Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986. 3 Fréttir Byggðasjóður öriátur við félög tengd Svevri Hermannssyni: útgerð og Útgerðarfyrirtækið Ögurvík hf., sem er að hluta til í eigu Sverris Her- mannssonar menntamálaráðherra, hlaut um fjórðung alls lánsfjár sem Byggðastofnun veitti á tímabilinu 31. október til áramóta í fyrra. Byggðastofnun veitti alls um 350 milljónir króna í lán á þessu tveggja mánaða tímabili og þar af hlaut Ögur- vík 92 milljónir. Lánið var veitt í tveimur hlutum vegna breytinga og endurbóta á Frera RE-73.1 reikning- um Byggðastofriunar segir að lánið hafi verið veitt til að auka verkefhi innlendra skipasmiðastöðva en endur- bætumar á Frera fóru fram á Akur- eyri. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem félög tengd Sverri Hermannssyni hljóta fyrirgreiðslu úr Byggðastofnun eða Byggðasjóði. Menntamálaráðherra hefur um tutt- ugu ára skeið verið formaður veiðifé- lags Hrútafjarðarár og Síkár í Vestur Húnavatnssýslu. Árið 1984, stuttu eftir að Sverrir hætti sem for- stjóri Framkvæmkvæmdastofnunar ríkisins, hlaut Veiðmálastofnun 80 þúsund króna styrk úr Byggðasjóði til að rannsaka ár veiðifélags Hrútafrarð- styrk arár og Síkár. 1 fylgiskjölum með ársskýrslu Framkvæmdastofriunar fyrir árið 1984 kemur fram að rann- sóknimar fólust í að „sleppa 10 þúsund sumaröldum laxaseiðum í ófiskgenga fossa í Hrútafjarðará og Síká“. Sex þúsund seiði fóm í Hrútafjarðará og fjögur þúsund í Síká. Samkvæmt upplýsingum DV hefur veiði verið góð í þessum ám í sumar í lax og um 80 laxar komnir á land úr Hrútafrarðará einni. Bændur úr ná- grenninu segja að þar hafi verið að veiðum að undanfömu, auk Sverris, þeir Tómas Ámason seðlabankastjóri, Jóhannes Nordal seðlabankastjóri, Matthías Á. Mathiesen utanríkisráð- herra, Pétur Sigurðsson alþingismað- ur, Matthías Johannessen ritstjóri og fleiri. ' -EA il JVc'* |gg| * fjí' HfeS<T***'* 1»\\ 1 WSl * / Hjggjrerlk •*«»' ■ rú'® cfiiiÉH nr v Hér sjást nokkrir af erlendu skátunum sem sækja Landsmótið. DV-mynd GVA Nýtt lýðveldi í Viðey Vikuna 27. júlí til 3. ágúst verður Landsmót skáta í Viðey. Fér það fram undir heitinu „Nýtt lýðveldi. Viðey 1986“. Fá allir íbúar Viðeyjar- lýðveldisins vegabréf, m\mduð verður þjóðstjóm og þing. Lýðveldið mun svo að sjálfsögðu eiga fána. skjaldarmerki, lög og þjóðsöng. Dag- skrá mótsins verður mjög fjölbrevtt og hægt að velja um leiki, þrautir, fræðslu og ferðalög. Auk þess verður íþróttamót og varðeldar af ýmsu tagi. Tværtjaldbúðir Á mótinu verða tvær tjaldbúðir, skátatjaldbúðir og fjölskvldutjald- búðir. Skátatjaldbúðunum verður skipt í torg og hefur hvert félag sitt afrnarkaða svæði. Á mótið koma er- lendir skátar viða að úr Evrópu svo og frá Bandaríkjunum og Japan. I Viðey verður sjúkragæsla, póst- og símaþjónusta og einnig verður banki starfræktur á mótinu. Gefa á út sér- stakt dagblað mótsins sem selt verður gegn vægu verði en annars verður mótsgjaldið 5.750 kr. fvrir hvern einstakling. Er þá innifalið fullt fæði allan mótstímann, móts- merki, mótsbók, h\Tna og vegabréf lýðveldisins. Þátttakendur á mótinu verða senni- lega um 1000 en 2. ágúst verður mótið opið gestum sem ekki eru í tjaldbúðum. Á þriðjudagskvöldið. 