Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Síða 9
DV. FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986. 9 Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Rugbyfyririiði í fangaheimsókn Fyrirliði fransks rugbyliðs, sem nú er á keppnisferðalagi um Nýja-Sjáland, fékk í morgun að heimsækja landa sinn, Dominique Prior, annan þeirra Frakka er nú afþlánar dóm í fangelsi fyrir að hafa sökkt Rainbow Warrior, skipi grænfriðunga, í höfninni í Well- ington fyrir tæpu ári. FVéttamenn í borginni Christ- church þar sem Prior afþlánar dóm sinn í kvennafangelsi sögðu að rugbyfyrirliðinn hefði fengið að ræða við landa sinn í tæpan klukkutíma með því skilyrði að ekkert yrði látið uppi við fjölmiðla um efni heimsóknarinnar. Dominique Prior og vitorðsmað- ur hennar, Alain Mafart, voru hvort um sig dæmd í tíu ára fang- elsi í nóvember síðastliðnum fyrir skemmdarverk á flaggskipi græn- friðunga. Bandarikin: Aðhaldsfjáriög fyrir 1987 samþykkt Fulltrúadeild Bandarikjaþings samþykkti í gær mikil aðhalds- fjárlög fyrir árið 1987. Þessi fjárlög skera mjög niður útgjöld til varn- armála og útgjöld til félagslegrar þjónustu eru takmörkuð. Fjárlögin, sem hljóða upp á næstum 1.000 milljarða dollara, eru hin hsestu í sögu Bandaríkj- anna, en samt er þar ekki að finna mikla aukningu í flestum útgjalda- liðum þess. Án þess að skattar verði hækk- aðir er íjárlögunum ætlað að lækka fjárlagahallann um 60 millj- arða dollara niður í 143 milljarða á næsta ári. Þingið, sem demókratar hafa meirihluta í, samþykkti fiárlögin með 333 gegn 43 atkvæðum, og öldungadeildin samþykkti þau síð- an eftir miðnætti með nafnakalli en aðeins sex öldungadeildarþing- menn voru viðstaddir. Nefndir fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar hafa unnið að því að finna sameiginlegan flöt á fiárlagafrumvarpinu i næstum mánuð. Frumvarpið, sem á að lækka fiárlagahallann um 60 milljarða dollara, mun taka gildi sem banda- rísk fiárlög og þarf Reagan forseti ekki að samþykkja þau en hann er á móti öllum niðurskurði á framlögum til vamarmála. Kína: Gróf tengdapabba lifandi Frá Kína berast þær fréttir að kona ein, sem lokaði bæklaðan tengdafoður sinn niðri í kistu og lét grafa hann lifandi, hafi verið tekin af lífi. Eiginmaður konunnar og seið- karl nokkur, sem hjálpuðu henni að grafa kistuna, hlutu einnig dóma. Konan, Li Yuehua, varð þreytt á því að annast tengdaföður sinn og með aðstoð seiðkarlsins gaf hún honum.ólyfian og kom honum fyr- ir í kistunni. En gamli maðurinn vaknaði og náði að berja lokið af kistunni. Tríóið gerði sér þá lítið fyrir og negldi lokið fast og gróf síðan kist- una í jörðu. Lét það sig engu varða óp og bænir gamla mannsins. Punjab á Indlandi: Ofgamenn urðu fjórum að bana Öfgafullir sikhar urðu fiórum mönn- um að bana í Punjab í gær. Þetta gerðist þrátt fyrir að forsætisráðherra fylkisins, Suijit Singh Bamala, hefði hafið mikla baráttu gegn ofbeldi í fylk- inu sem er í norðurhluta Indlands. Indverska fréttastofan segir að ör- yggislögreglumaður og tveir óbreyttir borgarar, móðir og sonur, hafi beðið bana í skotbardaga er varð þegar ör- yggislögreglan gerði árás á öfgamenn við landamærin að Pakistan. Öfga- mennimir sluppu í myrkrinu rétt fyrir sólarupprás. í Punjab héraði á Norður-lndlandi og er mannfall orðið gífurlegt. Það eru herskáir sikhar sem beita hvers kyns ráðum til að berjast fyrir sjálfstæðu ríki og hafa mjög ofsótt minnihluta hindúa i héraðinu. Öfgamenn skutu til bana ættar- höfðingja í þorpi einu nálægt hinni heilögu borg Amritsar en í fyrrakvöld var hindúakaupmaður drepinn í borg- inni. Útgöngubann hefur verið í Amritsar í sex daga í kjölfar óeirða sem urðu þegar öfgamenn réðust á minnihluta- hópinn í borginni. Mótmælaverkfall, sem hindúar boðuðu strax í kjölfarið, hefúr nær lamað öll viðskipti i borg- inni. Indverska fréttastofan sagði að yfir- völd hefðu einnig sett útgöngubann á föstudaginn í Nakodar, nálægt Am- ritsar, til að koma í veg fyrir átök eftir að sikhar drápu einn mann og særðu tólf á markaðstorgi í borginni. Fréttastofan bætti því við að tveir hópar herskárra hindúa hefðu samein- ast og hygðu á sameiginlega baráttu gegn öfgamönnum sikha. Bamala lauk tveggja daga ferð sinni um svæði þau er verst hafa orðið úti í óeirðum undanfarinna vikna í fyrra- dag og lofaði hann hindúum að þeir myndu njóta vemdar fyrir ofbeldi sik- ha. _ Hann sagði að