Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986. 11 '_____________________________________________________________________Viðtalið Oddur Einarsson, nýráðinn bæjarsijóri Njarðvíkur: Var TTrekinn“ úr starfi til að fara í Háskólann Nýráðinn bæjarstjóri í Njarðvík- um heitir Oddur Einarsson, borinn og bamfæddur vesturbæingur sem kom í heiminn 13. janúar 1953. Hann á að baki fjölbreyttan starfsferil og segist lítast vel á nýja starfið og hlakkar til að glíma við þau verk- efni sem því fylgja. Sumarfríið segist Oddur ætla að nota til að kynnast verðandi sam- starfsfólki sínu og til að setja sjálfan sig inn í málin. Einnig er hann að leita að húsnæði til að leigja því Oddur ætlar sér að flytjast til Njarð- víkur en vantar ennþá þak yfir höfuðið. Kennarinn tók bækurnar og henti í ruslið Oddur gekk í Öldugötuskóla, Melaskóla og Hagaskóla og segir það hafa verið skemmtileg ár. „Þeg- ar ég var í Melaskóla kenndi mér í tvo vetur mjög minnisstæður maður, Axel Kristjónsson, sérstakur og lit- ríkur karakter. Hann var mikill skapmaður og átti það til að hverfa á braut þegar honum mislíkaði eitt- hvað en koma aftur og láta þá eins og ekkert hefði í skorist. Eg man sérstaklega eftir því þegar hann bað okkur i 10 eða 11 ára bekk að skrifa í aðra hverja línu. Þegar hann sá að megnið af bekknum skrifaði í hverja línu tók hann af okkur bæk- umar og henti í mslið. Þrátt fyrir þetta var hann mikill vinur krak- kanna og bauð okkur oft í bíltúr út fyrir bæinn á laugardögum eftir skóla,“ sagði Oddur. Hætti í Háskólanum á miðju ári Leið Odds lá í Menntaskólann í Reykjavík þaðan sem hann varð stúdent úr fommáladeild. „Ég hef alltaf haft gaman af málum og varð slarkfær í dönsku með því að lesa Andrés önd,“ sagði Oddur. Hann hóf nám við guðfræðideild Húskólans strax haustið eftir en hætti á miðju ári. Þótti kennslunni eitthvað ábóta- vant. „Ég var þá að vinna í launa- deild ^ ármálaráðuneytisins í jólafríinu og ákvað að halda því áfram. Ég kynntist konunni minni á balli eftir starfsmannagleði en hún vann í annarri deild í ráðuneytinu. Nokkur tími leið uns samdráttur okkar komst upp en við giftum okk- ur á meðan við bæði unnum þama,“ segir Oddur. Kona hans heitir Una Oddur Einarsson. Dagbjört Kristjánsdóttir og eiga þau 4 böm. Aftur i Háskólann Oddur hafði aðeins unnið í íjár- málaráðuneytinu i 2 ár þegar hann hóf nám við Háskólann í guðfræði á nýjan leik. „Ég var eiginlega rek- inn til að byrja. Steingrímur Pálsson, yfirmaður minn, vissi af því að ég hafði ætlað í Húskólann. Það haíði þó dregist því mér líkaði vinnan vel. Hann kallaði mig inn til sín og sagði mér að fara í námið annars yrði ég rekinn," segir Oddur. Kynntist hinni þjóðinni Oddur var lögregluþjónn á sumrin eins og titt er um guðfræðinema. „Slíkt reynir á og víkkar sjóndeild- arhringinn. Maður kynnist sérstæð- um heimi og hinni þjóðinni sem býr i þessu landi. Þjóð sem fæstir þekkja,“ segir Oddur. Hann játar því að þessi störf geti verið mannbæt- andi „en aðeins ef menn láta eymdina og volæðið ekki of mikið á sig fá.“ Fyrstu útköllin standa hon- lun enn skýrt fyrir hugskotssjónum. Heldur með þeim sem eru að tapa Oddur hefur aldrei haft gaman af íþróttum, sérstaklega ekki keppnis- íþróttum og segist ekki skilja þá áráttu að þurfa alltaf að sigra ein- hvem. „Þegar ég horfi á íþróttir held ég iðulega með þeim sem eru að tapa.