Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Blaðsíða 28
40 FÖSTUDAGUR 25. JÚLl 1986. Andlát Ásbjörn Jónsson lést 12. júlí sl. Hann fæddist á Deildará í Múlasveit i Austur-Barðastrandarsýslu. For- eldrar hans voru Jón Jónsson og Ástríður Ásbjömsdóttir. Ásbjörn kvæntist Kristrúnu Valgerði Jóns- dóttur og eignuðust þau tvö börn. Síðustu árin vann Ásbjörn við að kaupa fisk af bátum, gera að honum og selja hann síðan. Útför hans verð- ur gerð frá Fríkirkjunni í dag kl. 13.30. Björg Evertsdóttir verður jarð- sungin laugardaginn 26. júlí kl. 14 Jrá Sauðárkrókskirkju. Þórhildur Sigurðardóttir frá Stóru-Fellsöxl verður jarðsungin frá Innra-Hólmskirkju laugardaginn 26. júlí kl. 14.30. Sigríður Tómasdóttir, Austurbrún 6, andaðist að morgni 24. júlí. Svavar Magnússon bifreiðarstjóri, Fellsmúla 20, lést í Borgarspítalan- um 22. júlí. Ýmislegt Nýtt sérkort af Suðvesturlandi Landmælingar Islands hafa sent frá sér nýtt sérkort af Suðvesturlandi í mæli- kvarða 1:100.000. Kortið er mjög vandað að allri gerð og á því eru öll helstu útivist- arsvæði í nágrenni Reykjavíkur. m.a. Reykjanesfólkvangur, Bláfjöll og Þing- vellir. Kortið fæst bæði flatt og brotið í kortaverslun Landmælinga íslands að Laugavegi 178 og á helstu sölustöðum korta. Komin eru út fleiri sérkort í mæli- kvarða 1:100.000 og ber þar fyrst að nefna kort yfir gönguleiðina Landmannalaug- ar-Þórsmörk og Fimmvörðuháls. Á þessu korti er einnig hið vinsæla útivistarsvæði „Við höf- um engu hótað“ - ósamræmi í viðbrögðum Bandaríkjastjómar „Við höfum engu hótað Islendingum. Hér hlýtur að vera einhver misskiln- ingur á ferðinni," sagði ónafngreindur bandarískur embættismaður um þær fréttir að Bandaríkjastjóm hóti efna- hagsþvingunum stöðvi íslendingar ekki hvalveiðar næstkomandi mánu- dag. Embættismaðurinn sagði að engin afstaða hefði verið tekin um það hvort íslendingar væm að brjóta sam- þykkt Alþjóða hvalveiðiráðsins og að viðræður væm enn í gangi til að ná samkomulagi um túlkun ákvæðisins um „primary for local consumption", Undarlegs ósamræmis gætir nú í fréttum af viðbrögðum Bandaríkja- manna en samkvæmt „óformlegum skilaboðum" bámst Steingrimi Her- mannssyni fréttir af því að viðskipta- ráðuneytið hefði sett Islendingum frest til næstkomandi mánudags um að hætta hvalveiðum. Haft er eftir jap- önskum embættismanni að Japanir muni ekki kaupa hvalkjöt af íslend- ingum nema samþykki fáist frá Bandaríkjastjóm og að hótanir um aðgerðir muni einar nægja til þess að Japanir loki fyrir innflutning á hvala- afurðum frá íslandi. Steingrímur Hermannsson fúndaði í dag með stjómarandstöðunni en Eiður Guðnason fór fram á að henni yrði gerð grein fyrir stöðu mála „svo og því hvemig ríkisstjómin hyggist bregðast við þessum einstæðu hótun- um Bandaríkjastjómar“. Á ríkis- stjórnarfundi var ákveðið að bíða með allar frekari ákvarðanir þar til Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra kemur til starfa á ríkisstjómarfund næstkomandi þriðjudag. Ríkisstjómin mun því hunsa þann frest sem settur var í hinum óformlegu skilaboðum. í samtali við DV segir Helgi Ágústs- son allar líkur til þess að Bandaríkja- stjóm muni standa fast á sínu og engar líkur séu á að fresturinn verði fram- lengdur. - sjá viðtal bls. 2 -S.Konn. FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við framhaldsskóla. Við Fjölbrautaskólann í Breiðholti em lausar til umsóknar kennarastöður í handavinnu tré- og málmgreina, tölvufræðum, viðskiptafræðum og 'A staða tónmenntakennara. Umsóknir skulu sendar til menntamálaráðuneytisins, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík fyrir 10. ágúst. Umsóknarfrestur um áður auglýstar kennarastöður í stærðfræði og þýsku við Menntaskólann á Akureyri framlengist til 10. ágúst. Menntamálaráðuneytið Utvarp - sjónvarp Helga Þ. Stephensen leikkona: „Sakna fimmtudags- leikrítsins“ I gærkvöldi hlustaði ég aðallega á rás eitt. Fimmtudagskvöld er mikil- vægasta útvarpskvöld vikunnar og -ég er ekkert ofboðslega hress með dagskrána