Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUR 27. JÚNl 1986. 11 Viðtalið Viðtalið Viðtalið Þórnnn Gestsdóttir, ritstjóri Vikunnar: Var heimavinnandi í átján ár „Ég er fædd og uppalin í Reykja- vík og er stolt af því að teljast Reykvíkingur," sagði Þórunn Gests- dóttir, nýráðinn ritstjóri Vikunnar. „Auk þess er ég vesturbæingur. Mér fannst ekkert sérstakt við það þegar ég var lítil, sú vitund kom síðar. Ég átti heima á Vesturgötunni, í húsi sem stendur enn og kallað er „West End“.“ Þórunn er fædd árið 1941. Þegar hún var ung stúlka þótti gott að komast í Kvennaskólann, þangað fóru aðeins þær bestu. Þórunn var ein þeirra. „ Við komumst vel af án karlmanna en það var ágætt að vita af þeim í íjarska. Að vísu lentum við stelpumar oft í verulegum vandræð- um fyrir árshátíðir þegar hver og ein átti að bjóða einum strák með sér. Það gat oft orðið mjög pínlegt." Sýndi tískufatnað í Danmörku Að loknu prófi í Kvennaskólanum hélt Þórunn til Danmerkur, lærði dönsku og fór síðan í tískuskóla. Hún ferðaðist um alla Danmörku og sýndi tískufatnað. Þórunn kom aftur til íslands 1960 og starfaði í tvö ár sem flugfreyja hjá Loftleiðum, eða þar til hún gekk í hjónaband árið 1962. Þórunn eignaðist fimm böm. „Ég gerði Iítið annað í 18 ár en að sinna bömunum og annast heimilisstörf- in.“ Ellert hringdi „Ég fór að vísu á námskeið í dag- skrárgerð hjá Ríkisútvarpinu árið 1978 sem endaði með því að ég hóf að gera útvarpsþætti. I eitt ár var ég einn af stjómendum þáttanna 1 vikulokin. Þetta var skemmtilegt ár og varð til þess að dag einn hringdi í mig Ellert Schram, þá ritstjóri Vís- is, og spurði hvort ég hefði ekki áhuga á að gerast blaðamaður á Vísi. Það varð úr og 1. október 1980 byrjaði ég i blaðamennsku. Þegar ég var á gamla Vísi hafði ég umsjón með opnu sem hét Fjöl- skyldan og heimilið. Eftir samein- ingu Dagblaðsins og Vísis tóku neytendamálin við, þá þingfréttir, síðan almennar fréttir og loks um- sjón með helgarblaði DV. Ég settist í ritstjórastólinn á Vik- unni með aðeins sólarhringsfyrir- vara. Flestar breytingar í lífi mínu hafa gerst mjög hratt. Slíkur lífsstíll á ágætlega við mig. En eftir stuttan reynslutíma hér á Vikunni held ég að þetta verði mjög skemmtilegt og fjölbreytt starf.“ Stjórnmál og félagsmál „Það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég settist í ritstjórastólinn á Vikunni að einhvem tíma, er bömin voru orðin stálpuð, labbaði ég á ftmd þá- verandi ritstjóra Vikunnar, Kristín- ar Halldórsdóttur, núverandi alþingismanns, og spurði hvort ein- hveija vinnu væri að fá. Svo reyndist ekki vera. Fleiri tilraunir gerði ég ekki til þess að verða blaðamaður og hugleiddi það starf ekkert fyrr en Ellert hringdi í mig.“ En Þórunn gegnir ekki aðeins störíúm móður og ritstjóra. Hún er á kafi í alls konar félagsmálum og stjómmálum. Hún er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, varaborgaríúlltrúi, starfar í Lions- hreyfingunni og lætur baráttu kvenna mjög til sín taka. Hún er eigandi að fyrirtækinu Síldarréttir hf„ ásamt núverandi sambýlismanni sínum, Agli Thorar- ensen, sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Þótt undarlegt megi virðast segist Þómnn stundum eiga frí frá vinnu og félagsmálum. „Þá nýt ég þess að vera heima með mínum nánustu.