Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Page 4
4
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986.
Sljóminál
Ný umferðariög fyrir Alþingi:
Ökuljós skylda
8 mánuði á ári
Ökumenn bifreiða verða skyldaðir
til að nota ökuljós allan sólarhring-
inn í átta mánuði á ári, á tímabilinu
frá 1. september til 30. apríl, sam-
kvæmt stjómarfrumvarpi til um-
ferðarlaga sem Alþingi hefur til
meðferðar.
Umferðarlagafrumvarpið hefur
legið íyrir þinginu á síðustu tveim
þingum en ekki hlotið afgreiðslu.
Ne&id, sem vann að endurskoðun
frumvarpsins fyrir þetta þing, hefur
lagt til allmargar breytingar. Auk
áðumeftids ákvæðis um ljósatíma
em helstu breytingar frá gildandi
umferðarlögum þessar:
Borga fyrir lögregiuaðstoð
Heimild er til að setja reglur um
greiðslu kostnaðar vegna lögreglu-
aðstoðar.
Akvæði er beint gegn þeim sem
með hægum akstri tefja akstur ann-
arra.
Ekki má valda ónæði með ónauð-
synlegum akstri í námunda við
íbúðarhús.
Víkja má frá ákvæðum um fébóta-
ábyrgð og vátryggingu í reglum um
aksturskeppnir.
Aka má á allt að 80 km hraða á
klst. á vegum með bundnu slitlagi
utan þéttbýlis.
Reglur um ökuhraða stórra fólks-
bifreiða, vömbifreiða og dráttarbif-
reiða em rýmkaðar.
Ökuhraði vélsleða á opinberum
vegi er takmarkaður við 30 km á
klst.
Ökumanni er bannað að neyta
áfengis í 6 klst. eftir að akstri lauk
hafi hann ástæðu til að ætla að opin-
ber rannsókn verði hafin vegna
akstursins.
Bensínafgreiðslumenn hindri
ölvunarakstur
Bensínafgreiðslumenn, veitinga-
menn og þjónar em sérstaklega
skyldaðir til að hindra ölvunarakst-
ur ef þeir vita eða hafa ástæðu til
að ætla að ölvaður maður ætli að
stjóma ökutæki.
Nýmæli er um vinstri beygju hjól-
reiðamanns. Hjólreiðamaður, sem
nálgast vegamót og ætlar að beygja
til vinstri, má vera áfram hægra
megin á vegi. Skal hann fara beint
áfram yfir vegamótin og beygja þá
fyrst, þegar það er unnt án óþæginda
fyrir aðra umferð.
Ákvæði er um 9 ára lágmarksaldur
bams til að mega hjóla á akbraut
og 17 ára lágmarksaldur til að reiða
bam.
Ekki þurfi að endurnýja öku-
skírteini fyrr en við sjötugt
Lagt er til að bráðabirgðaskírteini
til byijenda gildi í 2 ár í stað 1 árs.
Fullnaðarskírteini verði að jafnaði
gefið út til 70 ára aldurs. Er talið
forsvaranlegt umferðaröryggis
vegna að draga þannig úr skrif-
finnsku.
Lágmarksaldur við akstur dráttar-
véla við landbúnaðarstörf verði 14
ára.
Aldursmark til útgáfú ökuskír-
teina til aksturs léttra bifhjóla og
vélsleða verði 16 ár.
Heimild er til að fela verkstæðum
almenna skoðun eða tiltekna þætti
skoðunar.
Setja má reglur um heimild ann-
arra en lögreglu til að stjóma
umferð.
Loks má neftia ákvæði um rýmkun
bótaábyrgðar og hækkun vátrygg-
ingafjárhæða. Ákvæði um lögboðna
eigin áhættu em felld niður.
-KMU
Hússtjórnarskólar
verði nútímalegri
Tvö þingmál liggja fyrir Alþingi um
hússtjómarskóla, bæði frá framsókn-
armönnum. Magdalena Sigurðardóttir
flytur ásamt Stefáni Valgeirssyni og
Ólafi Þ. Þórðarsyni þingsályktunartil-
lögu um almenna heimilisfræðslu. Þá
leggur Þórarinn Siguijónsson fyrir-
spum fyrir menntamálaráðherra um
hver stefha hans sé í málinu.
