Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986. Útvarp - Sjónvarp Föstudagsmyndin: Vlva María! Föstudagsmyndin að þessu sinni er frönsk-ítölsk gamanmynd frá árinu 1965. Sögusviðið er lítið land í Mið- Ameríku um aldamótin þar sem bylting er í uppsiglingu. Sögupersón- umar eru tvær ungar konur sem báðar heita Maria. Önnur þeirra er dansari í farandleikhópi og hún bíður nöínu sinni, sem er írskur byltingarsinni, að slást í för með sér. Faðir hinnar írsku var drepinn á írlandi þar sem hann barðist gegn Bretum. Hún er vel að sér í bardagatækni og vön að fara með vopn og aðra hættulega hluti. Kon- umar kynnast Flores, leiðtoga bylt- ingarinnar, og hann heillar þær báðar upp úr skónum. Þær ganga í lið með byltingarmönnum þegar óeirðimar brjótast út og lenda í ýmsum ævintýr- um. Maríumar em leiknar af þokkadís- unum Brigitte Bardot og Jeanne Moreau en George Hamilton leikur Flores. Leikstjóri er Frakkinn Louis Malle. Maríurnar tvær ganga í iið með byitingarmönnum þegar þær verða báðar ástfangnar af leiðtoga byltingarinnar. ; -m. * John Nettles leikur rannsóknarlögreglumanninn Bergerac sem þykir harður i horn að taka. Sjónvarp kl. 21.45: Nýir þættir um Bergerac Þriðji nýji myndaflokkurinn, sem hefúr göngu sína í þessari viku, er breskur sakamálamyndaflokkur f tíu þáttum og nefhist hann Bergerac. Hver þáttur er sjálfstæð saga með sömu söguhetju, Bergerac rannsókn- arlögreglumanni, sem starfar á Ermasundseyjunni Jersey. Nóg er að gera hjá Bergerac þó að eyjan sé litil því þangað leita auðmenn vegna skattfríðinda og bófar fylgja í kjölfar- ið. Einnig em alls kyns smyglarar ofl á ferð á þessum slóðum. Bergerac er harður í hom að taka og notar oft hnefana í samskiptum sín- um við afbrotamenn. Þess á milli ekur hann um fallegt umhverfi Jersey á blæjubíl og gengur í augun á kven- fólkinu. Hann á góða vini sem oft koma honum til hjálpar og hann þekk- ir hvem krók og kima á eyjunni. Þetta em sígildir sakamálaþættir sem enda alltaf með því að Bergerac leysir málið. Oft kostar það þó nokkr- ar fómir en annað væri óraunhæft. Oft er erfitt að segja til um hvað ge- rist næst og gerir það þættina ágæt- lega spennandi. Útvarp, rás 1, kl. 16.00: Frvtími Ásgerðar Ásgerður Flosadóttir er meðal nýrra þáttargerðarmanna á rás tvö. Þáttur hennar heitir Fritíminn og er á dag- skrá í dag klukkan fjögur. Hún leikur þar létta tónlist og fjallar lítillega um ferðamál. Ásgerður er að læra stjómmálafræði \dð Háskóla Islands, auk þess sem hún vinnur af og til hjá Kamabæ. Hún fór á dagskrárgerðamámskeið hjá Ríkis- útvaiiDÍnu og vann nokkra þætti á rás eitt í fyrrasumar. Nú hefur hún fært sig vfir á rás tvö og er þáttur hennar á dagskrá á hveijum föstudegi. Asgerður Flosadóttir, umsjónarmaður FrWmans. 47 Veðrið í dag verður norðan- og síðan nörð- austlæg átt á landinu, bjart veður verður sunnan- og vestanlands en súld og rigning norðan- og austanlands. Hiti verður 5-8 stig um norðanvert landið en 8-12 sunnantil. Veðrið Akureyri súld 6 Egilsstaðir súld 7 Galtarviti rign/súld ö Hjarðarnes rigning 9 Kefiavíkurflugvöllur hálfskýjað 7 Kirkjubæjarklaustur skýjað 10 Raufarhöfn alskýjað 5 Reykja vík léttskýjað 7 Sauöárkrókur úrkoma 3 Vestmannaeyjar lóttskýjað 7 Útlönd kl. 6 í morgun: Bergen alskýjað 11 Helsinki skýjað 18 Ka upmannahöfn hólfskýjað 14 Osló léttskýjað 17 Stokkhólmur skúr 14 Þórshöfn léttskýjað 7 Útlönd kl. 18 í gær: Algarve heiðskírt 24 Amsterdam léttskýjað 16 Aþena heiðskíit 29 Barcelona skýjað 23 (Costa Brava) Berlín skúr 12 Chieago mistur 30 Frankfurt skýjað 17 Glasgow rigning 14 London skýjað 20 Los Angeles léttskýjað 23 Lúxemborg skýjað 15 Madrid léttskýjað 30 Malaga rykmistur 25 (Costa DelSoI) Mallorca hálfskýjað 25 (Ibiza) Montreal léttskýjað 30 .Yeir York léttskýjað 28 Xuuk hálfskýjað 13 París léttskýjað 22 Vin rigning 12 Winnipeg skýjað 21 Valencia skýjað 26 (Benidorm) Gengið Gengisskráning nr. 138 - 25. júli 1986 kl. 09.15 Eining kl. 12.00 Kaup Sala Toligengi Dollar 41,100 41,220 41.270 Pund 61.198 61,377 61,901 Kan. dollar 29,621 29,707 29,713 Dönsk kr. 5,0961 5,1110 5,0680 Norsk kr. 5,4760 5,4920 5,5038 Sænsk kr. 5,8117 5,8286 5,8000 Fi. mark 8,0969 8,1206 8,0787 Fra. franki 5,9277 5,9450 5,8945 Belg. franki 0,9286 0,9313 0,9192 Sviss.franki 23.7641 23,8335 23,0045 Holl. gyllini 17,0081 17,0577 17,6849 V-þýskt 19,1564 19,2123 18.7945 mark ít. líra 0,02791 0,02799 0,02736 Austurr. sch. 2,7239 2,7318 2,6723 Port. escudo 0,2768 0,2776 0,2765 Spó. peseti 0,2998 0,3007 0,2942 Japansktyen 0,26059 0,26135 0,25180 írskt pund 57,041 57,207 56,781 SDR 48,9521 49,0955 48,5165 ECU 40,7034 41,8222 40,3765 Simsvari vegna gengisskráningar 22190. \ MINNISBLAÐ Muna eftir að fá mér eintak af

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.