Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 18
18 DV. FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986. DV. FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986. 31 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir • Carlos Salvador Bllardo, landsliðsþjálfari Argentínu, á fréttamannafundi i Mexíkó og til haegri fyrirliðinn Diego " Armando Maradona. | Fer gullið til Aigentínu? - læknirinn Bilardo veit sínu viti i I i I i I I I I I I I I i i i I L. Hann er einum leik frá heims- meistaratitlinum. Enginn landsliðs-. þjálfari HM-liðanna í Mexíkó hefur verið gangrýndur meira með fyrrum landsliðsþjálfara Argentínu, Cæsar Menotti, fremstan í flokki. Gagn- rýnisröddunum hefur þó fækkað síðustu daga. Enginn ásakar „stóra nefið“ um heimsku lengur og þeim fjölgar stöðugt sem kalla hann bara doktorinn. Calos Salvador Bilardo, þjálfari HM-liðs Argentínu, er 44 ára að aldri og doktorsnafhbótin er ekki af neinu titlatogi. Hann er einfaldlega læknir að mennt. Á leið Argentínu í úrslita- keppni HM var hann rakkaður niður heima fyrir. Aldrei hefur önn- ur eins gagnrýni verið þar á lands- liðsþjálfara. Það munaði ekki miklu að Argentína kæmist ekki í úrslita- keppnina. Fyrra markið gegn Perú í 2-1 sigrinum, sem öllu máli skipti, var skorað þegar tíu mínútur voru eftir af leiktímanum. Með sigrinum komst Argentína í úrslitakeppnina í Mexíkó en allir helstu knattspym- usérfræðingar Argentínu sögðu þá þegar að Argentína ætti enga mögu- leika í Mexíkó. í dag er Bilardo aðeins einum leik frá HM-gullinu. Þegar hann stund- aði nám í læknisfræði gekk hann sjaldan undir öðru nafiii en „stóra nef ‘ enda nef hans með þeim glæsi- legri, eins og beint úr grískum goðasögum. Kónganef. Læknir arg- entínska liðsins í Mexíkó er Raul Horario Madero, skólafélagi Bilardo í læknadeildinni. Óþekktir þjálfarar Þeir félagamir ásamt þjálfaranum, Carlos Oscar Patíhame, sem er að- stoðarþjálfari í Mexíkó, vom nær óþekktir, þegar þeir tóku við stjóm HM-liðs Argentínu. Bilardo hafði sem leikmaður að baki heldur lit- lausan feril hjá liðinu Estuiantes de la Plata. Það var þekkt lið áður. Vann suður-ameríska meistaratitil- inn þijú ár í röð á árunum 1968-1970. Þekkt þá fyrir mjög grófa leikmenn. 1968 lék það við Man. Utd um heims- meistaratitil félagsliða. Sigraði samanlagt í leikjunum tveimur, 2-1 (1-0 og 1-1). Sagt að liðið léki án bolta í leikjum sínum, níu af hverjum tíu spörkum leikmanna lentu í mót- herjunum. Það merkilega er-jafiivel ótrúlegt - að grundvallarhugmyndir Bilardos í knattspymunni eru komnar frá þjálfara þessa argentínska liðs á veldistíma þess, Osvaldo Cubeldia. „Hann var langt á undan samtíð sinni, einstaklega séður þjálfari og snjall að „lesa“ leikinn. Vissulega spiluðum við fast en það var gert of mikið úr þvf í fjölmiðlum,“ segir Bilardo. „Við vorum fyrsta liðið í Suður-Ameríku, kannski í heimin- um, sem lékum maður-á-mann. Eltum sérstaklega fremstu menn mótheijanna. Þetta höfúm við nú hvað eftir annað reynt, meðal ann- ars gegn Englandi í átta liða úrslit- ura. Það gafst vel gegn miðheijunum Lineker og Beardsley og stjómanda leiks Englands, Glenn Hoddle.