Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986. 7 DV Viðskipti Þurfa íslendingar að vinna fiskinn meira innanlands? Danir vilja selja Japönum hrognfulla síld Fiskverðið Reykjavík: Bv. Asþór landaði 21. júlí 125 tonn- um, heildarverðmæti kr. 2,558 millj. Þorskur var 20 tonn, ufsi 25 tonn og karfi 25 tonn, auk annars fisks í litlu magni. Bv. Ögri landaði 22. júlí 295 tonnum, mest karfa. Bv. Engey landaði 21. júlí 150 tonnum af karfa., þar af 70 tonnum af þorski. Landan- ir annarra skipa hafa verið litlar. Grimsby: Bv. Bessi landaði 22. júlí alls 156 tonnum fyrir kr. 8,7 millj. Meðalverð Fiskmarkaðirrdr Ingólfur Stefánsson á þorski var 58,70 kr. kílóið. Seldur var fiskur úr gámum í síðustu viku fyrir kr. 35 millj. Meðalverð á þorski var kr. 52, meðalverð á ýsu kr. 55, ufsa kr. 23,17, karfa kr. 15,41 og kola kr. 34. Alls voru seld 735 tonn. í þessari viku, það sem af er, hefur verið seldur fiskur í gámum fyrir kr. 13 millj. Meðalverð hefur verið svip- að og í síðustu viku. Danmörk: Það er víðar en á íslandi sem vandi er með síld og síldarafúrðir. Sjávar- útvegsráðherra Danmerkur var á fundi með útgerðar- og sjómönnum þar sem rætt var meðal annars um að veiða síld til fiskimjölsfram- leiðslu. Sjávarútvegsráðherra taldi að síldveiðar til fiskimjölsfram- leiðslu myndu ekki bæta hag fiski- og útgerðarmanna þótt veiðar yrðu leyfðar með þeim hætti. Sagði hann að þeir erfiðleikar, sem nú steðjuðu að, væru ekki þess eðlis að þeir yrðu leystir auðveldlega. Síldveiðiflotinn á nú við mikla erfiðleika að etja og er ekki séð með hvaða hætti mætti leysa þann vanda. Meðal þess sem vandanum veldur er að ekki hefur enn náðst samkomulag milli Efha- hagsbandalagslanda, Norðmanna og Svía um veiðamar i Skagerak. Verð- ið á síld hélst nokkuð gott meðan lítil veiði var í Norðursjó en nú er öldin önnur þegar nóg er af síldinni. Sölumenn em andvígir því að fiskað verði í bræðslu. Þeir telja að miklir möguleikar séu á góðum við- skiptum við Japani ef rétt er að staðið. Þeir em kröfuharðir en vilja borga vel fyrir þá vöm sem þeim lík- ar. Þeir benda á að selja megi hrognafulla síld til Japans fyrir gott verð. Telja þeir að hrognafullur skarkoli sé þar í góðu verði og jafn- vel megi fá gott verð fyrir hrogna- fullan sandkola ef staðið er að verkuninni eins og Japanir vilja. Gæti þetta komið á móti bræðslu- veiðinni á síld og yrði útkoman betri. Royal Greenland getur veitt 500 manns atvinnu í nóvember hefst bygging fiskverk- smiðjunnar Royal Greenland í Álaborg í Danmörku. Þessi jóska verksmiðja á að verða tilbúin til framleiðslu á miðju ári 1987 og veit- ir þá um 70-80 manns stöðuga vinnu. Royal Greenland mun hafa mikil áhrif á vinnslu fisks á Grænlandi en verksmiðjur þar munu sjá um for- vinnslu. í 10 verksmiðjum, sem grænlenska landsstjómin á, vinna 1700 manns heilsdagsstörf. Ef byggt verður eins og gert er ráð fyrir og fjármagn fæst verður pakkað fiski og rækju. Sagði forstjóri Royal Greenland, Mogens Werauch, að eftir að Álaborgarverk- smiðjan hefur tekið til starfa muni þurfa að fjölga um 500 manns í græn- lensku verksmiðjunum. Aðaltilgangurinn með Álaborgar- verksmiðjunni er að veita stöðuga vinnu í grænlensku verksmiðjuhum. I Álaborgarverksmiðjunni verður varan fúllunnin og til. að byija með