Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Side 28
40 DV. FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986. Utvarp Sjónvarp Bjöm S. Lámsson hótelstjóri: HringvegsþsBttímir em stórskemmtilegir Ég leyfði rás 2 að ganga í gær- kvöldi, mér finnst yfirleitt ágætt að hlusta á hana með öðru eyranu, þetta er yfirleitt þægileg tónlist sem þeir spila þar. Þættimir eru raunar allir ósköp keimlíkir nema þeir hafa hver öðrum skrautlegri titla. Svavar Gests sker sig að vissu leyti úr með sína þætti. Mér finnst gaman að heyra þegar hann spilar gömlu góðu lögin og líkar vel við Svavar sem útvarpsmann, í hófi þó. Þættimir Á hringveginum em ansi skemmtilegir og sniðug hugmynd. Ég fylgdist vel með fyrstu þáttunum, hef þó minna getað hlustað á þá upp á síðkastið. Ég ætla samt að reyna að fylgjast með þeim í sumar. Ég á mér enga sérstaka uppáhaldsþætti í útvarpinu en hlusta oft á Morgun- vaktina sem er mjög góð. Ég sakna dálítið þáttanna hans Bjama Sig- tryggsonar frá í vetur sem snerust um markaðsmál. Það mætti alveg halda áfram með fleiri þætti um svip- að efni. Svo reyni ég að hlusta sem mest á fréttir í útvarpinu og missi aldrei af kvöldfréttum. Ég horfi mikið á sjónvarp og er í fljótu bragði ánægður með efiiið í því þótt vel mætti koma með meira af íslensku skemmtiefni. Þessar sápusyrpur eins og Hótelþættimir &mst mér alveg ömurlega lélegir. Iþróttunum em gerð góð skil í sjón- varpinu og er ég alveg hæstánægður með það, ekki síst með fótboltann frá HM. Ég er búinn að fylgjast vel með flestum fótboltaleikjunum enda Skagamaður og hef mikinn áhuga á þessu. Ég held að flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi í sjónvarpinu, nú, ef svo er ekki þá er bara að nota takkann. -BTH Ástríður Guðjónsdóttir lést 16. júní sl. Hún fæddist 19. maí 1904 á Akranesi, dóttir hjónanna Margrét- ar Helgadóttur og Guðjóns Tómas- sonar. Ásta giftist Einari Einarssyni en hann lést árið 1976. Þeim hjónum varð þriggja bama auðið, em tvö á lífi. Utför Ástríðar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Guðfinna Vigfúsdóttir lést 21. júní sl. Hún var fædd 30. apríl 1893 í Hlíð undir Eyjafjöllum. Foreldrar hennar voru Þóra Jónsdóttir og Vigfús Ein- arsson. Guðfinna giftist Sigurjóni Jónssyni en hann lést árið 1953. Þeim hjónum varð tveggja dætra auðið. Útför Guðfinnu var gerð frá Dóm- kirkjunni í morgun. Kjartan Ólafsson, vörubifreiðar- stjóri, Miklubraut 28, er látinn. Ymislegt LJÓSMYNR4 Ljósmyndablaðið Nú er komið út nýtt íslenskt tímarit sem heitir Ljósmyndablaðið. Eins og nafnið bendir til fjallar það um ljósmyndun sem tómstundagaman, birtir úrval litmynda og svarthvítra mynda jafnt atvinnu- sem áhugamanna, auk fjölbreytts annars efnis er tengist ljósmyndun. Þetta mun vera fyrsta tímarit sinnar tegundar sem gefið er út hérlendis. Fyrsta tbl. er 32 síður og áætlað er að það komi út ársfjórðungs- lega. Litgreining og filmuvinna fór fram á Prentstofunni hf. en prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Útgefandi Ljósmyndablaðs- ins er Háljós og skuggar sf., pósthólf 4371, 124 Reykjavík. Málverkasýning í Þrastalundi Jörundur Jóhannesson sýnir um þessar mundir olíumálverk í veitingastofunni Þrastalundi i Grímsnesi. Á sýningunni eru 12 verk og eru þau öll til sölu. Sýningin stendur til 13. júlí. Listasafni Háskóla íslands hafa að undanförnu borist stórgjafir frá ýmsum velunnurum þess. í tilefni þess að Þorvaldur Skúlason listmálari hefði