Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Side 27
DV. FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986. 39 Menning Menning Menning Doris Lessing - Grasið syngur, 200 bls. lltg.: Forlagiö Þýö.: Birgir Sigurðsson Fáir rithöfundar, sem nú skrifa á enska tungu, eiga eins mikið erindi við lesendur nútímans og Doris Lessing. f fjölda skáldsagna, leikrita, smásagna, jafnvel ljóða, hefur hún statt og stöðugt freistað þess að vekja lesendur sína til umhugsunar um þá ábyrgð sem fylgir því að vera vestræn vitsmunavera. Hún hefur fjallað um samskipti og baráttu hvítra og svartra í suður- hluta Afnku, samskipti og baráttu kynjanna, baráttu nútímakonunnar fyrir tilfinningalegu og efnalegu sjálfstæði í karlaveröld, uppgang og niðurlægingu pólitískra hugsjóna, hlutverk rithöfunda á vargöld, og nú í seinni tíð, um afkomu sjálfs mannkyns, hvorki meira né minna. Þetta eru ekki lítil „vandamál", en Doris Lessing er enginn venjuleg- ur „vandamálahöfundur", né heldur pólemíker eins og Simone de Be- auvoir. Djúpstæður skilningur hennar á tilfinningalífi manneskj- unnar helst í hendur við víðtæka þekkingu á innviðum þjóðfélagsins, og þegar við bætast stórbrotnar skáldskapargáfur er ekki að sökum að spyija. Siðferðileg óvissa Árið 1958 var gefið út í Englandi kver sem bar nafnið Declaration, Yfirlýsing, þar sem nokkrir ungir breskir höfundar (þ.á m. John Wain, Kenneth Tynan, John Osbome o.fl.) gerðu grein fyrir sjónarmiðum sín- um. Þar segir Doris Lessing að höfundi sé nauðsynlegt að bindast einhverjum málstað, m.a. til þess að vega upp á móti siðferðilegri óvissu í samtímanum, en aðallega vegna þeirrar mannúðarstefnu sem hljóti að setja mark sitt á öll góð skáld- verk. Sem manneskja og vitsmuna- vera ber rithöfundinum að leggja lífinu og manngæskunni lið. Enginn er meiri áhrifamaður en hann, þegar hann beitir sér, segir Doris Lessing. Þótt ýmislegt hafi breyst síðan 1958 sýnist mér þessi yfirlýsing skáldkonunnar í fullu gildi fyrir fer- il hennar allan. Það fyrsta sem Doris Lessing lét Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson til sín taka var að sjálfsögðu kyn- þáttamisréttið í Rhódesíu, nú Zimbabwe, þar sem hún er uppalin. Raunar hefur Afnka sett mark sitt á margar helstu bækur hennar, allt frá Grasið syngur (1949) til Gullnu minniskompunnar (1962). Þroskað byrjandaverk Grasið syngur, sem er loksins kom- in út á íslensku í þjálli og blæbrigða- ríkri þýðingu Birgis Sigurðssonar, er ótrúlega þroskað byrjandaverk. Þar birtast tvær manngerðir sem fylgja sögum Doris Lessing lengi vel, hrakfallabálkurinn, sem reynir að sanna manndóm sinn (Dick Tum- er), og óhamingjusama konan sem veit að lífið er annað og meira en uppþvottur og hreingemingar (Mary, kona Dicks). Mary er fyrrverandi skrifetofu- stúlka sem giftist bláfátækum bónda uppi í sveit einhvers staðar í Zimbab- we. í byrjun leggur hún sig alla fram og fer vel að hinum lituðu verka- mönnum á bænum. En smátt og smátt fær hún litaðan þjón sinn á heilann, laðast að honum og hatast við hann í senn. Innra með Mary myndast ofeafengin togstreita milli tilfinninga hennar og viðtek- inna viðhorfa í samfélagi hvítra, sem brýst fram í misþyrmingum á blökkumönnunum, ekki síst þjónin- um Móses. Lögin eru henni hliðholl, eins og þau em hvítu fólki í Suður- Afríku enn í dag. Falskar forsendur Sagan endar með ósköpum því þjónninn heggur Mary til bana kvöld eitt þegar hún og maður henn- ar hafa gefist upp á búskapnum og em á förum, hálfeturluð af basli og andlegu álagi. Þau hjónin, fúlltrúar hvíta minni- hlutans, em þvi hin eiginlegu fómarlömb í sögunni, þar sem þau byggja lífsviðhorf sin á fölskum for- sendum og ná auk þess ekki saman tilfinningalega. Þannig er það einatt með söguper- sónur Doris Lessing: oftar en ekki em allar aðstæður þeim í óhag en samt em þær sjálfum sér verstar. Til þessa hafa ekki nema tvær skáldsögur Doris Lessing komið út á íslensku, Grasið syngur og Minn- ingar einnar sem eftir lifði (1974). Nú er lag að brúa bilið milli þessara tveggja bóka, t.d. með bókaflokkn- um Böm ofbeldisins. Þær viðtökur sem skáldkonan fékk hér á Listahátíð benda til þess að bækur hennar eigi hér mikinn hljómgmnn. -ai Doris Lessing á íslandi. Hvrt fórnarlömb ATVINNUREKENDUR- INNFLYTJENDUR 34 ára vélvirkjameistari búsettur á Akureyri með mikla reynslu I viðhaldi og viðgerðum á margskonar iðnað- arvélum óskar eftir atvinnu. Til greina kemur að taka að sér umboð eða viðgerðir fyrir fyrirtæki. Skilyrði er að um sjálfstætt starf sé að ræða. Upplýsingar gefur Karl í síma 96-24595 eftir kl. 19. STAÐA AÐALBÓKARA hjá Eskifjarðarkaupstað er laus til umsóknar. Nánari upplýsingar á bæjarskrifstofunni í síma 97-6170. Umsóknarfrestur er til 10. júlí nk. Bæjarstjórinn á Eskifirði. STAÐA FORSTÖÐUMANNS við leikskólann Melbæ á Eskifirði er laus til umsókn- ar. Nánari upplýsingar á bæjarskrifstofunni í síma 97-6170. Bæjarstjórinn á Eskifirði. SJÓFLUTNINGAR Tilboð óskast í flutninga á áfengi, tóbaki og iðnaðar- vörum fyrir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins frá höfnum í Evrópu og Bandaríkjunum til Islands. Út- boðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 11. júlí 1986, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 / HVEgFL Laugalækur Rauðalæk (oddatölur) Bergstaðastræti Eskihlíð Blönduhlíð AFGREIÐSLA Þverhohi 11 - Simi 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.