tilnefnd- ur til Óskarsverðlauna fyrir myndir sínar - fyrst 1976 og svo 1982. Hann segir að sig hafi lengi langað til að gera heimildarmynd um föðurland sitt - til minningar um forsetann sem felldur var í valdaráni hershöfðingj- anna um árið, Salvador Allende Gossens. Og lét svo verða af því að sjá draum sinn rætast þegar hann var settur á 5000 manna listann. Litín tók 100.000 fet af filmu í Chile. Hann er nú búinn að klippa myndina - og hún verður sýnd í sjón- varpi og á kvikmyndahátíðum í Evrópu og víða í S-Ameríku í sumar undir titlinum Testimony in Chile (Vitnisburður í Chile). Ýmist verður um að ræða framhaldsmynd í fjórum klukkustundar þáttum eða saman- þjappaða tveggja klukkustunda mynd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.