orðið áttræður þann 30.4. gáfu hjónin Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sverrir Sigurðsson safhinu stórt olímálverk eftir hann frá árinu 1947, 140x155 sm að stærð. Einnig minntist Guðmunda Andrésdóttir list- málari þess dags með því að færa safhinu að gjöf málverk eftir sig, frá árinu 1976, 95x85 sm. að stærð. Þá færði dóttir Þor- valds heitins, Kristín Skúlason, safninu að gjöf úr dánarbúi hans 6 olíumálverk og 203 vatnslitamyndir, álímingar, krítar- myndir og vinnuteikningar. Af öðrum nýlegum gjöfum er að nefna að Hafsteinn Austmann listmálari færði safninu mál- verk eftir sig frá árinu 1954, 50x79 sm að stærð, „til minningar um Þorvald Skúla- son“ og Ríkharður Valtingojer svartlista- maður gaf safninu 41 handþrykk eftir gömlum prentmótum íslenskra bóka- skreytinga frá árunum 1584-1820. Lista- safn Háskóla Islands þakkar þann hlýhug sem felst í gjöfum þessum, en með þeim, fyrri gjöfum og kaupum þess sjálfs á lista- verkum hefur það nú aukist úr 140 verkum við stofnun í nær 400 listaverk á þessu sumri. Svo sem í fyrrasumar, mun safnið vera opið í húsakynnum sínum í Odda (nýbyggingu Háskólans beint upp af Norr- æna húsinu) allan síðari hluta sumars, þótt það verði nú op.uað nokkru síðar en ætlað var vegna frágangs á húslóðinni. Fréttatilkynning frá fjármála- ráðuneytinu Fjármálaráðherra hefur skipað Sigmund Stefánsson, núverandi skattstjóra á Skatt- stofu Reykjan.esumdæmis, skattstjóra Reykjanesumdæmis frá 1. júlí nk. að telja en þá lætur Sveinn Þórðarson af störfum fyrir aldurs sakir. Auk Sigmundar sóttu þeir Ingvar J. Rögnvaldsson lögfræðingur og Magnús Jóhannesson um embættið. Tveir prestar kjörnir Atkvæði hafa verið talin í tvennum prest- kosningum sem fram fóru um leið og sveitarstjómarkosningar í viðkomandi byggðalögum. Úrslit voru þessi: Lauga- landsprestakall í Eyjaijarðarprófast- dæmi: Umsækjandi var einn, séra Hannes Örn Blandon. Á kjörskrá voru 659, at- kvæði greiddu 431 eða 65.4%. Umsækjandi hlaut 418 atkvæði en 13 seðlar voru auð- ir. Sr. Hannes Örn Blandon er þannig kosinn sóknarprestur i Laugalandspre- stakalli. Sauðanesprestakall í Þingeyjarprófastsdæmi: Umsækjandi var einn, sr. Ingimar Ingimarsson, settur prestur þar. Á kjörskrá voru 469, 316 greiddu atkvæði eða 67.45%. Umsækjandi hlaut 291 atkvæði, 24 seðlar voru auðir og einn ógildur. Sr. Ingimar Ingimarsson er þannig kjörinn sóknarprestur í Sauða- nesprestakalli. Fyrsta stéttartal viðskipta- fræðinga og hagfræðinga á íslandi Unnt er að flytja þær ánægjulegu íréttir að fyrsta stéttartal viðskiptafræðinga og hagfræðinga er komið út. I febrúar 1982 ákvað stjórn Félags við- skiptafræðinga og hagfræðinga að ráðast í útgáfu ritsins í samvinnu við Almenna bókafélagið. Brynjólfur Bjamason, Gylfí Þ. Gíslason og Tryggvi Pálsson voru skip- aðir í ritnefnd en síðar bættist í hópinn Kristján Jóhannsson, forstjóri AB. Að baki ritverks sem þessa liggur mikil og tímafrek nákvæmnisvinna. Hefur rit- nefndin notið ómetanlegrar aðstoðar margra aðila en hlutur Klemensar Tryggvasonar, fyrrum hagstofustjóra, og Kristínar Bjamadóttur BA ber þar hæst. Samtals 1135 æviágrip í aðalhluta talsins em æviágrip hagfræð- inga og viðskiptafræðinga sem luku prófi fram til 1982, þar af 174 með erlend próf. Ljósmyndirfylgja á gripunum. 