Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Blaðsíða 20
20
DV. LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1986.
STJÓRNUNARSTARF
Varnarliðiö á Keflavíkurflugvelli óskar eftÍLað ráða starfs-
mann til stjórnunarstarfa hjá stofnun verklegra fram-
kvæmda. Starfið felur í sér áætlanagerð og umsjón með
viðhaldi mannvirkja varnarliðsins. Umsækjandi þarf að
hafa þekkingu og reynslu í eftirtöldu:
Fjármálaáætlanagerð,
skipulagningu viðhaldsverkefna,
byggingatækni,
stjórnun.
Mjög góð ensk.ukunnátta nauðsynleg, bæði munnleg
og skrifleg. Umsóknir sendist varnarmálaskrifstofu, ráðn-
ingardeild, Keflavíkurflugvelli, eigi síðar en 19. júní nk.
Nánari upplýsingar veittar í síma 92-1973.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
Aðstoðarlæknir óskast við taugalækningadeild
Landspítalans frá 1. ágúst nk. í 6 mánaða stöðu.
Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna sendist rík-
isspítulum, skrifstofu, fyrir 14. júlí nk.
Upplýsingar veitir yfirlæknir taugalækningadeildar í
síma 29000.
Hjúkrunardeildarstjóri óskast við geðdeild Landspítal-’
ans, deild 23, Flókagötu 31, frá 15. júlí nk.
Upplýsingar veitir ‘ hjúkrunarforstjóri geðdeildar
Landspítalans í síma 38160.
Hjúkrunarfræðingur óskast nú þegar fram til júlíloka
á uppvöknun (recovery) á skurðstofu kvennadeildar.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Landspítalans í
síma 29000.
Starfsmaður óskast nú þegar til afleysinga a.m.k. fram
til loka ágústmánaðar við glasaþvott á blóðmeina-
fræðideild Landspítalans.
Upplýsingar veitir deildarmeinatæknir blóðmeina-
fræðideildar í síma 29000.
Starfsfólk óskast til afleysinga við þvottahús ríkisspítal-
anna, Tunguhálsi 2. Boðið er upp á akstur til og frá
vinnustað að Hlemmi.
Upplýsingar veitir forstöðumaður þvottahússins í síma
671677.
Starfsfólk óskast til ræstinga við Landspítalann. Eink-
um vantar fólk til vinnu seinni hluta dags.
Upplýsingar veitir ræstingastjóri Landspítalans í síma
29000.
Aðstoðarræstingastjóri óskast nú þegar til ágústloka
til afleysinga við ræstingadeild Landspítalans
Upplýsingar veitir ræstingastjóri Landspítalans í síma
29000.
Reykjavík 16. júní 1986.
Höfundur og leikstjóri, Ragn-
heiður Tryggvadóttir og Jón
Hjartarson. - Þetta er þrusulið
i Kópavogi.(Mynd: GVA)
Svört sólskin
í Kópavogi
Þeir munu flykkjast til íslands
hundruðum saman og koma víðs
vegar af Norðurlöndum. Norrænir
áhugaleikarar ætla að leggja undir
sig Reykjavík og nágrenni á næst-
unni. Og að þessu sinni koma
leikarar líka úr byggðum Sama og
frá Grænlandi. Leiklistaráhuga-
menn eru hin fórnfúsa manngerð
sem jafnan hefur nægan tíma til
að æfa upp leikrit, ævinlega fullir
vinnugleði, leikgleði, lífsgleði.
Samtök þeirra á Norðurlöndum
stefna þeim á Reykjavíkursvæðið
undir lok júni til að halda hér
mikla leiklistarhátíð. Það verður
sjálfsagt allt vitlaust í bænum.
Svört sólskin
Vegna norrænu leiklistarhátíð-
arinnar pantaði Leikfélag Kópa-
vogs leikrit hjá Jóni Hjartarsyni,
leikara og rithöfúndi. Og Jón sett-
ist niður og skrifaði samanslungið
verk, sótti yrkisefnið í íslenska
sögu og sauð saman framtíðarspá.
- f upphafi var gert ráð fyrir því
að þau verk sem sérstaklega yrðu
samin fyrir hátíðina sæktu efni í
norrænar goðsagnir. En þegar ljóst
var að Samar og Grænlendingar
yrðu einnig með var þetta gefið
frjálsara því að þeir eiga ekki þenn-
an norræna arf með okkur. Þess í
stað var þess æskt að menn sæktu
efniviðinn í menningararf sinnar
þjóðar, sagði Jón Hjartarson í sam-
tali við DV.