í heild. Ég byijaði á því að hlusta á Daglegt mál Guðmundar Sæmundssonar en hann talaði um valfrelsi í máli. Þetta eru örstuttir þættir en mér finnst þeir alltaf sterk- ir og góðir. Ég hlustaði á þáttinn Undrabam frá Malaga meðan ég var að elda mat og þvo upp. Þetta var góður og fræðandi þáttur fyrir þá sem hafa áhuga á listamanninum. Ljóðatónleikar frá Norræna húsinu voru aðeins á þyngri nótunum en Marianne Eklöf söng mjög fallega. Ég gat þó ekki almennilega sett mig í stellingar til að hlusta á þann þátt. Þátturinn Reykjavík i augum skálda, um Tómas Guðmundsson, var þáttur sem ég hefði getað haft gaman af en mér fannst þetta hálf- gerður hvíslþáttur. Það var gaman að heyra Tómas sjálfan lesa ljóðin sín en mér fannst að umsjónarmenn þáttarins hefðu átt að leita til leik- ara og fólks sem hefúr lært upplestur í stað þess að lesa ljóðin sjálfir. Mér finnst útvarpið ekki leita nóg til listamanna í sambandi við upplestur og annað slíkt. Ég hlustaði á Orð kvöldsins sem mér finnst alltaf á- gætt og skapa góða stemmningu. Síðast á dagskránni var Frá tónlist- arhátíðinni í Ludwigsburg. Ég verð að segja að ég nýt þess aldrei al- mennilega að hlusta á klassíska tónlist í útvarpinu. Ég vil heldur fara á konserta. Ég sakna leikritsins á fimmtudög- um og mér fannst þetta heldur þung menningardagskrá í gærkvöldi. Út- varpið er stærsta leikhús landsins og ætti að ná til allra landsmanna. að Fjallabaki, Hekla og Veiðivötn. Önnur helstu sérkort eru: Göngukort af Hom- ströndum og sérkort af þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum en á því korti eru einnig Mývatn og Húsavík. Eldri útgáfur eru einnig til af sérkortum yfir Skaftafell, Þingvelli, Mývatn, Heklu og Vestmanna- eyjar. Sumardvöl í Básum, Þórsmörk Ferðafélagið Útivist mun nú í sumar bjóða ferðafólki upp á ódýra sumardvöl í skálum sínum i Básum, Þórsmörk. Skálar Útivist- ar eru nú orðnir tveir, en í fyrravor var reistur nýr, lítill skáli sem rúmar 25-30 manns í gistingu og hentar vel fyrir sum- ardvalargesti. Stærri skálinn rúmar um 70 manns í svefnpokaplássi. Aðstaðan í Básum er nú orðin eins og best gerist í óbyggðum. I skálanum em vistlegir svefn- salir og eldhús og í snyrtihúsi eru vatns- salerni og heit sturtuböð. I Básum er umhverfið friðsælt og fjölbreyttar göngu- leiðir eru í nágrenninu til lengri eða skemmri gönguferða. Af þeim má nefna nýja gönguleið um tilkomumikið svasði, Teigstungur, sem opnast hafa með bygg- ingu göngubrúar á Hruná, en Útivistarfé- lagar reistu þá brú fyrir skömmu. Tilvalið er að dvelja á milli ferða, en Útivistarferð- ir í Þórsmörk em á föstudagskvöldum, sunnudögum og miðvikudögum. Nánari upplýsingar veitirskrifstofan, Grófinni 1. M Tapað - Fundið Gleraugu töpuðust Lesgleraugu með gylltri umgerð í brúnu leðurhulstri töpuðust í fyrri hluta júlímán- aðar í Reykjavík. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 681644. Verkfærabox tapaðist Smiður varð fyrir því óláni að tapa bláu verkfæraboxi með verkfæmm sínum í. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 42965. Fundarlaun. Starfsmenn vinsældalista rásar 2 voru önnum kafnir i gær. Öllum þátttakendum í vali listans var flett upp i þjóðskránni til að enginn hefði nú rangt við. DV-mynd GVA Vinsældalisti rásar 2: Valinn stöðum Nýr vinsældalisti rásar tvö var val- inn í gær. Miklar deilur urðu vegna tilhögunar á vali listans í síðustu viku og var þvi þreytt um vinnuaðferðir í gær. Hlustendur gátu að þessu sinni hringt inn óskalög sín á fjórum stöðum á landinu. áfjórum á landinu Mikið var hringt og vandlega at- hugað hver hringdi hveiju sinni. I höfúðstöðvum listans í Efstaleiti sátu starfsmenn önnum kafnir við að fletta nöfnum þátttakenda upp í þjóðskrá og götuskrám. Voru lítil brögð að því að menn reyndu að villa á sér heimild- ir. Alls komust sex ísfensk lög í fyrstu tíu sæti listans eins og sjá má á yfir- liti yfir vinsældir dægurlaga á bls. 43 í blaðinu í dag. -ÞJV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.