1 sérstökum kafla er að finna helstu upplýsingar um kandídata útskrifaða 1983 og 1984. Eru það 136 aðilar en 12 þeirra em með erlend próf. Alls eru í talinu 1135 æviágrip. Hagnýtt gildi Fullvíst er að hagnýtt gildi talsins nær út fyrir raðir viðskiptafræðinga og hag- fræðinga. Fyrirtæki, stofnanir og allir þeir, sem þurfa glöggar upplýsingar um þennan stóra og virka hóp, munu hafa gagn af. Auk æviskránna em I talinu tvær greinar; frásögn Gylfa Þ. Gíslasonar af upphafi og þróun kennslu í viðskiptafræð- um við Háskóla íslands og samantekt Björns Matthíassonar um sögu félagasam- taka hagfræðinga og viðskiptafræðinga á fslandi. Bókin er 655 bls. Filmuvinna, prentun og bókband er unnið af Prentsmiðjunni Odda hf. Sumarhótel í Skálholti Sumarhótelið í Skálholti er tekið til starfa. Hótelið er í ágætum húsakynnum Lýð- háskólans. Boðið er upp á fullt fæði og gistingu í eins og tveggja manna her- bergjum auk þess svefnpokapláss er til reiðu. Góð aðstaða er fyrir minni ráðstefn- ur og námskeið. Þessi fornfrægi sögustað- ur hefur miklu að miðla bæði af fróðleik og sérstakri tilfinningu fyrir fortíðinni sem ein sér nægir til að gefa dvöl á þessum stað mikið gildi. Staðsetning hótelsins gerir það kjörið aðsetur fyrir þá sem vilja skoða sig um á Suðurlandi, t.d. er örstutt til allra helstu skoðunarstaða á fslandi eins og Gullfoss, Geysis og Þingvalla. Sundlaugar, heitir pottar og ljósabekkir, hestaleiga og veiðileyfi, allt er þetta fáan- legt innan seilingar. Um helgar eru tónleikar í Skálholtskirkju sem Helga Ing- ólfsdóttir stendur fyrir. Sérleyfisbílar Selfoss hafa viðkomu daglega. AA-samtökin. Skrifstofa opin frá kl. 13-17. Símavakt kl. 17-20 alla daga vikunnar í síma 16373. Ferðalög Sumarferð Húnvetninga- félagsins Hin árlega sumarferð Húnvetningafélags- ins verður farin laugardaginn 28. júní nk. Að þessu sinni liggur leiðin um Þjórsárdal og uppsveitir Ámessýslu, virkjunarsvæði skoðuð og helstu sögustaðir, fararstjóri Guðmundur Guðbrandsson. Á heimleið verður sameiginleg máltíð snædd á Flúð- um og er verð hennar innifalið í fargjald- inu sem er kr. 1.500 fyrir fullorðna en kr. 700 fyrir böm yngri en 12 ára. Lagt verður af stað kl. 8 f.h. frá félagsheimilinu Skeif- unni 17. Þátttaka tilkynnist fyrir 26. júní til Brynhildar s. 75211, Bjama s. 74732 eða Aðalsteins s. 19863. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Hin árlega sumarferð safnaðarfólks verð- ur farin sunnudaginn 29. júní 1986. Lagt verður af stað frá Fríkirkjunni kl. 9 f.h. Miðar verða seldir í versluninni Brynju, Laugavegi 29. Upplýsingar í síma 26606 á daginn og síma 30027 á kvöldin. Breiðfirðingafélagið Árleg sumarferð Breiðfirðingafélagsins verður farin 4.-6. júli. Ferðinni er heitið í Landmannalaugar. Gist í tjöldum. Brott- för frá Umferðamiðstöðinni kl. 19. Upplýs- ingar og skráning í sírnum 685771 Haraldur, 51531 Gyða og 30773 Finnur. Dagsferðir og kvöldferðir Ferðafélagsins 1. Laugardag 28. júní kl. 8 - Hekla (1491 m) - Ferðin tekur um 10 klst. Verð kr. 750. 2. Laugardag 28. júní kl. 13 - Viðeyjar- ferð - Siglt frá Sundahöfn, 6-7 mín. sigling. Veitingar í Viðeyjarnausti (ekki innifalið I verði). Verð kr. 200. 3. Sunnudag 29. júní kl. 8 - Dagsferð í Þórsmörk. Kr. 800. 4. Sunnudag 29. júní kl. 10 Fagradals- fjall - Núpshlíðarháls - Vigdísarvellir. Verð kr. 500. 5. Sunnudag 29. júni kl. 13 Krýsuvík - Hattur - Hetta - Vigdísarvellir. Verð kr. 500. Ekið til Krýsuvíkur, gengið yfir Sveifiuháls að Vigdísarvöllum. Brottför í dagsferðimar frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Helgarferðir 27.