Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986.
Frjálst.óháó dagblað
Úlgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr.
Verð i lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Enga flokkastyrki
Stj órnmálaflokkarnir eru að búa í haginn fyrir sig,
þannig að þeir geti fengið styrki úr ríkissjóði til eigin
rekstrar. Flokkarnir bíða færis. Þetta kom berlega í ljós
í sjónvarpsþætti, sem fyrir skömmu átti að fjalla um
pólitískt og almennt siðgæði. Þegar til kastanna kom,
sneru talsmenn flokkanna áherzlu þáttarins yfir í um-
ræður um ríkisstyrki til flokkanna.
Stjórnandi þáttarins hefur haft annað í huga. Ög-
mundur Jónasson fréttamaður hóf þáttinn með frásögn-
um af tilvikum erlendis, þar sem ráðherrar og aðrir
forystumenn hafa neyðzt til að segja af sér, þar sem
þeir voru taldir hafa brotið gegn lögmálum pólitísks
siðgæðis. Háskólamenn ræddu um siðferði og siðgæði.
Þarna voru mættir fulltrúar þingflokkanna. Umræður
þeirra voru mikið til út og suður. Eftir stóð áherzlan,
sem sumir þeirra lögðu á ríkisstyrki til stjórnmálaflok-
kanna og var ómótmælt.
Flokkarnir standa nú þegar að þeirri smán að sam-
þykkja á Alþingi styrki til blaða sinna. DV þiggur eitt
blaða ekki slíkan ríkisstyrk af neinu tagi. Auk þess sem
Alþingi veitir styrki til þingflokka, fá bingflokkarnir
mikið fé til að spila úr til blaðastyrkja. Með þessu eru
skattgreiðendur neyddir til að halda gangandi blöðum,
serq þeir vilja ekki kaupa. Áróður floiikanna er með
þessu styrktur af almannafé. Þetta er fráleitt, að blöð,
sem ekki nógu margir vilja af sjálfsdáðum kaupa og
lesa, fá milljónastyrki af fé skattborgaranna.
Margir hafa mótmælt þessu. Almenningur vill ekki,
að svona sé að málum staðið. En þarna beita stjórn-
málaflokkarnir afli sínu. Viðurkennt skal, að margir
alþingismenn greiða jafnan atkvæði gegn þessari mis-
notkun, þegar blaðastyrkirnir eru samþykktir við
afgreiðslu fjárlaga..
Nokkur umræða hefur undanfarið staðið um fé, sem
flokkar og flokkaforingjar hafa fengið frá ýmsum aðil-
um. Stjórnmálaflokkarnir hafa verið gagnrýndir í þessu
efni. Nú hyggjast þeir snúa vörn í sókn, bíta höfuðið
af’skömminni, með því að láta Alþingi beinlínis sam-
þykkja styrki til flokksrekstrar, hugsanlega við af-
greiðslu næstu fjárlaga. Almenningur verður að rísa
gegn þessu. Slíkt yrði valdníðsla á skattgreiðendum. 1
umræddum sjónvarpsþætti var aðeins drepið á, að ríkis-
styrkir til flokkanna, sem fyrir eru, gerðu nýjum aðilum
erfit.t að stofna flokk og koma mönnum á þing. Meginat-
ftði er, að flokkarnir verða að leita annarra leiða til
að greiða úthaldskostnað á flokksvélunum. Skattpíndur
almenningur á ekki að bera þær byrðar.
Hafi nógu margir áhuga á að gera út stjórnmála-
flol^k, eiga þeir að gera það. Annars ekki.
í sjónvarpsþættinum var minnzt á, að ekki hefur orð-
i.ð af þeirri lagasetningu um stjórnmálaflokka, sem
stefnt var að fyrir nokkrum árum. Fulltrúar samtrygg-
ingarinnar hafa drepið því á dreif. Þetta mál verður að
taka upp. Lög verða að vera um starfsemi flokkanna
og fyrir liggja, hvaða fjármagn þeir hafa og hvaðan.
Fjárveitingar til flokka eiga að vera framtalsskyldar,
þegar um meiriháttar fjárhæðir ræðir. Þetta kerfi verð-
ur að opna.
Við getum víða erlendis fundið fyrirmyndir að setn-
ingu slíkra laga. Þó skiptir mestu, að ekki fari leynt,
hvaðan flokkarnir fá fé. Þá verður að hindra hagsmuna-
svindl í því efni með setningu ákveðinna reglna.
Haukur Helgason.
Meðal atriða á nýliðnu landsmóti hestamanna var að venju keppni um fallegustu og beztu hesta landsins.