verður meðal annars pakkaður reyktur lax og stórlúða, ennfremur verður um að ræða formuð stykki, steikt og tilbúin til neyslu í hádegis- verðinn, o.s.frv. Menn frá Royal Greenland hafa verið að kynna sér fyrirkomulag á vinnslu fisks i Bret- landi, Ameríku og á íslandi en þeir segja að þar sé lítið hægt að læra þar sem þeir flytji alla forvinnslu til útlanda. Selji aðeins flökin til vinnslu í erlendum verksmiðjum. Framangreindar upplýsingar eru úr Dansk Fiskeritidende frá 26. júní 1986, lauslega þýddar og endursagð- ar. íslenskir fiskverkendur hafa átt í miklum fjárhagsvanda. Athugandi er hvort ekki hefur verið gert of mikið af því að láta hráefnið í hend- ur erlendum verkendum til frekari vinnslu, t.d. að búa fiskinn til neyslu á heimilunum með lítilli fyrirhöfn. Nútímaþjóðfélagið krefst þess að fá alla neysluvöru í hendurnar þannig úr garði gerðar að sem minnstan tíma taki að matreiða. Hull: Ms. Hamrasvanur landaði í Hull 17. júlí fyrir kr. 2,5 millj. Stór þorsk- ur fór á kr. 60, ýsa 63 krónur, koli 43 kr. og stórlúða á kr. 150. Gjaldþrot Reykhólaskips: Skuldar meira en tuttugu milljónir „Mér sýnist á öllu að þetta séu skuldir upp á 20 til 22 milljónir, án þess þó að ég sé búinn að fara ræki- lega í gegnum reikninga. fnnköllun birtist nú um mánaðamótin og því má búast við skiptafundi í byrjun októb- er,“ sagði Jón Ólafsson sem skipaður hefur verið bústjóri í gjaldþrotabúi Reykhólaskips. Ymislegt í rekstri Reykhólaskips virðist orka tvímælis og má meðal annars nefna að aðalfúndir voru ekki haldnir svo sem lög um hlutafélög gera ráð fyrir og var síðasti aðalfúnd- ur haldinn í nóvember 1984. Á þeim fundi var samþykkt að boðaður yrði hluthafafundur sem aldrei var hald- inn. í ársreikningum fyrirtækisins er skip þess, Helgey, metið á 15-17 millj- ónir, en heimildir DV herma að Helgey sé í hæsta lagi 9 milljón króna virði. Við endurskoðun á ársreikningi fé- lagsins fyrir árið 1985 bendir endur- skoðandi á að framkvæmdastjóri félagsins hafi ekki staðið nægilega vel að frágangi gagna, né heldur hafi hann skilað þeim á tilskildum tíma. I sömu endurskoðun kemur fram að á meðan fyrirtækið skuldaði l,8.milljón í lífeyr- issjóð og opinber gjöld frá fyrra ári, auk 660 þúsunda í aftekin opinber gjöld, greiddi Ólafur Sigurðsson fram- kvæmdastjóri sér tæp 300 þúsund í fyrirfram greidd laun. Steingrímur Gautur Kristjánsson hefur verið skipaðm- umboðsskipta- ráðandi í Reykjavík en Stefán Skarp- Helgey: Er verðmæti skipsins innan við helmingur skuldanna? « ■ss-. s* m m» héðinsson, sýslumaður Barðastrand- um sem var stærsti hluthafinn í arsýslu, sér um gjaldþrotaskipti Revkhólaskipi. Þörungaverksmiðjunnar á Reykhól- -S.Konn. i VARAHIBI 1 HIUIIR | )PIÐ A MORGUN KL, 9-2 UhUI Allt í h lelgarmatinn NAUTH -KJÖ! i Nautahakk 199 kr. kg Nautagúllas 429 kr. kg S'V-uM Nautasnitsel 489 kr. kg W Nautabuff 539 kr. kg Hryggvöðvar 539 kr. kg Opið ] til kl. 20 í svöld Munið BARNAHORNIÐ Á ANNARRI HÆÐ Matvörumarkaður 1. hæð - Rafdeild 2. hæð - Húsgagnadeild 2. og 3. hæð - Gjafa- og búsáhaldadeild 2. hæð - Ritfangadeild 2. hæð - Munið JL-grilliö Sérverslanir í JL-portinu u\ JIS KORT Jón IINRR /aaaaaa % • \z- ^ 'Z.'2 Z. Loftsson hf. rnrMf rrn i it?4 Hringbraut 121 Sími 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.