Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986. Þú hringir — við birtum og auglýsingin verður færð á kortið. Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og ganga frá öllu i sama simtali. Hámark kortaúttektar í síma er kr. 2.050,- Hafið tilbúið: /Nafn - heimilisfang - síma - nafnnúmer -kortnúmerN og gildistíma og að sjálfsögðu texta auglýsingarinnar. Neytendur Við byggingu 100 fermetra húss má gera ráð fyrir um 150 rúmmetrum af steypu. Það gerir 696.000 krónur þar sem steypuverð reyndist lægst samkvæmt skyndikönnun Neytendasíðunnar en 870.000 krónur þar sem það var hæst. AUGLÝSIR Jli STÖR- LJEKKUN U.N.1 vegna hagstæðra innkaupa Nautahakk 199 kr. kg Nautagúllas 429 kr. kg Nautasnitsel 489 kr. kg Nautabuff 539 kr. kg Hryggvöðvar 539 kr. kg Verð þetta bjóðum við meðan birgðir endast. Jl! KORT Opið til kl. 20.00 Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 Hvað kostar steypan? Það getur munað 174 þúsundum á steypukostnaði við byggingu 100 fer- metra húss. Neýtendasíðan komst að þessu er við könnuðum verð á steypu á hinum ýmsu steypustöðvum lands- ins. Verðlagning á steypu er frjáls en verð á sementi er það sama um allt land því Flutningsjöfhunarsjóður sér um flutningskostnaðinn. Það sem af er þessu ári hefur nokkur samdráttur orðið á sementssölu og þá sérstaklega á Stór-Reykjavíkursvæðinu, eða um 16 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Búist er við að sementssala verði um 9.000 tonnum minni í ár heldur en síð- astliðið ár. Við könnuðum verð á steypu á 11 steypustöðvum á landinu og spurðum um verð á svokallaðri S-200 steypu sem er mest notuð. Á flestum steypu- stöðvunum er veittur staðgreiðslu- og/eða magnafsláttur sem er mjög misjafh eftir stöðvum. Misjafnt er við hvaða magn er miðað eigi afsláttur að fást og hve hár afslátturinn er. Uppgefið verð er verð á hverjum rúm- metra. Miðað við þetta rúmmetraverð var steypa ódýrust hjá Steypustöð Suðumesja, 4.640 krónur rúmmetrinn. Dýrust reyndist hún vera hjá Steypu- sölunni Neskaupstað, 5.800 krónur rúmmetrinn. Ef við tökum dæmi um 100 fermetra hús þá má gera ráð fyrir að um 150 rúmmetra af steypu þurfi við byggingu þess. Er steypukostnaður 696.000 krónur þar sem verðið var lægst en 870.000 krónur þar sem það var hæst. Hér er algjörlega um grunn- verð að ræða, það er enginn afeláttur tekinn til greina. -RóG. Verð á rúmmetra af steypu Steypuþjónustan Hvammstanga Steypustöð Skagafjarðar jmg Steypustöð Suðurlands tap Steypustöð Vestmannaeyja Steypusalan Neskaupstað Möl og sandur, Akureyri Steypustöð Akraness Steypustöð Suðurnesja Steypustöðin hf. BM Vallá Steypuverksmiðja Óss hf. J 7 ✓ J 7 4.935 4.968 5.560 5.604 5.800 5.560 4.960 4.640 5.260 5.250 4.865 1000 2000 3000 4000 5000 6000 Areynsla eða afclöppun Mörgum finnst að þeir geti aldrei orðið of grannir og leggja allt kapp á að vera í sem bestu formi. Sumir geta jafnvel verið of „heilsusamlegir" eða að minnsta kosti of æstir í að vera í fínu formi. Nú síðastliðin ár hefur lík- amsrækt gengið mikið út á að hreyfa sig og gera sem mest en nú segja sér- fræðingar í þessum málum að of mikill hamagangur geti bara haft slæm áhrif. Margur nútímamaðurinn lifir við stöðugt álag. Streita og mikil spenna er orðin mjög svo algengur fylgifiskur dagsins í dag. Líkamsæfingar í lok strembins dags eiga oft að „hressa fólk við“ en varast verður að fara í of erfið- ar æfingar, ekki síst ef álagið hefur verið mjög mikið um daginn. Erfiðar æfingar geta bókstaflega orðið lúnum líkamanum ofraun. Ráðið er að taka tillit til aðstæðna. Sértu svöna rétt dasaður er þú kemur heim úr vinnunni er í lagi að stunda einhverja líkamsrækt en sértu úrvinda af þreytu og óvenju stressaður þá slepptu því. Þú getur hæglega ofboðið skrokk þínum og heilsu. Líkaminn þarfnast heilbrigðs jafnvægis á milli afslöppunar og áreynslu og verður hver fyrir sig að finna hvað hentar í hvert skiptið. -RóG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.