Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Blaðsíða 37
DV. LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1986. 37 Knattspyrna unglinga Knattspyrna unglinga Knattspyrna unglinga „Bið KR-inga afsökunar.. - Athugasemd firá Helga Þorvaldssyni, þjálfara 4. flokks Breiðabliks Reykjavík, 10. júní 1986. Á „Unglingasíðunni“ 7. júni sl. ræðst þú harkalega að mér sem þjálfara 4. flokks Breiðabliks. Þykir mér miður að þú skulir ekki hafa haft samband við mig til að fa mína hlið á málinu. Það þykir jú sjálfsögð blaðamennska að heyra báðar hliðamar á hverju máli. Það hefur hingað til ekki verið sambandsleysi okkar á milli. Þegar ég undirritaður kom á KR- völl ofangreindan dag hitti ég Atla Helgason, þjálfara 4. flokks KR. Sagði hann, eftir að við höfðum heilsast, að leikið yrði á grasi og bætti þvi við að langbest væri að leika á viðkomandi velli á malarskóm þar sem hann væri harður og góður. Eftir að hafa gengið út á völlinn sagði ég drengjunum að leika á malarskóm. Eftir að leikurinn hófst tók að rigna, ekki lítils háttar eins og þú heldm- fram, velbrynjaður að vanda, heldur þykkum úða og varð völlurinn mjög háll á skammri stundu. í hléinu ósk- uðu íjórir drengjanna þess að fá að skipta um skó þar sem malarskór þeirra væru ekki með nógu góða takka til að leika á svo blautu grasi og áttu þeir erfitt með að fóta sig. Þar sem ég taldi ekki liggja bann við notkun gras- takka samþykkti ég beiðni þeirra. Það voru þvi fjórir leikmenn sem léku síð- ari hálfleikinn á grasskóm. Það kom aldrei fram hjá Atla né Ægi Jónssyni að bannað væri að leika á grasskóm, enda hefði mér aldrei komið til hugar að virða það að vett- ugi því KR-ingar hafa reynst okkur hjá Unglinganefhd KSÍ mjög vel. Dylgjum þínum um svik og brotnar leikreglur vísa ég því til föðurhúsanna og þeim orðum sem þú hefur eftir Atla Helgasyni, sem ég met mest allra ungl- ingaþjálfara, trúi ég ekki fyrr en ég heyri þau frá honum sjálfum, því hann veit það best sjálfúr að það fólst ekk- ert bann í orðum hans er hann viðhafði við mig. Þú gerir heiðarleika, drengskap og orðheldni að umtalsefni. Hefði ekki verið heiðarlegt af þér að gefa mér tækifæri tii að hreinsa mig af þessum áburði þínum áður en þú fórst að rífa niður yfir 20 ára stárf mitt að ungl- ingamálum þar sem ég hef lagt aðaláherslu á góðan leik og prúð- mannlega framkomu, jafnt innan vallar sem utan, svo og reglusemi sem ég tel margra bikara virði. Þú dregur starf mitt hjá KSI inn í grein þína og er því til að svara að ég hefði ekki fengið þá kosningu sem ég fékk á þingi KSI ef ég stundaði þann kafbátahem- að sem þú talar um. Ég hef gert mér far um að koma fram við menn af heiðarleika, drengskap og orðheldni. Mér þykir illt þegar mér er stillt upp í því blaði sem mest er lesið af ungling- um þessa lands, vegna „Unglingasíð- unnar“ og ég vændur um hluti sem enginn fótur er fyrir. Að lokum bið ég KR-inga afsökunar ef ég hef brotið reglur þeirra og vona að þetta atvik setji ekki blett á okkar góða samstarf. Með íþróttakveðju, Helgi Þorvaldsson, þjálfari LOKAORÐ: Það hefur aldrei verið á dagskrá unglingasíðu DV að rífa niður. Ungl- ingasíðan hefur ávallt reynt að fjalla um allt er lýtur að knattspyrnumál- um unglinga á jákvæðan hátt - og svo mun verða framvegis. Hins vegar verða hinir fullorðnu, sem starfa að yngri flokka