Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Blaðsíða 30
42 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986.. Toppsöngur vikunnar UB40 - Sing Our Own Song (DEP) Þessir menn bregðast aldrei. Þó svo að reggae sé ekki sérstaklega í tísku um þessar mundir er ekki hægt annað en að falla fyrir gull- fallegum lögum UB40. Og þetta lag er engin undan- tekning, hljómþýður takt- urinn vaggar manni blíðlega frá fyrsta tóni til þess síóasta. Önnur toppstykki Smithereens - Blood And Roses (ENIGMA) Töff lag, amerísk hljóm- sveit en hefur ekkert þar að gera því þetta er eins breskt og hægt er að hafa það. Þung undiralda og geislandi gítarspil. Hollywood Beyond - What’s The Cotour Of Money (WEA) Bráðefnilegir nýliðar af þessu lagi að dæma, einföld uppbygging, grípandi lag- lína, skemmtileg harmón- íka er rauði þráðurinn í laginu. Einfalt og gotþ Bruce & Bongo - Geil (PHARLOPHONE) Paul Hardcastle hlær kannski ekki að þessu en við hin getum gert það. Bráðskemmtilegur útúr- snúningur á lagi Hardc- astles 19 og ekki skemmir að lagið er þrælgott. Fyrir þá sem eru að velta því fyr- ir' sér hvað Geil þýði skal uþplýst að það ku þýða eitthvað óprenthæft á gel- ísku. Tvö miðlungsstykki Paul McCartney - Press (PHARLOPHONE) Eitthvað virðist gamla manninum vera farið að förlast, þetta lag nær vart uppúr meðalmennskunni, laglínan með því daufara sem frá Paul McCartney hefur komið, gerir lagið flatt og lítið spennandi. Hann ætti að halda sig við ballöðumar. Greifarnir - útihátíð (STEIN- AR) Það má vel vera að Greif- amir séu afskaplega efni- leg hljómsveit en byrjendabragurinn á þessu heyrist langar leiðir, allt virkar frekar frumstætt á mann, hljóðfæraleikur, söngur og útsetning. En þeir hafa gaman af þessu. -SþS SMÆLKI the Cherry Moon, hefur feng- ið afleitar viðtökur í Banda- ríkjunum. Bandaríska stórblaðið New York Tinies sagði til dæmis að fyrír þá sem gætu ekki fengið nóg af Prince væri þetta lækn- ingin... Ameríkanar eru ekki alltaf með öllum mjalla eins og kunnugt er. Á dögunum hétdu þeir hin fáránlegustu hátiðahöld vegna þess að frelsisstyttugarmurinn varð 100 ára og meðal skemmti- atriða við þetta tækifæri var sýning á 200 Elvis Presley eftirhermum. Smekkleysíð ríður ekki við einteymíng þarna vestra... Við kveðjum Ágætes upplyfting Svokallaðar mini-LP plötur eru nú mjög í tísku hérlendis enda ódýrari í framleiðslu en plötur í fullri lengd. í mörgum tilvikum eru þessar plötur gefnar út til að kynna viðkomandi flytjendur sem ætla að heija á sveita- böllunum í sumar. Er því ekki alltaf eins vel vandað til verka og kostur væri. Þetta á þó ekki við þá plötu sem hér verður til umræðu, plötu þeirra Péturs Kristjánssonar og Bjartmars Guð- laugssonar, Þá sjaldan maður lyftir sér upp. A þessari plötu eru fjögur lög, tvö eru eftir Bjartmar en hin eru erlend. Textar eru eftir Bjartmar. Platan hefst á laginu Fimmtán ára á föstu eftir Bjartmar sem hann syng- ur sjálfur. Þetta lag er keimlíkt þeim lögum sem var að finna á síðustu sóló- plötu hans, ágætisviðlag, lítils háttar sveitakeimur af öllu saman. Textinn virkar hraðsoðinn og víst er að Bjart- mar hefur gert betur. Seinna lagið á fyrri hliðinni er dans- kættað frá hljómsveitinni Shu-bi-dua, léttur smellur í gömlum dúr með vafa- sömum