Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Samanburður hitaveitukostnaðar á landinu: Getur munað 33.828 krónum á hús árlega - dýrast að hita upp á Akureyri Hitaveitukostnaður er víða stór liður í útgjöldum heimilanna. Marg- ir kvarta sáran og telja mismunandi hitunarkostnað hrópandi dæmi um misréttið milli byggða á landinu. í kjölfar kjarasamninganna í fe- brúar sendi iðnaðarráðherra hita- veitum landsins tilmæli um að lækka sína taxta, í samræmi við lækkun á ýmsum töxtum opinbera aðila. Margar hitaveitur brugðust skjótt við og lækkuðu taxtana, sumar héldu þeim óbreyttum en aðrar gerðu þveröfugt og hafa hækkað taxta sína. Dæmi eru um allt írá 7% lækkun í 61,9% hækkun. Ódýrast í Reykjavík og á Sauðárkróki Við lauslegan samanburð blaðsins á hitunarkostnaði nokkurra staða á landinu kemur í ljós verulegur mun- ur, eins og meðfylgjandi súlurit sýnir. í ljós kom að hitunarkostnað- urinn á Akureyri er langmestur en minnstur í Reykjavík og á Sauðár- króki. Haft var samband við hitaveitur og spurt hvað kostaði að meðaltali að hita upp 400 rúmmetra hús (einn- ar hæðar hús, ca 130-150 fermetra) á ári á viðkomandi stað. Það skal tekið fram að viðmiðun- amýting á heitu vatni var nokkuð mismunandi eftir stöðum. Sam- kvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra hitaveitna er í mörgum til- fellum, sérstaklega hjá dýrari hita- veitum, gert ráð fyrir mun mfnni nýtingu á heita vatninu en raun- verulega er og sýni mælingar hjá einstaka hitaveitum það ótvírætt. Kostar mest 47.220 á ári Eins og súluritið sýnir er dýrast að hita upp viðmiðunarhúsið á Ak- ureyri í samanburði við þá staði sem athugaðir voru. Það kostar 47.220 krónur á ári miðað við núverandi verðlag. Næstdýrasti staðurinn er Akranes, þar kostar 44.280 að hita upp viðmiðunarhúsið. Þá koma Vestmannaeyjar með 41.860 krónur og ísafjöröur með 40.000 krónur. Það skal tekið fram að á ísafirði er raf- magn notað til hitunar eða vatn sem hitað er upp með raftnagni. Á Egilsstöðum kostar hitun á við- miðunarhúsinu 27.750 og á Selfossi 18.565. Ódýrast er að hita upp húsið á Sauðárkróki og í Reykjavík, 13.986 krónur á Sauðárkróki en 13.392 í Reykjavík. Samkvæmt þessu er hitunarkostn- aður minnstur í Reykjavík. Það er þó vert að benda á að hitaveitan í Reykjavík miðar við minni meðal- talseyðslu en gert er á Sauðárkróki. Samkvæmt upplýsingum frá hita- veitunni á Sauðárkróki eru Sauð- krækingar aldir upp við lágan hitaveitukostnað og því eyðslusamir á heita vatnið. Samanburðurinn sýnir að hitunar- kostnaður viðmiðunarhússins getur numið allt frá 13.392 krónum á ári í 47.220 krónur. Mismunurinn er 33.828 krónur. Þannig er 33.828 krónum dýrara á Akureyri fyrir meðaltalsheimilið í viðmiðunarhús- inu að hita upp en fyrir samskonar heimili í Reykjavík. -KB Hi tavei t ukos tnaður' Svona gæti viðmiðunarhúsið litið út. Þetta hús er 400 rúmmetrar og 136 fermetrar og stendur við götuna Glæsibæ i Árbæjarhverfi í Reykjavik. Ef þetta hús stæði á Akureyri væri að meðaltali 33.828 krónum dýrara á ári að hita þaö upp. Súluritið sýnir áætfaðan meðaltalskostnað við aö hita upp 400 rúmmetra hús (einnar hæðar, 130-150 fermetra) á ári á hinum ýmsu stöðum á landinu. Upplýsingarnar eru frá hitaveitum viðkomandi