Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 16
16
DV. FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986.
Utanbæjarmaður hringdi:
Ég bý á Austurlandi og Stti um dag-
inn leið í bæinn. Það er orðið langt
um liðið síðan ég kom síðast til
Reykjavíkur og það verð ég að segja
að borgin hefur mikið breyst síðan ég
kom hér síðast. Umferðin er orðin svo
mikil og það er heilmikið mál að rata
og komast leiðar sinnar.
Ég þurfti að komast í ákveðið opin-
bert íyrirtæki í miðborginni. Fyrst
fann ég út að það hafði flutt í nýtt
húsnæði, síðan tók það mig drjúga
stunda að komast að staðnum vegna
mikillar umferðar og þegar þangað var
komið var ekkert bílastæði að fá. Ég
varð því frá að hverfa og leggja óra-
langt burtu.
Það sem ég vil leggja til er að gerð-
ur verði einhver bæklingur fyrir
utanbæjarfólk þar sem er að finna
upplýsingar um ýmislega þjónustu í
borginni. Þetta yrði mjög til bóta og
kæmi mörgum vel því þrátt fyrir að
við höfum ýmsa þjónustu úti á landi
þurfúm við utanbæjarmenn enn að
sækja ýmislegt til borgarinnar.
Hin hliðin
Árni Einarsson verslunarmaður:
Nei, ég vissi bara ekki af henni. Ég
hefði hvort sem er ekki farið.
Didda Þóra skrifar:
Ég vil taka fram að þetta er ekki
kvörtunarbréf. Ég skil satt best að
segja ekki í fólki sem skrifar og skrif-
ar til að kvarta yfir einhverjum
smáatriðum. Ein kona stakk til dæmis
upp á þvi um daginn að gefa Söndru
Kim atvinnuleyfi hér og leyfa henni
að syngja Vögguvísu fyrir okkur í
næstu Júróvísíon. Þetta er það
heimskulegasta sem ég hef heyrt. Hún
gæti ekki unnið aftur með svona væ-
mið lag.
En þetta var nú ekki það sem ég
ætlaði að tala um. Mig langaði að
þakka DV fyrir að hafa viðtalið á laug-
ardögum og biðja fólk að sýna á sér
„hina hliðina“. Þetta er mjög sniðugt
og gaman að lesa þetta. Það mætti til
dæmis alveg tala við Eirík Hauksson,
Pálma Gunnars eða Jón Gústafsson.
Og auðvitað væri langbest að hafa
sérviðtal við Eirík. Hann er meirihátt-
ar!
Sigríður Böðvarsdóttir húsmóðir:
Nei, það datt mér ekki í hug. Ég hef
aldrei komið inn í áfengisverslunina.
Gautur Elvar Gunnarsson lögfræð-
ingur: Nei, ég taldi enga ástæðu til
þess.
Utanbæjarmanni finnst erfitt að rata í Reykjavík.
Erfitt að rata í Reykjavík
Enga kvöld-
stund með
Björgvini
Þorsteinn Þorsteinsson skrifar:
Mér þætti gaman að vita hvort
Björgvin Halldórsson sé á einhveijum
sérsamningi hjá sjónvarpinu. Hann er
búinn að koma fram í sjónvarpinu
mörgum sinnum á þessu ári. Það getur
ekki verið vegna þess að hann sé svo
vinsæll samkvæmt vinsældakönnun-
Af hveiju eru ekki frekar gerði
þættir í sjónvarpinu um vinsælust'
söngvarana og tónlistarmennina? Þa
félli í mun betri jarðveg en þættir ein
og kannski Kvöldstund með lista
manni, þar sem Björgvin væri
aðalhlutverki. Ég vil að minnsta kost
ekki eiga svoleiðis kvöldstund.
Eggert H. Kristjánsson yfirpóstaf-
greiðslumaður: Nei, ég hafði engan
áhuga á henni. Ég nota áfengi lítið.
Ragnar Þorgeirsson, á eftirlaunum:
Nei, ég nota ekki áfengi og kaupi
það þvi ekki.
Stefán Oddson póstafgreiðslumaður:
Nei, ég fór ekki á þessa útsölu. Ég
er frekar lítið fyrir áfengi.
Aðgát skal höfð
G. Guðmundsdóttir hringdi: hinir fullorðnu aðhöfumst, hafa bömin
Aðgát skal höfð i nærveru sálar, eftir.
segir skáldið. Þetta em góð og gild Þetta verðum við að hafa hugfast
orð enn í dag. Allt of sjaldan athugum hvort sem um er að ræða umferðar-
við að bömin hafa eftir það sem þau eða vimuefhamál. Böm læra best á því
sjá og heyra. Allt það slæma, sem við sem þau sjá. Sýnum gott fordæmi.
Glöggt er
gests augað
Sólrún hringdi:
Vinur minn danskur varð aldeil-
is hlessa þegar hann kom í heim-
sókn hingað á dögunum. Hann
ætlaði bara ekki að trúa því að
hvergi væri hægt að kaupa bjór
hér á landi. Hann gleymdi nefhi-
lega að taka með sér þessar örfáu
dollur sem má kaupa í fríhöfninni.
Sökum þessa urðum við okkur úti
um bjór hjá einum góðum aðila
hér í borg. Það gekk mjög vel fyr-
ir sig og okkur vom meira að segja
boðnar margar tegundir.
Yfir þessu gat vinur minn ekki
annað en brosað. Bæði yfir bjóm-
um og eins líka yfir þeirri löggjöf
sem leyfir ekki sölu bjórs í verslun-
um og lítur framhjá smygli og
annarri óáran eins og um saklaust
bamagaman væri að ræða.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Spurningin
Fórst þú á útsöluna í rík
inu?