Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986. 5 Stjómmál Eskifjörður: Umdeild verð- lagning Emil Thorarensen, DV, Eskifirði Alleinkennileg staða virðist nú komin upp í kjölfar verðlagningar ó loðnu. Eins og kunnugt er ákvað verðlagsráð í fyrradag lágmarksverð á loðnu, Kr. 1.900 tonnið, með at- kvæðum oddamanns og tveim atkvæðum seljenda eftir að spurst hafði út að Krossanesverksmiðja ætlaði að greiða 1.900 kr. á tonnið og í sama streng tók síldarverk- smiðja ríkisins. Verðákvörðun þessi er mjög um- deild, þannig eru sjómenn og út- gerðarmenn hundóánægðir með verðiö og telja það 20% lægra en í fyrra og telja sig tæpast geta unað við það. En bræðslueigendur eru líka mjög óánægðir og telja verðið alltof á loðnu hátt þar sem verð ó afurðum hafi lækkað M því í fyrra, sérstaklega lýsið, eða um 50%. Þannig segir Aðalsteinn Jónsson, forstjóri hraðfrystihúss Eskifjarðar, sem rekur loðnubræðslu ó Eskifirði, að ekki sé neinn grundvöllur fyrir rekstri bræðslunnar miðað við þetta háa verð. Því sé ljóst að Jón Kjart- ansson SU, sem er í eigu hraðfrysti- húss Eskifjarðar og var kominn með 500 tonn af loðnu ó miðunum í gær, landi ekki þeirri loðnu hér ó Eski- firði heldur einhvers staðar annars staðar. En svo einkennilega vill til að Krossanesverksmiðjan telur sér ekki fært að taka við þessum farmi og heldur ekki síldarverksmiðja rík- isins. Danski trúðurinn Kagan skemmti ungu kynslóðinni á Akureyri á dögunum um ieið og hann kynnti komu sirkuss- ins Arena til Akureyrar um verslunarmannahelgina. í flokknum eru um sextíu fjölleikamenn frá tíu þjóðum. Sirkusinn sýnir á iþróttasvæði Þórs 2. og 3. ágúst og verða tvær sýningar hvorn dag. Arena sirkusinn var á Akureyri fyrir tveimur árum og gerði þá mikla lukku. DV-mynd JGH Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: „Þensla í þjóðfélaginu og víða verðbólgumerki Forsætisráðherra segir að enn sé of mikil þensla í þjóðfélaginu og víða séu verðbólgumerki ó kreiki. Hann telur einnig að þegar sé kominn þrýstingur á launahækkanir. „Þótt ýmsir hópar hafi talið sig ranglæti beitta og fengið sérstakar hækkanir umfram aðra er því ekki að neita að þrýstingur á laun er þegar kominn í gang,“ sagði forsæt- isráðherra og bætti við að þama væru hættumerki. Undanfarið hafa verið gerðir ýmsir kjarasamningar, Kjaradómur felldi nýlega dóm, lögreglumenn sömdu, bæjarfélög hafa samið við sína menn og ýmsir aðrir hópar hafa samið um sérkjör. í framhaldi af þessum samn- ingum hafa menn nú velt því fyrir sér hvort þessir samningar verði til þess að verðbólgan fari úr böndun- um. „Ég held að það sé ekki ástæða til að óttast það. Ég tel að það megi líta svo ó að með þessum samningum séu menn að vinna sér í haginn fyr- ir þá endurskoðun á launakerfinu sem á að fara fram með haustinu," sagði Bjöm Bjömsson, hagfræðing- ur VSÍ, er hann var spurður um hættuna sem stafaði af þessum samningum. I kjarasamningrmum, sem gerðir vom í febrúar, var samþykkt að móta nýjar tillögur um nýtt launa- flokkakerfi. Markmiðið er að færa kauptaxta nær greiddu kaupi og auka hlut fastra launa í heildartekj- unum. Kjararannsóknarnefnd vinnur nú að launakönnun og á þeirri könnun að vera lokið fyrir 1. október. í samningunum er miðað við að þetta nýja launakerfi taki gildi í næstu samningum en fyrr ef um semst. Vilhjálmur Egilsson, hag- fræðingur VSf, telur að líta megi á allflesta samninga undanfarið í ljósi þessarar samþykktar. „Áhrifin af þessum samningum sem gerðir hafa verið nýlega em ekki enn merkjanleg í vísitölunni. Flestir þeir samningar sem við höf- um gert fela í sér hagræðingu fyrir fyrirtækin og þar af leiðandi ekki svo mikinn aukinn launakostnað," sagði Vilhjálmur. Viðmælendur DV segja að verð- bólguáhrif þessara samninga komi ekki fram fyrr en seinna. Opinberir starfsmenn, s.s. háskólamenn og kennarar, hafa fengið launahækk- anir umfram aðalkjarasamningana. Þessir samningar hafi i för með sér aukinn kostnað fyrir ríkissjóð. Við þann vanda verða stjómvöld að glíma í næstu fjárlögum. Hjó Þjóðhagsstofnun hefur ekki verið kannað hvaða áhrif þessir sérkjarasamningar hafa á verðbólg- una. „í okkar spá er reyndar gert ráð fyrir töluverðu launaskriði en ef þessir samningar ganga yfir alla !ín- una er hætt við að verðbólgan fari fram úr því sem stefnt er að. Ég held reyndar að mesta hættan sem blasir við núna sé lækkun doll- arans. Samfara henni hafa aðrir gjaldmiðlar hækkað og það hefur svo i för með sér að verð á innfluttum vörum hækkar hér á landi. Enn er erfitt að gera sér grein fyrir hvaða áhrif þetta á eftir að hafa á verð- bólguna," sagði Bolli Þór Bollason hjá Þjóðhagsstofhun. -APH/HH Orðsending frá Faco, umboðsaðila JVC, til kaupenda myndbandstækja VHS kerfið er fastur staðall sem hönnuður þess, JVC, ber ábyrgð á. Allar breytingar og nýjungar eru hannaðar af JVC eða með samþykki JVC. Allar nýjungar eru staðlaðar og eru því eins í öllum VHS tækjum. Eitt fyrirtæki getur ekki tekið sig út úr og auglýst VHS nýjung sem sína. HQ myndbætirás- irnar eru nákvæmlega eins hvort sem þær eru í Sanyo tæki eða Panasonic tæki. Þegar breytingar eru gerðar koma VHS fyrirtækin saman og taka sameiginlega ákvörðun undir forsæti JVC. Þessi sam- heldni er virt og er einn af hornsteinum útbreiðslu VHS kerfisins. Vegna HQ umræðunnar vill Faco einnig taka fram að tæki merkt HQ hafa ekki aðeins meiri myndgæði heldur eru þau að jafnaði nýrri og fullkomnari. Þau hafa einfaldara gang- verk, með færri vélarhlutum og rafrásum en það þýðir meira öryggi og lengri endingu. Þau eru einnig hljóðlátari og oft minni en eldri tæki. Tæki án HQ eru einfaldlega eidri gerð og þar af leiðandi ódýrari. 100 milljón VHS myndbandstæki seld /Oám afmœli 5/ÍI2 ______________ Öruggt kerfi í fortíð og framtíð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.