Hross og
hagsmunir
Meðal atriða á nýliðnu Landsmóti
hestamanna var að venju keppni um
fallegustu og beztu hesta landsins,
þar var m.a. í dómarastörfum Þor-
kell Bjamason hrossaræktarráðu-
nautur, manna fróðastur um íslenzk
hross.
Þorkell lenti í þeirri óþægilegu
aðstöðu að þurfa að dæma hryssur
sem hann hafði sjálfur séð um upp-
eldi á. Sumir gerðu athugasemdir
við þetta og þótti óeðlilega að málum
staðið, enda ekki venja að menn séu
dómarar í eigin málum.
Árekstur
Það sem Þorkell lenti í eru hags-
munaárekstrar. Sem dómari átti
hann að gæta réttsýni og hagsmuna
þeirra hrossabænda sem áttu hesta
á sýningunni. Hins vegar hlýtur
Þorkell sem einstaklingur að hafa
KjáUaiirui
Karl Th.
Birgisson
starfsmaður Bandalags
jafnaðarmanna
„Slíkir hagsmunaárekstrar eru alvarlegri
þegar kemur að stjómkerfmu. Aldrei má
leika nokkur vafi á því að þar fari allt fram
af heiðarleika og réttsýni.“
hag af því að hans eigin hryssur
hljóti góða dóma. Þannig rekast á
hagsmunir bænda og eiginhagsmun-
ir Þorkels. í þessu tilfelli áttu
hagsmunir bænda að hafa algeran
forgang þar sem Þorkell var sem
dómari í þjónustu bænda en ekki
sjálfs sín.
Nú er Þorkell auðvitað heiðarleg-
ur maður og menn treysta honum
til að dæma af réttsýni. Hins vegar
hlýtur sú staðreynd ein, að Þorkell
lenti í þessari óþægilegu stöðu, að
varpa skugga á keppnina og draga
úr trausti manna á henni.
Stjórnkerfið
Slíkir hagsmunaárekstrar eru al-
varlegri þegar kemur að stjómkerf-
inu. Aldrei má leika nokkur vafi á
því að þar fari allt fram af heiðar-
leika og réttsýni. Allar grunsemdir
em óþolandi.
Samt situr Birgir ísleifur Gunnars-
son sem formaður stóriðjunefndar
og gerir samninga við erlend fyrir-
tæki. Þessir samningar fara að
lokum fyrir iðnaðamefnd hjá Al-
þingi sem á að dæma réttmæti þeirra
og veita umsögn sína. Auðvitað situr
bfir pnírinn annar varafnrrnaðnv pn
þessi sami Birgir Isleifur og dæmir
samningana sína. Og Birgi finnst
ekkert athugavert.
Eins var Albert Guðmundsson
bankaráðsformaður Útvegsbankans
og um leið stjómarformaður eins
stærsta viðskiptavinar þess, Haf-
skips, eins og alþjóð er kunnugt.
Hann átti að gæta hagsmuna bank-
ans á öðrum staðnum og hagsmuna
fyrirtækisins á hinum. En Albert
þótti ekkert athugavert, né heldur
starfsbræðrum hans í gömlu flokk-
unum fiórum.
Á Alþingi setti Stefán Guðmunds-
son lög um þátttöku ríkisins í
Steinullarverksmiðjunni á Sauðár-
króki, væntanlega með hagsmuni
þjóðarinnar allrar í huga. Til örygg-
is tók hann sæti í stjóm verksmiðj-
unnar og fylgdi þannig fram lögum
sem hann setti sjálfur. Þaðan var
leiðin greið í lán hjá Framkvæmda-
stofnun, enda vildi svo vel til að
stjómarformaður þar var Stefán
Guðmundsson. Og Stefáni finnst
ekkert athugavert.
Reglur
Auðvitað gengur þetta ekki. Við
þurfum reglur til að koma í veg fyr-
ir hagsmunaárekstra af þessu tagi.
En kerfið lifir og nærist á þessu
sulli. Þess vegna vill það ekki breyt-
ingar. Þess vegna tala þeir í vand-
lætingártón um persónulegar
ofsóknir þegar nefnd em dæmi á
borð við þessi.
Það skipti engu máli á Landsmóti
hestamanna að Þorkell Bjamason
er manna fróðastur um íslenzka
hesta. Sú staðreynd að hann þurfti
að dæma í eigin máli var nóg til að
rýra traust fólks á keppninni. Á
sama hátt skipti það engu máli þótt
allir alþingismenn íslendinga væm
heiðursmenn. Aldrei má falla skuggi
á réttsýni stjómkerfisins. Þess vegna
þurfum við reglur.
Karl Th. Birgisson.