-29. júli: Þórsmörk - gist í Skagfjörðsskála. Ný og bætt hreinlætisaðstaða, útigrill. Sum- arleyfi hjá Ferðafélaginu í Þórsmörk er tilbreyting sem vert er að upplifa. Helgarferð 4.-6. júli: Hagavatn - Jarlhettur. Gist v/Hagavatn og famar gönguferðir þaðan. Hlöðuvellir - Brúarárskörð. Gist v/ Hagavatn 1 nótt, á laugardegi er gengið að Hlöðuvöllum og gist þar, sunnudag gengið um Brúarárskörð að Geysi. Útivistarferðir Dagsferðir Laugardagur 28. júní Ný Reykjavíkurganga Útivistar. Hægt verður að sameinast göngunni á leiðinni. Brottför verður frá Grófmni kl. 10.30, þ.e. við bílastæðið milli Vesturgötu 2 og 4. Gengið verður um gömlu þjóðleiðina yfir Amarhólinn, meðfram Rauðará að Mikla- túni. Síðan framhjá Ásmundarsafni (það skoðað) niður í Laugames og að Sunda- höfn. Kl. 14 er brottför úr Sundahöfn út í Viðey. Kaffiveitingar. Kl. 16. er gengið frá Sundahöfn upp í Laugardal og frá Grasagarðinum kl. 17 og endað í Árbæjar- safni. Náttúmfræðingar munu slást í hópinn á leiðinni. Frítt í gönguna en Við- eyjarferðin kostar 200 kr. og rútuferð frá Árbæjarsafni 50 kr. Sunnudagur 29. júní. Kl. 8 Þórsmörk, eins dags ferð og fyrir sumardvalargesti. Verð 800 kr. Kl. 13. Við- eyjarferð. Gengið um eyjuna og hugað að fortíðinni undir leiðsögn fræðimanns. Kaffiveitingar í Viðeyjarnausti. Verð 250 kr. Brottför frá kornhlöðunni, Sundahöfn. Kl. 13. Stóra KóngsfelI-EIdborg. Skemmtileg ganga í Bláfjallafólkvangi. Verð. 450 kr. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Kvöldferð í Strompahella á miðvikudags- kvöldið. Sjáumst. Sumarleyfi í vistlegum skálum Útivistar í Básum, Þórsmörk. Hægt að fara á föstudagskvöldum, sunnu- dagsmorgnum og miðvikudögum. Mið- vikudagsferð verður 2. júlí kl. 8.00. Tilvalið að dvelja heila eða hálfa viku á einum friðsælasta stað Þórsmerkur. Ein skemmtilegasta og besta gistiaðstaða í óbyggðum. Sérstakt hús fyrir sumar- dvalargesti. FuIIkomin snyrtiaðstaða með vatnssalernum og sturtum. Verð á viku- dvöl kr. 3.420,- (félagar) og 4.490,- (utan- félagsmenn). Kynnið ykkur ódýrasta ferðamöguleika sumarsins. Sumarleyfisferðir á Hornstrandir. 8.-17. júli Hornstrandir - Hornvik, tjaldbækistöð. 8.-17. júlí Hesteyri - Aðalvik - Hornvík. Bakpokaferð. 16.-20. júlí Hornvík - Reykjafjörður. 18.-25. júlí. Strandir - Reykjafjörður - Hornstrandir. Kjölur - Sprengisandur - Skagi. 2.-6. júlí. Einnig siglt í Drangey. Upþl. og farm. á skrifst., Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Sjáumst. Breiðfirðingafélagið Árleg sumarferð Breiðfirðingafélagsins verður farin 4-6. júlí. Ferðinni er heitið í Landmannalaugar. Gist í tjöldum. Brott- för frá Umferðarmiðstöðinni kl. 19. Upplýsingar og skráning í símum 685771 (Haraldur), 41531 (Gyða), 30773 (Finnur). Tapað-Fundið Kettlingur í óskilum Ljósbrúnn og hvítur heimavanur kettling- ur er í óskilum í Austurbergi 8. Eigandi vinsamlegast hringi í síma 72092 (Einar). Afmæli 80 ára verður á morgun, laugardag- inn 28. júní, Stefán Sigurður Guðmundsson málarameistari til heimilis að Mávahlíð 1, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum hjá syni sínum og tengdadóttur að Barmahlíð 8 milli kl. 17 og 19 á morgun. Sjötugur er í dag, föstudaginn 27. júní, Stefán Snælaugsson, hús- vörður Verkmenntaskólans á Akureyri, Lækjargötu 4 þar í bæ. Hann og kona hans, Ólafía Halldórs- dóttir, ætla að taka á móti gestum í Hótel Varðborg eftir kl. 17 í dag. Mrniið spunúngakeppni Sprengisands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.