Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Blaðsíða 9
9 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986. Utlönd Norðmenn setja algert viðskiptabann á Suður-Afríku —T ~ : ar“agan um þessi nýju lög er örugg urlandanna gæti átt ríkan þátt í að Þetta mun hafa víðtæk áhrif á at- stöð sem er algerlega háð innfluti Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Stavangri Noregur getur orðið fyrsta land í heimi sem lögleiðir fullkomið við- skiptabann við Suður-Afnku. Stjóm- llágan um þessi riýju lög er omgg um meirihluta á þingi. Gro Harlem Bmndtland forsætisráðherra vonast til þess að hafa áhrif á aðrar ríkis- stjómir á Norðurlöndum með ráð- herrafundi sem haldinn verður í ágúst. Sameiginlegt viðskiptabann Norð- gæti átt ríkan þátt breyta ástandi mála í Suður-Afríku, segir Gro Harlem. En hvað sem verður um hin ríkin á Norðurlöndum telur hún það siðferðilega skyldu Norð- manna að lögleiða viðskiptabann undanþágulaust. vinnulíf í Noregi. Fyrst og fremst hefur þetta slæm áhrif fyrir norska kaup- skipaflotann en einnig sums staðar á þurrn landi. Meðal annars lamast allt atvinnulíf í heilu byggðarlagi á vestur- strönd Noregs. Þar er málmbræðslu- algerlega háð innflutningi á manganmálmi frá Suður-Afríku og atvinnulíf i Fauda kommuna byggist eingöngu á þessari verksmiðju sem nú mun leggjast niður. Svíar vilja ekki einhliða bann - en munu beita sér fyrir banni innan Sameinuðu þjóðanna Gunrdaugur A. Jánssan, DV, Lundi Svíar munu ekki fylgja fordæmi Dana og Norðmanna um einhliða við- skiptabann gagnvart Suður-Afríku. „Okkar afstaða er að berjast fyrir banni innan Sameinuðu þjóðanna. Það myndi örugglega leiða til falls núverandi stjómar Suður-Afríku. Við teljum að við höfum komið slíkri þró- un af stað og það sé mögulegt að telja Bandaríkin, Bretland og Vestur-Þýskaland á að taka þátt í við- skiptabanni innan ramma Sameinuðu þjóðanna," sagði Ingvar Carlsson, for- sætisráðherra Svíþjóðar, í útvarpsvið- tali í gær. Hann sagði hins vegar að ríkisstjómin hefði hvatt sænsk fyrir- tæki til að hætta verslun við Suður- Afríku af frjálsum vilja og hefði þetta þegar leitt til þrjátíu til þijátíu og fimm prósent minnkunar á viðskiptum Svía við Suður-Afríku. I Noregi er nú þingmeirihluti fyrir banni gegn allri verslun við Suður- Afríku. í gær skýrði Harald Synnes, þingflokksformaður Kristilega þjóðar- flokksins, frá því að flokkur hans hefði ákveðið að styðja tillögu Verka- mannaflokksins um algert viðskipta- bann á Suður-Afríku og er þar með kominn þingmeirihluti fyrir tillög- unni. Daginn áður hafði Gro Harlem Brundlland forsætisráðherra skýrt frá því að norska ríkisstjómin undirbúi nú bann gegn öllum viðskiptum við Suður-Afríku. Bannið myndi meðal annars fela í sér bann við flutningi á hráolíu til Suður-Afríku en samkvæmt norskum heimildum munu Suður- Afríkumenn nú fá þriðjung af þeirri olíu sem þeir nota með norskum skip- um. Þurrkur í Noregi Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Stavangri; Brennivinsverkfallið í Noregi heldur áfram af fullum krafti. Engin norsk verkföll geta dregist jafnmikið á langinn og verkföll í áfengisútsöl- um. í fjórðu viku verkfallsins er ekkert útlit fyrir lausn á málinu og ríkisstjómin vill ekki grípa inn í. Lokaðar áfengisútsölur virðast ekki hafa mikil áhrif á daglegt líf Norðmanna. Þeir sem vilja verða sér oftast úti um áfengi, heimatilbúið, smyglað eða flutt inn