Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 36
4» FRETTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafir þú ábendingu eða I vitneskju um frétt - hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst, óháð dagblað FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986. ÍSS stofnað í gær: Rás 2 í sjónvarpi * íslenska sjónvarpsfélagið, hyggst hefja útsendingar í september, hefiir tryggt sér aðgang að flestum kapalkerfum landsins með stofnun landssamtaka, Islenskt svæðasjón- varp, ÍSS. Landssamtökin ætla að sameinast um tækjakaup, þýðingar- kostnað og fleira en aðalatriðið er að dagskrá Islenska sjónvarpsfélagsins verður send út í kapalkerfum sem þeg- ar eru til staðar á landsbyggðinni svo og þeim sem komið verður upp í fram- tíðinni. Samningur íslenska sjón- varpsfélagsins nær einnig til þeirra bæjarfélaga sem ætla að senda út sjón- varpsefni úr gervitunglum með milli- göngu lítilla skerma. Formaður ÍSS var kjörinn Hans K. » Amason, einn af forsvarsmönnum ís- lenska sjónvarpsfélagsins, varafor- maður er Skúli Pálsson, sem rekur kapalkerfi á Ólafsfirði, ritari er Her- mann Sveinbjömsson, ritstjóri Dags á Akureyri, og gjaldkeri Þórarinn Ágústsson, framkvæmdastjóri Sam- vers á Akureyri. Meðstjórnandi er Jón Óttar Ragnarsson. -EIR Hafskip: Útvegsbankinn afhendir skjöl Útvegsbankanum hefur verið gert að afhenda Rannsóknarlögreglu ríkis- ins ýmis skjöl með upplýsingum um reikninga viðskiptavina bankans. Ur- skurður þar að lútandi var kvsðinn upp í Sakadómi Reykjavíkur síðastlið- inn þriðjudag eftir að Útvegsbankinn hafði neitað rannsóknarlögreglunni um aðgang að skjölunum. Rannsóknarlögreglan fór fram á þessar upplýsingar vegna rannsóknar á gjaldþroti Hafskips hf. Reikningam- ir sem hér um ræðir munu flestir hafa verið á nafiii Hafskips en notaðir nær eingöngu af yfirmönnum fyrirtækis- «j^. Samkvæmt lögum um viðskipta- banka eiga skattrannsóknarstjóri og skiptaráðandi einir rétt á upplýsingum um bankareikninga án þess að þurfa fyrst að leita úrskurðar dómara. Vegna þess að rannsóknarlögreglan átti hér í hlut varð að vísa kröfunni til dómsstóla. -EA ALLAR GERÐIR SENDIBÍLA Skemmuvegur 50 LOKI Alltaf lendi ég í skúrunum! Fjáriög næsta árs: Reynt að koma halla í 1300 milljónir Ríkisstjómin reynir að koma hall- anum á fjárlögum næsta árs, 1987, niður í 1300 milljónir króna. Unnið er að gerð fjárlagufrumvarpsins fyrir næsta ár. Hallinn á ríkisrekstrinum verður greinilega um tveir milljarðar króna í ár þannig að við mikinn vanda er að etja. Þótt hallinn sé mikill í ár yrði hann enn meiri, eða yfir þrír millj- arðar, á næsta ári nema til kæmu ákveðnar aðgerðir til að draga úr honum. Það er einmitt það sem ríkis- stjómin vinnur nú að. Vinnuplagg í þá átt er í umferð í stjórnarher- búðimum. Forsætisráðherra sagði nýlega í DV að stefht væri að því að eyða hallanum í áföngum á næstu þremur árum. Takist að koma hall- anum á najsta ári niður í 1300 milljónir mundi eitt skref stigið í þá átt. Væri þá hugsanlega unnt að halda áfram þamæstu ár og minnka hallann skref fyrir skref. -HH Kóngur í ríki sinu. Hásætin eru að baki og konungssverðið við hliðina. Og hinn ungi „leikari" til i tuskið. Myndin var tekin á útisviði niðri á Lækjartorgi þar sem leikflokkur frá Danmörku flutti leikþátt. DV-mynd Óskar Borgarfjörður: Þrír bílar ónýtir eftir útafkeyrslu Þrír bílar em taldir ónýtir eftir að þeim var ekið út af vegi í Borgarfirði. Allar útafkeyrslumar áttu sér stað á sömu slóðum og virðast hafa orðið vegna þess að ökumenn hafa ekki átt- að sig á að ekki er hægt að hafa sama akstursmátann á slitlagi og malarvegi. Fyrsta útafkeyrslan átti sér stað við Þórisstaði en þar fór bíll út í á. Sú næsta varð er bíll fór ofan í gil á Geld- ingadraga og er ekki hægt að ná honum þaðan upp en ökumaður slapp með skrekkinn. Þriðja útafkeyrslan varð svo skammt frá Gufárbrúnni. Lítil slys urðu á fólki í þessum at- burðum sem allir urðu í gærdag. Nú er verið að leggja bundið slitlag á veginn á H valfj arðarströnd og er umferðinni því beint um Svinadal og Geldingadraga. Lögreglan í Mýra- ,og Borgarfjarðarsýslu vill af gefnu tilefhi benda ökumönnum á að vara sig á skiptingunni af bundnu slitlagi yfir á lélega malarvegi og haga akstri eftir aðstæðum hverju sinni. -FRI Veðrið á morgun: Skin og skúrir Á morgun verður hæð við Færeyj- ar en lægð á Grænlandshafi. Rigning verður því suðvestanlands en áfram sól fyrir austan. Hiti fer þar upp i tuttugu stig en verður á bilinu 13-16 stig fyrir sunnan og vestan þrátt fyr- ir rigninguna. Alþýðubandalagið: Stjórnin vildi engan fund um Guðmund Stjóm Alþýðubandalagsins í Reykjavík ákvað á fundi sínum í gær- kvöldi að efha ekki til sérstaks félags- fundar um málefni Guðmundar J. Guðmundssonar alþingismanns. Guðni Jóhannesson, formaður : stjómarinnar, lýsti því yfir í siðustu | viku að hann mundi fara fram á að slíkur fundur yrði haldinn fljótlega. I ályktun, sem stjórnin sendi frá sér í gærkvöldi, segir að ekki verði efnt til sérstaks félagsfundar um þessi mál en formanni félagsins, Guðna Jóhann- essyni, falið að fylgja þeim eftir „innan æðri stofiiana flokksins". „Ég er sæmilega sáttur við þessa niðurstöðu,“ sagði Guðni í samtali við DV i morgun. „Eftir að hafa ráðfært mig við stjómina og leitað álits henn- ar var ákveðið að taka á þessu máli með öðrum hætti.“ -EA í í 4 4 f 0 $ ■ í í ;

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.