Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 3
Fréttir Fréttir Fréttir DV. FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986. Fréttir Flugkennsla endurskoðuð - flugkennarar mjög oft með IHla reynslu, segir flugmálastjóri „Loftferðaeftirlitið hefur undan- fama mánuði unnið að alhliða endurskoðun flugkennslunnar," sagði Pétur Einarsson flugmálastjóri er DV spurði hvemig Flugmálastjóm brygð- ist við ársskýrslu flugslysanefndar þar sem fram kemur að átaks sé þörf í flug- kennslumálum hélendis. „Ég er talsmaður þess að stórbæta gmnnmenntun flugmanna. Ég tel að í flugkennslunni séum við komnir á eftir nágrannaþjóðum. Gallinn við flugkennsluna er ekki endilega sá að flugkennarar séu með lélega menntun heldur em þetta mjög oft komungir menn með litla reynslu," sagði Pétur. Sagði hann þetta þó vera að breyt- ast. Nokkuð væri orðið um það að eldri flugmenn fæm í flugkennslu. Flugmálastjóri sagði að fundir hefðu verið haldnir með flugskólunum. Yms- ar betrumbætur hefðu verið fram- kvæmdar á námskerfinu en þeim væri ekki lokið. Verið væri að skoða flug- liðabrautina við Fjölbrautaskólann í Keflavik og tillögu um hana að vænta innan ekki langs tíma. Pétur tók fram að hann teldi Fjöl- brautaskólann hafa unnið mjög þarft og gott verk. Hann kvaðst þó vera þeirrar skoðunar að staðsetning flug- liðabrautar í Reykjavík myndi auð- velda ýmis mál. „Það er persónuleg hugmynd mín, ekki opinber stefha, að við þurfum að hafa einn sterkan flugskóla," sagði Pétur Einarsson. -KMU íslendingar í hremmingum í Kaupmannahofn: „Eg læt stinga ykkur inn ef þið boigið ekki“ Hópur farþega á vegum Samvinnu- ferða-Landsýnar lenti í fremur óskemmtilegri reynslu í ferð sinni á fiskisýninguna í Kaupmannahöfn. Hópurinn gisti á hóteli, sem ber það viðulega nafh „Grand Hotel“, við Vesterbrogade en reyndist ekki mjög stórkostlegt þegar til kom. Þegar Is- lendingamir ætluðu að greiða reikn- inga sína á hótelinu sl. fóstudag fullyrti hótelstjórinn að ekki væri búið að greiða fyrir herbergin og að ferða- skrifstofan skuldaði hótelinu stórfé. Hvemig sem farþegamir þrættu var engu tauti komið við manninn og að lokum hótaði hann þeim handtöku eða kyrrsetningu þar til skuldin yrði greidd. „Það var sama hvemig við reyndum að koma manninum í skilning um að við skulduðum honum ekkert, enda aldrei skipt við þetta hótel áður, hann vildi einfaldlega ekki meðtaka það. Það var ekki fyrr en eftir mikið stapp að hægt var að gera honum ljóst að tiað em fleiri en ein ferðaskrifstofa á slandi og við værum ekki sú sem skul- daði honum,“ sagði Helgi Daníelsson hjá Samvinnuferðum-Landsýn í sam- tali við DV. I ljós kom að maðurinn mglaði saman ferðaskrifstofúnni Út- sýn og Samvinnuferðum-Landsýn og sluppu farþegamir út af hótelinu til að ná fluginu heim. „Maðurinn var gjörsamlega brjálað- ur og það réðist ekkert við hann,“ sagði Jóhann Arason, verkstjóri hjá hraðfrystihúsi Keflavíkur, en hann var með í ferðinni. Jóhann sagði að hótelstjórinn hefði hótað farþegunum öllu illu og lýst því yfir að ef þeir bor- guðu ekki reikningana myndi hann kalla á lögregluna og láta stinga öllum inn. „Það var ýmislegt fleira undarlegt á „Grand-hótelinu“ því t.d. var bar- þjónninn alltaf fullur og eftir 10 daga ferð hef ég ekki enn komist að því hvað kókglas kostar því ég var aldrei látinn borga sama verð. Þegar fólk slapp loksins og ætlaði að greiða sím- reikningana kom í ljós að menn vom að borga 800-1200 danskar krónur fyr- ir 2 til 3 símtöl. Það vom allir yfir sig gáttaðir og ég ætla ekki að sætta mig við þetta." Helgi Daníelsson sagði að ferða- skrifstofan hefði skipt við þetta hótel þar sem vegna sýningarinnar hefði verið erfitt með gistipláss. „Þetta er í fyrsta og síðasta skipti sem við skipt- um við þessa aðila því þótt málin hafi að lokum leyst vel skapaði þetta óþæg- indi fyrir farþegana,“ sagði Helgi að lokum. -S.Konn. „Ekki komið inn meðkylfurálofti“ - segir Jóhannes Ámason sýslumaður „Það er ekki rétt að við höfúm kom- ið inn með kylfur á lofti eins og haldið hefur verið fram,“ sagði Jóhannes Ámason, sýslumaður í Stykkishólmi, um þann atburð er fjölmennt lögreglu- lið bar út ábúandann á Höfða í Eyjahreppi að kröfu eigenda. „Yfirlögregluþjónninn neyddist til að brjóta rúðu og gerði það með kylfu sinni en hann hefði rétt eins getað notað hamar. Það kann vel að vera að hann hafi verið með kylfuna í hend- inni þegar við gengum inn en hann veifaði henni ekki.