Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986. Utlönd______________ Viðbrögð flest á einn veg Bein sjónvarpsútsending og geysi- leg urnfjöllun blaða færði brúðkaup Andrews prins og Söru Ferguson heim í stofú til allra ríkja Evrópu og víðar. Það var aðeins á íslandi og í álíka þróuðum löndum sem al- menningur þurfti að gera sér að góðu að frétta af því af afspum. Fyrir utan hina átján hundruð gesti. sem boðnir voru í Westminster Abhey. er áætlað að umiþrjú hundr- uð milijónir manna í fjömtíu og tveimur löndum hafi séð brúðkaupið í beinni útsendingu. „Stórkostlegt tralala í Westminster" Vinsælt dagblað í Frakklandi sagði í bleikri stríðsfyrirsögn „Þau giftast". Annað dagblað er með fyrir- sagnir um þau á þessa leið, „Yndis- lega bresk“ um brúðina og ..Vandræðabamið“ um prinsinn. Jafnvel kommúnistablaðið L’Hum- anite veitti lesendum sínum þá þjónustu að segja frá brúðkaupinu. „Stórkostlegt tralala í Westminster" er fyrirsögnin í því blaði. Franska sjónvarpið dubbaði upp fyrrverandi fréttaskýrEinda, Leon Zitrone, sem hefur lýst öllum kon- unglegum breskum brúðkaupum fyrir frönsku þjóðinni frá því að El- ísabet drottning gifti sig. Ókeypis kampavín í Lúxemborg leigðu hótel sérstakt gervihnattasamband við London til að geta fært þjóðinni og gestum sín- um sómasamlega umfjöllun um brúðkaupið. Marie-Astrid, prinsessa i Lúxemborg, var á sínum tíma mjög orðuð við Karl Bretaprins, en ekkert meira varð úr því. Hótelin reyndu að gera útsendinguna eins raun- verulega og mögulegt var og buðu gestum sínum upp á kampavin með- an á útsendingu stóð. Erkihertoginn i Lúxemborg, sem hefur náin samskipti við bresku kon- ungsfjölskylduna, hitti Söru Fergu- son fyrir skömmu er hann var í heimsókn í Buckinghamhöll. Sagt var að hann væri himinlifandi vegna brúðkaupsins og sendi hann son sinn. Henri prins, í sinn stað til að vera viðstaddur brúðkaupið. í Vestur-Þýskalandi var einnig bein sjónvarpsútsending frá brúð- kaupinu. Æsifréttablöð þar eyddu mikiu plássi undir umfjöllun um brúðkaupið og Bild notaði alla bak- síðu blaðsins í gær til að velta vöngum yfir því hvemig kjóll Söru mvndi líta út. Sonur árið1988? Stjömufræðingur nokkur mun hafa tjáð Bild að hertogahjónin af Jórvík myndu eignast son vorið 1988 og síðan dóttur í desember 1989. Belgískir sjónvarpsáhorfendur fengu líkt og aðrir, sem fylgdust með atburðum í Westminster í gær, þriggja og hálfs tíma útsendingu frá brúðkaupinu, með útskýringum á bæði hollensku og frönsku. Næstum öll dagblöð í Belgíu birtu myndir af öðru brúðhjónanna eða báðum á forsíðu í gær. Það er af sem áður var Þótt íta.’ir séu mjög hrifnir af kóngafólki voru sumir fjölmiðlar allt að því kaldh eðnir í garð Breta og vom eitthvað að minnast á rýmun breska heimsv ‘ldisins. II Tempo í Róm sagði í for. íðufrétt frá London að á tímum Viktoríu drottningar hefðu Bretar ekki verið ánægðir nema eitt ríki bættist í breska heims- veldið á fimm ára fresti. „Núna er nóg fyrir þá að fá nýjan maka inn í konungsfjölskylduna á ftmm ára fresti bætti það við. La Republica sagði að svo virtist sem glansinn kringum konungsfjöl- skylduna ykist eftir þvi sem þjóðin vrði lítilfjörlegri. L’unita, blað kommúnista, sagði að þetta væri eins og í ævintýri þar sem „alþýðu- stúlkan giftist prinsinum og heldur að hún hafi unnið stærsta happ- drættisvinning lífs síns“. Alltviðþaðsama á austurvígstöðvunum Sovétmenn höfðu sama hátt á og fyrir fimm árum þegar Karl og Diana giftust. Þeirra fjölmiðlar minntust ekki einu orði á brúðkaupið og íbúar í Moskvu sögðu að þeir hefðu ekki heyrt neitt um þetta brúðkaup. „Auðvitað myndi ég hörfa á ef þeir sýndu þetta i sjónvarpinu," sagði verkamaður í Moskvu. „Ég vissi bara ekki að þetta væri að gerast." I gærmorgun fannst ekki heldur stafúr um brúðkaupið í Þjóðviljan- um okkar íslenska. Sovéska sjónvarpið sýndi örstutt brot frá brúðkaupinu 1981, nokkrum dögum eftir það, og dagblöð birtu fréttir af því nokkrum dögum seinna. Talsmaður fréttadeildar Sovéska sjónvarpsins sagðist efast um að sýnt yrði frá brúðkaupinu samdægurs. „Hvað sem er, en ekki konunglegt“ I Ástralíu var sýnt beint frá brúð- kaupinu á fjórum af fimm sjón- varpsrásum þar í landi. I sumum þeirra hófst dagskráin tólf klukku- stundum fyrir brúðkaupið. Á myndbandaleigum í Sydney ku hafa verið örtröð af fólki sem var að reyna að ná sér í efni til að þurfa ekki að horfa á brúðkaupsdagskrá í hálfan sólarhring. Sumir sögðust myndu taka hvaða spólu sem er, aðeins ef ekki væri minnst