Tillaga Magdalenu, Stefáns og Ólafs
hljóðar svo:
„Alþingi ályktar að fela mennta-
málaráðherra að kanna með hvaða
hætti best verði staðið að almennri
heimilisfræðslu í landinu. Kannað
verði meðal annars hvemig að slíkri
fræðslu sé staðið annars staðar á
Norðurlöndum.
Ráðherra geri tillögu um endur-
skipulagða starfsemi hússtjómarskól-
anna og heimilisfræðslu í landinu og
leggi hana fyrir Alþingi."
I greinargerð segjast þingmennimir
sjá að sannarlega sé þörf fyrir hús-
stjómarskólana í þjóðfélaginu. Laga
verði starfsemi þeirra að nútíma lifn-
aðarháttum og þörfum. -KMU
„Það er verið að taka mynd af okkur, nafni,“ sagði Matthías Á. Mathiesen
utanríkisráðherra við Matthías Bjarnason viðskipta- og samgönguráðherra,
sem var að giugga i bók Helga Magnússonar endurskoðanda um Hafskips-
málið. Framtíð Útvegsbankans eftir gjaldþrot Hafskips er einmitt mikið til
umræðu meðal stjórnmálamanna þessa dagana. DV-mynd GVA
Vesturiand:
Prófkjör krata
um næstu helgi
Prófkjör Alþýðuflokksins i Vestur-
landskjördæmi fyrir næstu alþingis-
kosningar verður haldið sunnudaginn
23. nóvember næstkomandi.
Frambjóðendur í prófkjörinu em
þessir: Eiður Guðnason alþingismað-
ur, Reykjavík, Guðmundur Vésteins-
son framkvæmdastjóri, Akranesi,
Málfríður H. Ríkharðsdóttir kennari,
Akranesi, og Sveinn G. Hálfdánarson
innheimtustjóri, Borgamesi.
Þátttökurétt í prófkjörinu eiga allir
stuðningsmenn Álþýðuflokksins sem
em 18 ára og eldri og búsettir em í
kjördæminu. Kosningin verður bind-
andi fyrir 2 efstu sætin. -ój
Þingfundur í 7 mínútur
Þingfundir vom með styttra móti á
Alþingi í gær. Fundur neðri deildar
stóð yfir í sjö mínútur. Fundur efri
deildar stóð yfir í 30 mínútur.
Aðeins eitt þingmál kom til umræðu
í hvorri þingdeild. í neðri deild mælti
Jón Magnússon varaþingmaður fyrir
frumvarpi um breytingu á aðfararlög-
um. í efri deild sögðu þeir Skúli
Alexandersson og Haraldur Ólafsson
álit sitt á frumvarpi alþýðuflokks-
manna um breytingu á kosningalögum
þess efnis að kjósendur ráði sjálffr röð
frambjóðenda á ffamboðslista. -KMU
í dag mælir Dagfari
Fjölmiðlar hafa skyndilega upp-
götvað að sums staðar í útlöndum
er vömverð lægra en á íslandi. Þetta
hefur almenningur í landinu vitað
áratugum saman þótt verðmunur
hafi að sjálfsögðu verið misjafnlega
mikill milli ára eða árabila. Nú þyrp-
ast fjölmiðlamenn til Keflavíkur og
heimta að fá að mynda ofan í töskur
farþega sem em að koma frá Glas-
gow en tollverðir bmgðust við hart
og neituðu að vinna undir flass-
glömpum myndavélanna. Lái þeim
hver sem vill. Hingað til hefur það
veri talið einkamál tollvarða og við-
komandi farþega ef nokkrar auka-
skyrtur slæðast með í farangri eða
einni viskíflösku ofaukið. En hin
nýja valdastétt á Islandi, fjölmiðla-
stéttin, heimtar að fá að stunda
rannsóknir og yfirheyrslur yfir sam-
borgurum hvar sem er og hvenær
sem er.
