Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Side 35
DV. FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986. 47 « Utvarp Sjónvarp Franchot Tone, Ella Raines og Scott Henderson i aðalhlutverkum i föstudagsmyndinni i kvöld. Fóstudagsmyndin: Ósýnilega konan Föstudagsmyndin er á dagskránni kl. 22.15 í kvöld og ber hún heitið, Ósýnilega konan (Phantom Lady) og er svart/hvit frá árinu 1944. Leikstjóri er Robert Siodmak en með aðalhlut- verk fara Ella Raines og Franchot Tones. Myndin gerist í New York. Scott Henderson, ungur arkitekt á uppleið, er skyndilega tekinn fastur, grunaður um að hafa kyrkt konu sína eftir að hafa rifist heiftarlega við hana. Hann er saklaus en hefur pottþétta fjarvist- arsönnun, að hann heldur, konu sem hann eyddi kvöldinu með þegar morð- ið var framið. Kona þessi virðist hins vegar hafa gufað upp, enginn virðist vita á henni nokkur deili og lögregl- una grunar að stúlka þessi sé tómur hugarburður hjá Scott og fölsk fjar- vistarsönnun. Stúlkunnar er þó ákaft leitað, en mörg ljón verða í veginum áður en málin skýrast. Kvikmyndahandbókin gefur þessari mynd þijár og hálfa stjömu sem er næstum því fúll stjömugjöf. „Gríðar- lega spennandi og dularfull, og þó að söguþráðurinn sé ekki upp á marga fiska og lítt frumlegur, tekst að fara þannig um hann höndum að áhorfend- ur gleyma þvi seint,“ segir bókin. Leikstjórinn, Robert Siodmak, gerði íjöldann allan af myndum á leikstjóm- arferli sínum, leikstýrði einkum fjölda þýskra og franskra mynda. Blóma- skeið hans var á milli ’40-’50, og er Ósýnilega konan oft talin með hans alfra bestu verkum. -BTH Útvarpið, rés 1, kl. 14.00: Stjómmála- námskeið smásaga eftir Eriend Jónsson í dag ætlar Erlendur Jónsson rit- höfúndur að lesa fyrri hluta smásögu sinnar sem ber nafnið Stjórnmálanám- skeið. Sagan fjallar urn einhleypan mann um fertugt sem líður önn fyrir einsemd sína og langar að finna sér lífsfyllingu með einhverjum hætti. Vinir hans og velunnarar vilja að hann finni sér góðan félagsskap, t.d. í pólitíkinni, og þegar flokkurinn, sem hann hefur alltaf stutt, auglýsir stjórn- málanámskeið finnst honum kjörið tækifæri að reyna sig á þeim vettvangi. Um skeið finnst honum að sér muni opnast dyr til áhrifa og valda í þjóð- félaginu en þegar fram líða stundir sér hann að það er ekki allt eins og hann hafði vænst. Og á kosningadegi ráðast úrslitin hjá okkar manni í fleiri en einum skilningi. Erlendur Jónsson er útvarpshlust- endum vel kunnur fyrir ljóð sín og smásögur og fyrir nokkrum árum voru flutt eftir hann þrjú sjónvarpsleikrit. -BTH Smásagan Stjórnmálanámskeid segir trá einhleypum og einmana manni sem ætlar að finna sér lifsfyllingu í pólitíkinni og komast til áhrifa og valda í þjóð- félaginu. Útvarpið, rás 1, kl. 00.05: Fyrstu ár Sinfóníuhljómsveitarinnar í Lágnættinu fá hlustendur að heyra sögur af stofnun Sinfóníuhljómsveitar íslands á sinum