“ Tók við af Menotti Carlos Bilardo tók við sem lands- liðsþjálfari Argentínu þegar Menotti I lét af störfúm 1982 eftir heimsmeist- | arakeppnina á Spáni. Hann hafði - áður verið landsliðsþjálfari Kólomb- | íu frá því hann hætti að leika ■ knattspymu 1975. Mikill styr um I hann í því starfi og þegar Kólombía I komst ekki í úrslit HM 1982 lét hann ■ af störfum þar. Hann hélt heim til I Argentínu, tók við sem þjálfari hjá ’ sínu gamla félagi, Estudiantes. Það | vann sinn fyrsta meistaratitil undir . hans stjóm frá því 1967 þegar hann | var sjálftir leikmað(ur með liðinu. | „Maður vinnur ekki neitt án aga, . einbeitni og æfinga. En taktíska ■ hliðin hefúr þó hvað mest að segja I þar þarf að breyta helst frá leik til 1 I I leiks," segir Bilardo og hefúr þar hugmyndir sínar frá Cubeldia. En það sigrar ekkert lið í heimsmeist- arakeppni án sterkra einstaklinga. I liði sínu hefúr Bilardo þann besta, Diego Armando Maradona. Undir | hans stjóm er Maradona allt annar ■ og betri leikmaður en á Spáni fyrir | fjórum árum. Þá lék harrn fyrir sjálf- g an sig, ætlaði allt að gera sjálfúr, I hundeltur af mótherjum. Nú leikur I hann fyrir liðið með stórsprettum á ■ milli. | „Þegar ég gerði Diego að fyrirliða | landsliðsins fékk hann meiri ábyrgð- _ artilfinningu. Hann er greindur og | veit að liðsheildin skiptir öllu máli ■ og samleikurinn. Að hann nýtir svo I einstaka hæfileika sína hefúr svo I sitt að segja. Það skorar enginn leik- ■ maður í heiminum nema hann mark I eins og annað mark hans í leiknum * við Englendinga,“ sagði Carlos I Salvador Bilardo að lokum. I hsím Sex mánaða banninu aflétt, viku- bannið staðfest og allt í háalofU - Mikil harka komin í mál Sigurðar Björgvinssonar efdr úrskurði dómstóls KSÍ. Tapar ÍBK þremur stigum? í gærkvöldi felldi dómstóll Knatt- spymusambands íslands úr gildi dóm sem héraðsdómstóll UMSK dæmdi í máli Sigurðar Björgvinssonar frá Kefla- vík en dómur undirréttar hljóðaði upp á leikbann til næstu áramóta. Ástæðan var sú að Sigurður sparkaði í afturend- ann á Gunnari Jóhannssyni dómara í æfingaleik með ÍBK í vor. Dómstóllinn vítti hins vegar Sigurð fyrir framkomu hans. Forráðamenn ÍBK, sem DV ræddi við í gærkvöldi, voru að vonum ánægðir með þennan úrskurð dómstólsins en Sex leikir íkvold Þrír leikir eru á dagskrá 1. deildar íslandsmótsins í knattspymu í kvöld og sömuleiðis þrír leikir í 2. deild karla. • í 1. deild mætast lið Breiðabliks og FH í Kópavogi og hefet leikur lið- anna klukkan tuttugu. • Víðismenn frá Garði leggja land undir fót og leika í Vestmannaeyjum gegn heimamönnum klukkan tuttugu. • Þriðji og síðasti leikur 1. deildar er svo viðureign Keflvfkinga og Þórs- ara frá Akureyri og verður ömgglega hart barist þar. • í 2. deild leika Völsungur og Ein- heiji á Húsavík klukkan tuttugu. • Víkingar frá Reykjavík ferðast norður í land og leika gegn KS frá Siglufirði á Siglufirði, • Loks leika í 2. deildinni KA og Njarðvík og hefet leikurinn á Akur- eyri