á neitt konunglegt í henni. Næstum allur hinn siðmenntaði heimur fékk að fylgjast með brúðkaupi Söru Ferguson og Andrews prins í beinni sjónvarpsútsendingu. Viðbrögð fjölmiðla um viða veröld eru flest á einn veg. Menn hrífast af glæsileika brúðhjónanna og athöfninni. Portúgalir svíkja út fé í Skandinavíu Haukur Lárus Haukssan, DV, Kaupmamtahcói: Starfsmenn skandinavískra banka, verslana og lögreglu eru að verða gráhærðir þessa dagana vegna millj- ónafjársvika portúgalsks glæpa- hrings með Eurotékka. Nú þegar hafa þrír Portúgalir verið settir í gæsluvarðhald í Kaupmannahöfri eftir að hafa svikið út peninga með stolnum Eurotékkum. Eurotékka er einungis hægt að nota ásamt sér- stöku tékkákorti sem hefur sama númer og tékkamir. Auk þess þarf nafhið á tékkunum að samsvara nafni í vegabréfi. Þesseir öryggisráðstafanir hafa ekki hindrað portúgalskan glæpa- hring í stórfelldri svikastarfsemi með kort þessi og vegabréf. Glæpahring- urinn hefur einfaldlega prentað og framleitt kort og vegabréf er passa við hina stolnu Eurotékka. Talsmað- ur tjársvikadeildar lögreglunnar í Kaupmannahöfri segir að kortin og vegabréfin séu svo vel úr garði gerð að einungis bankar geti við ná- kvæma athugun gengið úr skugga um hvort um fölsun sé að ræða. Allt að fyllast af fölsuðum tékkum Þessa dagana er aðalmiðstöð Eurotékkanna í Belgíu að yfirfyllast af stolnum tékkum sem hafa verið innleystir með fyrmefhdum hætti og hafa fulltrúar hennar verið á ferð í Skandindvíu. Skandinavia hefur nefnilega til þessa verið tilvalinn vettvangur fyrir fjársvik Portúgal- anna en bankar og verslanir á þeim slóðum krefjast ekki eins oft að sjá vegabréf í Eurotékkaviðskiptum og annars staðar tíðkast. Þannig er vit- að til þess að átta Portúgalir hafi svikið út sem svarar um fimm millj- ónum íslenskra króna með stolnum Eurotékkum á þessu ári. Sex þeirra hafa þegar verið gripnir, þrír í Dan- mörku, tveir í Svíþjóð og einn í Noregi. Sá sjöundi hljóp á brott í banka í Kaupmannahöfh þegar grunsemdir vöknuðu um áreiðan- leika hans. Eftir varð vegabréf er virtist komið frá prentsmiðju glæpa- hringsins í Portúgal. Vel skipulögð svik Fjársvikin em mjög vel skipulögð. Þjófamir fá fast gjald, eða tuttugu prósent af verðmæti tékkanna. Síð- an eru prentuð kort og vegabréf sem passa við hina stolnu tékka og loks er maður sendur af stað til Skandin- avíu til að innleysa þá. Sá heldur um tuttugu til þrjátiu prósentum fyrir sjálfan sig og skilar afganginum til glæpahringsins sem þannig fær fimmtíu til sextíu prósent af verð- mæti tékkanna í sinn hlut. I fyrradag fékk þrjátíu og níu ára gamall Portúgali eins árs fangelsis- dóm við borgardóm Kaupmanna- hafnar. Hann náði ekki að byija fjársvikin þar sem hann lenti í leit í tollinum á Kastrupflugvelli. Toll- verðimir fundu hundrað fjömtíu og fimm stolna Eurotékka ásamt til- svarandi fölsuðum kortum og vegabréfum. Samkvæmt venju vom vegabréfssíðumar með persónuleg- um upplýsingum falsaðar en með sömu mynd. Portúgalinn reyndi að sleppa undan í flughöfninni og við rannsókn kom í ljós að hann ætlaði að vera í viku í Kaupmannahöfh. Á þeim tíma átti hann líklega að inn- leysa Eurotékka að verðmæti átta hundmð sjötíu og fimm þúsund ís- lenskra króna. ítalir líka liðtækir Portúgalir em ekki einir um þessa iðju. Italir prenta einnig falska Eu- rotékka, kort og vegabréf. Það kom í ljós fyrr í þessum mánuði þegar ítali millilenti í Kaupmannahöfn á leið frá Róm til Uruguay. Hann gleymdi handfarangri sínum á gang- inum í flugstöðvarbyggingunni. Við athugun kom í ljós heill bunki fals- aðra vegabréfa með mynd af einum og sama manninum. ítalinn var strax handtekinn. Hann hafði verslað fyrir sjálfan sig í fríhöfninni með fölsuð- um Eurotékkum og þar með var hægt að sækja hann til saka fyrir fjársvik. Falsaðir dollaraseðlar, sem verið hafa í umferð í Skandinavíu, em yfirleitt ítalskir að uppmna. Ungur Dani hefur játað að hafa ásamt öðr- um keypt falsaða hundrað dollara seðla á Ítalíu fyrir um þijátíu dollara stykkið. Fölsunin, sem er misjöfn að gæðum, var uppgötvuð er reynt var að fá seðlunum skipt. í Svíþjóð. Þyk- ir því fúll ástæða til að vera á verði og krefjast vegabréfs þegar viðskipti með Eurotékka eiga sér stað. Svo virðist sem Miðjaröarhafsþjóöir geri nú út á Skandinaviumarkaö með stolna Eurotékka og falsaöa dollara- seðla. Það mun vera vegna þess að eftirlit í Skandinavíu er mun lélegra en í öðrum löndum. Umsjón: Ólafur Arnarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.