29. júlí, verður kvöldvaka í Laugardals- höll klukkan 19.30. Verður hún opin öllum og kostar ekkert inn. Eru skátar ákveðmr í að Landsmótið verði hið glæsilegasta. JFJ Ljósleiðara- strengur til Hvolsvallar „Við erum famir að nálgast Selfoss og með þessum ljósleiðarastreng opn- ast mögulcikar fyrir aðila sem hyggja á sjónvarpsrekstur að sjónvarpa efni frá Reykjavík til Hvolsvallar og end- urvarpa þaðan áfram,“ sagði Ölafur Tómasson hjá Pósti og síma. Undanfamar tvær vikur hafa staðið yfir framkvæmdir á vegum Pósts og síma þar sem plægður hefur verið nið- ur ljósleiðarastrengur milli Reykja- víkur og Hvolsvallar. Strengurinn tekur við boðum á sama hátt og tölvur og verður hlutverk hans fyrst um sinn að flytja talrásir með sama formi og stafræna símakerfið. „Þetta er í fyrsta sinn sem svona strengur er lagður utan Reykjavíkur, en hér innanbæjar er í notkun stafrænt símakerfi sem liggur frá Austurvelli í símstöðina í Múla. Frá okkar bæjardyrum séð er þetta fyrst og fremst fyrir talrásir en möguleikamir fyrir sjónvarpssending- ar með strengnum em miklir," sagði Bergþór Halldórsson, verkfræðingur hjá Pósti og síma. Hjá Pósti og síma liggja fyrir tillögur um svipaða lögn frá Reykjavík til Akureyrar og er áætlað að fram- kvæmdin muni kosta um hundrað milljónir króna. Enn hefur enginn aðili lýst áhuga sínum á að nýta sér ljósleiðarastrenginn fyrir sjónvarps- sendingar en viðræður em í gangi á milli samtaka sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu og Pósts og síma um samstarf í þessum efnum. -S.Konn. Herjólfur: Skrifstofustjóri hættir „Það er rétt að ég hætti störfúm hjá Herjólfi fyrir viku,“ sagði Elín Alma Arthúrsdóttir í samtali við DV. Elín Alma var skrifstofustjóri Herj- ólfs og gegndi störfum framkvæmda- stjóra. Hún var einn umsækjenda um stöðuna er ráðið var í hana fyrir skemmstu en Magnús Jónasson hreppti starfið. Bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins, Guðmundur Ólafsson, hélt því fram í viðtali við DV að gengið hefði verið framhjá Elínu Ölmu sem hæfasta umsækjanda en Magnús Jón- asson verið ráðinn pólitískt en hann er formaður fulltrúaráðs Sjálfetæðis- félaganna í Eyjum. Elín var spurð að því hvort líta bæri á uppsögn hennar sem mótmæli gegn ráðningu Magnús- ar. „Ég hef ekkert á móti Magnúsi enda þekki ég hann ekki. Ég hafði ekki áhuga á að vinna lengur hjá Heijólfi." - ás. Nú er mikið úrval af hústjöldum, göngutjöldum og gistitjöldum í ferðalagið. Sendum í póstkröfu. Apollo 2ja manna, verð kr. 4.748,- 3ja manna, verð kr. 5.872,- Barnatjöld í miklu úrvali frá kr. 1.000, Hefur þú mátað aila sólstólana? Viðleguútbúnaður í miklu úrvali. Hagstætt verð. 5 manna tjald, kr. 9.970,- Fleygahiminn, kr. 12.292,- (Keypt saman 10% staðgreiðslu- afsláttur.) Dallas 4ra manna, verð kr. ca 19.850,- 6 manna, verð kr. 25.040,- cfcUgcrtf- Eyjaslóð 7, Reykjavík - Pósthólf 659 Símar 14093 - 13320 Nafnnr. 9879 -1698

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.