knatt- spyrnu, að passa sig í hita leiksins að misstíga sig ekki - því það er létt verk. Enginn dregur heldur í efa gott starf Helga Þorvaldssonar um áraraðir. En það er bara ekki til umræðu í þessu tilviki. Ég höfða aftur til orða Atla Helga- sonar, þjálfara 4. fl. KR, og birti með hans leyfi: „Ég ætlaði ekki að trúa þessu. Svona kafbátahemaði hef ég ekki kynnst fyrr. Þetta gæti spillt fyrir því að krökkunum yrði hleypt inn á grasið á næstunni." Ánægjulegur er þó endir bréfsins þar sem Helgi biður KR-inga afsök- unar. Þannig á það líka að vera. Við getum flokkað þetta undir mannleg mistök - og það er enginn minni fyr- ir það. Unglingasíða DV lítur á þetta sem útrætt mál. -HH 4. flokkur — B-riðill: Huginn Helga stjaman í leik Týs V. gegn FH Týr V. og FH mættust í 4. fl. A á föstudag. Týr sigraði með 10 mörk- Kaplakrika (gras) í Hafnarfirði sl. um gegn engu. Eins og markatalan Tommamot Týs Á miðvikudaginn kemur, 18. júní, hefst Tommahamborgaramót Týs í Vest- mannaeyjum. Þátttakendui- em um 600, víðs vegar af landinu, ails fjörtíu og fjögur lið frá tuttugu og tveimui- félögum. Mótið verður sett með við- höfn á miðvikudagskvöld og á fimmtu- dagsmorgun klukkan níu hefst síðan sjálf knattspymukeppnin og verður leikið á fjómm völlum samtímis langt fram eftir degi næstu fjóra daga. Lið- unum er skipt í fjóra riðla er keppa í a og b liðum. Riðlaskiptingin er þann- ig. A riðill. KR-Eylkir Víðir Haukar ÍA-Grótta. B riðill. Leiknir-UBK-Víkingur- ReynirÞór-ÍR. C riðili. Völsungur-FH-ÍK-Fram- |Týr_ __ _ __ __ _ __ __ hefst 18. júní D riðill. Valur-KA-Þróttur-ÍBK- Selfoss. Ýmislegt fleira verður á dagskrá fyr- ir þátttakendur meðan á mótinu stendur, m.a. innsmhússmót, kvöld- vaka, grillveisla, knattþrautakeppni, skoðunarferð um eyjuna, bátsferð og fleira og fleira. Tommamótið í ár er það þriðja í röðinni og af undirtektum að dæma er ekki annað að sjá en að þetta sé eitt vinsælasta knattspymu- mót sem haldið er á landinu og til marks um það má geta þess að tak- marka þurfti fjölda þátttakenda í mótinu. Þátttakendur á leið á Tomma- mótið 1986. Eyjamenn bíða spenntir eftir ykkur. Knattspymufélagið Týr, Tommahamborgarar. gefur til kynna vom yfirburðir Týrara miklir í þessum leik. Vest- mannaeyjabðið er skipað stæðileg- um strákum sem auk þess spila skemmtilegan fótbolta. Gmn hef ég um að hér sé á ferðinni lið sem gæti náð langt í Islandsmótinu. Það virðist sem yngri flokkar þeirra V estmannaeyinga komi yfirleitt sterkir til leiks í ár ef marka má frammistöðu þeirra í sínum fyrstu leikjum. í fyrmefhdum leik brá oft fyrir skemmtilegum tilþrifúm drengjanna, sérstaklega Týrara, sem ógnuðu mjög með beittum sóknarleik. Mörk Týrara gerðu þeir, Ingólfúr Kristjánsson, 3 mörk, Huginn Helgason, Haraldur Bergvinsson og Rútur Snorrason,2 mörk hver, og Sigurður Gylfason, 1 mark (sonur Gylfa Ægissonar tón- smiðs með meiru). Bestir í annars jöfhu liði þeirra Eyja- manna voru Huginn Helgason, framherji með góða knattmeðferð og snerpu. Rútur Snorrason, (5. fl.) tekn- iskur og útsjónarsamur, Sigurður Gylfason og Einar Guðjónsson, harð- skeyttir miðjumenn. Annars var engan veikan hlekk að finna í liði Huginn Helgason Týs. Fróðlegt verður því að fylgjast með drengjunum í sumar. - Yngri flokkar Eyjamanna eru í mikilli fram- för sem sýnir að það hefur verið unnið