klukkan tuttugu. -SK máli Sigurðar Björgvinssonar er þó hvergi nærri lokið. Vikubannið staðfest í fyrradag kom dómstóll KSÍ saman og staðfesti dóm héraðsdómstóls UMSK frá 11. þessa mánaðar þess efnis að Sig- urður Björgvinsson væri í leikbanni frá 11. júní til 18. júní vegna þess að hann hefði ekki mætt fyrir dómi á sínum tíma. Á þessum tíma lék Sigurður sem kunn- ugt er með ÍBK gegn Víði frá Garði og vann ÍBK þann leik. Víðismenn kærðu úrslit leiksins á þeirri forsendu að Sig- urður hefði verið í leikbanni og í gær var málið tekið fyrir á Suðumesjum hjá Iþróttabandalagi Suðumesja. Keflvík- ingar fóm fram á frest til 7. júlí til áð leggja fram vöm í málinu og fengu hann. Mikil harka í máli Sigurðar Eins og fram kemúr í viðtölum hér á síðunni em menn ekki á eitt sáttir varð- andi framgang mála fyrir leik ÍBK og Víðis. Samkvæmt staðfestingu dómstóls KSf í fyrradag á vikubanninu var Sig- urður ólöglegur með ÍBK gegn Víði og þvi kann svo að fara að Keflvíkmgar tapi stigunum þremur. Keflvíkingar em hins vegar mjög ósáttir við staðfestingu dómstóls KSÍ og telja sig hafa verið beitta blekkingum er þeir leituðu ráða hjá Jóni Steinari Gunnlaugssyni, for- manni dómstóls KSÍ, fyrir leik ÍBK og Víðis varðandi það hvort Sigurður væri löglegur eða ekki (sjá viðtöl annars staðar á síðunni). Annað „Jónsmál“ Svo virðist sem annað „Jónsmál" sé í uppsiglingu. í samtali við DV í gær- kvöldi sagði einn forráðamanna ÍBK að þeir myndu fara alla leið í þessu máli og ekkert yrði gefið eftir. Útlit er fyrir að nokkuð langur tími líði þar til endan- lega liggur ljóst fyrir hvort Keflvíkingar tapa stigunum sem þeir fengu gegn Víði. Tekur eflaust langan tíma Reikna má með því að nokkur tími líði þar til það verður endanlega ljóst hvort Sigurður var löglégur eða ekki. Vonandi verður þó úrskurðar ekki mjög langt að bíða þar sem mál af þessu tagi em ávallt leiðinleg og setja ljótan svip á viðkomandi íþrótt. _SK • Oddný Arnadóttir. Oddný setti „Jón Steinar sagði Sigurð löglegan“ - segir Kristján Ingi, form. knattspymuráðs Keflavíkur I I í gærkvöldi setti Oddný Ámadóttir, ÍR, | * nýtt íslandsmet í 400 metra hlaupi á móti . I í Svfþjóð. Oddný hljóp á 54,37 sek. en eldra * _ metið, sem hún átti sjálf, var 54,53 sek. ■ I Tveir aðrir íslenskir fijálsíþróttamenn I Ikepptu í gærkvöldi. Einar Vilhjálmsson I varð þriðji í spjótkasti og kastaði 73,50 ■ Imetra. Svíinn Dag Wennlund sigraði með I 76,36 metra. Þá hljóp Oddur Sigurðsson 400 ■ I metrana á 46,66 sek. sem er hans besti tími | ■ á þessu keppnistímabili. Ó/-SK. j „Það kom okkur ekki á óvart að dómstóllinn skyldi aflétta banninu á Sigurð til áramóta. Það var mjög rétt- látt. Hins vegar erum við furðu lostnir yftr staðfestingu dómstólsins á viku- banninu og sá úrskurður kom okkur mjög á óvart. Sá dómur getur engan veginn staðist," sagði Kristján Ingi Helgason, formaður knattspymuráðs Keflavíkur, í samtali við DV í gær- kvöldi er hann var inntur álits á nýjustu atburðum í máli Sigurðar Björgvinssonar. „Við höfðum samband við Jón Stein- ar Gunnlaugsson, formann dómstóls KSÍ, fyrir leik okkar gegn Víði. Við spurðum hann álits á því hvort okkur væri óhætt að láta Sigurð leika með gegn Víði ef við áfrýjuðum úrskurði héraðsdómstóls UMSK til KSÍ. Hann sagði að þá væri 100% öruggt fyrir okkur að láta Sigurð leika með. Ég hef aldrei staðið Jón Steinar að öðm en heiðarleika og trúi ekki að hann andmæli þessu.