Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986. 7 Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Lóranstöðin á Gufuskálum: Leiðir um hálendið eru flestar ennþá ófærar jeppum. 140 x 190 sm. Bleikt, grátt, rautt Verð m/dýnu kr. 17.498 stgr. Hér sést að hvað hæð varöar er lóranstöðin í harðri samkeppni. Hálendisvegir ennþá ófærir Helstu leiðir um hálendi íslands verða ekki orðnar færar fyrr en viku af júlímánuði, að sögn Hjörleifs Ólafs- sonar vegaeftirlitsmanns. Opnast leiðimar í ár viku til tíu dögum seinna en venjulega. Búist er við að leiðir um Kjöl, Kaldadal, í Landmannalaugar, Öskju og Kverkfjöll opnist jeppum um 6. júlí, Sprengisandsleið um 10. júlí og Fjalla- baksleiðir um miðjan júlí, sú syðri kannski seinna. Uxahryggir eru þegar færir, svo og Hólssandur frá Grímsstöðum á Fjöll- um niður í Öxaríjörð. Jeppum er fært um Öxarfjarðarheiði og í Herðubreið- arlindir. Á Vestfjörðum hafa Steina- dalsheiði og Þorskafjarðarheiði opnast. -KMU „Þetta mastur er hærra en Eifíel- tuminn og er svipað á hæð og Empire State og er hæsta mannvirki á Islandi og þó víðar væri leitað,“ sagði Stefán Þór Sigurðsson, rafeindavirki í Lóran- stöðinni á Gufuskálum sem er í útjaðri Hellissands á Snæfellsnesi. Fjögur hundruð og tólf metra hátt mastur lóranstöðvarinnar hvarf upp í skýin eins og himnastigi er DV var þíir á ferð og var ekki laust við að manni þætti við hæfi að hafa upp- gönguleið í himnaríki á næstu grösum við aðganginn að miðju jarðar. Jules Veme setti innganginn að neðra í Snæfellsjökul en bjó ekki til himna- stigann. Upp á milljónasta úr sekúndu Ameríska strandgæslan kom hins vegar upp mastrinu og lóranstöðinni og frá þessum stað hefur verið sent út eitt öldungis stórmerkilegt hljóð- merki í rúman aldarfjórðung. Með þvi að reikna út hversu lengi hljóðmerki er að berast frá stöðinni á Gufuskálum og tveimur öðrum geta skip reiknað út á auðveldan hátt staðarákvörðun sína. Og það er ekkert um það bil í því dæmi. Sérfræðingar lóranstöðvar- innar fylgjast með nákvæmni hljóð- merkisins svo ekki muni nema milljónasta úr sekúndu. Lögð niður? Bandaríkjamenn hafa tilkynnt að þeir hætti rekstri lóranstöðva eins og þeirrar á Gufúskálum árið 1992. En verður stöðin þá lögð niður? Hvað verður um staðarákvarðanir íslenska flotans, Stefán Þór Sigurðsson? „Ég tel að það sé alveg ljóst að lór- ankerfið verður ekki lagt niður, það er alltof mikilvægt og hagkvæmt til að svo megi verða. íslenskir skip- stjómarmenn leggja mikla áherslu á að því verði viðhaldið. Sem dæmi um það má nefha að mörg skip hafa allt upp í fjögur „lóran“tæki um borð sem gerir þeim kleift að nota sér hljóð- merki okkar. Flotinn notar þetta til að miða út staðsetningu skipanna og einnig til að miða út net og svo auðvit- að í björgunarstörfum. Þyrluflugmenn hafa sagt mér að það sé hægt að lenda Stefán Þór Sigurðsson: „Nákvæmni upp á milljónasta úr sekúndu." DV-myndir Ásdis B. Schram. þyrlu með því að nota staðarákvörðun með lóranmerkjum. Það munar ekki nema tug metra þegar best lætur.“ Rússarnir gætu notað það Lórankerfið er notað við staðará- kvarðanir á öllu Norður-Atlantshaf- inu, „rússneskir kafbátar geta notað það ef þeir vilja“, segir Stefán. Lórank- erfið byggist upp á lóranstöðvum á íslandi, Grænlandi, Norður-Noregi, Jan Mayen og Norður-Þýskalandi. „Þetta. merki, sem við sendum út, er býsna flókið fyrirbæri. Það er verið að fínpússa það svo hraðinn sé tuttugu míkrósekúndum (einn milljónasti úr sekúndu) meiri eða minni.“ Tækjabúnaðurinn er eftir því. Það er engu líkara en maður sé kominn um borð í geimstöð þegar litast er um í Lóranstöðinni á Gufuskálum. Undir mastrinu mikla er sendirinn sem allt byggist á. Gríðarlegur straumur er á mögnunartækjum sem þar er að finna. Það er heldur ekki tekin nein áhætta. Til að komast að viðkvæmasta búnað- inum þarf að opna Qölmargar skrár og i réttri röð, hverja á fætur annarri, til að ljúka upp læstum dyrunum. Sámur frændi borgar brúsann Fávísum blaðamanni verður star- sýnt á mastrið og tekur eftir þvi að það mjókkar niður. Hann ýjar að því við Stefán Þór að mastrið geti kannski verið valt. „Nei, hreint ekki. Það er alveg tryggt, stendur á- olíufylltum keramikstöplum, auk þess sem mikið víravirki togar í það og sér um að það sé á sínum stað.“ Póstur og sími rekur lóranstöðina en bandaríska strandgæslan borgar brúsarm. Sérfræðingamir, sem sjá um reksturinn, fengu starfsþjálfun á staðnum en fóru einnig á námskeið ytra. Tólf manns vinna þama að stað- aldri, þ. á m. 5 tæknimenn og 4 vél- stjórar. „Það er fínt að vera héma undir Jökli. Nei, ég tek ekki eftir þessum rafmögnuðu áhrifum sem maður á að verða fyrir. Og reyndar mætti lóran- stöðin vera á Egilsstöðum f\rír mér. Það er sannarlega betra veður þar,“ sagði Stefán Þór. ás Járnrúm 90 x 190 sm. Bleikt, grátt, rautt Verð m/dýnu kr. 11.621 stgr. Mastrið á lóranstöðinni er skýjum of- ar. „Stundum er ský á miðjunni en toppurinn i heiðríkju,“ segir Stefán Þór. Vörumarkaðurinn hf. Ármúla la. Sími 686112 Mastrið er hærra en EHTelturninn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.