Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Síða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 1986. 7 Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir • * * ' ' ' T:r'T\§ * '.*..' .W '«y# <<£ > V- , ».v. « •• - .Wa* ‘ ? - < .$** ’*Qk ■“*- >.:<£& Mikil og góð stemmning var við fjörubálið hjá þeim sólstöðugöngumönnum. Sungið og spilað af hjartans lyst. DV-mynd PK Stórkostleg næturganga Ólsarar og Hólm- arar berjast ekki lengur „Jú, við sláum Reykjavík auð- veldlega út. Við eigum þrjú hundruð ára kaupstaðarafinæli á næsta ári,“ sagði Guðmundur Tómasson, fráfarandi bæjarstjóri á Ólafsvík, í samtali við DV. Guðmundur lætur nú af störfum eftir þriggja ára starf og fer af landi brott í kjölfar konu sinnar sem aflar sér fi-amhaldsmenntunar í Svíþjóð. DV ræddi við hann á Ólaf- svík á dögimum og fékk að vita það helsta sem hefúr verið að gerj- ast á Ólafsvík undanfarið. Félagsheimili fyrir afmælið „Við eignuðumst eina fúllkomn- ustu heilsugæslustöð á landinu á kjörtímabilinu. Það var sett upp smábátabryggja í vetur fyrir 12-16 báta. Það var klárað að malbika íbúagötur í bænum og sett slitlag á hafnargötuna. Verkamannabú- staður, 7 íbúða blokk, var reistur. Nefiia má nýjan íþróttavöll og síð- ast en ekki síst verður félags- heimilið tilbúið undir tréverk. Það er verið að klára íbúðir fyrir aldr- aða, og verða þær teknar í notkun í næsta mánuði. Þama er um að ræða sex íbúðir auk þjónusturýmis og geta verið þar allt að tólf vist- menn. Það er greinileg þörf fyrir þær því margar umsóknir bárust" Ekki dugði Ólsurum að koma sér upp heilsugæslustöð því verja varð hana fyrir snjóflóðum. Byggðar voru miklar girðingar til þess arna. Guðmundur vísaði á bug sem kvik- sögum að þær hefðu fokið út í veður og vind. „Ég held að bygging þessara girðinga hafi verið þarft verk. Þær eru rammgerðar og ættu að halda.“ Ólafevík heldur upp á þijú hundruð ára kaupstaðarafinæli á næsta ári. Hún er því þriðjungi eldri en Reykjavík og raunar er þéttbýlismyndun þar mun eldri hvaö sem fyrsta landnámsmannin- um líður. Eru Ólsarar þegar byrjaðir að baka tertu með þrjú hundruð kertum? „Nei, ætli við gerum það. Það er ekki farið að skipuleggja af- mælishátíðina út í ystu æsar en við vonumst til að geta haldið upp á afmælið í nýju félagsheimili.“ Saga Ólafevíkur Ölsarar verða kannski ekki með flugeldasýningu eins og Reykvík- ingar heldur minnast þeir afinælis- ins á varanlegan hátt með útgáfú sögu Ólafsvíkur sem Gísli Ágúst Gunnlaugsson hefur skráð. Fyrsta bindi kemur út á næsta ári. Ásókn í jökulinn „Ólafevík er að ná sér á strik f ferðamálum. Það er mikil ásókn í jökulinn. Við erum auðvitað með hótel héma og höfum nú byggt upp tjaldstæði. Þar er eldunaraðstaða, hægt að komast í sturtu og snyrt- ingu. Ég verð að játa að mér finnst fúrðulegt að enn er til fólk á landinu sem ekki veit hvar Ólaf- svík er á landinu." - Hvemig er það, Guðmundur, sjáið þið Ólsarar rautt þegar Hólmarar birtast? „Nei, það er liðin tíð að Sandar- ar, Ólsarar og Hólmarar sláist á böllum vegna þess eins hvar þeir búa. Rígurinn milli Stykkishólms og Ólafevíkur er mest í nösunum. Og eftir að nýi vegurinn undir Enni komst í gagnið má segja að Ólafevík, Rif og Hellissandur séu orðin einn vinnumarkaður. Fólk býr inni á Hellissandi og vinnur hér og öfugt.“ Alexander góð auglýsing - Nú vill þannig til að Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra er héðan, hagnist þið á því? „Þú veist að Alexander var bæj- arstjóri hér og byggði upp þetta pláss. Hann er okkur hagstæður og er auðvitað góð auglýsing fyrir bæinn.