staða. Súluritið sýnir að dýrast er að hita upp viðmiðunarhúsið á Akureyri. Það kostar 47.220 krónur á ári. í Reykjavík kostar hitun á sliku húsi 13.392 kr. og er það ódýrasti staðurinn. „Mér er óljúft að segja upp - segir Guðbjörg Egilsdóttir, deildarstjórí á Bamaspítala Hringsins „Mér er óljúft að segja upp starfi mínu hér en verð að gera það vegna of mikils álags og of lágra launa. Þetta starf er mjög krefjandi en gefúr manni mjög mikið á móti og ég gerði grein fyrir því í uppsagnarbréfi mínu að ef úrbætur yrðu gerðar vildi ég halda áfram,“ sagði Guðbjörg Egilsdóttir, deildarstjóri á deild 13 E á Bamaspít- ala Hringsins, í samtali við DV. í máli Guðbjargar kom fram að hún er upphaflega menntuð sem kennari en fór úr því starfi í hjúkrunarfræði- nám og hefúr því allan sinn starfsferil unnið með bömum. Hún hefur starfað Guðbjörg Egilsdóttir ásamt einum sjúklinga sinna, Hildi Rut Albertsdóttur. DV-mynd KAE. á Bamaspítala Hringsins sl. fjögur ár, þar af síðustu tvö árin sem deildar- stjóri. Hún er ein margra hjúkmna- rfræðinga sem sagt hafa upp störfúm á bamaspítalanum vegna starfsað- stæðna en ástandið á spítalanum er nú mjög slæmt vegna skorts á starfs- fólki eins og fram kom í umfjöllun DV í gær. Skerðing á persónufrelsi „Eins og ástandið hefur verið héma síðastliðið ár má kalla það skerðingu á persónufrelsi og hefur haft í for með sér mikla röskun á lífi þeirra sem eiga fjölskyldur, eins og ég. Vaktavinnan hér er mjög erfið vegna skiptinga og sveiflna á vinnu og hvíld- artíma og er það hluti vandamálsins við að fá fólk til starfa hér. Nætur- og helgidagavinnan er auk þess mjög illa borguð, aðeins um 45% álag að ræða og væri það strax til bóta ef við- unandi úrbætur væm gerðar á launum fyrir þá vinnu.“ sagði Guðbjörg. Guðbjörg sagði einnig að sér fyndist persónulega að minnka ætti vinnu- skyldu starfsfólksins úr 40 stundum í 32 stundir því þótt starfsfólkið ætti að vera hætt vinnu kl. 15.30 eða 23.30, eftir því hvaða vöktum það er á, væri oftast alls ekki um það að ræða að það kæmist þá strax heim. Skorturinn á starfsfólki hefði verið þannig að oft fengi það fólk, sem í vinnu væri, ekki lögboðna 8 stunda hvíld á milli vakta. Hún taldi að lágmarkskaup fyrir 100% vinnu hjúkrunarffæðinga ætti að vera a.m.k. 35.000 kr. á mánuði og sú hungurlús, sem hún kallar nætur- vinnuálagið, þyrfti að hækka vem- lega. „Það er ábyrgðarhluti fyrir ráða- menn þessa spítala þegar spítalinn missir fólk með mikla reynslu og þekk- ingu í starfi því þessi flótti er ekki bara bundinn við bamaspítalann held- ur flestar aðrar deildir sjúkrahússins. Það tekur mörg ár að vinna slíkt tap upp,“ sagði Guðbjörg. Hún vildi einnig geta um þátt sjúkraliðanna í þessu dæmi því þeir ættu til að vera utanveltu í umræð- unni...„sjúkraliðamir búa við sömu aðstæður og við. Hér á deildinni em 5 stöðugildi fyrir sjúkraliða þegar í raun er ekki hægt að reka deildina með minna en 8. Hér er stuðst við gamalt stöðugildakerfi sem fyrir löngu er orðið úrelt.“ Aðspurð hvað hún hygðist gera er uppsagnarffestur hennar rennur út sagði Guðbjörg að hún hefði ekki enn hugað út í það. Það sem væri fyrst á dagskránni væri að taka sér hvíld. -FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.