Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Síða 32
44 DV. FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Liza Minnelli eins og hún lítur út í dag. Feitt þykir ekki flott Alkóhólismi er vandamál sem margir hafa átt við að stríða og fer sjúkdómurinn ekki í manngreinar^ álit. Fólk undir miklu álagi vill oft verða bölvaldinum auðveld bráð og þá einkum ríkt og frægt fólk. Liza Minnelli sigraðist á þessu vandamáli sínu eftir að hafa verið í sjö vikna meðferð á hinni frægu stofnun Betty Ford, fyrrverandi forsetafrúar. Það sem einkum fékk Lizu til að horfast í augu við vandann var að henni var enn í fersku minni vofeifleg örlög móður sinnar, Judy Garland, sem varð áfengi og öðrum vímuefnum að bráð. Var hún staðráðin i að læra af ógæfu móður sinnar og lenda ekki sjálf í sama kviksyndinu. En nú er Lizu nýr vandi á höndum eða öllu heldur holdi því hún er orðin heldur þéttvaxin. Vinir hennar segja að Liza hafi einungis skipt um nautnalyf, í stað flöskunnar sé komin rjómakaka. Ofan á allt þetta bætast hjónabands- erfiðleikar en eiginmaður hennar, Mark Gero, fór ekki með henni í söngferð til Evrópu og jók það enn á einsemd söngkonunnar. Liza sjálf ér mjög niðurdregin vegna vaxtar- lagsins og óttast vinir hennar að þetta muni auka á þunglyndi söng- konunnar og jafnvel hleypa skrið- unni aftur af stað. Enn sem komið er hefur Liza látið brennivínið eiga sig ög hefur því nú heyrst fleygt að hún sé þegar farin að sýna aðhald við matarborðið. Liza ásamt móður sinni, Judy Garland. Hér sést hiö hugrakka fórnarlamb eyönisjúkdómsins ógnvænlega. Hefur þátturinn vakið talsverða at- hygli í Bandaríkjunum og gefíð mörgum von í baráttunni við þennan skaðræðissjúkdóm. En þó margir dáist að baráttu Tracy hafa ýmsir snúið við honum baki. Hann hefur ekki fengið hlutverk lengi og fær sennilega aldrei aftur. Móðir hans er alveg eyðilögð og hefur ekki enn fyrirgefið að fullu einkasyninum sem hún var svo stolt af. Hins vegar hafa þær Oleson-mæðgur í sjónvarpsþátt- unum reynst honum ómetanlegir vinir. Framundan er löng og erfið barátta en eins og Steve Tracy segir sjálfur: „Ef þú trúir því að þú munir lifa þá skiptir lfftíminn engu máli því þú lifðir lífinu lifandi." Steve Tracy á velmektarárum sínum ásamt „Nellie Oleson". Blautar kveðjur Þessi afkomandi Valla víðförla vandar gæslumanni sínum greini- lega ekkert kveðjumar og hefur þær blautar í þokkabót. Gæslumaðurinn ætlaði að láta rostunginn sýna ein- hverjar hlýðniæfingar áður en hann fengi að borða og reyndi ákaft að fá rostunginn til samvinnu við sig. Rostungurinn var þó eitthvað illa upplagður þennan dag og þegar hon- um fannst nóg komið af þessari vitleysu lét hann vin sinn fá það óþvegið. Fékk frekjudollan fiskana sína en gæslumaðurinn handklæði. Segir sagan að rostungar séu þverar skepnur og hniki aldrei frá ákvörðun sinni eins og manngreyið á myndinni getur sjálfsagt staðfest. Rostungar eru hinir mestu þvergirðingar. Eg mun berjast til síoasta blóðdropa Húsið á sléttunni var um árabil einn vinsælasti sjónvarpsþáttur hér- lendis. Þeir fjölluðu um fólkið sem var hamingjusamt þó oft væri þröngt í búi, fólkið'sem gafst ekki upp þótt erfiðleikarnir steðjuðu að heldur elfdist við hverja raun. Leikarinn Steve Tracy lék ekki stórt hlutverk í þessum þáttum en hefur samt til- einkað sér andann í þáttunum. Hann lék eiginmann puntudúkkunnar Nellie Oleson og þótti gera það vel. Eftir að þáttunum lauk hafði Tracy nóg að gera og segist hafa lifað hátt. Nú hefur gæfaii snúið við honum baki, leikarinn er orðinn eitt af fórn- arlömbum eyðnisjúkdómsins. Neitar að gefast upp Tracy segist hafa lifað mjög fjörugu kynlífi og hneigst til beggja kynja en hafi þó alltaf talið sig vera sam- kynhneigðan. Umræðan um sjúk- dóminn hafi ekki komist í hámæli fyrr en það var orðið of seint fyrir hann. En þrátt fyrir allt neitar hann að gefast upp. Hann segist hafa náð sér eftir áfallið sem hann fékk í fyrstu og nú er Tracy staðráðinn i að berj- ast með ráðum og dáð gegn dauðan- um. Hann kemur fram vikulega í sjónvafpi ásamt fleiri leikurum sem haldnir eru sjúkdómnum, þemað í þeim þætti er einfalt; enginn má gef- ast upp i baráttunni gegn eyðni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.