Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986. Útlönd Amsterdam er enn Mekka etturlyfjanna r Tveir fastagestir ganga upp að bar- borðinu og panta sér væna sneið af súkkulaði-„geimköku“, skola henni niður með bolla af nýlöguðu kaffi. Þrír menn sitja við borð úti í homi og rabba saman meðan þeir sötra app- elsínusafa og reykja sígarettur. Undarlegur matseðill En sígarettumar og kökumar eru gerðar úr kannabisefnum og þetta er Bulldog, elsta og frægasta kaffihús Amsterdam. Á ýmsum kaffihúsum borgarinnar er það svo að marijúana og hass er selt án nokkurrar leyndar yfir borðið og reykt inni á stöðunum. Á neonlituðum matseðlinum er listi yfir veitingar. Rauði helmingurinn er listi yfir hass sem á boðstólum er en sá græni er yfir marijúana. Það er fast verð á veitingum. Fyrir rúmlega fjögur hundruð krónur geta menn keypt eitt komma átta til fimm grömm af hvaða tegund sem er í um- búðum sem eru merktar Bulldog. Inngangurinn er við Leidseplein, sem er líflegasta torg borgarinnar. Bulldog er til húsa í gömlum höfuðstöðvum lögreglunnar og þar er einnig hægt að skipta gjaldeyri og kaupa föt. Milljarðaviðskipti með ólögleg efni Viðskipti með ólögleg efiii er mikill gróðavegur í Amsterdam og umsvifin fara vaxandi. Gæðin eru mikilog verð- ið er lágt á alþjóðlegan mælikvarða. Engar opinberar tölur eru fáanlegar um verðmæti þeirra eiturlyfja sem fara gegnum Holland til innanlandsneyslu eða til útflutnings til annarra landa 1 Evrópu. Það er talið að verðmæti þeirra eit- urlyfja sem fara gegnum borgina sé um tuttugu milljarðar íslenskra króna á ári hveiju. Verðmætið hefur aukist um sjötíu og fimm prósent á síðustu tveimur árum þrátt fyrir að verðfall hafi orðið á eiturlyfium, en það er kókaín sem er að verða vinsælasta efnið. Á landsmælikvarða er veltan í eitur- lyfjaheiminum líka gríðarleg. Talið er að eiturlyf að verðmæti um sextíu milljarðar íslenskra króna skipti um eigendur í Hollandi á ári hverju, en það er tvöföld upphæð miðað við árið 1984. Amsterdam hefur verið ókrýnd eit- urlyfjahöfuðborg Evrópu í tvo áratugi. Hefðbundið umburðarlyndi Hollend- inga, mikilvægi utanríkisviðskipta, stærsta höfh veraldar í Rotterdam og landfræðileg lega sem hlið að Evrópu hafa nært uiidirheimaveröld eiturlyíja sem annars staðar hefði dáið út. Vilja ókeypis heróín Kaffihúsum, skreyttum með sljóvg- andi marijúanablöðum, hefur fjölgað rífurlega á undanfömu ári og em þau nú um eitt hundrað og fimmtíu. I fyrra komst upp um hasssölu i félagsmiðstöð fyrir unglinga sem rekin var af ríkinu. Samtök heróínneytenda hafa barist fyrir því að öll eiturlyf verði gerð lög- leg og að heróíni verði dreift ókeypis. Það em að minnsta kosti átta þús- und heróínsjúklingar í Amsterdam, og er það meira en eitt prósent af íbúum borgarinnar. Þetta hlutfall heför ekki lækkað á undanfömum árum. Það var vel meint en dálítið þversagnarkennt þegar borgarstjórinn í Amsterdam, Ed van Thijn, og borgarráðið ákváðu seint á árinu 1983 að veita ókeypis heróíni til verst fömu sjúklinganna til að tryggja þeim betra líf og fækka glæpum. Þetta hafði verið reynt í Bret- landi, þannig að læknum var veitt heróín til að dreifa með það fyrir aug- um að fækka sjúklingum, en tilraun- inni var hætt árið 1982, eftir þrettán ár, og hafði þá mistekist alveg. Ríkisstjómin í Haag, sem var undir miklum þiýstingi frá læknum og öðr- um ríkisstjómum, ákvað loks að beita neitunarvaldi gegn ókeypis heróíni. Borgarstjóm Amsterdam beitti sér gegn því að tveimur húsbátum yrði breytt í miðstöð fyrir eiturlyfjasjúkl- inga þar sem þeir gætu sprautað sig og reykt í friði, í stað þess að hræða ferðamenn á götum úti. Einn bátur var þó gerður út á kostn- að borgarinnar þar til Ijóst varð að um borð fór fram umfangsmikil eitur- lyfjasala og glæpatíðni í nágrenninu minnkaði ekkert. Borgaryfirvöld hafa þó haldið fast við það verkefhi sitt að gefa fólki Metadon, sem kemur í stað- inn fyrir heróín en er ekki jafh skaðlegt. Munur á veikum og sterkum eiturlyfjum Það er ólöglegt að hafa á sér, fram- leiða eða selja eiturlyf í Amsterdam og getur refsing farið upp í tólf ár. Yfirvöld í Amsterdam gera þó skýran