Blaðamaður var viðstaddur æf-
ingu á verki hans í Kópavogi og
ræddi við höfund og leikstjóra,
Ragnheiði Tryggvadóttur. - Ég
dvaldi mikið við Völuspá - hafði
hana í bakþankanum. Ég ætlaði
reyndar aldrei að nota neitt úr
henni beint. En hún er svo sterk -
svo dramatískt sterk að þegar mað-
ur fer að grufla í kvæðinu þá lætur
það mann ekki í friði. Völuspá er
makalaus spásögn um þá framtíð
sem maður óttast að því verður
fjandakomið ekki betur lýst, sagði
Jón.
Nafnið á hinu nýja leikriti Jóns
Hjartarsonar er sótt í eftirfarandi
visu í Völuspá:
Fyllist fjörvi
feigra manna.
Rýður ragna sjöt
rauðum dreyra.
Svört verða sólskin
um sumur eftir
veður öll válynd.
Vituð ér enn - eða hvað?
„Ragna sjöt“ merkir þarna hý-
býli guða.
Úr Völuspá inn í nútímann
Við spurðum Jón hvort ekki hefði
verið snúið að fara úr Völuspá inn
í nútímann?
- Það var það. Ég dvel ekki lengi
i nútímanum. Ég skoða þessa
myrku spá með því að fjalla um
myrkasta skeið íslandssögunnar
sem er líka eins og maður reynir
að ímynda sér að verði ef bomban
nú félli á okkur. Með í leiknum er
svo ýmislegt sem tengist þjóðtrú
og skemmtan alþýðu. Ég veit að
þetta hljómar eins og argasta
svartnætti, sagði Jón og brosti, -
en það er eins og menn hafi alltaf
leitt hjá sér með galgopaskap að
tala um þessa vá. Bombuna. Það
er ekki fyrr en núna, þegar slysið
þarna við Kænugarð hefur orðið
og er i hámæli, að menn hrökkva
alvarlega við.
Kuldalegt glens
Fimmtán áhugaleikarar í Kópa-
vogi Ieggja nú hverja sína frístund
í að gera góða sýningu úr útsmogn-
um texta Jóns Hjartarsonar. Auk
höfundar og leikara koma ýmsir
fleiri til - svo sem höfundur tónlist-
ar, sem er Gunnar Reynir Sveins-
son, ljósahönnuður er Lárus
Grímsson, Gylfi Gislason gerir
leikmynd, undirleikari kemur við
sögu og svo leikstjórinn, Ragn-
heiður Tryggvadóttir.
Ragnheiður er reyndar mjög svo
nátengd textanum því hún er sam-
býliskona Jóns og hefur fylgst með
þegar Jón hefur fest hvert orð á
blað.
- Kannski er það að einhverju
leyti erfiðara, sagði Ragnheiður, -
að hafa fylgst með hverri linu niður
á blaðið og hverri útstrikun höf-
undar líka. En með því að fylgjast
svo náið með sköpun verksins þá
hef ég vissulega fengið visst for-
skot. Mér þykir mjög vænt um
þennan texta. Og það þykir okkur
öllum sem vinnum við þessa upp-
setningu. Mér finnst hann líka
dýrmætari vegna þess hve lengi ég
hef fylgst með.
Þótt Jón semji leiktextann út frá
myrkri framtíðarspá Völuspár, og
geri af næsta kuldalegt glens, þá
lifir kímni hans góðu lífí á bak við
allt saman. Þegar blaðamaður kom
á æfingu var augljóst að leikarar
og aðrir aðstandendur skemmtu sér
konunglega yfir orðfærinu og
uppátektunum á sviðinu.
- Þetta er nefnilega þrusulið,
sagði höfundurinn. - Já, sagði
Ragnheiður. - Leikhópurinn er
óvenjulega vel saman settur. Þau
í Kópavogi eiga skemmtilega
blöndu af ungu fólki og svo eldri
mannskap sem býr yfir mikilli
reynslu af leiklistarstarfi. Mér
finnst eiginlega óskiljanlegt hve
alvarlega fólkið tekur sína vinnu.
- Nema það sé einmitt það sem
er skiljanlegt, sagði Jón. En reynd-
ar er starfsemi áhugaleikaranna
úti um allt land stórmerkileg. Og
á meðan fólk vill fást við þessa
hluti hefur maður ástæðu til að
hafa von um að spádómur Völuspár
rætist ekki.
-GG