“ - Hvað vilt þú segja um fúllyrðingar þess efiiis að aðfarir lögreglunnar hafi verið ruddalegar? „Ég fullyrði að þessi lögregluaðgerð hafi verið framkvæmd á eðlilegan hátt. Valdi er ekki beitt nema brýna nauð- syn beri til. Gerðarbeiðandi, Jón Steinar Gunnlaugsson, gekk mjög ákveðið eftir því að útburðardómur væri framkvæmdur og það var skylda mín sem embættismanns að gera það.“ „Hótuðum ekki líkamsmeiðingum“ - Fullyrt er að þið hafið hótað lík- amsmeiðingum ef bændur sýndu mótþróa? „Það er alrangt. Ég lýsti því vissu- lega, eftir að inn var komið, hvaða viðurlög væru við að hindra lögreglu í starfi." - Áttuð þið von á handalögmálum? „Við hugleiddum það ekki. Við vor- um aðeins staðráðnir i að gera skyldu okkar.“ Nú vissu bændur með tíu tíma fyr- irvara að ykkar væri von. Var það ekki hálf neyðarlegt að fréttin spyrðist svona hratt út? „Ég skal ekki segja um það. Ég ák- vað þennan tíma og þessa dagsetningu og taldi ástæðulaust að gera boð á undan mér enda bar mér ekki skylda til þess. Því er svo við að bæta að oddviti Kolbeinsstaðahrepps lýsti því yfir að hann mætti á staðinn fyrir sitt leyti til þess að mótmæla. Ég vil að- eins segja það að það er ekki hin rétta leið að taka lögin í sínar hendur. Dóm- stólar eru hin rétta leið til að útkljá deilumál og úrskurðum þeirra verður að hlí ta,“ sagði Jóhannes Ámason. -ás Róbert Guðmundsson við Rauðavatn þar sem honum var vísað út úr leigubifreiðinni . Ætiaði á hljómleika í Laugardalshöll í leigubíl: Hent út við Rauðavatn „Þegar bíllinn var kominn upp að Rauðavatni krafðist bílstjórinn þess að ég yfirgæfi bifreiðina. Ég neitaði í fyrstu en þá sagðist bílstjórinn ætla að bexja mig þannig að ég lét undan og stóð einn eftir á götunni," sagði Róbert Guðmundsson í samtali við DV. Róbert varð fyrir þeirri lífsreynslu á þjóðhátíðardaginn að panta leigubif- reið hjá bílastöðinni Steindóri til að komast á hljómleika hjá hljómsveitun- um Madness og Fine Young Cannibals í Laugardalshöll. Sú ferð endaði með ósköpum við Rauðavatn. „Strax og ég var kominn upp í bílinn fór bílstjórinn að rukka mig um gamla skuld frá því í febrúar. Ég viður- kenndi skuldina en var því miður ekki með næga peninga á mér til að greiða hana auk ökugjaldsins niður í Laugar- dalshöll. Það skipti þá engum togum, bílstjórinn tók stefriuna út úr bæniun og stöðvaði ekki fyrr en við Rauða- vatn þar sem hann skipaði mér út.“ Róbert stóð einn og yfirgefinn við Rauðavatn þegar Madness voru að kyrja fyrsta lagið sitt í Laugardals- höll. Hann var þó svo heppinn að fá far með alls ókunnugum bílstjóra er átti leið þama hjá. Lagði Róbert leið sína til lögreglunnar og sagði farir sín- ar ekki sléttar. Lögreglan ráðlagði honum að ræða við forsvarsmenn bíla- stöðvarinnar og þar var Róbert beðinn afsökunar: „Það nægir mér ekki. Ég komst ekki á hljómleikana fyrr en skömmu fyrir miðnætti. Ég ætla að kæra,“ sagði Róbert Guðmundsson. í samtali, er DV átti við bílstjóra leigubifreiðarinnar. kom fram að Ró- bert ætti ekki samúð þeirra Stein- dórsmanna, hann skuldaði flestöllum bílstjórum þar stórfé vegna aksturs: „Hann er ekki of góður að ganga frá Rauðavatni í bæinn.“ -EIR ♦♦♦♦♦♦♦ SETLAUGAR ^ Eigum fyrirliggjandi margar gerðir akrylpotta Þriggja til sjö manna setlaugar með loft og vatnsnuddi. Gunnar Ásgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 Simi 91 35200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.