greinarmun á veikum eiturlyfjum, sem eru marijúana og hass, og sterkum eiturlyfjum, sem eru kókaín og heróín. Veik eiturlyf eru opinberlega um- borin með þeim rökum að þau séu ekki skaðleg fyrir heilsu neytandans eða öryggi samborgaranna og að hið litla fjármagn, sem varið er á hveiju ári í baráttunni gegn eiturlyfjum, sé betur varið í baráttunni gegn sterkum eiturlyfjum. Lögreglan hreinlega lítur fram hjá starfsemi kaffihúsanna svo lengi sem þau selja ekki sterk eitur- lyf, bjóða ekki áfengi og hleypa ekki inn bömum. Sú hugmynd að leyfa skuli kannabisefhi á sér síaukinn stuðning. Vilja ná heildsölunum Sterk eiturlyf em hins vegar talin hættuleg heilsu neytandans og öryggi samborgaranna og þess vegna er fyrst og fremst revnt að-berjast gegn þeim með því áð elta heildsalana, en einnig er reynt að hafa hendur í hári smásal- anna. Aldrei hefur náðst meira kókaín en í maí síðastliðnum er lögreglan náði áttatíu og fimm kílóum af þessu hvíta dufti, að verðmæti um það bil fimmhundmð milljóna íslenskra króna. Það er líka líklegt að Amsterd- am hafi verið áfangastaður um tvöhundmð og tuttugu kílóa af heró- íni, sem lögreglan náði í Rotterdam í síðasta mánuði. Velgengni kaffihúsanna gerir það að verkum að þau em hreinleg, vistleg og mörg hver glæsileg. Þar inni situr miðstéttarfólk og reykir pípur sínar eða stauta líkt og gerðist í ópíumbúll- um hér áður fyrr. Eiturlyfjasjúklingar grípa oft til þess ráðs að stela eða selja sig til að hafa efhi á dýrri fíkn sinni. Glæpir meðal bama í Amsterdam em með því mesta sem gerist í Evrópu. Rauðljósahverfi borgarinnar er jafhfrægt fyrir port- konur sínar og það er fyrir eiturlyfja- sala. Umburðarlyndið þrotið Nú er hins vegar svo komið að jafh- vel umburðarlyndi Hollendinga getur ekki lengur leitt hjá sér fjölgun glæpa, eiturlyfjaverslun á götum úti og subbuleg hverfi eins og Zeedijk, sem er nærri Aðalbrautarstöðinni. Síðla árs 1983 hófö van Thijn borgarstjóri og borgarráðið baráttu til þess að frelsa Amsterdam undan titlinum Mekka eiturlyfjanna. Helstu baráttu- málin vom þessi: • Berjast af föllum krafti gegn sterk- um eiturlyfjum og umbera veik eitur- lyf. • Reka úr landi alla útlendinga sem yrðu uppvísir að því að nota sterk eit- urlyf. • Banna samkomur fleiri en þriggja manna í einu í Zeedijk. Barátta þessi, sem nú hefur staðið í tvö og hálft ár, hefur að mörgu leyti mistekist. Amsterdam er enn álitin Mekka eiturlyfjanna og magn eitur- lyfja í umferð fer vaxandi og heróín- sjúklingum hefur ekki fækkað. Nokkurárangur Á ýmsum sviðum hefur samt gengið vel. Dauðsföllum vegna heróínneyslu fækkaði í fjörutíu og tvö árið 1985 frá sjötíu og fjórum árið áður. Neysla veikra eiturlyfja virðist hafa minnkað örlítið og auglýsingar um verð á kannabisefhum em hættar að heyrast í útvarpi. Glæpum bama virðist hafa fækkað örlítið og Zeedijk virðist að- eins vistlegra en áður var. Leo Detering hjá lögreglunni í Amsterdam bendir á að handtökum vegna eiturlyfjamála hafi fjölgað um þijátíu og fimm prósent á þessum tíma. Lögreglunni tekst þó ekki að leggja hald á nema fimm til tíu prósent af þeim eiturlyfjum sem em í gangi á götunum, og það hlutfall heför ekki aukist í mörg ár. Hin umburðarlynda steföa Hollend- ingar í eiturlyfjamálum hefur oft vakið reiði annarra vestrænna ríkja sem em hneyksluð á þeirri linkind sem Hol- lendingar sýna í þessum málum. Sannfærðir um ágæti eigin aðferða Hollendingar em samt sem áður sannfærðir um að þeir fari rétt að. Háttsettur embættismaður sagði ný- lega á alþjóðlegri ráðsefhu um eitur- lyfjavandamálið, sem haldin var í Hollandi: „Þrúgandi aðferðir em til þess eins að leiða eiturlyfjasjúklinga og eiturlyfjasala lengra inn á glæpa- brautina. Okkar markmið er að hjálpa eiturlyfjasjúklingum en refsa eitur- -lyfjasölum." Bulldog er frægasta kaffihús í Amsterdam. Þar inni geta menn pantað sér kökur, sígarettur og fleira, búið til úr kannabisefnum. Matseðillinn er tvískiptur. Annar helmingur hans er með úrval af hassi en hinn er með úrvali af marijúana. Það fer vel á þvi að fyrir utan kaffihúsið er raunverulegur „bulldog".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.