texta, sem því miður hefur fylgt með til hálfs, það er að segja að hluti lagsins er sunginn á íslensku en viðlagið á ensku. Ekki veit ég til hvers enski textinn var látinn halda sér, líklega eru menn ófeimnari við að syngja blautlegar vís- ur á erlendum málum en móðurmál- inu. Það er hins vegar umhugsunarefrii að vart kemur orðið út sú plata ís- lensk að ekki sé í það minnsta einn texti sem er annað hvort al- eða hálfklæminn. Þetta er auðvitað lág- kúra af verstu gerð og mönnum til lítils sóma. Fyrra lagið á síðari hlið plötunnar er að mínu mati besta lag plötunnar, það er þýskt að uppruna, virkilega gott lag, sem Pétur gerir góð skil og textinn er í lagi en ekki meira. Síðasta lag plötunnar er eftir Bjart- mar og hann syngur sjálfur. Þetta er dæmigerður Bjartmarsrokkari, auð- meltur og greinilega lagt meira í textann en í hinum lögunum. Söngur Bjartmars á plötunni er hvorki betri né verri en heyrst hefur til hans áður en gaman er að heyra aftur í Pétri Kristjánssyni sem sýnir að hann hefur engu gleymt. Síðast en ekki síst ber að nefna að allur hljóðfæraleikur á plötunni er stórgóður enda engir aukvisar á ferð, þeir Mezzomenn Jóhann Ásmundsson, Gunnlaugur Briem og Eyþór Gunn- arsson ásamt Kristjáni Edelstein gítarleikara. -SþS- David Bowie, Trevor Jones - labyrinth Bowie í ævintýraveröld Það hlýtur að koma eitthvað sérstakt þegar menn á borð við David Bowie, Jim Henson og George Lucas leiða saman hesta sína. Jim Henson er, eins og allir vlta, höfundur Prúðu leikar- anna, George Lucas á heiðurinn af Star Wars-kvikmyndunum og Bowie þarfnast engrar kynningar. Saman hafa þessir heiðursmenn gert kvik- myndina Labyrinth sem er ævintýra- mynd af stærri gerðinni, bæði / brúðumynd og leikin. Ekki er nóg með að David Bowie leiki stórt hlutverk í myndinni heldur á hann heiðurinn af hluta tónlistar- innar. Hefur hann samið og sungið fimm ný lög sem prýða Labyrinth. Hinn hluti plötunnar er svo hin eigin- lega kvikmyndatónlist sem Trevor Jones hefur samið. Það fer eiginlega best á því að skipta tónlistinni í Labyr- inth í tvennt. Lög Bowie skera sig nokkuð úr. Þótt kappanum hafi oftast tekist betur upp í list sinni þá er ekki hægt að ganga fram hjá því að það er alltaf einhver sjarmi yfir lögum Bowie og hjálpar þar til einstaklega tilfinningaríkur flutningur. Bowie er leikari af guðs náð. Það þarf ekki að horfa á hann til að sannfærast. Nóg er að hlusta á hann í lögum eins og Underground, sem er hans besta lag á Labyrinth. Önnur ágæt lög eru Magic Dance og As the World Falls Down. Hann leikur sér að textanum eins og hljóðfæraleikari sem klífur tónstig- ahn. Trevor Jones er þekkt kvikmynda- tónskáld. Tónlist hans á Labyrinth er, eins og gefur að skilja, flóknari. Hún er eingöngu leikin en samt melódísk þegar miðað er við að hún er samin fyrir kvikmynd. Jones notar nær ein- göngu ýmiss konar hljóðgervla við flutninginn og það gerir David Bowie að vísu einnig i undirspil. Best tón- smíða Trevor Jones finnst mér Sarah,' gullfalleg melódía, og Goblin Battle sem er heilmikill tækniflutningur. Labyrinth er í heild hin hressilegasta plata þótt ekki skilji hún mikið eftir sig svona án þess að maður hafi séð myndina. Ekki efast ég samt um að tónlistin gæti orðið áhrifameiri, þegar horft er á kvikmyndina, ef