Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Side 4
4
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 1986.
Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir
Ámi Stefánsson, fyrrum markvörður með ÍBA, Fram og landsliðinu, tók lífinu létt þegar hann fylgdist með Tinda-
stóli keppa. „Held að Frakkar verði heimsmeistarar."
DV-mynd JGH.
Kann vel við mig
hér á Sauðárkróki
- segir Ámi Stefánsson, fymim landsliðsmarkvörður
Jón G. Haukæan, DV, Akureyri;
Ámi Stefánsson, fyrrum Iandsliðs-
markvörður í knattspymu, flutti
beint frá Svíþjóð til Sauðárkróks
fyrir ijórum árum. Þar starfar hann
sem iþróttakennari. Við rákumst á
hann sem áhorfanda á vellinum á
Króknum á dögunum þar sem hann
var að horfa á Tindastól keppa.
„Ég kann ákaflega vel við mig hér
á Sauðárkróki og er alls ekkert að
flytja í burtu,“ sagði Ámi. „Ég hef
fest hér rætur.“
Ámi þjálfaði og lék með Tinda-
stóli síðastliðin fjögur sumur, en í
ár breytti hann til. „Ég þjálfa og
leik með Hofetrendingum á Hofeósi
í 4. deildinni."
- Nú, er HM í Mexíkó í algleym-
ingi. Með hvaða liði heldurðu
þar?
„Núna eftir að Danimir em dottn-
ir út veit ég ekki hvað skal segja.
Ég hef samt trú á að Frakkar eigi
eftir að verða heimsmeistarar."
Ný bygging íþrótta-
miðsföðvar-
innar í Laugardal
Ný bygging Iþróttamiðstöðvarinnar
í Laugardal er nú fullgerð og var
lokaáfangi hennar tekinn í notkun um
helgina. Hiisið er 3 hæðir og saman-
lagður gólfflötur þess um 1665 fm.
I nýju byggingunni er gistiaðstaða,
13 tveggja manna herbergi með snyrt>
ingu, kaffltería fyrir 60 manns, fundar-
salir fyrir stærri og minni fúndi auk
kennsluherbergja og skrifetofa Í.S.Í og
ólympíunefndar Islands. Hótelið er
ekki síst ætlað íþróttahópum og ein-
staklingum sem eiga leið til Reykja-
víkur í keppniserindum, á fimdi,
námskeið o.fl.
Nú þegar hafa ýmsir hópar pantað
gistingu í sumar, þ.á.m. íþróttafólk frá
Færeyjum, Svíþjóð, Þýskalandi og
Sviss auk innlendra aðila.
-S.Konn.
Norræn rannsókn a
Suðurlandsskjálfta
Jarðskjálftafræðingar á Norður-
löndum hafa ákveðið að sameinast um
ítarlegar rannsóknir á jarðskjálfta-
svæðinu á Suðurlandi. Rannsóknimar
miða að þvi að öðlast betri skilning á
þeim kröftum sem leiðá til jarðskjálfta
og að geta sagt fyrir um þá.
Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræð-
ingur sagði að verkefhið kæmi til með
að kosta nær 30 milljónir króna. Væri
þetta langstærsta samnorræna verkef-
nið á þessu sviði. Sótt verður um
fjárveitingu til Norðurlandaráðs.
Á ráðstefiiu norrænna jarðskjálfta-
fræðinga á Laugarvatni í síðustu viku
var sérstaklega fjallað um Suður-
landssvæðið. Skýrsla um rannsókn-
aráætlunina, sem tekur til sex ára, var
kynnt og rædd.
Skýrslan er unnin af jarðskjálfta-
fræðingum frá öllum Norðurlöndum.
Telja þeir að á Suðurlandsundirlend-
inu megi safha reynslu og þekkingu,
sem að gagni getur komið í baráttunni
við jarðskjálftahættu, ekki aðeins á
Islandi, heldur hvarvetna, þar á meðal
á hinum Norðurlöndunum, þar sem
jarðskjálftar geta einnig valdið tjóni.
Ráðstefnan á Laugarvatni, sem um
fimmtíu jarðskjálftafræðingar sóttu,
var haldin í umsjá Veðurstofu íslands.
I undirbúningsnefiid sátu Ragnar Stef-
ánsson, formaður, Hlynur Sigtryggs-
son og Páll Halldórsson, Veðurstofu
íslands, Páll Einarsson, Raunvísinda-
stofnun háskólans, og Ólafur Flóvenz,
Orkustofnun.
-KMU
Húsaleiga:
Hækkar um fimm prósent
Leiga fyrir íbúðar- og atvinnuhús-
næði, sem lög nr. 62/1984 taka til,
hækkar um 5,0% frá og með júlíbyrjun
1986. Reiknast hækkun þessi á þá leigu
sem er í júní 1986.
Kristinn Karlsson, deildarstjóri hjá
Hagstofunni, sagði í samtali við DV
að hér væri um að ræða hækkun leigu
á því húsnæði þar sem samið hefur
verið um að hafa verðbótahækkun
húsaleigu, sem Hagstofan gefur upp,
til viðmiðunar eða það sem miðað er
við vísitölu húsnæðiskostnaðar. Eins
og kunnugt er er allur gangur á hvem-
ig um er samið þegar húsnæði er leigt.
Hagstofan miðar þessa verðbóta-
hækkun við hlutfallslega breytingu
meðallauna síðustu þrjá mánuði á
undan. Samkvæmt áætlun Þjóðhags-
stofhunnar hafa atvinnutekjur í heild
nú hækkað um 5% þó taxtahækkun
hafi aðeins verið 3,5%. -RóG.
I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari
I gegnum eld og brennistein
Fátt hefúr verið til frásagnar að
undanfömu fiá því Davíð rúllaði upp
kosningunum fýrr í þessum mánuði.