“ -KB Þórunn Gestsdóttir vermir nú ritstjórastólinn á Vikunni. DV-mynd PK Réttindalausir yfirmenn: undanþágur voru ve'rttar 1985 UmlOOO Landhelgisgæslan hefur að undan- förnu rekið skip til hafnar af miðunum í Húnaflóa, alls sex skip, vegna þess að um borð vom réttindalausir yfir- menn og í tveimur tilfellum hafði skip ekki fullgilt haffærisskírteini. Mjög mikið er um að yfirmenn á skipum, skipstjórar, stýrimenn og vél- stjórar, séu á undanþágum þar sem þeir hafa ekki rétta menntun til starf- ans. Alls veitti undanþágunefnd um 1000 slíkar undanþágur á síðásta úri en búist er við að þær verði eitthvað færri í ár. Að sögn Ástvalds Magnússonar, skrifstofustjóra Siglingamálastofn- unar em undanþágur til skipsstjóm- arréttinda ekki veittar nema viðkomandi hafi verið á undanþágu áður. Nú þyrftu menn að borga fyrir þær og væm peningamir settir i sjóð sem hefur það hlutverk að bæta menntun sjómanna. Undanþágur em nauðsynlegar því á mörgum stöðum úti á landi fast ekki menn með réttindi til að vinna þessa vinnu vegna launakjaranna. -FRI OPIÐ A MORGUN LAUGARDAG Fótboltagetraun DHL: íslendingur hlaut Mexíkóferð í verðlaun íslendingur, Hrafri Margeir Heim- isson, var einn af 21 vinningshafa í fótboltagetraun DHL-flutningafyrir- tækisins sem efnt var til snemma á þessu ári. Þrautin var að staðsetja bolta á mynd sem teiknuð hafði verið af fótboltaleik og tóku um 103 þúsund manns frá 120 löndum þátt í keppn- inni. Hrafn datt þama heldur betur í luk- kupottinn og hlaut í vinning ferð til Mexíkó til að sjá úrslitaleik heims- meistarakeppninnar í fótbolta. Vinn- Hér sést Hrafn taka við verðlaununum úr hendi Jóns Guðnasonar, fram- kvæmdastjóra DHL á íslandi. Hrafn var einn af 103 þúsund keppendum um vinninginn. S VARA HLUTIR ingshafar hittust sl. sunnudag í Miami og Los Angeles þaðan sem þeir urðu samferða til Mexíkó. Þar munu þeir dvelja á fyrsta flokks hóteli og fylgjast með fótboltaleikjum vikunnar. Há- punkturinn er auðvitað úrslitaleikur- inn sem verður 29. júní á Aztec-leik- vanginum. DHL sá um flutning allra skjala og efnis vegna heimsmeistarakeppninnar og efúdi til getraunarinnar af því til- efúi. -S.Konn. KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2. Sími 686511. Minna en 1% fita. Diet nautahakk 399,- Nautahakk aðeins 250,- 5 kg. í poka. Lambahakk 210,- Kindahakk 185,- Baconsneiðar 275,- Baconstykki 199,- Marinerað lambal. 310,- Marineraðar lambakótel. 328,- Marineraðar lambasn. 366,- Marineruð lambasteik 218,- Krydduð lambarif 126,- Svínabógar, reyktir, 290,- Nýr svínsbógur 247,- Reykt svínalæri 295,- Ný svínalæri 245,- Svínarif 178,- ítalskt gúllas 370,- kr. kg. Londonlamb, 1.fl„ 375,- Londonlamb, 1.fl„ 375,- alia vikuna STIMPLAR SLÍFAROG HRINGIR AMC Mercedes H Buick Benz 240 D | BMC dísil Mercedes H BMW Benz 300 D S Chevrolet Mercedes | Benz314D | Cortina Mercedes S Datsun Benz 352 D 5 bensín— dísil Mercedes § Dodge Benz 355 D k Escort Perkins 3.152 § Ferguson Perkins4.108g Fiat Perkins 4.203 H Ford Perkins 4.318 Ö D300 - D800 Rerkins 6.354 E Ford Traktor Peugeot Ford Transit Pontiac c Ford USA Range Rover c International Renault Isuzu dísil Saab c Lada Simca Landrover Subaru c Mercedes Taunus Benz180 D Toyota c i Mercedes Volvo bensín c iBenz 220 D i i — dísil c P JÓNSSON&CO? SKeifan 1 7 s . 84515 — 84516Í ísznjzjznjzjuzjuuzjzjzjzjzjzjuuzjzs 0 3 7 2 7 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.