En þetta með kaupgleði íslendinga
þá þeir em á ferð í útlöndum er eng-
in ný bóla, síður en svo. Það þótti
nú ekki ónýtt á sínum tíma að sigla
með Gullfossi til Edinborgar og
versla þar upp á líf og dauða meðan
skipið fór til Kaupmannahafnar og
skipa svo vamingnum um borð þeg-
ar komið var aftur við í Edinborg á
heimleið. En þá var nú vömúrval
hér á landi ansi dapurt miðað við
það sem nú er.
Það sem gerir annan hvem íslend-
ing að smyglara í dag þá hann kemur
frá útlöndum er auðvitað þessi sjö
þúsund kall sem er víst hámarks-
verðmæti þess sem koma má með inn
í landið. Maður sem kaupir sér van-
daða skó og jakka í London en
hendir gömlu dmslunum er orðinn
smyglari þegar hann kemur heim á
nýju skónum og í jakkanum. Hvaða
heilvita maður færi að gefa sig frarn
við tollinn og segjast vera íklæddur
of miklum verðmætum miðað við
íslenska tollalöggjöf? Hver sem
reyndi slíkt yrði umsvifalaust sendur
í geðrannsókn og eins víst að hælis-
vist fylgdi á eftir. Hins vegar má líka
milli vera í slíku tilfelli og þess þeg-
ar ungar konur em allt í einu orðnar
átta bama mæður þegar þær gefa
skýringar í tollinum á gífurlegum
fatabirgðum í farangrinum, svo ekki
sé minnst á það þegar smákaupmenn
reyna að smygla söluvöm inn í
landið sem persónulegum farangri.
En þetta með sjö þúsund kallinn er
greinileg vísbending þess að viðkom-
andi embættismenn í ráðuneytunum
fylgjast ekki með tímanum og hélt
maður þó að þeir væm ekkert ofeæl-
ir af sínum launum.
Auðvitað er það ekki bara á ís-
landi sem fólk reynir. að diýgja
tekjumar með því að kaupa ódýrt
utan heimalandsins. Þetta er bara
þægilegra, til dæmis á meginlandinu,
þar sem nægir að skella sér upp í
bílinn og aka til næstu borgar hand-
an landamæranna ef vömverð er
lægra þar. Og úr því innkaup í Bret-
landi ber á góma þá var það frægt
fyrir allnokkrum árum, þegar pimdið
stóð hvað lægst, að Norðmenn
þyrptust til Bretlands á skipum og
keyptu heilu búslóðimar. Hvað ætli
Kiddi Pé og félagar segðu ef menn
fæm að koma með hjónarúm og fata-
skápa í farteskinu frá Glasgow?
Annars er kaupgleði landans ekki
bundin við stuttar skemmtiferðir á
haustin til Glasgow. Hvar sem
landinn fer í sumarfrí er eftir því
tekið hvað menn em fljótir að taka
krítarkortið upp úr buddunum. Sagt
er að sums staðar á meginlandi Ev-
rópu séu kaupmehn hættir að tala
um ísland heldur nefni það Vísa-
land, enda svo ósköp þægilegt að
þurfa ekki að sjá eftir neinum seðl-
um heldur bara láta renna plastkort-
inu gegnum vél og þá er allt klappað
og klárt - eða þannig.
Hins vegar hafa fjölmiðlasnilling-
amir enn ekki uppgötvað þá þjóð-
hættulegu iðju utanbæjarfólks að
streyma til Reykjavíkur í verslunar-
erindum í stað þess að versla við
kaupfélagið heima. Þetta hefur vald-
ið samvinnuversluninni óbætanlegu
tjóni og spuming hvort ekki eigi að
taka upp nokkurs konar tollskoðun
á Reykjavíkurflugvelli þegar sveita-
fólkið er að þyrpast til síns' heima
úr helgarferðunum. Einnig þyrfti þá
að koma upp nokkurs konar tollhliði
á Ártúnshöfða svo þeir akandi
slyppu ekki ótollaðir með feng sinn.
Nú er það matsatriði hve mikil verð-
mæti fólkið má hafa með sér úr
Reykjavík í formi vamings en þar
mætti til dæmis miða við tvöfaldan
Keflavíkurskammt. Þar með mundu
kaupfélögin verða fljót að rétta úr
kútnum. Dagfari.
Fjölmiðlafár í tollinum