tima og hvaða stjómendur mótuðu hljómsveitina mest. Edda Þórarinsdóttir verður með þáttinn sinn Lágnætti upp úr mið- nættinu í kvöld. Að venju fær hún gesti í þáttinn til sín, að þessu sinni eru það þeir Bjöm R. Einarsson bás- únuleikari og Jónas Þórir Dagbjarts- son fiðluleikari hjá Sinfóníuhljóm- sveitinni. Þeir hafa báðir starfað með Sin- fóníuhljómsveitinni allt frá því hún var stofnuð og þekkja því manna best þá tíma er hún var að slíta bamsskón- um. Munu þeir segja ýmsar sögur af þvi t.d. hvaða stjómendur mótuðu hljómsveitina mest. Fyrsti aðalstjóm- andinn var Ólafur Kielland og var hljómsveitin nánast eins og leir í höndum hans. Leikin verður tónlist eftir óskum þeirra og það em m.a. mjög gamlar upptökur frá fyrsta skeiði Sinfóníuhljómsveitarinnar. í dag verður suðvestangola á landinu, skýjað og dálítil súld með- fram ströndinni vestanlands en víða bjart og þurrt veður austanlands. Hiti verð- ur 8-12 stig sunnan- og vestanlands en 12-20 stig norðan- og austanlands. Island kl. 6 í morgun. Veðrið Akureyri skýjað 15 Egilsstaðir skýjað 14 Galtarviti súld 7 Hjarðames þoka 9 Keflavíkurflugvölhir þoka 9 Kirkjubæjarklaustur skýjað 9 Raufarhöfn rigning 14 Reykjavík súld 9 Sauðárkrókur skýjað 12 Vestmarmaeyjar súld 9 Útlönd kl. 6 í morgun: Bergen lágþoku- 12 blettir Helsinki léttskýjað 23 Ka upmannahöfh léttskýjað 18 Osló léttskýjað 20 Stokkhólmur léttskýjað 22 Þórshöfh alskýjað 9 Útlönd kl. 18 í gær: Algarve léttskýjað 21 Amsterdam mistur 24 Aþena skýjað 24 Barcelona skýjað 25 (CostaBrava) Berlín léttskýjað 26 Chicagó léttskýjað 30 Feneyjar þokumóða 25 (Rimini/Lignano) Frankfurt heiðskírt 27 Glasgow mistur 25 London mistur 23 LosAngeles mistur 20 Luxemborg heiðskírt 25 Madrid skýjað 33 Malaga heiðskírt 29 (Costa Del Sol) Mallorka léttskýjað 32 (Ibiza) Montreal alskýjað 18 New York léttskýjað 22 Nuuk rigning 5 París léttskýjað 29 Róm heiðskírt 24 Vín skýjað 23 Winnipeg skýjað 21 Valencía heiðskírt 26 (Benidorm) Gengið Gengisskráning 1986 kl. 09.15 nr. 118 - 27. júni Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 41,300 41,420 41,380 Pund 62.762 62,944 62,770 Kan. dollar 29,692 29,778 29,991 Dönsk kr. 5,0282 5,0428 4,9196 Norsk kr. 5,4669 5,7853 5,3863 Sænsk kr. 5,7686 5.7853 5,7111 Fi. mark 8,0327 8,0560 7,9022 Fra. franki 5,8445 5,8615 5,7133 Belg. franki 0,9123 0,9150 0,8912 Sviss. franki 22,7298 22,7958 22,0083 Holl. gyllini 16,5544 16,6025 16,1735 V-þýskt mark 18,6456 18,6998 18,1930 it. líra 0.02715 0.02723 0,02655 Austurr. sch. 2,6519 2,6596 2,5887 Port. escudo 0,2735 0,2743 0,2731 Spá. peseti 0,2915 0,2923 0,2861 Japanskt yen 0.24921 0.24993 0.24522 irskt pund 56,290 56,453 55,321 SDR (sérstök dráttar- réttindi) 48,4301 48,5705 47,7133 ECU-Evrópu- 39.9945 40.104 mynt Simsvari vegna gengisskráningar 22190. MINNISBLAÐ Muna eftir að fá mer eintak af -BTH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.