“ Guðmundur telur mikla bjartsýni ríkja f Ólafevík. Ný fyrirtæki hafa risið á undanfömum árum og framkvæmdir verið talsvert mikl- ar. Hann bendir á að sérhæfing aukist i atvinnulffinu. I sjávarút- vegi til dæmis er meiri fjölbreytni en áður. Engu er hent og upp rís rækjuvinnsla, hausaverksmiðja og fkrið er að nýta sjaldgæfar fiskteg- undir sem áður var hent beinustu leið fyrir borð. „Þetta er kannski kvótanum að þakka þó flest megi að honum finna." Guðmundur segir að ólsarar hafi verið á fjölbreyttum veiðum á viðmiðunarárum kvótans. Vegna þess að veiddur var humar og sfld fæst ekki kvóti fyrir þorsk nú. Og hjá sumum var kvótinn búinn í mars. ás. 1 „Alexander ráðherra er góð aug- lýsing fyrir Ólafsvík.“ Guðmundur Tómasson fyrir framan nýreistar ibúðir fyrir aldraða. „Þetta tókst mjög vel, sérstaklega næturgangan. Það vom allir sammála um að þetta hefði verið stórkostlegt og það var reyndar ákveðið að þessi hópur hittist aftur og endurtæki leik- inn,“ sagði Einar Egilsson, einn forsvarsmanna sólstöðugöngunnar, þegar hann var spurður frétta af göngunni. „Við vorum að gera þama alveg nýjan hlut. Við gengum í sólarhring og reyndum að fylgja sólinni, það er að hafa sólina alltaf á móti okkur. Og við gegnum hring umhverfis byggðar- lagið, alls þrjátíu og þrjá kílómetra. Alla gönguna vorum við að fá fólk í heimsókn til okkar, sem flutti erindi um eitt og annað. Síðan heimsóttum við líka ýmsa staði, til dæmis Seðla- bankann, Árbæjarsafn og gömlu rafetöðina við Elliðaár, og á þessum stöðum tók fólk á móti okkur og fræddi okkur um staðina. Þetta er al- veg nýtt í gönguferðum og var virki- lega skemmtilegt." Við Ægisíðuna, sem var fyrsti áfangastaður göngumanna, var kveikt fjörubál, og náðist upp mikil og góð stemmning þar. Við Örfirisey voru göngumenn svo mættir við sólaruppr- ás, sem var klukkan nákvæmlega 2.54. „Það var svo skýjað að við sáum enga sól en það gerði ekkert til. Maður fann birtuna aukast engu að síður,“ sagði Einar. Að lokinni skoðunarferð um Viðey var svo tekið land í Grófinni og fetað í fótspor Ingólfe Amarsonar. Síðan var gengið sem leið lá hringinn í kringum Reykjavík. Inn Laugamestanga og upp í Elliðarárdal. Við Árbæjarsafn var haldið upp á sólstöðuminútuna. í tilefni af því hélt Þór Jakobsson veð- urfræðingur smápistil um sólina. Og síðan slepptu göngumenn dúfu. Síðan var gengið eftir Fossvogs- dalnum og Öskjuhlíðinni og gangan enduð fyrir framan háskólann. Að sögn Einars var fólk að koma og fara allan tímann, og munu um tvö hundmð manns hafa tekið þátt í göngunni i það heila. Undir morgun- inn var hópurinn þó tekinn að þynnast og luku göngunni tuttugu og fimm manns. „Já, við vorum þama nokkur sem gengum allan tímann. og það er svo merkilegt að maður fann bara ekkert fyrir því að vaka svona. Það er sennilega birtan, og svo náttúrlega hreyfingin, sem veldur. Og við erum alveg ákveðin í að gera þetta aftur að ári liðnu og ná þá sem flestum sveitar- félögum inn i þetta. Það er líka ætlunin að fá fleiri þjóðir með. Þór Jakobsson hefur unnið að þvf undan- farið að kynna þetta erlendis. Og ég er handviss um það að næsta ár fáum við miklu fleiri með okkur," sagði Ein- ar Egilsson. -VAJ OPNAÐUR I DAG AÐ LAUGAVEGI28 Smiðjuvegi 4, Laugavegi 28, ísafirði, Akureyri, Húsavík, Neskaupstað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.