Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986. 5 Fréttir Fréttir Þær sjá um að selja ferðamönnum snarl, öl og sælgæti í greiðasölunni við Skógafoss í sumar. Greiðasala við Skógafoss Opnuð hefur verið greiðasala við Skógafoss undir Eyjafiöllum. Er það í fyrsta skipti sem boðið er upp á slíka þjónustu við fossinn. Ýmsar framkvæmdir hafa verið á svæðinu umhverfis Skógafoss til að aðlaga það þörfum ferðamanna. í fyrrasumar var tjaldstæði tekið í notk- un. Það hefur verið lagfært enn frekar nú fyrir sumarið. I bamaskólanum rétt hjá eiga ferðamenn að láta skrá sig. Þar geta þeir einnig fengið ýmsar upplýsingar sem að gagni mega koma. Hér á landi eru nú stödd 25 grænlensk ungmenni á aldrinum 10 til 14 ára og er tilgangur fararinnar að æfa fótbolta. Hópurinn kom hingað á vegum Útsýnar og Hópferða Péturs og æfa fótbolta tvisvar á dag undir leiðsögn þjálfara hjá KR- heimilinu. Þau munu snúa heim til Julianehab á Grænl- andi um mánaðamót eftir stífa þjálfun í islenskum fótboita. Mynd: PK „Námsmönnum beint heim til náms“ „Helstu breytingamar em að hætt er að veita námslán til greiðslu skóla- gjalda í fyrri hluta námi ef nám er hægt að stunda hér heima og að náms- styrkir verða ekki lengur dregnir frá láni. Tekjufrádráttur lækkar úr 75 í 65%.“ Þetta sagði Sigurbjöm Magn- ússon, fúlltrúi menntamálaráðherra í stjóm Lánasjóðsins, um nýju úthlut- unarreglurnar. „Þetta er fyrsta skrefið í að beina námsmönnum heim til náms. Við telj- um að þetta sé mikil skerðing á vali námsmanna hvar þeir stunda nám,“ sagði Bjöm Rúnar Guðmundsson, for- maður Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. „Þetta kemur óvænt og kemur illa við marga sem hugðu á nám í hinum enskumælandi löndum sem þetta snertir mest. „Mér sýnist vera óvarlega farið við fyrstu sýn,“ sagði Eyjólfur Sveinsson, formaður stúdentaráðs, rnn nýjar út- hlutunarreglur Lánasjóðsins. „Ég tel að það sé mjög erfitt í fram- kvæmd að meta hvaða nám er hlið- stætt námi við Háskólann hér heima og hvað ekki. Ég tel að það sé vafa- samt að lána ekki til fyrri hluta náms. Ég held að það gleymist að hér er um lán að ræða og eins og kemur fram í skýrslu menntamálaráðherra um mál- ið borga langflestir lán sin fullu til baka. En það eru líka jákvæð atriði i þessu, til dæmis að tekjufrádráttur er lækkaður." Eskifjörður: Góður afli Regína Thorarensen, DV, Eskifiröt- Góður afli hefúr borist á land á Eski- firði að undanfomu, að sögn Kristjáns Guðmundssonar skrifstofumanns hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar. Fyrirhelgi kom Hólmanes SU 1 með 187 tonn af Vestfjarðamiðum. Allt var það góður þorskur, nema 25 tonn sem vom ýsa, grálúða, karfi o.fi. Þá kom Hólmatindur SU 220 með 165 tonn, einnig af Vestfjarðamiðum. Þar var uppistaðan þorskur. Það má því segja að þessi tvö skip hafi náð „ráðherratúrum" í þetta skiptið. Jón Kjartansson SU 111 hefúr verið gerður ut á rækju að undanfomu. Hann landaði á Eskifirði 12 tonnum og 770 kílóum af rækju í blokk og að auki 5 tonnum og 275 kílóum af rækju á Japansmarkað. Einnig hafði hann fengið 5 tonn af grálúðu. Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Mannlaus og stjórn laus Múlahreppur Nú ríkir undarlegt ástand í sveitar- stjómarmálum í Múlahreppi í Aust- ur-Barðastrandarsýslu, hreppurinn er í raun mannlaus meiri hlutann af ár- inu og íbúar tóku þá ákvörðun að kjósa ekki nýja sveitarstjóm. Samkvæmt nýjustu tölum em ein- ungis 13 íbúar skráðir í Múlahreppi og þar af em 9 á kjörskrá. Þetta fólk er allt búsett annars staðar á landinu en hefur flest einhveija sumarsetu í hreppnum vegna hlunninda sem þar fylgja jörðunum. Það vakti athygli er skattstjóri Vestfjarðaumdæmis aug- lýsti í útvarpi eftir oddvita Múla- hrepps, eftir árangurslausar tilraunir til að ná í hann í Reykjavík. Oddvit- inn, Jón Finnbogason, sem í raun hefur ekkert umboð lengur, hafði svo samband við skattstjórann og skýrði honum frá útsvarsprósentunni sem „íbúar “ Múlahrepps munu greiða. Svo virðist sem engum hafi verið til- kynnt um að kosningar fæm ekki fram og hafa menn árangurslítið reynt að fá skýringar á stöðu mála. Félags- málaráðuneytið hefur yfirumsjón með sveitarstjómarmálum. Hallgrímur Dalberg sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin í þessu máli, enda næðist ekki í neina sem hlut eiga að því. „Það gæti jafrivel farið svo að ég fari að fordæmi skattstjórans og auglýsi eftir oddvitanum í útvarpi og biðji hann að gefa sig fram,“ sagði Hallgrímur að lokum. -S.Konn. Rattan HUSGOGNIN KOMIN VIDEO LUX hvíldar stóllinn Úrvals stóll á frábæru verði Notiö tækifærið að skoða glæsileg húsgögn í glæsilegu umhverfi TM-HUSGOGN SÍÐUMUL A 30 SÍMI68-68-22 LEIÐIN LIGGUR í LÆKJ ARKOT - LEIÐIN LIGGURÍ LÆK J ARKOT - LEIÐIN LIGGUR í LÆK JSRKOT -LEEDIN LIGGUR í LÆKJARKOT Hvað er að ske 1 Hafnarfirði? l.Z.'i HEILDSOLUVERÐ TIL 30. JÚNÍ!!!! LÆKJARKOT býður Útitex + Rex þakmálningu/þakgrunn og önnur útiefni frá Málningarverksmiðjunni Sjöfn - á verði sem enginn lætur framhjá sér fara LITRINN FRA AÐEINS 153 í 10 ltr. pak, ATH.: Opið til kl. 7 á föstudögum og alla laugardaga í sumar frá kl. 9-12 Nú á enginn lengur erindi í málningar- verksmiðjurnar til að kaupa þar á hærra verði! Mikið úrval af öðrum byggingavörum i ö LEIÐIN LIGGUR I IIIAmiOT LÆKJARGATA 32 PÓSTH.53 HAFNARFIRÐI • SlWII 50449 1 LEDDIN LIGGUR í LÆKJARKOT - LEIÐIN LIGGUR í LÆKJARKOT - LEIÐIN LIGGUR f LÆKJARKOT - LEIÐIN LIGGUR 1 LÆKJARKOT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.