“ „Dæmdur sjö tímum fyrir boð- un“ „í skeyti því sem við fengum frá héraðsdómstól UMSK og lesið var fyrir Jón Steinar og okkur var til- kynnt um vikubannið á Sigurð Björgvinsson kom fram að Sigurður hafði verið dæmdur í bannið klukkan 10.00 þann 11. júní. Sigurður var hins vegar boðaður fyrir dóminn klukkan 17.00 sama dag. Það er því engu líkara en að búið hafi verið að dæma hann sjö klukkustundum áður en hann átti að mæta fyrir dómnum og það er greinilegt að margir gallar em á þess- um dómi. Þetta er orðið alveg fárán- legt mál og ég hef aldrei vitað aðra eins vitleysu. Ég vil taka það skýrt fram að ef fram hefði komið minnsti vafi á því að Sigurður væri ólöglegur gegn Víði hefðum við að sjálfeögðu aldrei látið hann leika. Við munum ekkert gefa eftir í þessu máli og sækja það eins langt og við þurfum," sagði Kristján Ingi. -SK Völler • Rummen- igge Garre Becken- Förster bauer Giusti Pascoli • Buruchage Vareno Maradona Þessir leikmenn leika úrslvtaleikinn á HM í Mexíkóborg á sunnudaginn Samvinnuferóir Landsýn Sigurður Björgvinsson - löglegur eða ólöglegur? „Rakalaus þvættingur‘ - segir Jón Steinar Gunnlaugsson „Þetta er alrangt, rakalaus þvætt- ingur sem tekur engu tali,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögfræðingur og formaður dómstóls KSI, í samtali við DV í gærkvöldi þegar undir hann vom borin ummæli Keflvíkinga þess efnis að hann hefði gefið þeim grænt ljós á Sigurð Björgvinsson fyrir leik- inn fræga gegn Víði. „Það er hins vegar rétt að bæði Hólmbert Friðjónsson, þjálfari Kefla- víkurliðsins, og lögfræðingur þeirra hringdu í mig og spurðu mig hvort ekki væri rétt að áfrýjun frestaði fram- kvæmd dóms. Því svaraði ég að sjálf- sögðu játandi. En að ég hafi á þeirri stundu vitað um úrskurð dómstóls UMSK er alveg út i hött. Ég hafði enga hugmynd um niðurstöðu dóm- stólsins, það er af og frá.“ „Af hverju voru þeir að hringja í mig?“ „Ég á dálítið erfitt með að skilja af hveiju Keflvíkingar vom að hringja í mig til að afla upplýsinga um það hvort Sigurður Björgvinsson væri lög- legur eða ekki. Af hveiju vom þeir að hringja í mig með hálfkveðnar eða engar vísur? Ég vil ítreka að ég sagði þeim aðeins að áfrýjun frestaði fram- kvæmd dóms. Mér hefði aldrei komið til hugar að segja þeim af eða á um hvort Sigurður væri löglegur eða ekki. Það er alrangt að ég hafi gert það,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson. -SK • Jón Steinar Gunnlaugsson lög- fræðingur. HANDKNATTLEIKS- ÞJÁLFARI Annarrar deildar félag í nágrenni Reykjavíkur óskar eftir þjálfara næsta vetur. Nafn og símanúmer skilist inn á auglýsingadeild DV í lokuðu umslagi merkt „T- 3575".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.