vel að málum þeirra. FH-liðið átti í erfiðleikum að þessu sinni. Þeir virtust vera með yngra lið og urðu oftast að láta í minni pokann, en FH-strákamir gáfust aldrei upp og reyndu oftast að byggja upp spil en kraftinn skorti. Hann kemur. Þjálfari Týs V.: Óskar Valtýsson. Þjálfari FH.: Ulfar Daníelsson. -HH 2. flokkur kvenna - A-riðill: ■*" Látlaus sókn Breiðabliks í 3-0 sigri á Vík. Breiðablik lék gegn Víkingi i 2. fl. kvenna sl. mánudag. Leikur- inn fór fram á Víkingsvelli í kalsaveðri. Breiðabliksstelp- urnar voru betri aðilinn allan leikinn. Lilja Kristinsdóttir, markvörður Víkinga, átti mjög góðan leik og bjargaði oft af snilld, án hennar hefði farið verr. En þrátt fyrir það voru Kópavogsstelpurnar klaufskar á stundum, því marktækifærin gerast ekki öllu betri. Katrín Oddsdóttir gerði fyrsta markið-um miðbik fyrri hálfleiks og undir lokin juku Breiðabliks- stúlkumar fomstuna í 2-0 með marki Bergdísar Eysteinsdóttur sem skoraði með föstu skoti. Stað- an því 2-0 fyrir Blikana í hálfleik. í síðari hálfleik héldu Blikamir áfram að sækja - en nýttu illa færin sem fyrr. Það var svo undir lokin sem réttilega var dæmd vita- spyma á Víking sem Sara Haralds- dóttir skoraði úr með föstu skoti út við stöng þrátt fyrir góða tilraun Lilju í markinu. Bestar í Blikaliðinu vom þær Kristrún Daðadóttir, Bergdís Ey- steinsdóttir, Katrín Oddsdóttir og Sara Haraldsdóttir. Annars er Blikaliðið nokkuð jafnt og á að geta náð langt í íslandsmótinu. Víkingsliðið barðist vel en við ofurefli var að etja að þessu sinni. Þær náðu þó af og til sóknarlot- um sem ekki tókst að nýta. Bestar vom Halla M. Baldursdóttir, Lilja Kristinsdóttir, Matthildur Hann- esdóttir og Heiða Erlingsdóttir. Þær eiga án efa eftir að bæta sig mikið í sumar. Dómari var Einar Ásgeirsson og dæmdi mjög vel. -HH - Ég sé ekki betur en völlur- inn sé í frábæru standi hjá okkur nema þessi smásteinn þarna. Hann má bíða því leik- urinn fer að byrja... 5.flokkur-B-riðill: Hressir Þórarar sigruðu Leikni, 5-0 Þór, Vestmannaeyjum, og Leiknir léku í 5. fl. 6. júní sl. á Fellavelli í Breiðholti. Leiknum lauk með sigri Þórs, 5-0. Yfirburðir Vestmanna- eyjastrákanna voru talsverðir, eins og úrslitin gefa til kynna. Athygli vekur hvað yngri flokkar frá Vestmannaeyjum em mun betri nú en í fyrra. Eyjapeyjamir léku oft skemmtilega saman og sáust oft góð tilþrif einstakra leikmanna, eins og hjá framherjanum Tryggva Guð- mundssyni sem gerði marga skemmti- lega hluti í leiknum. En sá litli mætti passa svolítið skapið - en hér fer skyn- samur leikmaður svo það ætti að vera létt fyrir vininn að bæta úr því. Fyrir- liðinn, Magnús Sigurðsson, er sterkur og fljótur senter, ásamt hinum lipra Ingva Bergþórssyni. Annars er liðið skipað jöfnum strákum - og var erfitt fyrir Leiknisstrákana að finna smugu í vöm Þórs. Mörkin skomðu þeir Tryggvi Gunnarsson 3 mörk, Ingvi Bergþórsson og Hlynur Jóhannesson 1 mark hvor. Leiknisstrákamir vom eitthvað miður sín í þessum leik. Ekki vantaði baráttugleðina en það gekk ekki allt sem best hjá þeim gegn hinu sterka Þórsliði að þessu sinni. Bestir Leiknis- stráka vom markvörðurinn Óskar Alfreðsson, Páll Ingimarsson, Magnús Sigurðsson og Sigurður P. Pálsson. Þjálfari Þórs: Elías Friðriksson. Þjálfari Leiknis: Eggert Jóhannesson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.