Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1986, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur . í versluninni London fást þessir sundbolir. Hollywood bolurinn fæst í tveimur litasamsetningum og kostar 1.188 kr. Hinn sundbolurinn fæst í svörtu með gulum röndum og í fjólubláu með lilla röndum. Hann kostar 1.020 kr. Sundföt með stæl Hvort sem ætlunin er aA synda í Svartahafinu í sumar eða bara í Laugardalslauginni þá er gaman að eiga fallegan sundfatnað til að spranga um í í góða veðrinu. Sundfatnaður hefur breyst frá því að vera einungis ætlaður sem skjól- flík, er tvö hundruð metramir em teknir, í að vera nánast tískufatnað- ur til brúks við sólarstrendur eða sundlaugar. Sundbolir em orðnir mjög vinsælir aftur á kostnað tví- skipta sundfatnaðarins, bikini, sem ráðið hefur ríkjum í langan tíma. Neytendasíðan kannaði að þessu sinni úrvalið af sundbolum og Iitum við inn í þrjár verslanir, Olympiu, Glæsibæ, Útilíf, Glæsibæ, og Lon- don, Austurstræti. -RóG. Fyrst lögðum við leið okkar i Útilíf, þar reyndist vera mjög mikið úrval af sundfatnaði. Hér gefur að líta fjórar tegundir af sundbolum í sportlegri kantinum. Sá rósótti fæst i tveimur litum bláu og grænbláu og kostar 1.380 kr. Þessi í miðið er marglitur og kostar 1.180 kr. Man- hattan bolurinn fæst í svörtu, gráu og hvitu og kostar 2.560 kr. Sá efsti fæst í gráu, svörtu, gulu og bleiku með silfruðum röndum. Hann kostar 2.060 kr. í London fást einnig þessir röndóttu bolir. Sá þverrön- dóttir er úr bómull og fæsti í bleiku og bláu. Hann kostar 1.080 kr. Hinn fæst í svörtu með gráum röndum og gulri þverrönd. Hann fæst lika með gráan sem aðal- lit og kostar 1.204 kr. Það væri nú ekki amalegt að spóka sig í sundbolum likum þessum. Þeir fást einnig í Útilífi. Sá sem er lengst til vinstri fæst í gráu, svörtu og safarígrænu og kostar 1.725 kr. Hlébarðabolurinn er í brúnu og svörtu og kostar 1.995 kr. Næsti bolur fæsti í fagurbláu og svörtu og kostar 1.940 kr. Að lokum er blúndubolur sem fæst í svörtu, hvítu, neongrænu og bleiku. Hann kostar 2.280 kr. Kartöflu- og eggjabaka Þetta er einfaldur og ódýr rétt- ur og inniheldur ekki margar hitaeiningar. Uppskriftin er æt- luð fyrir 6 og er hver skammtur um 230 hitaeiningar. 2 meðalstórar kartöflur, skomar í þunnar sneiðar % bolli saxaður laukur '/« bolli söxuð græn paprika 4 sneiðar beikon, skorið í mjóar ræmur 8 þeytt egg Vi bolli undanrenna eða létt- mjólk fáeinir dropar af sterkri krydds- ósu, t.d. tabasco 'A bolli rifinn ostur 2 msk. smátt skorið pikkles Skerið kartöflumar í þunnar sneiðar og eldið í potti, sem sprautaður hefur verið að innan með feiti, í ca 10 mín. Hrærið varlega í kartöflusneiðunum af og til. Takið pottinn af hitanum. Sjóðið lauk og papriku í 2 msk. af vatni þangað til það er orðið meyrt. Sprautið feiti innan í pæ- fat. Raðið kartöflusneiðimum í botninn og upp með hliðunum. Raðið síðan beikonstrimlunum, lauk og papriku ofan á. Hrærið eggin og blandið mjólk saman við ásamt kryddsósunni og bragðbætið með salti og pipar. Hrærið helmingnum af ostinum út í ásamt pikklesinu og hellið síðan í pædiskinn. Bakið í ca 300 gráðu heitum ofni. Takið þá fatið út og stráið afganginum af ostin- um yfir og bregðið sem snöggvast inn í heitan ofn. Með þessu er gott að bera fram hrásalat, t.d. tómat sem fylltur er með mis- munandi, smátt skomu græn- meti. Hráefniskostnaður er um 150 kr. -A.BJ. Holl húsráð Gúrkur í vatni Lítið er varið í gúrkur þegar þær fara að linast en auðvelt er að komast hjá þvi. Annar endinn er skorinn af gúr- kunni og henni stungið niður í vatn. Verður hún þá stinn og ásjáleg áður en langt um líður. ís í mjólkurfernum Ef ís er búinn til í heimahúsum er tilvalið að nota mjólkurfemur undir hann. ísblöndunni er hellt í hreina femu og síðan er henni stungið í djúp- frystinn. Feman er tekin utan af ísnum þegar hann er borinn á borð. Laukur flysjaður Það er óþarfi að tárast yfir lauk þegar hann er flysjaður. Láttu skurðarfjöl, hníf og Iauk ofan í gegnsæjan plast- poka og hafðu hendurnar. ofan í honum. Þá skerð þú þann lauk sem þörfin krefur án þess að fella eitt ein- asta tár. Ekki sýður upp úr Þegar soðið er spaghetti, mjólk o.þ.h., sem gjaman sýður upp úr, er smurt svolitlu smjöri eða matarolíu innan á barm skaftpottsins, u.þ.b. 1 cm niður. Þá er engin hætta á að upp úr sjóði. Tannkremsleifar nást stundum illa úr túbunni. Láttu heitt vatn renna á hana sem snöggv- ast og þá er vandinn leystur. Gljáandi silfur Ef þú þarft að fægja silfur í skyndi en hefur ekki fægiefhi við höndina skaltu smyrja svolitlu tannkremi á rakan klút eða bómull. -RóG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.