af ferðamönn- um á löglegan hatt. Og að sjálfsögðu er bjórinn á sínum stað í búðunum og svalar þorsta margra. En sala á áfengu öli hefur enn sem komið er aukist furðulitið í verkfallinu. Síð- asta brennivínsverkfall í Noregi 1982 stóð í margar vikur. Carl Bildt næsti formaður sænska Ihaldsflokksins? Gunnlaugur A. Jónssan, DV, Lundi; Carl Bildt þykir nú langlíklegastur til að verða næsti formaður sænska íhaldsflokksins. Allar skoðanakann- anir sýna að hann nýtur yfirgnæfandi fylgis meðal flokksmanna. Ekki síst gildir þetta um atvinnurekendur inn- an flokksins. Af fimmtíu aðspurðum atvinnurekendum sögðust fjörutíu og fimm vilja Bildt sem næsta formann. Aðeins tveir nefndu Ingegeld Troeds- son, sem er helsti keppináutur Bildt um embættið. Carl Bildt er ekki nema tæplega fer- tugur að aldri en hefur samt langa reynslu i sænskum stjórnmálum og löngum verið talinn „pólitískt undra- barn“. Hann er tengdasonur Gösta Bohman, fyrrverandi formanns flokks- ins, og telja ýmsir það nokkum ókost því hættan sé sú að gamli Bohman vilji halda áfram um stjómartaumana. Formannskjör í fhaldsflokknimi fer frarn í lok ágúst og verður þá kjörinn eftimiaður Ulf Adelsohn sem flestum að óvörum sagði af sér formanns- embætti í byrjun júní síðastliðnum eftir að hafa aðeins gegnt embættinu í fimm ár. Sameiginleg neyð- ariína á Kyrrahafi Á næstunni mun verða komið upp sameiginlegri „neyðarlínu" Sovét- manna, Bandaríkjamanna og Japana til að koma í veg fyrir atvik eins og þegar kóreska farþegaþotan var skotin niður af sovéskum orr- ustuþotum 1983. Embættismaður í japanska sam- gönguráðuneytinu sagði frétta- mönnum í morgun að línan yrði tekin í notkun þann fimmtánda ágúst næstkomandi og ætti hún að fryggjö öryggi allra borgaralegra loftfara yfir Norður-Kyrrahafi. Þjóðimar þrjár urðu sammála um það í nóvember síðastliðnum að koma upp sambandi milli Tokýo og Khabarovsk í Síberíu og gæti sú lína tengst línunni milli Tokýo og Anc- horage í Alaska. Löndin hafa haldið nokkra lokaða fundi um þetta mál síðan 1983 er veröldin fylltist réttlátri reiði vegna grimmdarverks Sovétmanna. Sovéskar orrustuþotur skutu niður kóresku þotuna eftir að hún hafði rofið lofthelgi Sovétríkjanna yfir Sakhalin eyju en hún hafði farið af leið á leið sinni frá Anchorage til Seoul. Tvö hundmð sextíu og niu manns fórust. Iranskur njósnari rekinn úr landi Bandaríkin hafa vísað írönskum sendifulltrúa úr landi og saka hann um njósnir, að sögn bandaríska utan- ríkisráðuneytisins. Skýrt var frá þvi að maðurinn héti Alireza Deyhim og væri í írönsku sendinefhdinni hjá Sameinuðu Þjóð- unum. „Hr. Deyhim misnotaði aðstöðu sína er hann bjó hér í landinu með því að taka þátt í ólöglegu athæfi sem ekki samræmist öryggishagsmunum Bandaríkjanna og þess vegna höfum við farið fram á að maðurinn hverfi úr landi,“ sagði Bmce Ammerman, blaðafulltrúi ráðuneytisins. Ammerman vildi ekkert segja frekar um athæfi Deyhims eða hvort hann hefði þegar farið úr landi. Deyhim er skráður sem þriðji æðsti maður í írönsku sendinefndinni og er með starfstitilinn ráðgjafi. Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að Svíar muni beita sér fyrir viðskiptabanni á Suður-Atriku á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Nýkonún furuborð og stólar Borð og fjórir stólar. Verð aðeins 16.575 staógreitt Opið til kl. 20 í kvöld. JISl KORT Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.