Þjóðin hefúr legið yfir fótbolta í
sjónvarpinu sem hefur gefið löggilt-
um nöldurseggjum tilefhi til að
skammast út af efhi sem enginn hef-
ur beðið þá um að horfa á. Um
helgina dró þó til tíðinda sem ástæða
er til að gera að umtalsefiii.
Fyrst ber að nefha brunann í Iðn-
aðarmannahúsinu við Vonarstræti.
Síðla eftirmiðdags á laugardaginn
sáu vegfarendur reyk leggja upp af
húsinu og fyrir einhvem misskilning
var slökkviliðið kallað út. Slökkvi-
hðið hefúr haft lítið að gera að
undanfömu og dreif sig á staðinn
með sérstöku neyðarútkalli og áður
en varði hafði því tekist að breiða
eldinn út um húsið allt. Slökkvi-
menn gengu í það af atorku að bijóta
allar rúður í húsinu og hleypa súr-
efiii inn í glæðumar, þannig að þetta
gamla og lúna hús varð brátt alelda
fyrir vasklega framgöngu slökkvi-
liðsins. Því miður hafði á sínum tíma
verið reistur eldvamarveggur milli
Iðnaðarmannahússins og Búnaðar-
félagshússins, sem er áfast, og
reyndist því útilokað á svo stuttum
tíma að koma eldinum yfir í suðu-
rendann. Verður þó að segja
slökkviliðinu það til hróss að um
tíma’ virtist þetta ætla að takast.
Allt frá því íslendingar reistu sér
dönsk hús úr bárujami og tré hefúr
það verið útbreidd skoðun að slík
hús biynnu fyrr og betur en önnur
hús. Margfrægir eru eldsvoðar í
næsta nágrenni við Iðnaðarmanna-
húsið og hafa þar mikil verðmæti
farið forgörðum. Þessu hafa þeir
Leikfélagsmenn sjálfeagt gert sér
grein fyrir enda kemur nú í ljós að
þeir hafa haft vit á því að geyma
biíninga, segulbandsspólur og sögu-
legar menjar Leikfélagsins á efri
hæðum þessarar eldgildru. Gátu þeir
nokkum veginn treyst því að allt
myndi þetta fiiðra upp strax og
kviknaði í kofanum. Fór það og eftir
og er ekki að spyrja að þeirri for-
sjálni sem í því er fólgin að koma
eldfimum verðmætum fyrir þar sem
líklegast þykir að síst megi bjarga'
þeim.
Ástæða er til að hrósa bæði
Slökkviliðinu og Leikfélaginu fyrir
góða samvinnu í þessum merka
bruna.
Hitt málið sem athygli vakti um
helgina var frammistaða sjónvarps-
ins þetta sama kvöld. Andstæðingar
fótboltans hafa kvartað undan því
að alltof mikill tími fari í þessa kapp-
leiki og helst er að skilja að þeir
telji meira en nóg að sýna einn hálf-
leik úr hverjum kappleik og þá þann
fyrri. Þessu virðist sjónvarpið vera
samþykkt og þegar spennan var um
það bil að ná hámarki í leik Frakka
og Brasílíumanna rauf fiéttastofan
útsendinguna til að koma á framfæri
nýjustu fréttum úr Náttúrugripa-
safiii íslands og Landgræðslunni.
Að þeim merku fiéttum loknum
flutti Páll veðurfræðingur langan
fyrirlestur um veðurfar og lofthita á
Grímsstöðum á Fjöllum.
Ekki er að efast um að gerður
verður góður rómur að þessari ný-
breytni sjónvarpsins, að flytja okkur
fréttir af fúglalífinu á Fróni og hita-
stiginu á Grímsstöðum þegar kemur
fram í seinni hálfleik í fótboltaleikj-
um. Það er hvort sem er ekki nema
helmingur alls mannkyns sem fylgist
með þessu sparki. Hinn helmingur-
inn á auðvitað sinn rétt og sín
áhugamál og þau þurfa að komast
að, sér í lagi þegar þau þola enga
bið. Það hefðu verið hrapalleg mis-
tök að fresta frásögnum úr Náttúru-
gripasafhinu fyrir það eitt að til
úrslita dró í kappleik milli fjarlægra
þjóða. Og hver heföi viljað missa af
fyrirlestri Páls Bergþórssonar um
veðurfarið á Fjöllum?
I kjölfar þessara atburða má búast
við að fljótlega verði stofhuð samtök
til vemdar brunarústunum í Vonar-
stræti. Ekki má það spyrjast að
þjóðin láti eldinn og slökkviliðið
eyðileggja fyrir sér menningarlegar
brunarústir. Og svo verða sennilega
stofiiuð önnur samtök sem vemda
vilja fslendinga gegn þeirri ósvinnu
að sýna bæði fyrri og seinni hálfleik
í kappleikjum sem standa lengur en
tvo tíma.
íslenska þjóðin hefúr annað að
gera en sitja löngum stundum yfir
erlendum kappleikjum og það í miðj-
um fréttatímum. Náttúrugripasaf-
nið, sálarlífemyndir eftir Ingmar
Bergman og framhaldsþættir frá
Eden verða að ganga fyrir, jafhvel
þótt bróðurparturinn af þjóðinni
hafi annaðhvort ekki lyst á Bergman
eða hafi horft á Aftur til Eden í
vídeóinu í fyrra og hitteðfyrra.
Það er nefhilega eins með sjónvarpið
og slökkviliðið. Hvomtveggja verð-
ur að ganga í gegnum eld og
brennistein, jafnvel þótt eldurinn
brenni heitast á þeim sjálfúm.
Dagfari