Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986. 13 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Þessi rabarbari er nú i ailra stærsta lagi, en engu að síður er það rabarbari eða rabarbarablöð sem málið snýst um. Notið rabarbara til að halda blað- lús í skefjum Hafsteinn Hafliðason garðyrkju- íræðingur á sniðuga uppskrift að seyði sem úðað er á plöntur til að halda blaðlús í skefjum. Hann var til í að gefa okkur upp uppskriftina og hér kemur hún: Blöð af rabarbara eru brytjuð niður og lögð í bleyti í ryðfrían stálpott og suðan látin koma hægt upp. Er suðan er komin upp er potturinn látinn standa og seyðið látið kólna af sjálfu sér. Þegar það hefúr kólnað er vökv- inn síaður frá. Gott er að leysa upp matskeið af grænsápu i hvem lítra af vökvanum sem er síðan settur á glerfl- öskur og geymdur þannig. Þegar úðað er á plöntumar skal einum desílítra af þessum vökva bætt við 1-2 lítra af vatni sem svo er úðað yfir plöntumar. -RóG. Hve mikill þvottur má fara í vélina í einu? Flestar sjálfvirkar þvottavél- ar taka 4 eða 5 kg af þurmm þvotti. Mikilvægt er að þvott- urinn, sem látinn er í vélina hverju sinni, sé sem næst þeirri þyngd sem vélin er gefin upp fyrir. En hve mikið af þvotti er í 4 eða 5 kg? Hvað vegur hvert stykki? Við rákumst á upplýsingar þar um í bæklingi frá Kven- félagasambandi íslands, í samantekt Sigríðar Haralds- dóttur. Lak 5-700 g sængurver 7-800 g koddaver 150 g leirþurrka 100 g handklæði 150-400 g dúkur(160xl60 cm) 600 g skyrta 250 g baðmullarbolur handa full- orðnum 100 g karlmannsnærföt(bolur og - buxur) 300 g kvenmannsnærbuxur 50-100 g gallabuxur handa fullorðnum 6-800 g sloppur 300 g Allur þessi þvottur vegur sam- tals 4,6 kg. -A.BJ. Vel tekið eftir gömlum myndum Síðastliðinn föstudag birtum við fyrirspum frá lesanda um hvar hægt væri að fá tekið eftir gömlum mynd- um og þá hvar hægt væri að vænta góðs árangurs því misjafhlega tekst víst til í þeim efnum. Neytendasíðan hefur fengið ábendingar frá lesend- um. Hjá Nón h/f, Hverfisgötu 105, var okkur tjáð að vel heppnist slíkar eftirtökur, einnig hjá Hraðmyndum, Hverfisgötu 59. -RóG. MYNDBANDALEIGUR ATHUGIÐ! NÝJAR ÚRVALSMYNDIR TIL DREIFINGAR í DAG Flóttinn frá Moretonflóa Aðalhlutverk: Trevor Howard, Susannah York, John Waters. Frábær áströlsk kvikmynd með úrvals- leikurum. Ástralía 1836. Hingað hafði siðmenningin ekki enn náð. Hér giltu lög- mál frumskógarins. Leitin að hinum týnda Alvin Aðalhlutverk: Alan Finney, Noel Ferrier, Graeme Blundell. Bráðskemmtileg ástr- öisk grinmynd. Ein vinsælasta grinmynd sem sýnd hefur veriö i kvikmyndahúsum í Ástraliu. Hefndin Aðalhiutverk: Lance Kerwin, Connie Stev- ens, Red Buttons. Bandarísk úrvalsmynd um hinn unga og hæfileikarika Nick Pallas sem vill láta draum sinn rætast. Hann verður þess fljátt áskynja að á bak við skrautlega framhlið lífsins býr afbrýði, ást og þján- ing. uaui vmmmv «<**Roœedlí ISLCNSKUR l'tXll Trevor Uomint & Smannah York FLÓTTINN FRÁ MÖRETONFLÓA Einkaréttur og dreifing: ARNAR-VIDEO MYNDBANDAUMBOÐ SÍMI 82128 Okkar árlega tj aldasýning verður um helgina, laugardag og sunnudag. VIÐ TJÖLDUM ÖLLU SEM VIÐ HÖFUM, ÆGISTJÖLDUM, HÚSTJÖLDUM, GÖNGUTJÖLD- UM, SAMKVÆMISTJÖLDUM. g i Eyiaslóð 7, Reykjavík - Pósfhólf 659 Simar 14093-13320 Nalnnr. 9879-1698

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.