Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1986.
19
I
J
Miles Davis sextugur
„Maður verður stöðugt
að vera að líta um öxl“
Hann er klæddur Gianni
Versacesilkiskyrtu sem er óhneppt
svo að skín í dökkt brjóstið, fjólu-
bláum buxum, sem eru þröngar frá
hné og niður, og svo er hann í
handsaumuðum inniskóm úr
krókódílaskinni. „Maðurinn með
hornið“ lítur ekki út fyrir að vera
deginum eldri en fertugur en þó
hélt hann upp á sextugsafmælið
sitt 26. maí síðastliðinn. Það eru
hins vegar engin sérstök tímamót
fyrir Miles Davis því að hann held-
ur ótrauður áfram lífsgöngunni.
Mislíkar tómlæti hvíta
mannsins
„Ekkert hefur breyst," segir Da-
vis. „Ég er orðinn þreyttur því að
ég hef ekki orðið var við að hvíti
maðurinn hafi gert neitt til að laga
sig að menningu annarra kyn-
stofna."
Miles Davis er svo hrokafullur
að sjá á köflum að það er erfitt að
spyrja hann um hljómlistina hans.
Hann er líka snillingur og veit
það. Hann er orðinn goðsögn í lif-
anda lífi og getur talað um kyn-
þáttamál klukkustundum saman
en svo á hann það til að þagna með
það sama ef hann er spurður um
hljómlist. Þær sterku tilfinningar,
sem hrærast með honum og leiða
stundum til framkomu sem nefnd
er hroki, búa að baki síðustu plöt-
unni hans, „You’re Under Arrest.“
Þar reynir Davis að lýsa þeim for-
dómum sem hann hefur kynnst og
orðið að þola um ævina. Efnið er
umdeilt alveg eins og sú stefna sem
hljómlist hans hefur tekið. Hlutar
úr lögum með Michael Jackson og
Cindi Lauper voru sameinuð lögum
eins og „One Phone Call“ (símtalið
sem handteknir fá að hringja eftir
handtöku).
Vandræöi í gulum Ferrari
„Ég á þennan gula Ferrari en svo
er verið að stoppa mig. Lögreglan
veit ekki hver ég er. I augum lög-
regluþjónanna er ég bara enn einn
svertinginn og hvað er svertingi
að gera í svona bíl? Maður er hand-
tekinn."
Davis er þekktur fyrir hve hás
rödd hans er og það verður að
leggja við eyrun svo að hann skilj-
ist. Hann talar slangur þeirra sem
aldir eru upp í fátækrahverfum
New York og hann notar orðatil-
tæki sem heyrast sjaldan hjá
sumum öðrum en þau hafa þó ekki
þá slæmu merkingu hjá honum sem
þau myndu hafa í munni sumra
annarra.
í rauninni minnir röddin talsvert
á trompetinn hans. Það er aldrei
langt frá honum, hljóðfærið hans.
Og trompetinn, sem hann er nú
með við fætur sér, er rauður.
Stundum tekur hann hann upp og
ber að vöram sér. Þá lítur hann
um leið í kringum sig. Hann blæs
hins vegar ekki í hann og hrátt
leggur hann hann frá sér á ný.
Svört stingandi augu
Davis er alltaf að horfa á eitthvað
og svört stingandi augun valda
manni óþægindum. Þegar hann sér
það þá er eins og hann slaki á.
sem mér finnst eðlilegast að gera
næst. Ég á líka mjög erfitt með að
endurtaka það sem ég er búinn að
gera.“
Hann er einn af þeim fáu frægu
og gömlu sem eru enn á lífi. Marg-
ir hafa dáið vegna neyslu eiturlyfja
og Miles kynntist eyturlyíjunum
þótt hann hafi hætt neyslu þeirra
fyrir löngu. Það er hins vegar ekki
langt síðan að hann varð alvarlega
veikur en þá hjúkraði eiginkonan,
Cicely Tyson, honum og nokkra
eftir að hann varð heilbrigður kom
hann aftur fram á sjónarsviðið og
var afar vel tekið. Nú er hann við
góða heilsu og tekur appelsínusafa
og heilbrigt fæði fram yfir fíkniefhi
og áfengi.
Á leið til Sovétríkjanna
Davis heldur til Sovétríkjanna
síðar á þessu ári. Verður heimsókn
hans þáttur í auknum menningars-
amskiptum Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna. Þá verður gerð
heimildarkvikmynd sem mun í
senn fjalla um Sovétríkin og Davis.
Hann er alltaf til í að leika í
Evrópu og kann vel að meta hljóm-
listarsmekk Evrópubúa. Davis
kynntist Evrópu 1949 og hreifst þá
mjög af því hve mikið frelsi svert-
ingjar geta fundið þar. Einkum er
hann hrifinn af Frakklandi. „Það
er eins og allir svartir hljómlistar-
menn spili öðra vísi í Evrópu,"
segir hann.
Ráðleggingar til sonarins
Miles Davis segist aldrei hugsa
um liðna daga. Hann láti sér nægja
að vita að hann hafi náð langt. Þó
kemur fram í því sem hann segir
að hljómlistin hefur skerpt mjög
skilning hans á því hvað það er að
vera fátækur og umkomulaus.