“ segir Oddur. Hann segist alltaf hafa synt mikið sér til heilsu- bótar þó að það hafi dottið niður eftir að hann flutti norður. „Annars eyði ég öllum þeim tíma sem ég hef aflögu í lestur blaða og bóka enda vil ég fyrir alla muni fylgjast með. Ég á þokkalega stórt plötusafri með því helsta í klassískri tónlist sem ég hlusta talsvert á. Annars er ég grúskari og hef gaman af flestu,“ segir Oddur sem hefur ekki á undan- fömum árum átt margar frístundir. Oddur alls staðar Vinnan hefur verið áhugamál Odds undanfarin ár eða öllu heldur vinnumar. Hann flutti strax og hann fékk vígslu á Skagaströnd og gerðist sóknarprestur þar. Einnig varð hann stundakennari, hefur starfað sem lögregluþjónn, bankagjaldkeri á sumrin og síðustu tvö ár hefur hann unnið sem skrifstofustjóri Höfða- hi'epps í hálfu starfi. Fræg er sú saga sem norðlenskir gámngar bjuggu til um Odd. Hún segir svo frú að ferðamaður hafi komið á kántríhátíð á Skagaströnd. Fór ferðalangurinn i bankann og skipti ávísun hjá Oddi gjaldkera. Þegar hann bað um gistingu var honum bent á skólann og Oddur kennari hlevpti honum inn. Á laug- ardagskvöldinu sá hann Odd lög- regluþjón gæta laga og réttar og á sunnudaginn hlýddi hann á Odd prest messa. Er þrí engin furða að frístundir Odds séu ekki fleiri. Sótti um á síðasta degi Oddur segist hafa verið orðinn þrevttur á því að þurfa sífellt að di'eifa starfskröftunum og því farið að líta í kringum sig eftir nýju starfi. „Við vorum að vísu búin að festa rætur á Skagaströnd en ég er nýj- ungagjarn og vildi reyna eitthvað nýtt. Sem skrifstofustjóri Höfða- hrepps hafði ég kynnst umfanginu við rekstur bæjarfélags og líkað vel. Þegar ég sá stöðuna síðan auglýsta á síðasta degi lét ég slag standa og sendi skevti. Þeir réðu mig og nú er ég á förum frá Skagaströnd og hef sótt um lausn frá embætti," segir Oddur. Hann segir að það sé sama við hvað hann starfi, hann hafi ávallt fylgt einni grundvallarreglu. „Að koma fram af heilindum, það hefur revnst mér vel,“ segir Oddur Einarsson. JFJ Borgafjórðun Gamla símstöðin ræður ekki víð álagið Símamál í Borgarfirði og reyndar víðar virðast hafa verið í einhverj- um ólestri að undanfömu. Að sögn Sigurðar Ólafssonar, símstöðvar- stjóra i Borgamesi, er oft slæmt samband eins og vfða annars stað- ar og erfitt að fá són. Sagði Sigui'ður að þegar mikið álag væri á símanum réði gamla símstöðin ekki við verkið. „Það er von á nýrri símstöð bráð- lega sem verður afkastameiri og lagast þá þetta til muna. Hins veg- ar þarf ekki nema bilun í Reykja- vík eða Akranesi til að orsaka eifiðleika hér og jafnvel þannig að ekki sé hægt að hringja innan- hæjar,“ sagði Sigurður Ölaf&son. JFJ Vmnuskolinn: Oriofið reiknað inn í launin Unglingar í unglingavinnunni fá orlof sitt greitt með launum sínum. sem þeir fú hálfcmánaðarlega, en ekki greitt sérstaklega eins og er um aðra launþega þessa lands. Sá misskilningur hefur verið uppi að unglingar þessir, sem em yngri en 16 ára, fái alls ekki greitt orlof, eins og lög segja fyrir um. Að sögn Amfinns Jónssonar. um- sjónarmanns Vinnuskólans, er það stjóm Vinnuskólans sem ákveður laun unglinganna en aðrar reglur gilda um þá en 16 ára og eldri. Til dæmis er ekki tekið af þeim í spari- merki. „Það var ákvörðun stjómarinn- ar að sú tala, sem þessir krakkai' fá í laun. innihaldi allt sem við- kemur launum, þar með talið orlof,“ sagði Amfinnur. Hann sagði þó að krakkamir ættu kost á kaupauka, allt að tíu prósentum, ofan á launin. Væri þa metið vinnulag, framkoma og fleira slíkt í hverjum hópi fyrir sig, en krakkamir \únna í litlum hóp- um. Kynningarverö: 100,- spólan - 50,- barnaefni. Opið: 16-23.30 virka daga 14—23.30 laugardaga og sunnudaga. Urvalið er hreint ótrúlegt Komið - sjáið og sannfærist fhSVIDEOj Barmahlíð 8 - Sími 21990.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.