myndin sjálf hefur heppnast. HK. Sæl núl... Breska lögregl- an þrarumaöi á dögunum inná meðferðarstöð dr. Meg Pattersons I London og handtók þar mann að nafni George O’Dowd, öðru nafni Boy George. Hann var fluttur á næstu lögreglustöð og ákærður fyrir að hafa haft heróin undir höndum fyrr á árinu. Honum var sleppt lausum gegn tryggíngu en á að koma fyrir rétt næstkom- andi þriðjudag. Aðrir sem koma við sögu í þessu leið- indadópmáli Boy George eru bróðir hans. Kevin O'Dowd, Diana Feíner, Steven Luben, Anna Ttnmaung og Marylin, sérlegur vinur Boy George, en talið er að hann hafi dreg- ið Gogga í sukkíð. Læknir sá er stjórnar meðferðinni á Boy George hefur áður lækn- að þekkta poppara af heróin- neyslu og má meóal þeirra nefna Eríc Clapton og Pete Townshend... i gær tók heil- agur Bob Geldof á móti aðalstign sinni ór hendi El- ísabetar Bretadrottningar en upphaflega var ætlunin að utanrikisráðherra Breta, Sir Geoffrey Howe, aðlaði Gel- dof, en það var einmitt hann sern mælti með því við drottningu að Geldof yrði aðlaður. Fjölmíðlar og al- menningur vildu hins vegar ekki sjá annað en að drottn- ingin sjálf aðlaði Geldof og svo varð... Til hamíngju, Sir Bob... Mikil óvissa rikir nó í Bretlandi um það hvort dagar spútnikhljómsveitar- innar Sigue Sigue Sputnik séu taldir. Hljómsveitin hef- ’ ur að undanförnu aflýst ýmsum uppákomum en tals- menn hennar neita því samt að nokkuð sé að... Nýja kvik- myndin hans Prince, Under Pétur Krisfjánsson & Bjarbnar Guölaugsson- Þá sjaldan maður lyftir sér upp Alphaville - Aftemoons in Utopia Verksmiðjuframleitt Blöndum saman tónlist Yes, Roxy music og Alan Parsons project. Út- koman? Tja, til dæmis Alphaville. Þessir þýskættuðu popparar senda stórhuga frá sér aðra breiðskífu sína. Engin ástæða var heldur til annars en bjartsýni eftir velgengi fyrstu plöt- unnar. Gold hét sú og innihélt piýðis- góð popplög eins og Big in Japan, Forever young og Sounds like a me- lody. í þesssum lögum var léttleikinn allsráðandi og greinilegt að þessir þýsku þremenningar kunnu ýmislegt íýnr sér í lagasmíðum. Á Aftemoons in Utopia átti sannar- lega að bæta um betur. Léttleikanum er ýtt í burt og alvarlega þenkjandi syngja Alphaville nú um eitthvað framandi framtíðarríki. Þetta eru slæm skipti. 1 fyrsta lagi em slíkar hugleiðingar löngu komnar úr tísku. í öðm lagi þá hæfa þær engan veginn tónlistinni. Síðast en ekki síst em hugmyndimar um framtíðarríkið ekk- ert sériega merkilegar. Þremenning- unum em greinilega líka mislagðar hendur hvað tónlistina snertir. Lögin em langt frá því að vera grípandi og sligast flest undan íburðarmiklum út- setningum. Það er aðeins í lögunum Fantastic dream og Dance with me sem Alphaville em samkvæmir sjálf- um sér. Fyrra lagið er reyndar sérlega gott. Eðlilegt er að álíta að þýsku þre- menningarir hafi ofrnetnast af vel- gengni Gold. Svo segir mér hugur að þeir hafi ætlað sér að ná langt meðal iðnaðarmanna í poppinu með þessari plötu. Aftemoon in Utopia er þokka- lega gerð. En hún er ópersónuleg eins og hver önnur verksmiðjuframleiðsla. Slíkar vömr em fáanlegar alls staðar. Góðir handverksmenn em hins vegar ekki á hverju strái og afurðir þeirra em að sama skapi eftirsóttar. -ÞJV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.