verið væri að stór- bæta tækjakost lögreglu og sendir yrðu fleiri lögreglumenn til svæðisins. Rajiv Gandhi hitti í gær fulltrúa þeirra íbúa svæðisins er neyðst hafa til að yfirgefa heimili sín vegna hryðjuverka þeirra semn vilja slíta sambandinu við Indland. Hann fullvissaði 30 flóttamenn, sem gengu á fund hans, um að öfgamönn- um myndi ekki líðast að stefha einingu ríkisins og þjóðarinnar í voða. Hann sagði einnig að fylkisstjómin, undir stjóm Bamala, gerði nú allt sem í hennar valdi stæði til að binda enda á átök milli meirihluta sikha og minni- hluta hindúa í Punjab. Indverskur landamæravörður við landamæri Indlands og Pakistan. j gær urðu öfgafullir sikhar fjórum mönnum að bana við landamærin. Þar til dauðinn aðskilur Hjón í Bresku Kólumbíu, sem ráð- gera að halda sambandi sínu áfram eftir að annað þeirra gengst undir kynskiptingaraðgerð, em nú i hinum mestu vandræðum með að láta binda enda á hjónaband sitt. Lögfræðingur þeirra hefur sótt um það til hæstaréttar landsins að hjóna- band þeirra verði lýst ógilt en segir að parið sé í erfiðri aðstöðu. Læknar neita nefhilega að fram- kvæma aðgerðina nema búið sé að lýsa hjónabandið ógilt en dómstólar neita hins vegar að lýsa hjónabandið ógilt nema að búið sé að framkvæma aðgerðina. Lögfræðingurinn sagði að hjónin og læknamir vildu forðast þá aðstöðu að tveir einstaklingar af sama kyni væm giftir. Bendir hann á að samkvæmt dómi Lækna fyrst - drepa svo HaDdór Valdimaissco, DaDas Líkur virðast nú til þess að yfir- völd i Flórida í Bandaríkjunum verði að fresta um óákveðinn tíma aftöku liðlega þrítugs manns sem fyrir um áratug var dæmdur til dauða fyrir að myrða lögreglu- mann með köldu blóði. Hinn dæmdi hefur í nær áratug frestað aftöku sinni með hverri áfrýjuninni á fætur annarri. f hvert sinn hefur niðurstaða dómsstóla verið hin sama, að hann skuli líf- látinn. Á meðan á þessum málaferlum hefur staðið hefur maðurinn misst geðheilsuna í fangelsi og telst nú andlega bilaður. Samkvæmt lögum er því aðeins hægt að lífláta dæmd- an mann í Bandaríkjunum að hann sé nógu geðheill til að skilja að hann eigi að deyja og hvers vegna. Yfirvöld í Flórida glíma því við þá spumingu hvort löglegt sé að aftakan fari fram. Lausnin á máli þessu er raunar einföld. Senda hinn dæmda til meðferðar á geðsjúkrahúsi og lífl- áta hann svo þegar hann er orðinn andlega heilbrigður. frá 1858 í Englandi sé það staðfest að hjónaband sé sameining manns og konu. Hann sagði að þetta þýddi að hjóna- bandið yrði ógilt um leið og annar aðilinn heföi gengist undir kynskipt- ingaraðgerð. Lögfræðingurinn sagði að það sem farið væri fram á væri að hjónabandið yrði lýst ógilt um leið og aðgerðinni væri lokið en læknamir hafa gefið í skyn að þeir muni framkvæma hana ef trygging fyrir því sé fyrir hendi. Dómarinn hefúr tekið sér frest til að taka ákvörðun. Kristín og Lísa, fólkið sem um er rætt, hafa verið gift(ar) í sex ár. Krist- ín hefur breytt nafni sínu og fengið meðferð með hormónalyfium og vill nú láta koma fram við sig eins og konu. Parið vildi ekki að eftimöfn sín kæmu fram. Api boðinn í konungsveislu Sænskir dýravinir em nú í miklu uppnámi vegna órangútanunga sem var meðal gesta í fertugsafinæli Karls Gústafs Svíakonungs og hlaut mikil blíðuhót annarra gesta. Nærvera hans kom dýrafræðingum í mikið uppnám og sögðu þeir að litla krílið hefði auðveldlega getað smitast af einhverjum sjúkdómi og Ingríd af Trolle, mikil baráttukona fyrir rétt- indum dýra, hefur kært málið til „umboðsmanns réttlætis" í Svíþjóð. Helen Silvy, frá dýragarðinum í Kolmorden, fyrir sunnan Stokkhólm, sagði að órangútanapar væm mjög viðkvæmir fyrir sýklum og setja hefði átt litla angann í sóttkví í fióra mán- uði. Konungurinn er formaður Svíþjóð- ardeildar „World Wildlife Fund“, sem hefur það að aðalmarkmiði að bjarga dýrategundum sem em í útrýmingar- hættu en meðal þeirra teljast óran- gútanapar. Elisabet Tarras-Walberg, talsmaður hirðarinnar, sagði að órangútanapinn heföi verið fluttur frá Singapore af sænskum sirkuseiganda vegna af- mælisveislu kóngsins í apríl. Meðal hinna 200 gesta vom þjóðhöföingjar Spánar, Belgíu, Danmerkur og Nor- egs. Hún sagði að apinn heföi verið flutt- ur aftur til Singapore fljótlega eftir veisluna og tók fram að hann heföi ekki komist í snertingu við nein önnur dýr á meðan á dvöl hans i Svíþjóð stóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.