„Við son minn segi ég að maður
eigi að grípa tækifærið til að gera
eitthvað þegar það býðst, rétt eins
og manni væri sagt að maður fengi
það aldrei aftur.“
Davis leggur hart að sér þegar
hann leikur inn á nýja plötu og
hann er enn óhræddur við nýjung-
ar þótt hann sé sextugur. „Ég fer
alltaf fram á ystu brún,“ segir
hann.
Þýð: ÁSG.
Ný hljómlistarmörk
Davis er stöðugt að leita fyrir sér
og um leið færir hann út mörk
þeirrar hljómlistar sem hann leik-
ur. „Mér stendur næstum á sama
þótt mér sé skipað í einhvern flokk
svo að plöturnar mínar seljist bet-
ur,“ segir hann. „Menn mega kalla
það hvað sem þeir vilja enda er það
ekki allt jass.“ Það er eins og það
sé komið undir skapinu sem Davis
er í hvernig áhrif orðið „jass“ hefur
á hann. 1 rauninni telur hann það
nafn á hljómlist sem svartir hljóm-
listarmenn léku á vissu tímabili.
Hann er því stundum gagnrýninn
á gagnrýnendur. „Það þýðir ekkert
„Maður verður stöðugt að vera
að líta um öxl,“ segir hann. „Þú
veist hvernig það er að vera svart-
ur. Myndist tómarúm að baki
manns þá er best að koma sér
burt.“ Hann talar eins og hann
spilar því að hann er stöðugt að
skipta um tón og fer úr einu í ann-
að.
Málar í frístundum
Davis mólar mikið í frístundum
og málverk hans era um alla íbúð-
ina. Það leynis sér ekki þegar litast
er um í henni að manninum hefur
vegnað fjárhagslega vel. Út um
gluggann má sjá Centralalmenn-
ingsgarðinn og það er greinilegt
að Davis býr nú við önnur kjör en
þegar hann kom fyrst til New York
á fimmta áratugnum.
í klúbbum eftir nám á daginn
Þegar hann var 18 ára og hafði
fengið styrk fró Juillardskólanum
þá var hann lengstum í klúbbum
þegar hann var ekki við sjálft nám-
ið. „Fyrstu vikuna leitaði ég að
Bird (Charlie Parker, saxófónist-
anum mikla sem dó úr eiturlyfja-
notkun) og í það fóra auramir sem
áttu að vera mér vasapeningur
fyrsta mánuðinn."
Parker kynnti hann svo fyrir
hljómlistarmönnum sem léku á
ýmsum skemmtistöðum við 52.
stræti og 1945 lék Davis með hljóm-
sveit hans við upptöku. Var það í
fyrsta sinn sem Davis lék inn á
plötu.
Liðinn tími er liðinn tími
Davis er ekki mikið fyrir að rifja
upp liðna tíð en það er augljóst hve
miklið dálæti hann hefur haft á
Parker og John Coltrane. Það er
eiginlega aðeins þegar Davis ræðir
um fortíðina að maður gerir sér
grein fyrir því hve gamall hann er
orðinn. Og það mætti ætla að hann
væri að lesa úr yfirlitsverki um
jassleikara þegar hann nefnir nöfn
manna sem hann hefur leikið með.
Þó er ljóst að hann horfir alltaf
fram á veginn en ekki til baka.
að senda hvítan mann til Kína til
þess að skrifa um kfnversku óper-
una. Hann veit ekkert um kín-
verska menningu. Þó senda þeir
þá þangað.“
Stoltur yfir að hafa náð svo
langt
Davis brosir svo að skín í hvítar
tennurnar þegar hann ræðir um
sjálfan sig og það er eins og brosið
segi: „Héma er ég og er stoltur
yfir því að hafa náð svona langt
með því að leggja hart að mér.“
Og þótt sumum finnist gæta hroka
þá búa undir hlýjar tilfinningar
sem koma greinilega fram í svipn-
um og brosinu. „Bandaríski hvíti
maðurinn hefur mótað sína afstöðu
til svarta Bandaríkjamannsins,“
segir hann. „Það er eins og fram-
koma okkar ráðist af forriti,“ bætir
hann svo við. „Þetta á við um okk-
ur alla.“ Hann fer að hlæja þegar
hann er spurður að því hvort svart-
ir hljómlistarmenn þurfi að læra
að spila; hvort þeim sé það ekki í
blóð borið. „Þvættingur," segir
hann. „Mér er hins vegar sagt að
það komi fram í lögum manns ef
maður hefur þjáðst. Ég hef þó ekki
orðið mikið var við það í hljómlist
gyðinga og þó hefur verið reynt að
drepa þó ALLA.“
Fremstur í röð jafnaldra -
og annarra
Það er óumdeilt að Davis er enn
fremstur í röð þeirra sem fitja upp
ó nýjungum í hljómlist. „Það er
ekki erfitt fyrir mig að breyta til,“
segir hann, „því ég geri bara það
Og trompetinn sem hann er með
við fætur sér er rauður.
LIX- LÍFSNAUÐSYMLEG OLÍA